Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. Spumingin Á hvaða útvarpsstöð hlustarðu mest? Ragna Árnadóttir: Á Rás 2. Mér finnst hún skemmtilegust. Bestir finnast mér viðtalsþættir. Þór Kristjánsson: Á Bylgjuna. Ég hef borið rásimar saman og Bylgjan er best og léttust. Viðar Bjarnason: Á Stjörnuna. Hún höfðar mest til míns aldurs, þ.e. týndu kynslóðarinnar. Stjarnan kemur, að mér finnst, best út þó að hinar séu allar ágætar. Bylgjuna. Mér finnst margt gott á báðum stöðvunum og ég vel úr. Ég hlusta á músíkina á Bylgjunni og ýmiss konar erindi á Rás 1. Sigurður Gunnarsson: Ég hlusta nú bara á það sem er opið fyrir í það og það skiptið. En að öllu jöfnu þá held ég að velji helst Rás 1. Kristbjörg Helga Eyjólfsdóttir: Ég veit það ekki. Ætli það sé ekki Bylgj- an. Lögin þar eru skemmtilegust. Lesendur ’68 kynslóðin: „Er hún vanhæf og vansæl?“ Leifur skrifar: Það er nú meiri ansk.. umsorgunin sem borin er fyrir þessari svoköll- uðu ’68 kynslóð sem reis upp með kröfuspjöld um hvers konar bætur og styrki sér til handa á áður- nefndu tímabili. Þetta var kynslóð ungmenna sem hafði verið dekrað við í uppeldi eftirstríðsáranna og þessi ung- menni vöndust ekki öðru en skefja- lausu dekri og síðan umönnun hins opinbera. Þetta var sýnu verra hér á landi en annars staðar þar sem það hafði alltaf tíðkast hér að með- taka þjónustu hins opinbera, t.d. skóla, heilbrigðisþjónustu o.þ.h. án beinnar greiðslu. Foreldrar sáu um þá hlið mála með sköttunum. Og foreldrarnir voru staðráðnir í því að láta börnin ekkert skorta. Nýr heimur var framundan eða svo héldu menn. í þeim heimi skyldi allt falt og flest ókeypis. Það varð því þessum börnum auðvelt að taka upp merkið þar sem foreldrunum sleppti. Áfram skyldi haldið með kröfugerðirnar. Flestir þeir sem tilheyra þessari ’68 kynslóð og komust í kynni við þá strauma sem þá voru uppi hafa gengið brenglaðir til orða og at- hafna æ síðan. Flestir þeirra sem höfðu sig í frammi með kröfur og slagorð hér á landi og raunar líka þeir sem voru erlendis við nám á þessum árum hafa ekki skilað sér „Flestir þeir sem tilheyra þessari ’68 kynslóð og komust í kynni við þá strauma sem þá voru uppi hafa gengið brenglaðir til orða og athafna æ siðan.“ sem skyldi inn í raunverulegt at- hafnalíf. Þeir hafa langflestir sest upp hjá opinberum stofnunum og orðið kerfisþrælar í einhverri menntastofnuninni. Sumir eru enn að og halda uppi kröfum um styrki og lán frá hinu opinbera, eins og þeir gerðu á þessum árum. Þeir komast aldrei út úr vítahringnum. Það er staðreynd að sú hug- myndafræði sem ’68 kynslóðin ríghélt sér í og gerir enn hefur beð- ið skipbrot og það víðar en í íslensku þjóðlífi. Alls staðar þar sem þetta fólk hefur ílenst, kveður við einhvern falskan tón, sem sár- biður um aðstoð frá hinu opinbera í hvaða formi sem vera skal og sumum hefur orðið drjúgt úr því a.m.k þar sem listir eru annars veg- ar. Má nefna sem dæmi fjáraustur Ríkisútvarpsins til handa einstakl- ingum úr þessum hópi. Auðvitað eru dæmi um að ein- staklingar af þessari kynslóð hafi spjarað sig og rifið sig upp úr aum- ingjaskapnum en það er sjaldgæ- fara. Að öllu samanlögðu á þessi ’68 kynslóð ekki neina kröfu til þess að um hana sé fjallað með þeirri andakt sem stundum ber við í mæltu og rituðu máli. Síst af öllu á íslandi þar sem hverja vinnufæra hönd verður að nýta til verka og ekkert hugarvingsl dugir. Fótalýjandi maimaragólf í Kringlunni Viðskiptavinur skrifar: Nýja verslunarmiðstöðin Kringlan er sannkölluð marmarahöll, ákaflega fallegt og glæsilegt hús. Líklega var það rétt ráðstöfun að velja marmara á götur og torg í Kringlunni fyrir allar þær þúsundir sem þar eiga eftir að ganga þrátt fyrir að mjög þreytandi sé að þramma lengi um á svo hörðu gólfi. En að leggja þetta harða efni í hólf og gólf á hverja verslunina á fætur annarri finnst mér allt of mikið. Ég vorkenni starfsfólk- inu að þurfa að vinna á þessum hörðu gólfúm í framtíðinni. Mér fannst ég hvílast er ég kom inn í búðir með teppi, dúka eða jafnvel parket á gólfúm. Slík gólf hljóta að hafa aðdráttarafl fyrir viðskiptavin- ina. Islenskir innanhússhönnuðir mættu vera sjálfstæðari í hugsun, ekki undir slíkum áhrifum hver frá öðrum sem raun ber vitni, láta ekki glæsileikann ráða á kostnað þæginda. Eg var dauð- þreytt í fótunum eftir tveggja klst. skoðunarferð í Kringluna en ég fer þó fljótlega aftur en þá í mýkri skóm. Hringið í síma 27022 millikl. 13 og 15, eða skrifið. Það er ágætt aö geta hvílt lúin bein á bekkjum Kringlunnar eftir skoðunarferð á hörðu marmaragólfunum. „Islendingar flýja land" Kristin Sigurðardóttir skrifar: Mikið ósköp geta íslendingar verið hreyknir yfir því að hér sé nóg at- vinna. Ég lít á auglýsingadálkana og á að hrópa húrra fyrir því að búa á íslandi. Þama býðst mér næg at- vinna. Ég fæ að púla og strita í heilan mánuð til þess að gefa húseig- anda eða íbúðareiganda öll mín laun, í von um að einhvem daginn auðnist mér að fá rétt til þess að kaupa íbúð og leigja hana út þar til ég get sjálf staðið undir greiðslum á lánunum á henni. Hvers vegna höfum við ekki nægi- legt vinnuafl á íslandi? Jú, það er vegna þess að fólkið hefúr flúið sitt land og leitað á náðir frændþjóða sinna í von um betra líf. Hér er ekki um að ræða bara ungt fólk heldur tvær kynslóðir. Það er ömurlegt fyrir íslending að vera búsettur í fátækrahverfi í Sví- þjóð og sjá tvær kynslóðir koma þangað sem flóttamenn undan von- lausri stjóm og verðbólgu. Við getum ekki sagt að við séum að flýja fjöldamorð og ofsóknir og við þorum ekki að segja að við séum að flýja það að þurfa að stela okkur mat og klæðum sem er talið réttmætt að allir hafi lögum samkvæmt í Svíþjóð. Fyrimiyndir Magnús Hafsteinsson skrifar: Ég tek heils hugar undir með Gunnari Sverrissyni sem skrifaði lesendabréf hér fyrir stuttu um hversu mikil fyrirmynd forseti vor er lýð þesaa lands. Þó veit ég að þetta er ekki eins- dæmi meðal þjóðarleiðtoga nútí- mans því Gorbatajof Sovétleiðtogi er hættur að hafa vín í veislum, öðrum til eftirbreytni. Þó má segja að það sé alíslensk hugmynd því að Vilhjálmur Hjálmarsson, fyrr- verandi menntamálaráðherra, hafði ekki vín í veislum. Endursýnið Mtuflmdana í yyVllgýllIlgCIIICl I ■ mt U nvemnu B.A. hringdi: Ég má til með að þakka íalenska ríkiasjónvarpinu fýrir kanadísku þættina „Unglingana f hverfinu" sem sýndir voru fyrir fréttir á þriðjudögum. Þetta eru feriega góðir þættir og mér finnst að rfkissjónvarpið megi sýna fleiri þætti í þesum dúr eða jafiivel endursýna þessa í vetur því að ég veit um marga sem misstu af fiestum þáttunum. sóistón tapaðist hjá Surtshelli Margrét Ólafsdóttir hringdi: Fyrir rúmlega tveimur vikum, á laugardegi, varégá ferð við Surts- helli í Borgarfirði og stöðvaði bílinn við afleggjarann og akiltdð upp í hellinn. Ég var eitthvað að ruslast í skottinu og taka þar til og gleymdi þessum fína sólstól uppi við skiltið þegar ég keyrði í burtu. Tveimur tímum síðar, þegar ég uppgötvaði hvarfið, var stólKnn horfinn. Þetta var stór, Ijóadrapplitaður stóll með brúnu og rauðu blómamynstri. Sá sem bjargaði sólstólnum þama uppi við skiltáð getur nú óhræddur haft samband við mig í síma 12128.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.