Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1987, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987. DV Svona getur fólk breytt sér... Alveg er það ótakmarkað hve fólk getur breytt sér, til hins betra eða verra, með hjálp ýmissa hluta, svo sem með snyrtivörum, hárgreiðslu, hárlitun, megrun, klæðaburði og fleira. Fína, fræga fólkið er sérstaklega iðið við að „breyta sér", skipta um stíl, kalla fram þann sem hentar í hvert skipti. Það er ekki svo lítið atriði að útlitið sé við hæfi þegar starf viðkomandi felst í því að koma sér og sínu á framfæri og vera sífellt að koma fram fyr- irfjölda fólks. Hérfyrirneðan másjádæmi umgífurlegarbreyting- ará útliti frægsfólks. Diane Keaton er orðin „skvísu- legri“ en hún var hérna áður - hugsar orðið meira um tískuföt sem og allt úlitið. ElisabethTaylor hefur nú heldur betur breyst á síðustu árum. Hún átti um tíma við offituvandamál að stríða en eins og sjá má hefur hún lagt heil ósköp af. Einnig hefur hún breytt um hárgreiðslu og virkar mörgum árum yngri í dag. Sannar- lega allt önnur Ella... Madonna skiptir nú svo oft um stil að menn verða að hafa sig allan við til að fylgjast með henni. Á efri myndinni er hún „pönkuð" en í dag er hún orðin fínasta dama - Marilyn Monroe númer tvö eins og sagt er. Boy George er dæmi um mann sem hefur gjörbreytt um „karakter" á stuttum tíma. Langa, dökka hárið man sinn fífil fegri sem og auga- brýrnar, þær hafa fengið að fjúka. Nú er hárið snöggklippt og Ijóst á litinn. Alison Moyet hefur grennst heilmikið og breytt um hárgreiðslu og snyrtingu, er öllu huggulegri í dag eftir breytinguna. Eða hvað... ? Pönkuð brúð- Umtöluðustu brúðhjón poppheims- ins um þessar mundir eru án efa Nina Hagen og maður hennar, Lor- enz. Þau eru í meira lagi sérstakt par. Hún er þrjátíu og tveggja ára en Lorenz er aðeins átján ára gam- all. En ekki nóg með það heldur er hann algjör pönkari með hárið úfið í allar áttir eins og sjá má á mynd- inni. Nina hefur nú hingað til svo sem ekki kallað allt ömmu sína í klæðaburði og framkomu þannig að eflaust eiga þau ágætlega saman þrátt fyrir aldursmuninn. hjón Hinn nýi eiginmaður Ninu er frá Suður-Afríku og leikur á bassagítar í þarlendri hljómsveit. Hjúin létu pússa sig saman á eyjunni Ibiza að viðstöddum fjölda fólks og fór allt saman mjög vel fram. Nina lætur hafa eftir sér að hún sé sérlega á- nægð með mannsefnið en viðurkenn- ir þó að hann sé nú talsvert ungur. „Hann er góður þrátt fyrir það,“ seg- ir hún hæstánægð. Lorenz fær hins vegar ekki að segja aukatekið orð um málið. Nina Hagen og eiginmaðurinn, Lorenz. Sviðsljós Ólyginn sagði... \ David Bowie hefur orðið miklar áhyggjur af aldri sínum. Eins og allir aðrir horfir hann upp á það að aldur- inn færist hratt og örugglega yfir hann. Segir David að nú orðið séu stelpurnar miklu ró- legri á tónleikum hans og annars staðar þar sem hann kemur. Það eitt sé líklega besta dæmið. Hann segir að það sé skárra að hafa of margarskrækj- andi stelpur í kringum sig heldur en of fáar. David verður nú víst bara að sætta sig við þetta hlut- skipti rétt eins og annað fólk og kannski taka orð margra'til athugunar: „Að það sé eitthvað heillandi við hvern aldur". Tina Turner lenti í heilmiklum vandræðum í sumarfríi sínu á dögunum. Hún var stödd á afskekktum stað á Spáni og hugðist eitt kvöldið fá sér góðan kvöldverð. Það er nú svo sem ekkert stórmerkilegt en þegar kom að því að greiða var ekki hægt að nota greiðslukort en það var það eina sem hún hafði meðferðis. Tinu var auð- vitað brugðið en reikningurinn var hár og bað hún um leyfi að fá að koma aftur daginn eftir og greiða þá. Það var ekki tekið í mál. Söngkonan þrást nú frek- ar illa við og spurði hvort þeir treystu virkilega ekki svona þekktri manneskju. En þjónarnir þekktu Tinu alls ekkert og höfðu aldrei heyrt á hana minnst. „Tina Turner, hver er nú það?" Þá var Tinu nú alveg nóg boðið og rauk út og kallaði starfsfólkið öllum illum nöfnum. Annie Lennox, söngkonan í Eurythmics, langar til að reyna fyrir sér í kvikmynd- um eins og margir sem ná því að verða dálítið þekktir. Það er eins og kvikmyndaleikur sé toppurinn hjá fólki sem er frægt fyrir eitthvað annað. Annie reyn- ir nú af öllum mætti að koma sér á framfæri en eitthvað geng- ur treglega. Kvikmyndaframleið- endur hafa ekki sýnt henni nokkurn áhuga. Annie dreymir um að leika aðalhlutverk í mynd með þekktum leikstjóra sem kann sitt fag, eins og hún segir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.