Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. Fréttir Stofha félag gegn hávaða í dag mun hópur manna hittast á Hótel Borg og ræða möguleika á því aö stofiia með sér samtök sem hafa það að markmiði sinu að spöma gegn óæskilegum hávaða í þjóðfélaginu. Steingrímur Gautur Kristjánsson borgardómari sagði í samtali við DV: „Þaö er staðreynd aö alls kyns ónauðsynlegur hávaði er vanda- mál í þjóðfélgaginu. Til dæmis Qugvélarnar sem fljúga yflr Þing- holtin og ekki er nokkur flóafriöur fyrir, fyrir þá sem þar búa. Það er hægt að sneiða hjá versl- unum sem spiia poppmúsík aiian daginn, það er ósköp einfalt mál að versla ekki i þeim. En það gegn- ir örðu máli um langferðabifreiðar þar sem múskfk hyómar í eyrum farþeganna án þess þeir fái rönd við reist. Menn fá sérleyfi á ákveönmn leiðum og geta því angr- að fólk eins og þeir vfija og svona er þetta á mörgum öðrum sviðum þjóðfélagsins og þvi ekki vanþörf á samtökum sem berjast gegn ónauð- synlegum hávaða.“ -J.Mar Salome Þorkelsdóttir alþingísmaður um nýgenginn dóm í kynferðisafbrotamáli: Fýrir neðan allar hellur niðurstaða er byggð. Ætli það sé ekki vegna þess að sakbomingur hefur ekki viðurkennt fullnaðar- brot, eins og það er kallað. Fómar- lambið skýrði frá hvað gerðist. Það er ekki hægt að ætla að níu ára drengur geti lýst svona atburðum hafi hann ekki upplifaö þá.“ í máli Salome kom einnig fram að í dómskerfinu virtist oft vera sem auðgildið væri metið ofar manngiidinu. Hú sagðist vera sam- mála því að endurskoða lögin en það tæki langan tíma og því væri oft gagnlegt að taka svona atriði sem skipta miklu máli út úr, eins og gert væri með frumvarpinu. -sme Salome Þorkelsdóttir alþingis- maður hefur flutt framvarp á Alþingi um að kynferðisafbrotamál hafi sérstakan forgang yfir önnur hegningarlagabrot í meðferð og ramisókn. í framvarpinu segir að dómur í undirrétti skuli ganga inn- an átta mánaða frá ákæra nema sérstakar ástæður hamli. „Sú mikla umfjöllun, sem verið hefur um þessi mál að undanfórnu, er hvatinn af þvi að ég flyt fram- varpið,“ sagði Salome við DV. „Það er staðreynd að þessi mál, það er kynferðisafbrot gagnvart börninn, virðast ekki fá þann framgang í dómskerfinu sem ég tel bráðnauð- synlegan. Það er staðreynd að menn geta jafnvel árum og áratug- um saman haldið uppteknum hætti. Og framið svona brot gagn- vart bömum án þess að málin fái afgreiðslu. Dæmi um það höfum við lesið í blöðum. Ég hef eitt mál sérstaklega í huga. Það mál var búið aö bíða í eitt og hálft ár í kerfinu. Það vildi þannig til að þegar ég flutti framvarpið þá var málið tekið til meðferðar. Nú hefur DV verið að fialla um það og nú er búið að dæma í því. Það er því greinilega hægt að drífa í hlut- unum. Þegar aðstandendur fómar- lambsins vora að spyxjast fyrir um framgang málsins var sagt að dóm- arinn væri upptekinn í stóra málunum, þess vegna hefði þetta mál ekki verið tekið fyrir. Það var greinilega látið bíða.“ - Þú segir að þegar þú fluttir fram- varpið þá hafi máÚð loks farið í gang og að dómur hafi fallið í mál- inu þegar DV hóf skrif sín um það. Telur þú að umfiöllunin hafi orðið til þess aö meðferð málsins er loks lokið hjá Sakadómi Reykjavíkur? „Ég tel að það sé ekki tilviljun. Það er að vísu ekki hægt að sanna neitt í því. Þegar farið er hreyfa við þessum málum í fiölmiðlum eða opinberri umræðu þá er farið að drífa í hlutunum. Þvi er ekki hægt að una. Þessi mál era þess eðlis að þau eiga að ganga greiðlega fyrir sig í dómskerfinu. Þetta er óviðun- andi ástand fyrir fómarlömb og aðstandendur. Það er ekki hægt að lýsa þeim hörmungum sem þetta fólk verður fyrir. Og ekki síður fyr- ir afbrotamanninn. Hann taki þá út sinn dóm strax. Þetta er brýnt fyrir alla aðila. Fyrir framtíð og sálarheill bams skiptir þetta öllu máli.“ - Þú hefur kynnt þér vel það mál sem mest hefur verið til umræðu að undanfómu og dómur er ný- gengjnn í, hvemig þykur þér dómurinn? „Hann er alveg furðulegur og fyr- ir neðan afiar hellur, satt best að segja. Ég hef ekki séð á hverju þessi Veðmálin standa Ólafi í vil á landsfundinum: Fleiri óákveðnir en við var búist Formannskjörið á landsfundi Al- þýðubandalagsins hefst klukkan 10.00 í dag. Eftir mikla undirstrauma og ýmsar hugmyndir manna til að setja niður átök vegna formanns- kjörsins, eins og skýrt var frá í DV í gær, vora allir, sem DV ræddi við síðdegis í gær, komnir á þá skoðun að ekkert annað myndi gerast en að kosið yrði á milli Sigríðar Stefáns- dóttur og Ólafs Ragnars í dag. Flestir, sem DV ræddi við, vora á því að staða Ólafs Ragnars hefði styrkst eftir að landsfundurinn hófst. Og ef við ætt- um veðbanka á íslandi myndu menn segja að veðmálin stæðu Ólafi Ragn- ari í vil. Því var haldið fram á landsfundin- um í gær að hin harða setningarræða Svavars Gestssonar á fimmtudags- kvöldið hefði hrakið marga lands- fundarfulltrúa yfir í stuðnings- mannahóp Ólafs Ragnars. Svavar skaut fostum skotum að Ólafi í þeirri ræðu og mislíkaði mörgum lands- Svavar Gestsson, strangur á svip, á landsfundinum. DV-mynd KAE fundarfufitrúanum þaö. Menn sögðu sem svo að Svavar hefði átt aö kveðja með öðram hætti. Það sem kom nokkuð á óvart þegar landsfundurinn hófst var hve margir landsfundarfulltrúar höfðu ekki tek- ið afstöðu til frambjóðendanna. Flestir vora á því að málin stæðu kilppt og skorin en svo reyndist ekki vera. Stór hópur þessa fólks fór yfir í Ólafsarminn eftir ræðu Svavars. Einnig sögðu margir að sú leið til að snúa aftur og bjóða sig fram, sem Svavar opnaði í einum kafla ræðu sinnar, hafi lokast þegar fólk fór að meta setningarræðu formannsins. Stuðningsmenn Sigríðar, sem und- anfarnar vikur hafa spáð henni öraggum sigri, viðurkenndu þetta. Þeir voru í gær að tala um að for- mannskjöriö yrði mjög jafnt, spáðu samt Sigríði sigri með 10 til 15 at- kvæöa mun. Ólafsmenn vora hins- vegar sigurvissir og sögðu að munurinn yrði meiri Ólafi í vil en þeir hefðu þorað aö vona. Gamafl kosningaspámaður í Al- þýðubandalaginu, óvirkur nú að vísu, sagði í samtali við DV: „Spá mín er sú að Ólafur Ragnar Gríms- son muni ríða á ösnu sinni inn fyrir borgarmúra Jerúsalemborgar Al- þýðubandalagsins og á eftir verður fiölmennt við grátmúrinn." Landsfundarfulltrúar vora mjög margir þeirrar skoöunar að kjósa hefði átt formann í gærmorgun vegna þess aö þingið væri nær óstarf- hæft fyrr en eftir formannskjör. Tíminn í dag og á morgun væri of stuttur til að ljúkja þeim málum sem fyrir fundinum liggja. Menn vora líka að spá í afleiðingar formannskjörsins á hvom veginn sem það fer. Klofnar flokkurinn? spurðu menn. Þar um vora skoðanir afar skiptar. En allt kemur þetta í ljós í dag og þá afleiðingamar næstu daga. -S.dór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.