Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987.
•67
______________________________Fólk í fréttum
Páll Ólafsson
Páll Ólafsson, b. í Brautarholti á
Kjalarnesi, var með hæsta kauptil-
boöið í graskögglaverksmiðju
ríkisins á Stórólfsvöllum en því til-
boði var hafnað eins og fram kemur
í fréttum DV á fimmtudaginn.
Páll er fæddur 16. mars 1930 í
Brautarholti í Kjalarnesi og varð
búfræðingur á Hvanneyri 1948.
Hann var í verklegu námi í land-
búnaði í Estlöv í Svíþjóð 1950-1951
og hefur búið í Brautarholti frá
1954 í félagsbúi með Jóni, bróður
sínum. Páll stofnaði grasköggla-
verksmiðju í Brautarholti 1963 sem
hanp hefur rekið síðan í samvinnu
við Jón bróður sinn. Hann hefur
verið í stjórn Búnaðarsambands
Kjalarnesþings frá 1969 og verið
formaður þess í sex ár. Páll hefur
verið hreppsstjóri Kjalarneshrepps
frá 1970 og setið í sýslunefnd frá
1972. Hann hefur verið búnaðar-
þingsfulltrúi frá 1978 og stéttar-
sambandsfulltrúi frá 1986.
Páll kvæntist 30. mars 1963 Si-
gríði Kristjönu Jónsdóttur, f. 30.
júlí 1936, hjúkrunarfræðingi. For-
eldrar Sigríðar eru Jón Gauti
Jónatansson, rafveitustjóri á
ísafirði, og kona hans, Guðrún
Kristjánsdóttir. Börn Páls og Si-
gríðar eru Guðrún, f. 29. september
1963, lyfjafræðinemi, Ásta, f. 15. fe-
brúar 1965, viðskiptafræðinemi,
Þórdís, f. 4. mars 1968 menntaskóla-
nemi, Ingibjörg, f. 24. mars 1969
menntaskólanemi, Bjarni, f. 25. maí
1972, og Ólöf Hildur, f. 19. mars
1977.
Systkini Páls eru Bjarni, f. 26.
apríl 1926, d. 11. janúar 1948, Ingi-
björg, f. 24. júlí 1927 hjúkrunar-
fræðingur, gift Gunnari Sigurðs-
syni byggingafulltrúa í Rvík, og
eiga þau tvö börn, Ólafur, f. 11.
nóvember 1928 landlæknir, giftur
Ingu, f. Falck, og á hann sjö börn
og Jón, f. 26. apríl 1932, oddviti í
Brautarholti, giftur Auöi Kristins-
dóttur og eiga þau fimm börn.
Foreldrar Páls voru Ólafur
Bjarnason, b. í Brautarholti á Kjal-
arnesi, og kona hans, Ásta Ólafs-
dóttir. Föðursystkini Páls eru
Guörún kennari, Páll, Jón, læknir
á Kleppjárnsreykjum, Ingibjörg,
gift Jónasi Rafnar yfirlækni, móðir
Jónasar Rafnar, fyrrv. banka-
stjóra, Guðmundur, Hálfdán aðal-
ræðismaður í Genúa, Gísli,
Gunnar, Björn yfirkennari, Stein-
unn, gift Símoni Jóh. Ágústssyni
prófessor. Faðir Ólafs var Bjarni,
prófastur í Steinnesi Pálsson, b. og
dbrm. á Akri í Þingi, Ólafssonar,
bróðir samfeðra þeirra Guðmund-
ar, langafa Jóhannesar Nordals og
Frímanns afa Valtýs Stefánssonar
ritstjóra. Móðir Páls var Steinunn
Pálsdóttir, prests á Undirfelli
Bjarnasonar og konu hans, Guð-
rúnar Bjarnadóttur, systur Agnes-
ar, langömmu Ágústar H.
Bjarnason, afa Ágústar Valfells
verkfræöings. Systir Guðrúnar var
Sigþrúður, langamma Friðriks,
fóður Sturlu erfðafræðings.
Móðursystkini Páls voru Páll
kaupmaður, faðir Ólafar mynd-
höggvara, Jón læknir, faðir
Hilmars Foss stórkaupmanns,
Kristín læknir, gift Vilmundi Jóns-
syni landlækni, og Guörún, gift
Birni Stefánssyni, prófasti á Auð-
kúlu, móðir Ólafs prófessors. Ásta
var dóttir Ólafs, prófasts í Hjarðar-
holti Ólafssonar. Móðir Ólafs var
Metta Ólafsdóttir, systir Maríu
langömmu Guðrúnar Agnarsdótt-
ur alþingismanns. Móðir Ástu var
Ingibjörg Pálsdóttir, prests í Arnar-
bæli Mathiesen, Jónssonar prests í
Arnarbæli Matthíassonar, stúd-
ents á Eyri Þórðarsonar, stúdents
í Vigur Ólafssonar, lögsagnara á
Eyri Jónssonar, langafa Jóns for-
seta og forföður Geirs Hallgríms-
sonar og Jóns Baldvins Hannibals-
sonar. Móðir Páls var Ingibjörg
Pálsdóttir, systir Gríms, langafa
Ásgeirs Ásgeirssonar forseta og
Margrétar, langömmu Margrétar,
móður Ólafs Thors forsætisráð-
herra. Móðir Ingibjargar var
Guðlaug Þorsteinsdóttir, systir
Agnesar, langömmu Eggerts Hauk-
dal og Guörúnar, móður Þórhildar
Þorleifsdóttur alþingismanns.
i -
Afmæli
Pétur J. Thorsteinsson
Pétur Jens Thorsteinsson sendi-
herra, Ægisíðu 82, Reykjavík, er
sjötugur í dag. Pétur fæddist í Við-
ey. Hann lauk prófi í viðskipta-
fræðum frá HÍ 1941 og embættis-
prófi í lögfræði frá HÍ 1944. Pétur
hefur verið starfsmaður utanríkis-
þjónustu íslands frá 1944. Hann
hefur verið sendiherra íslands í
fiölda ríkja og oft í mörgum ríkjum
samtímis. Auk þess hefur hann
verið fastafulltrúi íslands hjá Nató,
OECD og EBE. Hann var ráðuneyt-
isstjóri í utanríkisráðuneytinu
1969-76. Hann var í forsetafram-
boði 1980.
Kona Péturs er Oddný Elísabet,
viöskiptafræðingur, f. 15.8.1922, en
þau giftu sig 28.12. 1948. Oddný er
dóttir Lúðvíks Stefánssonar Kemps
og konu hans Elísabetar Stefáns-
dóttur en kjördóttir Björgólfs
Stefánssonar skókaupmanns og
konu hans, Oddnýjar Stefánsdótt-
ur, systur Lúðvíks.
Börn Péturs og Oddnýjar eru Pét-
ur Gunnar, f. 26.9.1955, Björgólfur,
f. 30.10. 1956, Eiríkur, f. 17.9. 1959.
Systkini Péturs: Ingibjörg, hús-
móðir; Sverrir, verslunarmaður;
Gyða, húsmóðir; Ragnhildur, hús-
móðir; Eiríkur, rafmagnsverk-
fræðingur.
Foreldrar Péturs: Eggert Briem,
búfræðingur og óðalsb. í Viðey, f.
1879, d. 1939, og kona hans, Katrín
Thorsteinsson Briem, f. 1881, d.
1919. Foreldrar Eggerts voru Eirík-
ur Briem, prófastur og prófessor,
og kona hans, Guðrún, dóttir Gísla
læknis á Brekku í Fljótsdal Hjálm-
arssonar og konu hans, Guðlaugar
Guttormsdóttur, prófasts í Valla-
nesi, Pálssonar. Bróðir Guðlaugar
var Vigfús, prestur í Ási, langafi
Hjörleifs Guttormssonar. Bróðir
Eiríks var Ólafur Briem alþingis-
maður og fyrsti formaður Fram-
sóknarflokksins en foreldrar
þeirra voru Eggert Briem sýslu-
maöur, f. 1811, og kona hans,
Ingibjörg Eiríksdóttir, sýslumanns
í Kollabæ, bróður Þorsteins Sverr-
issonar, föður Karitasar, móður
Kjarvals. Bróðir Eggerts sýslu-
manns var Ólafur Briem, afi
Valgerðar, ömmu Davíðs Oddsson-
ar. Foreldrar Eggerts sýslumanns
voru Gunnlaugur sýslumaður, for-
faðir Briemættarinnar, Guð-
brandsson, prests á Brjánslæk, og
kona hans, Valgerður Arnadóttir.
Móðurbróðir Péturs var Muggur
myndlistarmaður en móðurfor-
eldrar Péturs voru Pétur Jens
Thorsteinsson, kaupmaður og út-
gerðarmaður á Bíldudal, og kona
hans, Ásthildur Jóhanna. Faðir
Péturs á Bíldudal var Þorsteinn, b.
í Æðey, Þorsteinsson. Móðir Péturs
Pétur J. Thorsteinsson.
var Halla Guðmundsdóttir. Faðir
Ásthildar var Guðmundur, pró-
fastur á Kvennabrekku Einarsson,
móðurbróðir Matthíasar Jochums-
sonar. Móðir Ásthildar var Katrín
Sívertsen, dóttir Ólafs Sívertsens,
prests í Flatey, og konu hans, Jó-
hönnu Friðrikku Eyjólfsdóttur,
prests á Eyri við Skutulsfiörð, Kol-
beinssonar. Bróðir Ólafs var
Þorvaldur Sívertsen, tengdafaðir
Jóns sýslumanns og skálds Thor-
oddsen, afa Gunnars Thoroddsen.
Eyjólfur prestur á Eyri var bróðir
Guðrúnar, langömmu Sigurðar
regluboða, föður Sigurgeirs bisk-
ups, fööur Péturs biskups.
Gísli Kristinn Lorenzson
Gísli Kristinn Lorenzson, Lyng-
holti 2, Akureyri, er fimmtugur í
dag. Gísh fæddist á Akureyri. Hann
var verslunarmaður hjá KEA frá
1954-60 en vann við ýmis verslun-
arstörf til 1968. Þá hóf hann starf
hjá slökkviliðinu á Akureyri þar
sem hann hefur starfað síðan. Gísli
varð varaslökkvistjóri á Akureyri
1974.
Gísli starfaði rikið með skátun-
um í u.þ.b. tuttugu ár. Hann gekk
í Flugbjörgunarsveitina á Akureyri
1962 og var formaður hennar frá
1966-1986. Þá keppti hann á árum
áður með róðrarsveit Æskulýðs-
félags Akureyrarkirkju. Gísli hefur
verið í stjórn íþróttafélagsins Þórs
og er nú formaður byggingarnefnd-
ar þess.
Kona Gísla er Ragnhildur, f. 8.11.
1940, en þau giftu sig 25.5. 1958.
Foreldrar hennar: Frans Trampe,
b. í Litla-Dal í Eyjafirði, Jónsson,
en hann lést fyrir fiölda ára, og
Guðrún frá Saurbæ í Eyjafirði,
Sveinbjörnsdóttir.
Gísli og Ragnhildur eiga þrjár
dætur og einn son: Guðrún, f. 9.12.
1958, er húsmóðir og skrifstofu-
stúlka í Reykjavík en maður
hennar er Hallur Leópoldsson,
markaðsstjóri hjá Stjörnunni, og
eiga þau eina dóttur; Hafdís, fóstra,
f. 11.12. 1961, er í framhaldsnámi í
Svíþjóö; Ingólfur Heiðar, f. 6.10.
1965, er skíðalandsliðsmaöur og
lærður bakari en unnusta hans er
Gréta Björnsdóttir nemi; Sólveig,
f. 2.7.1971, er nemi og býr í foreldra-
húsum.
Gísli á sex systkini sem öll eru á
lífi: Pálína er húsmóðir í Reykjavík;
Gunnar er verkstjóri hjá hrað-
frystihúsi Útgerðarfélags Akur-
eyringa; Magnús er vélstjóri í
Krossanesverksmiðjunni; Stein-
unn Guðbjörg er húsmóðir og
skrifstofustúlka í Kópavogi; Ingi-
björg er húsmóðir á Akureyri;
Skúli Viðar er brunavörður á Ák-
ureyri.
Foreldrar Gísla: Lorenz, verka-
maður og sjómaður á Akureyri, f.
Gísli K. Lorenzson.
1904, Halldórsson, og kona hans,
Aðalheiður, f. að Urðum í Svarfað-
ardal 1907, d. 1968, Antonsdóttir.
Föðurforeldrar Gísla voru Halldór
frá Hátúni á Eskifirði, Sveinsson,
og Guðrún frá Bakka á Eskifirði,
Sigurðardóttir. Móðurforeldrar
Gísla voru Anton Ásgrímsson,
skipstjóra á Ólafsfirði, Guðmunds-
sonar, og Guðlaug Jóna Sigurðar-
dóttir frá Sælu í Svarfaðardal,
Sigurðssonar, en Guðlaug var hálf-
systir Þorsteins skálds Þorsteins-
sonar í Winnipeg.
80 ára
60 ára
Margrét Guðmundsdóttir, Njörva-
sundi 20, Reykjavík, er áttræð í dag.
Guðrún Schneider, Gnoðarvogi 26,
Reykjavík, er áttræð í dag.
70 ára_______________________
Arnfríður Þorsteinsdóttir, Heiðar-
vegi 12B, Reyðarfiarðarhreppi, er
sjötug í dag.
Þorfinnur Jónsson, Ingveldarstöð-
um, Kelduneshreppi, er sextugur í
dag.
Sigriður Guðbjörnsdóttir, Eyjabakka
12, Reykjavík, er sextug í dag.
Povl Hansen, Stóragerði 38, Reykja-
vik, er sextugur í dag.
Steingrímur Arason, Austurbrún 2,
Reykjavík, er sextugur í dag.
Andlát
Egill Gestsson
Egill Gestsson tryggingamiðlari
lést 1.11. 1987. Hann fæddist í
Reykjavík 6.4.1916. Egill vann allan
sinn starfsferil að bókhaldi og
tryggingamálefnum. Hann var
deildarstjóri hjá Almennum Trygg-
ingum hf. 1946-1962 og hjá Vátrygg-
ingafélaginu frá 1962-70 en þá
stofnaði hann eigið fyrirtæki,
Tryggingamiðlarann, sem hann
rak til dauðadags.
Kona Egils, Arnleif Steinunn
Höskuldsdóttir frá Höskuldsstöð-
um í Djúpavogi lést í desember í
fyrra en þau giftu sig 1. október
1937.
Egill og Arnleif eignuðust fiögur
börn. Þau eru: Örn, fulltrúi hjá
Almannavörnum ríkisins, giftur
'Lonni Egilsson sjúkraliða og eiga
þau tvö börn; Höskuldur, fiskiðn-
aðarmaður á Breiðdalsvík, giftur
■ Soffiu Rögnvaldsdóttur verkstjóra
og eiga þau fimm börn; Ragnheið-
ur, læknaritari á Landspítalanum,
gift Lárusi Svanssyni sem starfar
hjá Landgræðslunni á Gunnars-
holti og eiga þau þrjá drengi;
Margrét Þórdís, gift Óskari Smára
Haraldssyni rafvirkjameistara og
eiga þau tvo drengi.
Systkini Egils: Margrét, sem lést
1961, og Árni stórkaupmaður í Glo-
bus hf.
Foreldrar Egils: Gestur Árnason,
prentari í Gutenberg, f. á Fossi í
Staðarsveit 1882, d. 1967, og kona
hans Ragnheiður Egilsdóttir,
f.1884, d. 1972. Gestur var bróðir
Magdalenu Schram, ömmu Ellerts
B. Schram ritsjóra. Föðurforeldrar
Egils voru Árni b. og fræðimaður
Dagný Björk Guðmundsdóttir,
Borgarnesi, lést í Landspítalanum
4. nóvember.
Jóhanna Árnadóttir, Hjaltabakka
10, lést í Landspítalanum aðfara-
nótt 5. nóvember.
Stefán Guðmundssonfrá Eystri-Hól
í Landeyjum andaðist í Vífilsstaða-
spítala fimmtudaginn 5. nóvember.
Egill Björnsson.
í Litlu-Þúfu og Garðabrekku í Stað-
arsveit, Hannesson og kona hans
Margrét Gestsdóttir. Margrét var
dóttir Gests b. á Innra-Hólmi, Jóns-
sonar og Helgu Halldórsdóttur
prófasts á Melstað, Ámundasonar
smiðs og málara í Syðra-Langholti
í Hrunamannahreppi. Ragnheiður
móðir Egils var dóttir Egils frá
Sjávargötu á Álftanesi Einarssonar
og Guðfinnu Guðmundsdóttur.
Foreldrar Egils voru Einar Egils-
son, b. í Hvammi í Ölfusi, og
Sigríöur Gísladóttir, Guðnasonar
b. í Reykjakoti í Ölfusi, Jónssonar,
sem Reykjakotsættin er komin frá,
forföður Vigdísar forseta og Halld-
órs Laxness. Foreldrar Guðfinnu
voru Guðmundur Sveinsson b. í
Garðhúsum og Guðrún Erlends-
dóttir frá Hhðsnesi á Álftanesi.
Útför Egils veröur gerð frá Dóm-
kirkjunni mánudaginn 9.11. klukk-
an 13.30.
Arnbjörg Sverrisdóttir frá Seyðis-
firði, Borgarholtsbraut 49, Kópa-
vogi, lést á heimih sínu 4.
nóvember.
Andreas S.J. Bergmann andaðist í
Landakotsspítala aðfaranótt 6.
nóvember.