Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987.
Grímur Marinó Steindórsson hefur tvisvar tekið þátt í samkeppni
um gerð listaverks þetta haustið og jahioft fengið viðurkenningu
fyrir verk sín. I september fékk hann önnur verðlaun í samkeppni
Listahátíðar ummerki hátíðarinnar 1988 o g í október fékk hann
fyrstu verðlaun í samkeppni Ferðamálanefndar Reykjavíkur um
minjagrip í tilefhi af leiðtogahmdinum sem haldinn var í Reykja-
vík fyrir réttu ári.
Grímur var naumJega í hópi þekktustu manna á þessu sviði áður
en hann sópaði að sér nefhdum viðurkennmgum en hefhr þó feng-
ist við myndlist frá því hann man eftir sér. Hann hefur haldið
íj ölda sýninga, bæði einn og með öðrum, þar á meðal félögum
sínum í Myndhöggvarafélaginu. Grímur hefur hins vegar aldrei
getað helgað sig myndlistinni; hún hefur verið áhugamál hans
og ástríða í stopulum frístundum frá daglegu amstri. Hann gefur
sér samt tóm einn nóvembermorguninn til að spjalla um þetta
hvort tveggja, viðurkenningarnar og ýmislegt fleira.
TriUusjómaður og leigubílstjóri hlýtur myndlistarverðlaun:
Oft litið á mig
sem léttgeggj aðan
- segir Grímur Marinó Steindórsson þúsundþj alasmiður
Viðtal: Jón Karl Helgason Myndir: Kristján Ari Einarsson
„Ég hef aldrei titlað mig sem mynd-
listarmann. Ég er svolítið feiminn vð
aö nota það nafn,“ segir Grímur og
strýkur mjúklega saman lófunum.
Hendurnar eru í stærra lagi, íingurn-
ir breiðir.
Nokkrum mínútum áður höfðu
þessar sömu hendur verið að hand-
fjatla litla kríu úr stáli. Grímur var
nefnilega við vinnu í smiðju sinni
þegar ég tók hús á honum við Kárs-
nesbraut í Kópavoginum; hann var
að ljúka við að þvo nýjasta verk sitt
upp úr sápuvatni eftir sýrumeðferð.
„Þannig næ ég blámanum eftir suð-
una af efninu,“ útskýröi hann fyrir
mér um leið og við heilsuðumst.
Þarna í smiðjunni voru ýmis fleiri
verk, þar á meðal myndarlegur karfi
sem synti í rólegheitum um þaraskóg
úr stáh. Á grasflötinni fyrir framan
húsið dormaði hins vegar ryðbrún
marglytta og lét sér hvergi bregða
þótt illúðlegur arnarhaus skyti upp
kollinum þar skammt frá. Þetta var
aðeins forsmekkur af því sem blasti
við þegar Grímur bauð mér til stofu.
Á veggjunum voru málverk og lág-
myndir, htil og stór myndverk stóðu
á gólfmu eða stofuborðinu, flest
málmskúlptúrar en einnig verk unn-
in í stein og tré.
Málaði á krossviðarplötur
„Ég hef verið að koma mér upp
eins konar sýningaraðstöðu hérna,“
segir Grímur þegar við erum sestir,
„ef ske kynni að einhver vildi skoða
þessi verk.“
- Er mikið um að þú fái kaupendur
þannig í heimsókn?
„Nei, satt að segja hef ég lítið selt
í gegnum tíðina. Þetta hefur fyrst og
fremst verið eins og hvert annað
áhugamál og það frekar kostnaðar-
samt áhugamál. Ég byijaði að fást
við þetta sem krakki í sveit og mál-
aði þá með vatns- og vaxlitum á
krossviðarplötur eða annað það sem
til féll. Ég vann líka módel í leir.
Oftast nær var maður skammaður
fyrir að vera að bjástra þetta en ég
lét það ekki á mig fá.
Þegar ég var 17 ára skráði ég mig
síöan í Myndlistarskóla Reykjavíkur
og naut þar leiðbeiningar um tveggja
ára skeið hjá Ásmundi Sveinssyni,
Kjartani Guðjónssyni, Þorvaldi
Skúlasyni og fleiri. Þarna lærði mað-
ur ýmis grundvallaratriði, svo sem
málun og módelteikningu. Ásmund-
ur er mér sérstaklega minnisstæður
sem kennari en hann hafði einstakt
lag á að opna augu manns fyrir því
sem máli skipti.“
- Ætlaðir þú að leggja myndlistina
fyrir þig á þessum tíma?
„Nei, það var aldrei á dagskrá. Þeg-
ar ég var í skólanum var ég að vísu
ekki í neinu ööru en ég hugðist aldr-
ei vinna fyrir mér með myndhst. Ég
var í siglingum og síðan fór ég aö
vinna hjá vélsmiðjunni Héðni. Ég
keypti mér líka trillu og hef gert út
á sumrin í yfir 30 ár. Undanfarin 10
ár hef ég einnig unnið í afleysingum
við vitavörslu viðs vegar um land,
auk þess sem ég keyri leigubíl hjá
BSR yfir veturinn."
Með slípirokk á Galtarvita
„Myndlistin hefur hins vegar verið
mitt aðaláhugamál allan þennan
tíma. Hún hefur samt mótast aö
mörgu leyti af þeirri vinnu sem ég
hef stundað í gegnum tíðina. Hjá
Héöni fékk ég th dæmis starfsreynslu
í málmsuöu, rennismíöi og rafsuðu
og þessa reynslu nýti ég mér í
„skúlptúrunum". Það getur til dæm-
is kostað margra ára þjálfun aö sjóða
svo vel fari. Sumir ná því aldrei.
Vinnan hefur líka sett verkefnavali
mínu skorður. í fyrstu siglingu
minni teiknaði ég til dæmis mikið
vegna þess að það var hentugast
miðað við aöstæður. Annars hefur
vitavarslan haft mest að segja á síð-
ustu árum. Ég eignaðist vin hjá
Vitamálastjórn sem kom því til leiðar
að ég fékk þessar afleysingar. Þetta
hentaði mér vel þar sem ég þurfti
ekki að hugsa um framfærslu heimil-
isins á meðan. Ég gat unnið í góðu
næði að þeim verkum sem ég vildi.
Eitt sumarið tók ég með mér slípi-
rokk og meitla á Galtarvita og vann
í íjörugrjót. Þegar ég hélt heim kost-
aði þetta mikinn burð hj'á varðskips-
mönnum en Höskuldur Skarphéð-
insson skipherra tók þessu með
stakri þolinmæði og skilningi.
Yfirleitt flnnst mér hentugast að
móta litlar myndir í leir í svona ferð-
um, auk þess sem ég mála vatnslita-
myndir. Á þann hátt get ég oft náð
þeim sérstöku hughrifum og stemn-
ingu sem ég finn á þessum stöðum
en þegar heim er komið vinn ég verk-
in í endanlegri mynd.“
- Þú talar þarna um hughrif. Hefur
umhverflð mikil áhrif á þig þegar þú
vinnur þín verk?
„Já, það skiptir mjög miklu. Best
flnnst mér að vera einhvers staöar
einn, í kyrrð. Þá geta hugmyndirnar
komið til mín eins og leiftur, rétt eins
og maður komist í snertingu viö al-
mættið í stutta stund. Þetta gerist oft
þegar ég er á trillunni. Ég er heillað-
ur af sjónum; náttúrufegurðin og
umhverfið getur gefið manni hug-
ljómun sem ekki er hægt að finna í
ys og þys borgarinnar."
Verð að þekkja viðfangsefnin
„í sumar gerði ég til dæmis út frá
Borgarfirði eyrstra og Norðflrði en
þar er ákaflega fallegt í góðu veðri.
Þær myndir, sem ég lagði fram í sam-
keppni Listahátíðar og Ferðamála-
nefndar Reykjavíkur, urðu einmitt
til þarna fyrir austan. Ég er alltaf
með teikniblokkina og blýant við
höndina til að teikna það upp sem
mér dettur í hug.“