Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. Fjölmiðlar Colombo eða Mason Matlockþættirnir íjalla um lög- fræðing og dóttur hans sem vinna saman að málum og vinna þau að lokum þó erfið geti veriö. Ben Matlock er virðuiegur, rólegur og yíirvegaður lögfræðingur. Hann er sagður minna á einkaspæjarann Colombo sem flestir muna eftir. Matlock er bráðgáfaður en dálítiö gamaldags. Aðrir vilja líkja þáttun- um við Perry Mason en það er sennilega einungis fyrir réttarhöldin sem eru stór þáttur í báðum mynda- flokkunum. Það er ekki nema rúmt ár síðan Matlock var frumsýndur hjá banda- rísku sjónvarpsstöðinni NBC. Reyndar varð Matlock fyrst til í sjón- varpskvikmyndinni Diary of a Perfect Murder. Andy Grifflth fékk þar hlutverk lögmannsins Matlocks sem tók að sér að verja sjónvarps- fréttamann sem sakaður var um aö hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sem jafnframt hafði verið honum keppinautur í starfi. Kvikmynda- handritið var skrifað af Dean Hargrove sem þótti Grifflth kjörinn leikari til að taka að sér hlutverk Matlocks. í sjónvarpsmyndinni fór Lori Lethin með hlutverk dótturinn- ar en Linda Purl fékk hlutverk hennar í þáttunum. Skemmtilegt hlutverk „Hugmyndin um að gera Matlock kom frá Brandon Tartikoff, yfir- manni dagskrárdeildar NBC,“ segir höfundurinn sem jafnframt var framkvæmdastjóri myndarinnar ásamt Fred Silverman. „Hann hafði séð Andy Griffith í sjónvarpskvik- myndinni Fatal Vision, þar sem hann lék lögfræðing, og sagði Silverman frá hugmynd sinni. Stuttu síðar var hugmyndin rædd við Andy Griffith og aðeins nokkrum dögum síðar var búið að skipuleggja sjónvarpsmynd og síðan komu þættirnir á eftir.“ „Tartikoff kom til mín, tók í hönd mína og sagðist vera ánægður að hafa mig í vinnu á næstunni,“ segir Andy Griffith. „Ben Matlock er ákaf- lega skemmtileg persóna að leika því hann er bráðgáfaður. Hlutverkið er heillandi fyrir leikara og mér finnst Dean Hargrove góður höfundur. Mér líkar vel að vinna með honum.“ Matlock og Griffith eru ekki ólíkar persónur í raun. Báðum líkar vel að hafa annan fótinn á gömlum heima- slóðum: Griffith í Norður-Karólínu, Matiock í Georgíu. Báðir telja sig vera uppalda sem sveitadrengi. „Ég á yndislegt annað heimili í Roanoke Island, um það bil 80 mílur suður af Norfolk," segir Griffith. Lögreglustjóri I átta ár „Leikarar breytast aldrei, aðeins hlutverkin," segir Griffith. Hann lék lögreglustjórann Andy Taylor í átta ár í þáttunum The Andy Griffith Andy Griffith sem Ben Matlock. Hann er yfirvegaður og bráðgáfaður þó hann sé svolitið sveitó. Matlock vinsæll á Islandi: Lögfræðmguiinn bráðgáfaði æm slær við íslenskri fyndni Ríkissjónvarpið hóf útsendingar á fimmtudögum þann 1. október. Þann dag hóf sjónvarpið sýningar á nýjum myndaflokki, Matlock, sem á þessum rúma eina mánuði hefur náð miklum vinsældum meðal landsmanna. Samkvæmt skoðana- könnun félagsvísindadeildar Háskóla Islands fyrir stuttu var Matlock talsvert yfír íslensku þáttasyrpunni um Heilsubælið í Gervahverfi. Það ætti að nægja til að sýna fram á vinsældir Matlocks. Þessir tveir þættir eru sendir út á sömu stundu. Matlock er sem sagt vinningshafi fimmtudagskvölda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.