Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. 53 Ferðamál allir matsölustaðirnir með flestu því sem maginn gimist, hvort sem rétt- irnir eiga ættir að rekja til austurs eða vesturs, norðurs eða suðurs. Þá eru það verslanirnar, götulífið, markaðimir og næturlífið. Hvað allt þetta varöar finna flestir það sem þeir leita að í þessari margþættu borg. Það er ágætt í upphafi dvalar að tylla sér á Dam-torgið, sem er í hjarta borgarinnar, og virða fyrir sér konungshölhna og mannlífið. Út frá þessu torgi hggja margar góðar verslunargötur. Þarna er ágætt að finna andrúm borgarinnar og átta sig á tilverunni. Six-safnið Við gætum haft mörg orð um fram- boðið til fróðleiks og skemmtunar en ætlum aðeins að nefna eitt lítið safn sem ekki er sagt frá í auglýs- ingabækhngum borgarinnar, enda fara aðeins boðsgestir þangað inn. Þetta safn er ákaflega sérstakt. Það mega til dæmis aðeins tíu koma þangað samtímis og ekki fleiri en átta hundruð gestir yfir árið. Þetta er Six-safniö sem hefur verið í eigu Six-ættarinnar frá því á sautjándu öld. Jan Six var borgarstjóri í Amst- erdam á sautjándu öld og safnaði að sér listaverkum sem eru fágæt í dag. Hann hvatti unga listamenn til dáða og studdi þó nokkra, m.a. Rembrandt sem málaði myndir af honum. í dag býr Jan Six, sá níundi í röðinni, í húsi ættarinnar við ána Amstel þar sem safnið er. Hann er 68 ára gam- ah. Sonur hans og alnafni, sá tíundi, er útgefandi og hefur skrifstofu í húsinu. Hann á son, níu ára gamlan, og þann ellefta með þessu merka nafni, Jan Six. Ekki ætlum við að gera ættarsöguna að frekara umtals- efni en þetta merka safn Sixaranna er mjög sérstakt enda flest verkin yfir þijú hundruð ára gömul og eftir meistara síns tíma. Ríkið sér um viðhald hstaverkanna eins og um þjóðareign sé að ræða gegn því að heimilt sé að sýna verk- in. Það er gert með áðumefndum skhmálum en flestum sem þangað fara er boðið í gegnum rhdshsta- safnið. Hafi einhver Amsterdamfari áhuga á Six-safninu verður hann því að snúa sér fyrst þangað. Góðar samgöngur Það virðist vera mikið um stór- borgaferðir á þessum árstíma hjá landanum og Amsterdam er inni í þeirri mynd. Frá íslandi er flogið th Schiphol-flugvahar við Amsterdam fimm daga vikunnar. Það er Arnar- flug sem heldur uppi samgöngum á þessari leiö. Schiphol-flugvöhiu- er 12 kílómetra frá miðborginni en sam- göngur á mihi mjög góðar: lestarferð- ir, strætisvagnar og leigubhar (fargjald með leigubíl á mhh kostar tæpar þúsund krónur eða fimmtíu flórínur). Ferðaframboð Eftir þvi sem best verður séð á framboðum ferðaskrifstofanna er verð á viku- og helgarferðum th Amsterdam hagstætt. Til að gefa ein- hverja hugmynd um á hvaða verð- nótum ferðimar eru kostar th dæmis flug og gisting í tvær nætur í tveggja manna herbergi rúmar sautján þús- und krónur. Er þá farið á laugardegi og komið til baka á mánudegi. Hæsta thboðið er fyrir eins manns her- bergi, rúmar tuttugu og fjögur þúsund krónur. Sérstök helgartilboð eru í ghdi á Hhtonhótelinu í Amst- erdam th áramóta (kr. 18.490 á 2ja manna herbergi). Þá má velja um sérstaka pakka frá föstudegi til mánudags og laugardegi th þriðjudags. Verð á þeim pökkum er frá nítján þúsund og allt að þijátíu þúsund eftir hótelum og fjölda ein- staklinga í herbergjum. Vikuferðim- ar em frá rúmum tuttugu og tvö þúsund krónum og aht að tæplega fimmtíu þúsund krónur. Látum við þá lokið stiklum um menningarborg Evrópu árið 1987. -ÞG . M ffljj :: - 'M ll^ ¥■ 111 :j m |i. - gflg . fT Mni ,, m a; n=ii fR&IJR . -iMSKpr'i.i t P Sigling um síki borgarinnar er nauðsynleg fyrir hvern er leggur leið sína í demantaborgina. Mikill ferðahugur var í hópnum en við náðum aðeins níu af tólf saman á myndina. Ingi R. Heigason fór ekki með en hann hefur fylgst með undirbúningi á öllum stigum. Á myndinni eru, auk hans, Ásdis Hartmann (talið frá vinstri), Margrét Nielsen, Halldóra Björnsdóttir, Maria Jónsdóttir, Steinunn Agnarsdóttir, Guðný Steins- dóttir, Kristin Thorarensen, Kolbrún Jónsdóttir og Guðný Tryggvadóttir. — eina helgi Þaö hefur færst mikið 1 vöxt að fólk bregði sér 1 helgarferð- ir til stórborga sem eru innan seilingar, eins og til dæmis London, Kaupmannahafnar, Glasgow eða Amsterdam. Mikið framboð er á þessum ferðum og að mati margra eru kjörin afar hagstæð. Þetta er þróun 1 takt við tímann og skólaferðalögin, sem einu sinni voru aðeins yfir bæjar- lækinn, eru nú farin með flugi yfir Atlantsála. Margir hópar innan fyrirtækja taka sig saman til svona styttri ferða. Einn slíkur hópur hélt utan í gær. Þaö eru tólf starfsmenn hjá Brunabótafélagi íslands sem flugu til London í gærmorgun og ætla að dvelja þar til mánudags. Þessi hópur er eingöngu skipaður konum. Við hittum þær að máli daginn fyrir brottför og kom þá í ljós að undirbúningurinn haföi staðið yfir lengi. „Við ákváðum þetta fyrir sex mánuðum," sagði ein þeirra, Mar- grét Nielsen, „og mánaðarlega hefur verið tekin af laununum okk- ar ákveðin upphæð til að standa straum af ferðakostnaöi.“ Leitað var tilboða hjá ferðaskrifstofum fyrir hópinn strax í upphafi og síð- an besta tilboði tekið sem var frá Útsýn. Ferðin kostar þær tæpar nítján þúsund krónur og gildir verðlag frá þeim tíma er ferðin var pöntuð. Sögðu þær að sambærileg- ar ferðir í dag kostuöu tæp tuttugu og fimm þúsund. Eitt það fyrsta sem þurfti að ganga frá í upphafi undirbúnings var að allar gætu fengið tveggja daga sumarleyfi á sama tíma og sögðu þær að það leyfi heföi góðfúslega verið veitt af yfirmanni þeirra, Inga R. Helga- syni forstjóra. Skipulögð dagskrá Hver mínúta ferðalanganna er skipulögð, að þeirra eigin sögn, og reyndar mátti sjá þaö af fjölritaðri dagskrá hópsins. „Margar bækurnar hafa verið lesnar frá því ferðin var ákveðin," sagði Maria Jónsdóttir sem átti dijúgan þátt í skipulagningu ferð- armnar. Önnur úr hópnum, Guðný Steinsdóttir, hefur búið í London og miðlaði hún af sinni reynslu en stöllurnar í Brunabót héldu nokkra fundi til skrafs og ráðagerða og útkoman var svo nákvæm ferðaá- ætlun. Leikhúsferð á söngleikinn Time og heimsókn í jazzklúbb Ronnie Scott voru meðal atriða á dagskrá þeirra. Einu kvöldi af þremur (á morgun) á að verja á veitingastað sem heitir Michel og er á Kensing- ton High Street. Eftir mikla yfir- legu var þessi staður valinn. Það var greinilegt að mikill ferðahugur var í Lundúnaförunum hjá Bruna- bót og líklegt að konurnar njóti helgarinnar. Þær hafa notið undir- búningsins og eiga sjálfsagt líka eftir að njóta minninganna eftir heimkomuna. -ÞG SPURT OG SVARAÐ um ferðamál Á ferðasíðum DV er reynt að hafa sem fjölbreyttast efni í þeirri von að við höfðum til sem flestra les- enda. Við viljum gjarnan heyra frá fólki sem hefur frá einhverju skemmthegu að segja varðandi ferðir og ferðalög. Við viljum einn- ig fitja upp á spurningaþætti sem er aðeins fólginn í því að þið spyrj- ið og við reynum að svara. Sendið okkur bréf og komið á framfæri spurningum tengdum ferðamálum. Utanáskriftin er: DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Merkið sérstaklega: Feröamál. Ein spurning sem fellur vel inn í þennan þátt er th dæmis þessi. Spurning: Hvemig get ég komist í samband við fólk erlendis sem hefur farið í hnattreisur? Er th einhver klúbbur heimsferöalanga? Svar: Já, slíkur klúbbur er th. Hann var stofnaður af tveimur Bandaríkja- mönnum árið 1902 og heitir Circumnavigators Club. Skrifstofa klúbbsins er í New York, 243 East 39th Street, N.Y. 10016. Th þess aö geta gerst meölimur í þessum alþjóðlega klúbbi þarf aöili að færa sönnur á heims- reisu í eina og sömu átt allan hringinn. Inntökugjald er um flmmtán hundruð krónur ($40) og árgjald rúmlega tvö þúsund og átta hundruð krónur ($75). Nokkrir fundir eru haldnir á ári hveiju í hinum ýmsu dehd- um klúbbsins, stundum kvöldverðarfundir. -ÞG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.