Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. 9 Fjölimðlar Þau (eóginin fá hin ýmsu mál til umfjöllunar og miserfið. Þau sigra samt að lokum. Show á árunum 1960-1968. Margir muna eftir þeim þáttum hér á landi síðan Kanasjónvarpið var opið. The Andy Griffith Show voru grínþættir og Andy var kenndur við húmorista. Hann vildi snúa sér að alvarlegri hlutum enda voru grínþættir ekki eins vinsælir á þessum tíma og þeir höfðu áður verið. Það gekk samt ekk- ert sérlega vel fyrir hann að fá alvarlegri hlutverk. Árið 1973 fékk Andy Griffith hlutverk í kvikmynd- inni Pray for the Wildcats þar sem hann lék ruddamenni. Hann segist hafa fengið martröð nóttina fyrir töku myndarinnar. „Mig dreymdi að ég væri að drepa Don Knotts. Ég gerði það. Ég vaknaði upp morgun- inn eftir og samviskan var að drepa mig. Ég kallaði í Don en hann svar- aði ekki og ég fann hann ekki. Ég fór í vinnuna og fór að lesa upp með stúlku sem var mótleikari minn. Allt í einu stóð ég upp og sagði: Ég var með hræðilega martröð í nótt, ég held ég hafi uppgötvað hvað það var. Ég held að ég hafi verið að drepa ímyndina um Andy Taylor og mér létti - ég vissi að þannig hafði þetta verið.“ Ífínuformi Andy Griffith vill hafa nóg að gera og veit ekkert leiðinlegra en að sitja aögerðalaus. Hann átti við sjúkdóm að stríða fyrir nokkrum árum og átti þá að hafa hægt um sig. Núna segist hann vera búinn aö jafna sig. „Ég er í fínu formi,“ segir Andy Griffith. Hann fæddist árið 1926 í Norður- Karólínu og var skírður Andrew Samuel Griffith. Hann hafði snemma ákveðið að verða prestur en hugur hans tók aðra stefnu. Andy varð mikill tónlistarmaður og síöar leik- ari. Hann söng sveitasöngva við miklar vinsældir og hóf að leika á sviði árið 1950. Eins og fleiri áhuga- samir leikarar í þá tíð fór hann til Hollywood og árið 1957 lék hann í myndinni A Face in the Crowd. Andy Griffith lék í nokkrum bíómyndum á næstu árum og var orðinn vel þekkt nafn í Hollywood. Mestar vin- sældir hefur hann þó fengið út á sjónvarpsleik. Ekki slegið í gegn Með Andy Griffith í þáttunum um Matlock eru þau Linda Purl, sem leikur dótturina, Charlene, en hún hefur einnig lesið lög, eins og faðir- inn, og svo Kene Holliday sem leikur aðstoðarmanninn, Tyler Hudson. Ef einhver talar um Matlock sem Perry Mason þá er Charlene Della Street. Matlock fékk ágætar viðtökur í byijun hjá bandarískum áhorfend- um en hann hefur ekki slegið í gegn, eins og sagt er. í einu bandarísku blaði mátti lesa að þáttur sem þessi væri ekkert nýtt fyrir sjónvarpsá- horfendur. Þetta væri í raun gömul lumma en engu að síður væru vel gerðir afþreyingarþættir alltaf kær- komnir. Matlockþættirnir eru sagðir vel gerðir og Andy Griffith þykir skfía hlutverki sínu með sóma. Flestir bandarískir blaðadómar eft- ir frumsýningu þáttanna hjá NBC voru jákvæðir. Flestir eru sammála um að Matlockþættirnir minni á aðra svipaða þætti en Griffith virðist bjarga þeim og einn gagnrýnandinn segir að Andy Griffith sé besti lög- fræðingur í sjónvarpi síðan þeir Clinton Judd og Owen Marshall voru í slíkum hlutverkum. Góð tilbreyting Nú þegar hefur sjónvarpið sýnt sjö þætti en tveir þeir síðustu voru fram- haldsþættir. I þessari syrpu, sem sjónvarpið sýnir núna, eru tólf þætt- ir en þegar hefur verið framleidd önnur sams konar þáttasyrpa. Fram- leiðandi þáttanna hefur fengið ýmsa gestaleikara til að vera með í þáttun- um og má þar nefna Dick Van Dyke sem var í fyrsta þættinum. í síðustu tveimur þáttum var gestaleikari Jose Ferrer sem er vel þekktur leikari en hann var í hlutverki gamla manns- ins, Nicholas Baron. Vinsældir þáttanna hér á landi stafa sennilega af því að hér hafa ekki verið sýndir slíkir þættir lengi. Mörgum finnst eðlilegt að hér sé komin upp góð andstaða við allar þær lögreglumyndir sem hafa tröll- riðið dagskrá beggja stöðva undan- farna mánuði. Matlock er því kærkomin tilbreyting fyrir íslenska sjónvarpsáhorfendur. -ELA ^ l * GARÐSHORNI Pottaplöntuútsala. 20-50% afsláttur af öllum pottaplöntum. 20 % kynningarafsláttur af jólastjörnum og alpafjólum. Sj álfvökvunarpottar 20% kynningarafsláttur. Gróórarstöðin GARÐSHORNig SUÐURHLÍÐ FOSSVOGI, sími 40500 OPIÐ 10-12 ALLA DAGA VIKUNNAR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.