Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987.
49
Skák
Frelsingj a-
flaumur
í Belgrad
Jóhann Hjartarson og Victor Kortsnoj fóru að öllu með gát á skákmótinu I Belgrad.
I skákþætti hér á dögunum var
vitnað til orða hollenska stórmeist-
arans Timmans, sem sagði að
Kortsnoj væri eini skákmaður
heims sem hann gæti lært talsvert
af, einkum í miðtaíli. Þetta er ekki
rifjað upp til þess að hræða Jó-
hann, sem glímir við Kortsnoj í
fyrstu umferð áskorendakeppninn-
ar, heldur til þess að réttlæta hve
oft skákir Kortsnojs hafa birst í
þættinum.
Ég dreg enga dul á það aö mér
finnst Kortsnoj tefla sérlega
skemmtilega og vona að lesendur
séu á sama máh. Áhorfendur á
IBM-mótinu í Reykjavík í febrúar
komust a.m.k. að þeirri niðurstöðu
að meiri baráttujaxl væri ekki að
finna. Stutt jafntefli eru fátíð í
skákum hans. Þó fóru þeir Jóhann
að öllu með'gát á skákmótinu í
Belgrad á dögunum og báru klæði
á vopnin eftir aðeins 20 leiki.
Kannski lognið á undan stormin-
um?
Við höfum fjallað ítarlega um
mótið í Belgrad hér í DV en þar sem
saman eru komnir svo litríkir
skákmenn eru tefldar svo margar
spennandi skákir að nægir í heila
bók. Ég bað Jóhann um að benda
mér á einhverja sérlega skemmti-
lega skák frá mótinu og hann var
ekki seinn til svars: Kortsnoj á
móti Salov.
Það er frá Kortsnoj að segja að
hann vann þessa skák við Salov og
hinn sovéska keppandann, Beljav-
sky, lagði hann einnig. Kortsnoj
fmnst jafnast á við efsta sæti að
leggja Rússana að velli. Að sögn
íslendinganna í Belgrad undi hann
glaður við sitt eftir þessa sigra, eins
og markmiðum hans í mótinu hefði
veriö náð.
Skák hans við Salov er langt frá
því að vera með hefðbundnu sniði.
Hún einkennist af peðakapphlaupi
á báða bóga - frelsingjaslag. Það
er ekki á hverjum degi sem annar
keppandinn hefur fjóra samstæða
frelsingja og hinn tvo! Kortsnoj
fórnaði manni til þess að skapa
peðum sínum svigrúm. Skákskýr-
andinn treystir sér ekki til þess að
dæma um það hvort fórnin stenst
ströngustu kröfur. Salov var gráti
næst að skákinni lokinni og vart
mönnum sinnandi. Sagðist hafa átt
betra tafl einhvers staðar á leið-
inni.
Hvítt: Viktor Kortsnoj
Svart: Valery Salov
Drottningarindversk vörn.
1. c4 Rf6 2. Rf3 e6 3. Rc3 b6 4. g3
Bb7 5. Bg2 Be7 6. d4 Re4 7. Bd2 Bf6
Kortsnoj hóf taflið með enskum
leik en nú er fram komin drottning-
arindversk vöm. Hugsanlegt er að
þetta afbrigði eigi eftir að verða til
umræðu í einvígi Jóhanns og
Kortsnojs í Kanada. Jóhann teflir
drottningarindversku vörnina að
staðaldri á svart. Hann lék skarp-
ari leik, 7. - f5, í góðri skák við
argentínska stórmeistarann Panno
á ólympíumótinu í Dubai. Leikur
Salovs þykir traustari.
8. 0-0 0-0 9. Hcl d5
í skák Ftacnik og Karpovs á
ólympíumótinu tefldist 9. - d6 10.
d5 Rxd211. Rxd2 Kh812. Rde4 Bxc3
13. Hxc3 Rd7 14. f4 De7 og Karpov
hélt jafnvæginu.
10. cxd5 exd511. Bf4 Ra612. Be5 He8
13. Bxf6 Dxf6 14. e3 c5 15. Re5 De7
16. Hel Rc7 17. Rd3 Rxc3 18. bxc3
c419. Rf4 Dd6 20. f3 Skákin er strax
orðin spennandi því að hvítur hef-
ur peðameirihluta á kóngsvæng og
stefnir að því að sækja fram á mið-
borðinu en svartur hefur þrjú peð
gegn tveimur á drottningarvæng.
20. - He7 21. e4 f6 22. Hc2 Hae8 23.
Hce2 b5 24. h4 a5 25. Kh2 Bc6 26.
Dc2 g6 27. Bh3 Kg7 28. h5 g5
29. Rg6!!?
Upphafið að gríðarlegum svipt-
ingum. Svartur verður að þiggja
fórnina því eftir 29. - Hf7 30. e5! nær
hvítur mun betri stöðu.
29. - hxg6 30. e5 fxe5 31. dxe5 Dc5
Ekki 31. - Hxe5? 32. Hxe5 Hxe5
33. Hxe5 Dxe5 34. Dxg6+ og Bc6
fellur.
32. Dxg6+ Kh8 33. Df6+ Kg8 34. h6
Hf8 35. Dxg5+ Kh8 36. f4
í skiptum fyrir manninn hefur
Kortsnoj fengið fjóra samstæða
frelsingja á.kóngsvæng, sem skríða
fram. Tailið er vitaskuld mjög flók-
ið. Vafalítið má benda á betri leiðir
fyrir Salov en hann var kominn í
tímahrak.
36. - Hh7 37. f5 Be8 38. e6 De7 39.
Dxe7 Hxe7 40,g4 b4! 41. cxb4 c3 42.
g5 d4
abcdefgh
Makalaus staða. Salov hefur náð
að skapa sér tvo samstæða frels-
ingja sem mótvægi viö peðum
Kortsnojs. Fjörugt afbrigði. er nú
43. f6 Hxe6! 44. Hxe6 Rxe6 45. Hxe6
c2 46. Hxe8! Hxe8 47. f7 Hd8! 48. g6
cl = D 49. g7+ Kh7 50. Í8 = D Dd2 +
og mér sýnist svartur þráskáka.
Kortsnoj velur aðra leið.
43. g6!? d3?
Salov ákveður að gefa hrók þótt
hann fái aðeins tvö af „skrímsl-
um“ Kortsnojs fyrir. Betra virðist
43. - Kg8! með afar tvísýnni stöðu.
44. g7+ Hxg7 45. hxg7+ Kxg7 46.
Hgl + Kf6 47. He3 Bb5 48. Hg6 + Ke7
49. Hg7+ Kd6 50. a4! Rd5
Eftir 50. - Bc4 (til að valda d3)
missir svartur vald á d7 og hvítur
vinnur létt. Ein leið er 51. Hd7 +
Kc6 52. Bg2+ Kb6 53. bxa5+ Kxa5
54. Hxc7 d2 55. Hxc4 dl = D 56. He5 +
Ka6 57. Hc6+ Ka7 58. Ha5+ Kb8
59. Hb6 + Kc7 60. Hb7 + Kd6 61. Hd7
mát.
51. e7! He8 52. He6+ Kc7 53. axb5
c2 54. Hc6+ Kb7
a bcdefgh
55. f6! d2
Kapphlaupið heldur áfram en
svartur er of seinn. Eftir 55. - Rxf6
er 56. Hxf6 (einnig 56. Bg2) mögu-
legt og nú 56. - cl = D 57. Bg2 + Ka7
(ef 57. - Kc7 þá 58. Hc6+ og vinnur
drottninguna) 58. Ha6+ Kb8 59.
Hb6+ Ka7 60. Hb7+ Ka8 61. Hc7 +
og vinnur eða 56. - d2 57. Bg2 + Kb8
58. HíB og vinnur.
57. f7 dl = D 58. fxe8=D Dd2+ 59.
Hg2 Df4+ 60. Hg3
- Og Salov gafst upp.
Úrslit á haustmótinu
Eins og skýrt hefur verið frá í
DV varð Ásgeir Þór Árnason skák-
meistari Taflfélags Reykjavíkur
um síðustu helgi, þar sem hann
varð efstur félagsmanna á haust-
móti félagsins. Sigurvegari á
mótinu varð Jón Garðar Viðars-
son, Skákfélagi Akureyrar, og
Benedikt Jónasson, Skákfélagi
Hafnarfjarðar, varð jafn Ásgeiri í
2.-3. sæti. Þetta er þriðja árið í röð
sem utanfélagsmaður verður efst-
ur á haustmótinu.
Ásgeir hafði forystuna lengst af
en keppni um titilinn stóð einkum
milli hans og Andra Áss Grétars-
sonar. Andri tapaði fyrir Ásgeiri í
þriðju síðustu umferð og síðan fyr-
ir Árna Á. Árnasyni í þeirri
næstsíðustu. Ásgeir gerði tvö jafn-
tefli í lokaskákunum og á meðan
Skák
Jón L. Árnason
notaði Jón G. tækifærið og seig
framúr með tveim sigrum. Loka-
staðan í A-flokki varð þessi:
1. Jón G. Viðarsson 8 v.
2. -3. Ásgeir Þór Árnason og Bened-
ikt Jónasson 7!+ v.
4. Andri Áss Grétarsson 7 v.
5. Guðmundur Gíslason 6'+ v.
6. -8. Jóhannes Ágústsson, Sigurð-
ur Daði Sigfússon og Hrafn Lofts-
son 5 v.
9. Árni Á. Árnason 4'/. v.
10. —11. Róbert Harðarson og Stefán
Briem 4 v.
12. Lárus Jóhannesson 2 v.
í B-flokki sigraði Héðinn Stein-
grímsson, heimsmeistari barna.
Héðinn hlaut 9 v. af 11 mögulegum
sem er frábær árangur. Hann tap-
aði aðeins fyrir Eiríki Björnssyni,
sem varð þriðji með 6 Vi v. Ög-
mundur Kristinsson hreppti annað
sætið með 8 'A v. Arinbjörn Gunn-
arsson og Jón Árni Jónsson hlutu
6 v.
Sigurvegari í C-flokki varð Eggert
ísólfsson með 8 'A v. af 10. Næstir
komu Ragnar Valsson og Einar T.
Óskarsson með 7 v. í D-flokki varð
Jens Jóhannesson hlutskarpastur
með 8 v. af 11, síðan kom Sigurjón
Haraldsson með 7 v. og þriðji varð
Axel Þorkelsson með 6 '/> v. Magnús
Ármann fjórði með 6 v.
í E-flokki var teflt eftir Monrad-
kerfi, 11 umferðir, og efstur varð
Hörður Garðarsson með 9 v. Sverr-
ir Sigurðsson og Sigurður Páll
Sigurðsson urður jafnir í 2.-3. sæti
með 8 ‘á v. -JLÁ
BIZERBP)
ÁLEGGSHNÍFUR
A 330 FB 2
- Sjálfvirkur með
færibandi.
- Telur sneiðar.
- Staflar eða raðar
eftir vild.
- 330 volt.
- Gæði sem slá í
gegn.
ROKRÁS
RAFEINDATÆKNIÞJÓNUSTA
Bildshöfða 18 - Slml 871020
Ljósin í lagi
- lundin góð
Slík áhrif hafa
rétt stillt Ijós
í umferðinni.
yWgEROIVR
VEÐUR-
KORTA-
RITARAR
SKIPPER TF 733
Alsjálfvirkur
10 tomma pappír.
Synthesized móttakari
fallar tíðnir, án krist-
alla).
Ljóstölu-rásveljari
(m/10 lyklum).
Vegg- og borðfesting.
Friðrik A. Jónsson h.f.
Skipholti 7, Reykjavik,
Simar 14135 — 14340.