Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. Handknattleikur uiíglinga Spurt Hvaða lið telur þú vera sigur- stranglegast í Reykjavíkurmóti í 3. flokki kvenna? Sigrún Erla Valdimarsdóttir, Fylki: Ég held að Fram eða Víking- ur vinni mótið en ég hef ekki séð öll liðin. Jónína Kristinsdóttir, KR: Fram eða KR vinna mótið. <r • 1 Nína Dögg Filippusdóttir, ÍR: Fram vinnur þetta mót, það er með besta liðið. Diana Guðjónsdóttir, Fram: Fram eða Víkingur eru með sterkustu liðin og ég tel að annað hvort þess- ara liða vinni mótið. Úrslitaleikir í Reykjavíkuimóti: Víkingar með fimm flokka í úrslitum > Jason Ólafsson, Fram, skorar eitt marka sinna gegn KR í 3. flokki karla um siðustu helgi. Úrshtaleikir í Reykjavíkurmóti fara fram í Laugardalshöll sunnu- daginn 15. nóvember og hefjast kl. 13,00. Úrsht eru þegar ráðin í 4. flokki kvenna og 6. flokki karla þar sem Fram og KR báru sigur úr býtum en þar var aðeins spilað í einum riðh eins og fram kemur annars staðar á síðunni. Víkingar spila til úrslita í fimm flokkum, KR á möguleika á fjórum titlum, Fram á tveimur titlum og Valsmenn eru í úrslitum í einum flokki. Kl. 13.00 er úrshtaleikur í 3. flokki kvenna mhli KR og Víkings. Kl. 14.00 eigast við sömu lið í 2. flokki kvenna. Kl. 15.00 spila KR og Víkingur einn- ig til úrslita í 5. flokki karla. Að þessum leik loknum er verð- launaafhending til handa 6. flokki karla og 4. flokki kvenna. Kl. 16.00 hefst síðan keppni í 4. flokki karla og eigast þar við hð Vals og Víkings. Kl. 16.50 leiða saman hesta sína hð Fram og Víkings í 3. flokki karla. Unglingasíðan hvetur alla til að leggja leið sína í Laugardalshöh og sjá spennandi úrslitaleiki hjá hand- boltafólki framtíðarinnar. KR og Víkingur í úrslitum: Leikið var í tveimur riðlum í 3. flokki kvenna þrátt fyrir að aðeins sex hð mættu til keppni en Valur og Ármann sendu ekki lið frekar en í 4. flokki kvenna. í B-riðli voru því aöeins tvö hð sem áttust við en í A-riðli voru fjögur. Eins og flestir gera sér ljóst er Reykjavíkurmót æfmgamót fyrir Reykjavíkurfélögin fyrir íslandsmót en vegna framkomu Ármanns og Vals að mæta ekki til keppni eða gera HKRR það ljóst að þau mættu ekki, þannig að hægt hefði verið að draga í riðla að nýju, fá hðin í B- riðli, Víkingur og Þróttur, htla æfingu fyrir íslandsmót með því að spila einn leik í hvorri umferð. Víkingur, sem sigraði Þrótt örugg- lega, 16-12, í fyrri umferð, endurtók leikinn í seinni umferð með sigri, 13 - í 3. flokki kvenna -7, og tryggði sér þar með sæti í úr- slitum . í A-riðli var um meiri keppni að ræða þrátt fyrir að KR naeði að vinna alla andstæðinga sína. í fyrri um- ferðinni sigraði KR hð Fylkis, 21-10, Fram, 18-9, og ÍR, 26-7. Fram sigraði síðan Fylki, 16-12, og ÍR, 17-4, og var í öðru sæti eftir fyrstu umferð. Fylk- ir sigraði síðan ÍR örugglega, 15-5. í seinni umferðinni veittu lið Fylk- is og Fram liði KR meiri keppni þótt þeim tækist ekki að sigra hið sterka lið þeirra. KR sigraði Fylki, 18-13, en í leiknum gegn Fram réðust úrsht ekki fyrr en á síðustu sekúndunum er KR-ingar skoruðu síðasta mark leiksins í eins marks sigri, 10-9, yfir Fram. KR sigraði síðan ÍR örugglega, 27-7, og tryggði sér þar með sæti í úrslitum gegn Víkingi eins og áður sagði. Fram sigraði Fylki, 11-6, og ÍR með 30 mörkum gegn 9. Fylkir sigraði síð- an ÍR, eins og í fyrri umferð, örugg- lega, 25-10. KR-stúlkumar eru vel að sigri í A-riðli komnar en þær eru með sterkt lið og jafnt sem örugglega á eftir að bíta frá sér í vetur í barátt- unni um íslandsmeistaratitilinn. Þrátt fyrir að Fram næði ekki að vinna KR í Reykjavíkurmótinu þá er ljóst að þar er á ferðinni eitt af sterkari liðum í 3. flokki kvenna. Ekki er hægt að spá fyrir um úrsht í leik KR og Víkings því bæði liðin eru svipuð að styrkleika og verður leikurinn ömgglega jafn og spenn- andi. Framarar Reykjavíkur- meistarar annað árið í röð Linda Arnardóttir, Þrótti: KR eða Víkingur vinna þetta mót en Fram getur hugsanlega unnið það líka. Keppni í 4. flokki kvenna er lokið en þar var aðeins leikið í einum riðli þar sem Vaiur og Ármann mættu ekki til keppni. Mjög jöfn og spenn- andi keppni var í fyrri umferð og voru KR-stúlkurnar í efsta sæti vegna hagstæðari úrslita í innbyrðis- leik gegn Fram sem þær unnu, 13-12. KR tapaði síöan í hörkuleik gegn Víkingi, 6-8, en vann Fylki ömgg- lega, 10-5. Fram vann Víking með miklum markamun, 14—4, og Fylki, 10-0, þar sem Fylkir mætti ekki vegna rangrar boðunar. Víkingar, sem gátu blandað sér í baráttuna um efstu sætin, töpuðu í leiknum gegn Fylki, 3-6. Fyrir seinni umferðina vora því KR og Fram með fjögur stig en Víkingur og Fylkir með tvö stig. - í 4. flokki kvenna Fyrsti leikur seinni umferðar var milh Víkings og Fylkis og hefndu nú Víkingsstúlkur tapsins í fyrri umferð með sigri, 6-4. í næsta leik áttust við KR og Fram í hreinum úrslitaleik þar sem efstu liðin öttu kappi saman. Framstúlk- umar komu mjög ákveðnar til leiks, staðráðnar í að vinna upp forskot KR-inga. Tóku þær strax fomstuna í sínar hendur og unnu stórsigur, 19- 10, með Ingu Kristinsdóttur í farar- broddi sem skoraði hvert markið á fætur öðm. Fram vann síðan Fylki, 11-6, og Víking, 10-4, og tryggði sér þar með Reykjavíkurmeistaratitihnn annað árið í röð. KR-stúlkumar unnu Fylki stórt, 14-6, en lentu í miklu bash meö ört vaxandi hð Víkings. Sá leikur var nyög jafn og spennandi og mátti ekki á milli sjá hvomm megin sigurinn lenti en leiknum lauk með sigri KR, 11-10. Fram og KR voru með áberandi sterkustu liðin í Reykjavíkurmóti í 4. flokki kvenna en Víkingshðið hef- ur tekið miklum framfómm og gæti það hæglega unnið sér sæti í úrslit- um íslandsmóts með sömu fram- fórum og eljusemi og þær hafa sýnt til þessa. Verðlaunaafhending til handa ReyKjavíkurmeistumm Fram og hði KR, er lenti í öðm sæti, fer fram í Laugardalshöll 15. nóv. nk. - í 6. flokki karia Aðeins KR, Víkingur og Fram tóku þátt í Reykjavíkurmótinu í 6. flokki karla í ár og má ömgg- lega rekja lélega þátttöku til þess hve snemma er fariö af stað með keppni hjá þessum ungu byrjend- um i handknattleik. Sum félög em rétt að byrja starfsemina þeg- ar mót hefst og er það slæmt því að það er þannig með flesta hluti aö oft er gott að bytja að kenna viökomandi íþrótt áður en lagt er í keppni. Hasglega hefði verið hægt að gefa félögunum aðlögun- artíma og hefja síðan keppni, t. d. í desember, og fá þannig jafn- ari og stærri keppni. Keppni í 6. flokki hófst 3. okt. sl. og var þá spiluö heil umferö. KR-ingar tóku strax forustuna með góðum sigram á Fram, 21-3, og Víkingi, 10-7. Vikingur sigraði síðan Fram örugglega með 16 mörkum gegn 3. í seinni umferöinni, sem fór fram 31. okt. sl., héldu KR-ingar uppteknum hætti og unnu báða leiki sína stórt. Þeir em mjög vel að sigri sínum komnir í Reykja- víkurmótinu en þeir em með mjög jafna einstaklinga sem spila vel fyrir hver annan. Einnig er vöm og markvarsla góö. Víking- ar lentu í öðru sæti með sigri á Fram, 16-4. Atkvæöamestur í liöi Víkings var leikmaöur að nafhi Þorbjöm Ath Sveinsson og er þar mikið eftti á ferðinni sem örugg- lega á eftir að bera mikiö á í leikjum Víkings í vetur. Framhö- ið á örugglega eftir að koma mikið til en þar er áberandi mest um drengi á fýrsta ári að ræða sem em að hefja handboltaferil sinn. Verðlaunaafhending verður í Laugardalshöh 15. nóv. nk. kl. 15.40.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.