Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. 15 Þjóðavsátt Nú er þaö nýjast að tala um þjóð- arsátt. Alvörugefnir og ábyrgir stjómmálaforingjar bjóða upp á þjóðarsátt ef fallist verður á tillög- ur þeirra um hófsemd í kaupkröf- um. Verkalýðsforingjar, sem ekki eru minna alvörugefnir og ábyrgir, segjast líka vera til viðtals um þjóð- arsátt. Jafnvel stjórnarandstaðan, að svo miklu leyti sem hún hefur mátt vera að því að tjá sig, hvetur sömuleiðis til þjóðarsáttar. Hvar- vetna gengur maður undir manns hönd og predikar þjóðarsátt. Ég hef að vísu ekki farið í kirkju nýlega en sjálfsagt biðja þeir fyrir þjóðar- sáttinni í guðshúsunum og allt ætti þetta að enda með einu allsherjar halelúja. Ókunnugir gætu haldið að hér hefði ríkt sturlungaöld að undan- fömu, miðað við allt þetta mærðar- fulla sáttatal - landið hefði logað í slagsmálum og upplausn. Það er að vísu rétt að deilur hafa risið um kvótakerfið, Jóhanna hefur skammað stjórnarliðið og allaball- ar hafa rifist um nýjan formann. Vinningshafar í lottóspili mótmæla endurteknum og ógildum drætti og Eyfirðingar hóta úrsögn úr lands- sambandi hestamanna. En ekki geta þetta talist styrjaldir á borð við þá sem Sveik liðþjálfi tekur þátt í, þótt hamagangurinn og heimskupörin séu á stundpm ámóta grátbrosleg. Það er í raun- inni makalaust hvað venjulegir og skynsamir menn geta látið fara í taugarnar á sér. Lesendabréfin em dagleg vísbending um öskureiða og stórmóðgaða samborgara. Og hvernig var ekki með forystu- menninna í Verkamannasamband- inu sem fóru í fýlu fyrr í haust og gengu út af fundi til að láta alla vita hvað þeir væra reiðir og móðg- aðir? Það þurfti að eyða heilu ársþingi hjá Verkamannasam- bandinu til að fá þá góða aftur og bjarga á þeim andlitinu svo ekki kæmi í ljós að fýlan var frumhlaup. í Múlakaffi Það var einmitt á þessu sama Verkamannasambandsþingi sem þjóðarsáttin var á dagskrá. Ríkis- stjómin var búin að fresta fram- kvæmd söluskattsins á kjöt og fisk til aö skapa skilyrði til þeirrar þjóð- arsáttar sem nú er á hvers manns vörum. Venjulegast er það orðaö svo að stjómin hafi frestað matar- skattinum og hver fiölmiðillinn apar það upp eftir öðrum eins og heilagan sannleika. Staðreyndin er hins vegar sú að matarskattur var lagður á allt sem nöfnum tjáir að nefna, mat og ekki mat, strax eftir að ríkisstjórnin tók við. Það eina sem eftir stóð var að leggja sölu- skatt á svokallaðar nauðsynjavör- ur, kjöt, fisk, grænmeti og annað smávegis. Ég fór á Múlakaffifund hjá fiár- málaráðherra einn laugardaginn í október og hlustaði á röksemdir hans fyrir nauðsyn þess að sölu- skattsundanþágur yrðu afnumdar. Ég féllst alveg á þau rök, enda sagði ráðherrann að svínaríið lægi ekki í þessum matarskatti heldur í sölu- skattinum sem aldrei væri lagður á; eða þá lagöur á og stolið frá. Það em svindlararnir og skattsvikar- arnir sem græða á undanþágunum, ekki launafólkið. Þetta sagði ráð- herrann og ég tek mark á ráð- herrum. Gylliboðið Af einhveijum undarlegum ástæðum þótti verkalýðsforyst- unni samt taka því að hóta öllu illu ef undanþágurnar væm afnumdar sem endaði með því að ríkisstjóm- in gaf eftir til áramóta með tilboð- inu fræga um þjóðarsáttina. Það sem í október hét aö fullnægja rétt- lætinu og jafnréttinu var nú allt í einu orðið slíkur kaleikur að unnt var aö bjóða til þjóðarsáttar með því að fresta bjargráðinu. Ef gylli- boðin em svona mikilsvirði með því að framlengja ranglætið, hvað skyldi þá vera í boði þegar hinir háu herrar framkvæma réttlætið? Nú ætla ég ekki að fara að vor- kenna verkalýðsforystunni þótt hún taki skakkan pól í hæðina - ekki nema þá fyrir það að hafa glat- að Ásmundi út í einangrun og áhrifaleysi í Alþýðubandalagi þar sem hann fær nú fyrir náð og mis- kunn að setjast inn á Alþingi sem varaskeifa fyrir Svavar sem ætlar að hvíla sig í New York eftir blóð- baöið í flokknum. Einhvers staðar verður að geyma Ásmund úr því hann fær ekki að sitja landsfundi hjá sínum eigin flokki og er orðinn landlaus í verkalýðshreyfingunni - bæði vegna þess að hann hefur veðjaö á vitlausan hest í vitlausum flokki og líka vegna þess að stétta- baráttan hefur flosnað upp í fmmeindir sínar og fær ekki rönd við reist þegar söluskattur er hækkaður, húsnæðisloforðin svik- in og láglaunafólkið skihð eftir á nöktum töxtunum mitt í þrjátíu prósent verðbólgunni. Eina ráðið, sem hægt er aö gefa Ásmundi, er að fara að fordæmi Guðmundar jaka og yfirgefa Al- þýðubandalagið áður en það verður um seinan. Sykurmolarnir Upplausnin í verkalýðshreyfing- unni er öllum ljós. Og bróðurpart- urinn af launafólkinu kærir sig kollóttan: Kaupir sér þrjátíu þús- undasta afruglarann og flýgur til Glasgow í innkaupaferð. Tæmir tískubúðirnar í Kringlunni og fylhr matsölustaðina um helgar. Smeyg- ir sér undan söluskattinum og endurnýjar bílaflotann. Baðar sig á sólarströndum og kaupir lottó og happaþrennur fyrir milljarð. Legg- ur afganginn inn á sparireikninga og safnar ríkisskuldabréfum í gróðaskyni. Þetta fólk þarf ekki lengur á verkalýðsbaráttu að halda. Það sér um sig sjálft meö aðstoð launaskriðsins og þenslunn- ar sem er mesta kjarabótin. Besta dæmisagan um breytta tíma var lesin upp í sjónvarpinu þess efnis að Sykurmolarnir, nýj- asta vinsældahljómsveitin, hefðu ekki séð ástæðu til að taka samn- ingstilboði frá útlöndum upp á fiörutíu milljónir. Eöa vom það kannski fimmtiu milljónir? Hvað eru fimmtíu mihjónir á mUli vina fyrir ungt fólk á framabraut? í gamla daga heföi einhvem svimað við slíkar upphæðir - en ekki syk- urmola nútímans sem hafa verð- skynið í lagi og þurfa ekki á svona smápeningum að halda. Þetta er ekki þjóð sem er á flæði- skeri stödd. Viðskiptahalhnn er ekki upp á nokkra mhljarða vegna eyðslusemi fáeinna ríkisbubba. Hann er afleiðingin af kaupmættin- um og launaskriðinu sem er samankomið í vösum launafólks innan Alþýðusambandsins sem er orðið viðskUa við kjarasamninga eftir að hætt var að taka mark á þeim. ViðskiptahaUinn er summan af fiárráðum almennings í landinu. Éta það sem úti frýs Það er heldur ekki þetta fólk sem fær tUboð um þjóðarsátt, enda yrði það sáttaboð aðeins á einn veg - að skerða ekki hár á höfði velsæld- arinnar og vellystinganna sem nú er orðið að hverdagsbrauði í stað forréttinda. Engin rikisstjórn kæmist upp með þjóðarsátt gagn- vart þeim hluta þjóðarinnar sem nærist á gósenlífinu ef sú þjóðar- sátt gengi út á að skera það niður við trog. Matarskatturinn breytir engu fyrir þetta fólk eða fiárráð þess, sjö prósent launahækkun gildir einu, félagsmálapakkar koma því ekki við. Yfirleitt er póh- tiskt þras um jöfnunarsjóði sveitar- félaga, dagvistarstofnanir eða húsnæðislán eitthvað sem þessu fólki er jafnóviðkomandi og búseta á tunglinu. Það hlær að svona rugli. Stjórnmálaumræðan er gjör- samlega ofan og utan við vitsmuna- og áhugasvið þess fólks sem lifir og hrærist í góðærinu í nafni við- skiptahallans og gervineyslunnar. Nei, þjóðarsáttin er ekki á dag- skrá hjá þeim meirihluta þjóðar- innar sem ræður ferðinni og aUir stjórnmálaflokkpr em að stíga í vænginn við. Hins vegar er þjóðar- sáttin í boði fyrir þann hópinn sem situr hjá og nýtur Umsins af réttun- um - Iðjufólkið, fiskvinnslufólkiö, afgreiðslufólkið, opinbera starfs- mennimir, hjúkranarliðið, fóstr- urnar og hvað þeir nú alhr heita, minnihlutahópamir, sem borga söluskattinn sem stohð er undan, tekjuskattinn sem plokkaður er af skilvisum framtölunum og blóð- peningana í dagvistun, húsaleigu og vaxtavexti af lánunum sem tek- in era tíl að fleyta fram lífinu. Það er þetta fólk sem á að gera samkomulag um þjóðarsátt. Og hver er sú þjóðarsátt sem til boða stendur? Jú, að hafa nú hægt um sig í kröfugerðinni, samþykkja áframhaldandi láglaunataxta, kyngja verðlaginu og éta það sem úti frýs til að verðbólgan og gengið haldist stöðugt í þágu hinna sem sitja að veisluborðinu. Þetta er fólkið sem á að klappa og hrópa húrra fyrir þeirri náð og miskunn að matarskatti sé frestað í átta vik- ur! Ríkisstjórnin hefur meira að segja lofað að efna sína eigin stefnu um óbreytta skattbyrði ef fólkið verður tU friðs! Þeirsem eftirsitja Við hlæjum stundum að vitleys- unni og ruglinu í blessuðum lið- þjálfanum honum Sveik og okkur þykir það skemmtUegur skáld- skapur. En það er engu hkara en stjómvöld haldi að undirmálsfólk- ið í þjóðfélaginu sé persónugerv- ingur hðþjálfans - vaði áfram í bamslegri einfeldni, láti bjóða sér, allra auðmjúklegast hvaða skít- verk sem er og sleppi með skrekk- inn af því góðsemin og hjartalagið bjargi öllu á endanum. Sveik lið- þjálfi hefði áreiðanlega verið nógu einfaldur tU að þiggja þjóðarsátt, enda barðist hann fyrir keisarann og fóðurlandið. Munurinn er bara sá að láglaunafólkið á íslandi er að berjast fyrir lífi sínu. Sú eina þjóðarsátt, sem tíl greina kemur á næstu vikum og mánuð- um, er í því fólgin að þjóðin sætti sig ekki við að skipta sér upp í tvo hópa, sykurmola annars vegar og sultarbörn hins vegar - aö gera þjóðarsátt um að bæta kjörin hjá þeim sem hafa orðið viðskUa við vellystingarnar, hjá þeim sem enn era að koma sér upp börnum og húsnæði, hjá þeim sem eftir sitja. Þjóðarsáttinni á þess vegna að beina til þeirra sem eru búnir að fá í sinn hlut, það sem hinir eiga nú að neita sér um í krafti þjóðar- sáttarinnar. Annað er ekld bjóð- andi. Þetta er ekki spurning um verðbólgu heldur velferð. Þetta er ekki spurning um matarskatt eða ekki matarskatt heldur mat yfir- leitt - mat og klæði, mannsæmandi lifsviðurværi, svigrúm til að geta um frjálst höfuð strokið innan um sykurmolana sem þurfa ekki leng- ur á mUljónunum að halda af því þær eru hvort sem er innan seiling- ar. Þetta er ekki sagt af vorkunn- semi. Þetta er góðlátleg ábending til þeirra sem á annað borð meina eitthvað með þjóðarsátt stétta á milli, íslendinga í milh. Ellert B. Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.