Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. Gamalt morðmál vekur athygli í Bretlandi Ein af óleystum morðgátum síð- ustu ára er mál týnda lávarðarins og myrtu fóstrunnar. í Bretlandi er þetta mál enn umtalað og rifjað reglulega upp. Ekkert hefur spurst til hins ákærða, Lucas lávarðar, í 13 ÁLEGGSHNÍFUR SE 8 - Handhægur við kjötborð og mötu- neyti. - Auðveldur í með- ferð og þrifnaði. - 220 volt. - þýsk gæðavara. RDKRÁS I l=] RAFEINOATÆKNIÞJÓNUSTA Jfl J Bíldshölða 18 - Siml 671020 ár og alls ekki er vitað með vissu hvort hann er hinn seki. Þetta gerir máliö auðvitað dularfullt og verður til þess að ráðgátan um Lucan lávarð gleymist vart á næstu árum. Lucan skrifaði bréf stuttu eftir að morðið var framið og talaði þar óljós- um orðum um „undarlegt kvöld“ og „ótrúlega tilviljun". Hvað hann átti við er ekki vitað en margt í þessari sögu ber vitni um tilviljanir. Ein þessara tilviljana er sú að fyrir nokkru komu út tvær bækur þar sem kafað er í þetta mál. Tvær bækur Höfundar beggja bókanna eru blaðamenn. Patrick Marnham, blaðamaður hjá The Independent, er höfundur annarrar bókarinnar sem hann kallar í fótspor Lucans lávarð- ar. Hin bókin heitir Lucan - saklaus og er eftir Sally Moore sem áður starfaði fyrir Daily Star. Moore segist hafa rannsakað þetta mál í 12 ár og árangurinn er reyfara- kennd saga í stíl við ævintýri Sherlocks Holmes. Sagt er að kaflar hennar um rannsókir á blóðblettum og blóðflokkum eigi sér helst sam- jöfnuð í safaríkum lýsingum reyfara á slíkum málum. Moore byggir bók sína aö verulegu leyti á viðtölum við ættmenn lávarðarins sem allir trúa á sakleysi hans. Hún fékk þó ekki tækifæri til aö ræöa við Veronicu, konu lávarðarins, en hún heldur því fram að allar tilraunir til að halda málinu á lofti þjóni þeim tilgangi ein- um að ófrægja hana sjálfa. Þær staðreyndir í þessu máli, sem almennt eru viðurkenndar, eru á þá leið að Veronica, kona sjöunda lá- varðarins af Lucan, dvaldi heima þann 7. nóvember ásamt þrem ung- um bömum sínum og fóstrunni, Söndru Rivett. Bústaður þeirra var ■■ Lucan lávarður. Ekkert hefur til hans spurst i 13 ár. Sértilboö Hægindastóll með leðri, á snúningsfæti, stillanlegt bak. Tilboð: Stóll með skemli stgr. 24.415, SUDURLANDSBRAUT 22 S:36011 við Lower Belgrave Street í einu af úthverfum Lundúna. Lávarðurinn var ekki heima. Fórnarlambið Um klukkan níu um kvöldið fór fóstran í eldhúsið til að laga te. Hún kom ekki aftur og þegar frúna fór að lengja eftir henni ætlaöi hún að líta til hennar í eldhúsinu. Á leiðinni var ráðist á hana en henni tókst að snúa árásarmanninn af sér og kom- ast út. Hún lét vita um árásina á krá í nágrenninu. Þegar lögreglan kom á staðinn fannst fóstran látin og búið var að troða henni í stóran poka. Eiginkonan, Veronica, lifði af. Þetta sama kvöld var annasamt hjá lávarðinum. Hann hringdi í nokkra af kunningjum sínum og heimsótti einnig suma þeirra og virtist sem honum væri mikið niðri fyrir. Hann skrifaði einnig tvö bréf þetta kvöld. Hann sást seinast þegar hann yfirgaf hús kunningja síns í Sussex, ekki fjarri Newhaven við Ermarsundið. Það var klukkan 11 þetta sama kvöld. Daginn eftir fannst bifreið hans yfir- gefin á þessum slóðum. Veronica fullyrti við yfírheyrslur að árásarmaðurinn hefði veriö eigin- maður hennar og á endanum úr- skurðaði dómstóll að lávarðurinn væri sekur um morðið á fóstrunni. Við fyrstu sýn er þetta einfalt mál. Vitað er að þeim hjónum kom illa saman og hann vildi sem minnst hafa af henni að segja. Kvöldið sem morðið var framið varð honum það á að myrða fóstruna í stað eiginkon- unnar. Lávarðurinn saklaus? Frúin lifði hins vegar til að segja frá málavöxtum og lávarðurinn var dæmdur á líkum. Þeir sem hafa skoð- að þessa sögu nákvæmlega eru þó ekki vissir um að hér sé allt sem sýnist. Sally Moore er sannfærð um að lávarðurinn sé saklaus og skrifar bók sína beinlínis til að færa sönnur á það. Marnham, höfundur hinnar bókar- innar um þetta morðmál, gætir betur að hlutlægni í frásögn sinni en engu að síður er niðurstaða hans á þá leið að lávarðurinn hafi ekki myrt fóstr- una. Hann heldur því hins vegar fram að lávarðurinn hafi leigt mann til verksins. Leigumorðinginn hafi klúðrað verki sínu og myrt fóstruna í stað eiginkonunnar. Hann heldur því einnig fram að lávarðurinn hafi komið til heimilis síns kvöldið sem morðið var framið til að líta eftir börnunum og þá komið að morðingj- anum í átökum við eiginkonu sína og hún þá séð hann. Vitni hefur borið að lávarðurinn hafi verið í spilavíti, sem hann sótti tíðum, á þeirri stundu sem morðið var framið. Marnham heldur því fram að lávarðurinn hafi með ráðum komið sér upp þessari fjarvistar- sönnum en síðan haldið heim og þá ætlað að fjarlægja líkið. Ævintýralegar kenningar Sally Moore gengur enn lengra og er með getgátur um að til séu leyni- leg gögn í þessu máli og að árásar- maðurinn hafi verið „spilltur lögregluþjónn" sem hafi getað haft áhrif á rannsókn málsins síðar. Þrátt fyrir ævintýralegar kenningar af þessu tagi er ekki dregið í efa að margt í bók Moore er skarplega at- hugað. Marnham gengur lengra í að lýsa lífi lávarðarins til að skýra baksvið þessara atburða. Lávarðurinn var undarlegur maöur. Hann þótti dæmigerður fyrir iðjulausa aðals- menn og hafði helst áhuga á fjár- hættuspili. í Bretlandi hafa menn velt því fyrir sér hvers vegna áhugi á sögu Lucans lávarðar hafi vaknað að nýju. Sumir halda því fram aö verið sé að hvítþvo hann áður en hann snúi heim á ný eftir áralanga útlegð. Moore trúir því statt og stöðugt að hann sé enn á lífi. Marnham er aftur á móti efins um það. Það hefur einnig vakið athygli að Veronica hefur ekki farið fram á að lávarðurinn verði úrskurðaður látinn og elsti sonurinn hefur enn ekki tekið við lávarðartigninni þótt hann hafi aldur til. Snarað/-GK Fórnarlambið Sandra Rivett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.