Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. 11 ekki skemmtilegt í Klúbbnum þá var farið í Sigtún, sem þá var einn stærsti skemmtistaðurinn, eða í Óðal. Þann- ig voru oft sömu gestir á mörgum veitingahúsum á sama kvöldi. Aðgangseyrir hækkar Þegar Ólafur Laufdal byggði Broadway á sínum tíma taldi hann sig þurfa hærri aðgangseyri til að staðurinn gæti borgað sig. Hann hækkaði aðgangseyrinn og setti í staðinn upp tískusýningar sem síðan var tekið eftir honum annars staðar. Þannig var á tímabili varla farið á skemmtistað öðruvísi en tískusýning fylgdi í kaupbæti. Menn borguðu hærra gjald inn á staðina en um leið hættu þeir að fara á milli þeirra þannig að nú urðu veitingahúsa- menn að skipta kökunni á milli sín. Veitingahúsum flölgaði um einn stóran en í raun fækkaði gestum. Einhverjir urðu því að láta í minni pokann og svo fór að Sigtún lagði upp laupana. Ennfremur urðu eigenda- skipti á öðrum stöðum. Bjórkrár á öllum hornum Þegar litlum matsölustöðum, sem höfðu vínveitingaleyfi, fór að fjölga tóku þeir einnig gesti frá vínveitinga- húsunum. Fólk fór þá út að borða og sat á matsölustöðunum þar til það fór heim. Ekki bætti úr skák þegar svokallaöar bjórkrár skutu allt í einu upp kollinum hver af annarri. Eng- inn aðgangseyrir og fólkið þyrptist á þá. Enn í dag eru margir sem fara á slíka staði fremur en inn á dýr veit- ingahús. Eitthvað urðu veitingahúsamenn til bragðs að taka þegar fólkið hætti að koma inn á staðina og þá skaU yfir skemmtikvöldaæði. Boðið var upp á skemmtidagskrár og þríréttaða máltíð. Með því móti vildu veitinga- húsamenn fá gestina fyrr inn í húsin I Þórskaffi á föstudagskvöldi sátu tveir snillingar og spiluðu tónlist fyrir tómu húsi. DV-mynd Kristján Ari Nýtt veitingahús verður tekið í notkun i næsta mánuði. Er það enn einn veitingastaður Ólafs Laufdal, meira en helmingi stærri en hinir. Margir veitingamenn eru uggandi vegna þessa nýja staðar þvi Ijóst þykir að markaður- inn þolir ekki fleiri staði. Þessi mynd var tekin í fyrradag af nýja salnum sem á að rúma 2.500 gesti. DV-mynd Brynjar Gauti og koma í veg fyrir að þeir færu á htlu matsölustaðina. Fyrst i stað gekk þetta upp og gestir tóku þessari nýjung vel. En þeir voru hættir að fara út á fimmtudags- og sunnudags- kvöldum þannig að nú voru einungis föstudags- og laugardagskvöldin eft- ir. Meira að segja skemmtikvöld ferðaskrifstofanna, sem voru lengi vel vinsæl á sunnudagskvöldum, duttu upp fyrir þar sem enginn áhugi var fyrir þeim lengur. Kynslóðin sem týndist Nú hafa þessi svokölluðu skemmti- kvöld verið í nokkur ár og menn eru sífellt að leita að einhveiju nýju. Reyndar ekki nýju því nú leita þeir til fortíðarinnar. Hvar er fólkið sem fyllti húsin fyrir nokkrum árum? spyrja menn og leita að týndu kyn- slóðinni. Að því er virðist hefur týnda kynslóðin ekki fundist. Ennþá fer gestum vínveitingahúsanna fækkandi og þrátt fyrir aö fjölmenn- ustu árgangar íslandssögunnar séu núna á vínveitingahúsaaldrinum. Nú, þegar enn eitt vínveitingahúsið er að rísa, spyrja menn sig hvað verð- ur. Þohr markaðurinn enn eitt vínveitingahúsiö? Sennilega ekki. Þá er spurningin: hver fer á hausinn og hvað ætla veitingamenn að gera til að fá fólkið inn á staðina? DV ræddi við nokkra veitingamenn og leitaði áhts hjá þeim. -ELA Kristinn Pedersen lögregluvarðstjóri: Nei, ekki oft. Ég fór fyrir þremur vikum í Broad- way. Það var ágætt. Annars finnst mér of dýrt að skemmta sér og ég hef heldur enga sérstaka löngun til þess. Nei, mér finnst eng- inn staður neitt betri en annar. Erla Eðvarðsdóttir húsmóðir: Nei, mjög sjald- an. Það er aðahega vegna þess að ég er með barn og á erfitt með að komast út. Ég fór fyr- ir þremur vikum í Hollywood og það var ágætt. Annars fmnst mér enginn staður hér betri en annar. Nanna Þorleifsdóttir húsmóðir: Já, ég fer mjög oft á félagsböh. Ég fór fyrir tveimur vik- um og fer aftur í kvöld. Kunningjar mínir fara á þessi böU og mér fmnast þau mjög skemmtileg. Ég fer aldrei á hina almennu skemmtistaði og á engan uppáhaldsskemmti- stað. Lára Pétursdóttir 19 ára nemi: „Já, ég fer stundum. Ég fór um síðustu helgi í Evrópu. Það er ipjög góður staður. Krakkar á mínum aldri fara mikið út að skemmta sér og þá helst í Evrópu, Casablanca og Útópíu. Mér finnst of dýrt að fara á böU og fer því ekki um hverja helgi. Mikill samdráttur - segir Vilhelm Wessman á Hótel Sögu „Það er alveg rétt hjá þér, það hefur orðið mikil fækkun gesta á vínveitingahúsum, ‘ ‘ sagði Vilhelm Wessman, veitingamaður á Hótel Sögu. „Það er margt sem spUar inn í þetta. MikiU fjöldi af veitingahús- um og smærri matsölustöðum sem taka hluta af traffikinni til sín. Það er alveg á hreinu að það er erfiðara að fylla húsin en var hér fyrir nokkrum árum. Ég get nefnt sem dæmi að hér áður þurftum við að- eins að setja minnstu gerð af auglýsingu í blöð um að það væri opið. Þá vorum við bara með eina hljómsveit og alltaf fullt hús. Um það leyti sem Hótel Saga var opnuð vorum við stundum með erlenda gesti og þá á sunnudagskvöldum til að fá fólk inn á þeim kvöldum. Nú eru sunnudagskvöldin alveg dottin út,“ sagði Vilhelm. „Ég held að það hafi verið sam- dráttur hjá öllum vínveitingahús- um.“ Vilhelm var spurður hvort hann héldi að um væri að kenna dýrum skemmtikvöldum. Hann sagðist varla telja það því maturinn væri á mjög hagstæðu verði. „Að- gangseyririnn hefur hækkað en í staðinn eru staðirnir með tvær hljómsveitir og dýra skemmtidag- skrá. Einnig má kannski segja að tíðarandinn hafi breytst alveg eins og þegar tónlist breytist og þvíum- líkt. Það er mín skoðun aö þegar mikil þensla er í þjóðfélaginu eins og núna þá fari fólk í utanlands- ferðir og skemmti sér minna. Það virðist vera að vortraffík sem alltaf var sé að hverfa þó aö aðsókn sé alltaf mjög góð á laugardagskvöld- um. Haustin eru slæm en ástandið lagast oft eftir áramótin. Maður veit ekki hvernig það fer núna. Við höfum leigt Súlnasalinn út á fóstu- dagskvöldum og erum því einungis með ball á laugardagskvöldum," sagði Vilhelm. „Það má kannski einnig segja,“ hélt hann áfram. „Að þetta form sem hefur tíðkast undanfarin ár sé að ganga úr sér. Það þarf að finna upp eitthvað nýtt. Við ætlum að vera meö okkar skemmtidagskrá til áramóta, þá kemur inn ný dag- skrá en það má vel vera að við þurfum að huga að einhverju allt öðru eftir það. Við stílum upp á að fá fyrirtækjahópa bæði héðan og utan af landi og það hefur veriö raunin. Fólk kemur saman í hóp- um. Við bjóðum skemmtidagskrá og þríréttaða máltíð á 2.900 krónur og höfum aUtaf haft húsfylli á laug- ardagskvöldum. Einnig er opið eftir að mat lýkur og þá koma þeir inn sem ekki vilja sjá skemmtiat- riði eöa borða mat,“ sagði Vilhelm. Hann var loks spurður hvernig honum litist á nýjan skemmtistað til viðbótar. „Ég hef ekki trú á að markaðurinn þoh fleiri hús nema til komi einhverjar aðrar leiðir. Ég meina að fundið verði upp eitthvað allt annað form en verið hefur. Annars tel ég að spurningin verði hver stendur uppi eða hver lifir.“ -ELA Gamaldags staður og bara diskotek: Skil ekki þessar vinsældir - segir Svanur Agústsson í Leikhúskjallamum „Eg satt að segja skil ekkert í hvað það er sem fólk leitar að hér. Mér er það hulin ráðgáta," sagði Svanur Ágústsson, veitingamaður í Þjóöleik- húskjallaranum. „Við getum tekið hingað inn 410 manns og venjulega er biðröð hér fyrir utan upp úr tólf og fram eftir nóttu. Fólk skiíur ekk- ert í þvi að þaö skuli ekki komast inn en því miður þá er bara allt fullt hjá okkur fóstudags- og laugardags- kvöld,“ sagði Svanur ennfremur. Þjóðleikhússkjallarinn hefur sér- stöðu að þvi leyti að leikhúsgestir koma í mat klukkan sex og sitja til átta, koma niður í hléi og fara heim um miðnætti. Þá kemur fólk utan úr bæ inn í húsið. „Við erum með sex til sjö hundruð manns hér á kvöldi og við getum alls ekki kvartað." - Nú býður þú ekki neitt nema tón- hst af plötum? „Viö erum með ágætisdiskótek og við erum með kvöldverð hér á 1.090 krónur. Við erum lægstir í öhu, áfengi, gosi og aðgangseyri. Hins veg- ar má segja að það sé kominn tími til að gera endurbætur a þessu hús- næði og það stendur til jafnvel næsta vor. Við höfum haft hér fastagesti sem er listafólk af öllum gerðum, skáldfrömuði og jafnvel fólk úr sjúkrahúsgeiranum. Mér virðist að hingaö komi fólk til að hitta annað fólk og menn segja að hér sé hægt að tala saman. Staðurinn er mátu- lega stór til að fólk hafi yfirsýn yfir hann. Ég get sagt að ef ég fer í Broad- way þá lendi ég í hringiðu og sé ekkert nema manninn fyrir aftan og framan mig,“ sagði Svanur. „Ég hef rekiö þennan stað í 17 ár og hér áður fyrr vorum við með finar hljómsveit- ir en þaö var ekki fyrr en við skiptum yfir í diskótekið sem aðsóknin fór að stíga. í síðasta mánuði komu hingaö sex þúsund manns og við höfum aö- eins opið fóstudags- og laugardags- kvöld,“ sagði hann. „Húsið er líka lokað tvo mánuöi á ári. Af hverju þessi staöur hefur slíkt aðdráttarafl get ég ekki skilið,“ sagöi Svanur Ágústsson. -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.