Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. íslensk tunga DV Skýrsla um íslenskukennslu I síðustu greinum íjallaði ég um framburð og hafði hugsað mér að halda því áfram enn um sinn. En þá vildi svo til að út kom skýrsla Um íslenskukennslu í framhaldsskól- um eftir Baldur Hafstað. Forvitni mín var vakin enda bæði áhugamað- ur um málefnið og kunnugur skýrsluhöfundinum af góðu einu og treysti honum vel til verksins. Skýrslan er unnin þannig að höf- undur heimsótti alla framhalds- skóla, ræddi við íslenskukennara og skoðaði ástandið af eigin raun. í skýrslunni kemur þannig vel í ljós hvemig ástand íslenskukennslunnar er í raun og veru. Þetta er þó kannski helsti galli skýrslunnar um leið, eða réttara sagt, í þessu felast takmarkanir hennar. Skýrslan getur ekki talist vera vísindaleg úttekt en í henni koma mjög skýrt í ljós viðhorf, skoð- anir og stundum fordómar íslensku- kennara gagnvart sjálfum sér, faginu og nemendunum. Sem dæmi um þetta langar mig aö vitna í skýrsluna. „Einn menntaskólakennari komst svo að orði að við upphaf framhalds- skóla stæðu nemendur eins að vígi og 11 ára böm fyrir 30 árum.“ (bls. 5-6) Yfirlýsing af þessu tæi byggist á fordómum og er að sjálfsögðu alger- lega ónothæf sem röksemd í úttekt á íslenskukennslu. í skýrslunni er íjallað um helstu þætti íslenskukennslunnar, þ.e. staf- setningu, málfræði, bókmennta- kennslu, ritgerðasmíð, málrækt og talmál. Ennfremur er fjallað um samstarf íslenskukennara og ann- arra kennara, tækja- og bókakost og vinnuaðstöðu, vinnuálag, menntun íslenskukennara og um nemendur. í lokin er síðan samantekt og tillögur um úrbætur. Hér veröur ekki unnt að gera ná- kvæma grein fyrir innihaldi skýrsl- unnar enda sjálfsagt að þeir sem áhuga hafa verði sér úti um eintak og lesi sjálfir. Mig langar þó að birta hér samantekt Baldurs á þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um kennsl- una og árangur hennar. Hún hljóðar svo: Samantekt Hér skal þess freistað að draga saman i mjög stuttu máli helstu nið- urstöður þeirra athugunar á ís- lenskukennslu í framhaldsskólum sem rædd hefur verið. í framhaldi af því skulu settar fram nokkrar til- lögur og hugmyndir sem byggjast á viðtölum við kennara og aðra skóla- menn. En fyrst skal þetta tekið fram: Eins og sést af þessari skýrslu virðist margt, sem snertir íslenskukennslu í framhaldsskólum, vera öðruvísi en æskilegt er. Ekki er við neinn einn að sakast. Kennarar, nemendur, skólayfirvöld og þjóðfélagið í heild eiga hvert sinn þátt í þessu ástandi. Um kennara er það að segja að marg- ir eru mjög áhugasamir og fullir eldmóðs og metnaðar í starfi, oft við erfiðar aðstæður. Athygh vekur að þetta á ekki síst við um kennara í ýmsum smærri skólum. Stafsetning: Ekki virðast núverandi kennsluaðferðir duga til framfara í stafsetningu. Hún er of einangruð í kennslunni og er ekki fylgt eftir í síðari áföngum og meðal annarra kennara. Málfræði: Ekki hefur tekist að glæða áhuga nemenda á málfræði og tengja hana breyttum aðstæðum í fram- haldsskólum. Samvinna við grunn- skóla í þessu efni sem öðrum er allt of lítil. Bókmenntir: Nemendur fá gott yfir- ht yfir íslenskar bókmenntir, fornar og nýjar, einnig innsýn í bókmennta- fræði. Lítið er lesið af síghdum verkum í íslenskum þýðingum. Fyrst og fremst eru fagurbókmenntir lesn- ar. Ritleikni: Þrátt fyrir aö nemendur hafi í auknum mæli þurft að skrifa ritgerðir (jafnvel stórar) í framhalds- skólum virðist þeim ekki hafa farið fram í textasmíð. Vinnsla texta virð- ist ekki vera undir nógu góðu eftirliti kennara, og yfirferð ónákvæm og ómarkviss með tilliti til málfars, stíls og rökfestu. Mælt mál: Þjálfunarskortur kennara háir þeim nokkuð í að sinna því sem snertir hinn munnlega þátt kennsl- unnar, svo sem upplestri, eðlilegum framburði og rökræðum. Þetta eru niðurstöður skýrslu höf- undar. Þær bera vitni heldur bágu ástandi á íslenskukennslu í fram- haldsskölum. Ég vona aö örlög þessarar skýrslu verði ekki söm og annarra slíkra, nefnilega að fúna í hillum og skáp- um. Þaö er að vísu vel í anda ís- lenskrar þjóðarsálar að gera úttekt á vandmáh, barma sér ógurlega og gleyma svo öllu saman. Glæsilegt dæmi um það var íslenskrar-tungu- hátíðin sem fyrrverandi mennta- málaráðherra blés th á fuhveldis- daginn 1985. Hátíðin var vissulega þarft framtak og vel að henni staðið. Hún átti að vera upphaf að stórsókn íslensk tunga Eiríkur Brynjólfsson th varnar íslenskri tungu. Og hún varð það en um leið jafnglæsilegur endir. Við skulum snúa við blaðinu í þetta sinn og ræða skýrslu Baldurs af hreinskilni og gera svo eitthvað í málunum. í næstu greinum mun ég halda áfram að fjalla um skýrsluna og öll- um er fijáist að leggja orð í belg en þessu er lokið í dag. Vísnaþáttur V eðrin stinn og vísur úr ýmsum áttum Á fyrsta vetrardag, sem bar upp á 24. okt., ritaði Ragnar Ágústsson i Garðastræti 6 í Reykjavík undirrit- uðum vinsamlegt og fróðlegt bréf vegna vísunnar sem byijar svona: „Hjalla fyllir, renna dý,“ en hana birti ég fyrir skömmu og hafði sem heimhd Breifirska sjómenn eftir Jens Hermannsson. En eins og oft vill verða er fleirum en einum höf- undi, og stundum enn fleirum, eignuð sama vísan. Svo er hér. Ég þakka kærlega og gef Ragnari orðið: „Höfundur er sagður vera Össur Össurarson, síöar bóndi á Látrum (Hvallátrum). Össur þessi mun hafa verið rímnaskáld, uppi á árunum 1807-1874. Árni Óla blaðamaður birti visuna í bók sinni, Undir Jökli, 1969 þar sem hann talar um skáld á Am- arstapa. Hann segir: „Þá má nefna Hreggvið stóra Jónsson, sem fæddur var í Andrésarbúð á Stapa 1768 (d. 1831) og ólst hér upp. Seinna varð hann bóndi á Kambi í Breiðuvík og var kona hans Sigríður Erlendsdóttir prests á Þæfusteini Vigfússonar. Hreggviður stundaði sjóróðra í Rifi. Eitt sinn í ógæftatíð gekk hann snemma morguns út úr sjóbúðinni að gá th veðurs. Formaður hans, sem ekki var hagmæltur, hugsaði sér að ljóða á Hreggvið er hann kæmi inn og varö vísan þannig: Ekki eru vanir óðs við stjá allir menn í heimi. Hreggviður minn hermdu frá: hvemig hst þér veðrið á? Hreggviður svaraði samstimdis: Löðrið dikar land upp á, lýra kvikar stofa, aldan þykir heldur há, hún rís mikið skeijum á. Sumir segja að þessi vísa sé eftir nafna hans, Hreggvið skáld Eiríks- son, er var útróðrarmaður á Hafnar- búðum á Skaga. Þeim nöfnum hefur oft veriö ruglaö saman. Þeir vom jafngamlir og rem báðir frá Rifi, því að Rif heitir líka hjá Hafnarbúðum. Sumir segja aö vísurnar hafi verið tvær og hin seinni þannig: Hjalla fyllir, fenna dý, falla vill ei Kári, varla grilhr Ennið í, alla hryllir menn við því. Vísan virðist bera það með sér að hún sé ort í Rifi á Snæfehsnesi þar sem Ólafsvíkurennis er getið í henni. En nú segja sumir að þessi vísa sé eftir Glímu-Gest Bjamason, sem var sundkennari á Snæfehsnesi og átti heima á Kálfárvöllum. Sennilegast þykir mér að báðar vísurnar séu eft- ir Hreggvið stóra.“ Vitnað í Pál Kolka Enn segir í bréfinu: „Páll Kolka segir í Föðurtúnum að Hreggviður Eiríksson hafi búið á Rifi á Skaga á fyrra helmingi 19. aldar en þó oftar verið kenndur við Kaldrana. Hann var fæddur 1767 - d. 1830. Páll getur ekki þessarar vísu eftir hann en birt- ir aðra og segir að áherslum sé „að vísu hnikað til á hkan hátt og hjá símameyjum nú á tímum“: Hann er úfinn alhvítur, elur kúfa á fjöllum, hengir skúfa í haf niður, um hálsa og gljúfur él dregur. Vísan „Hjalla fyhir. . .“ er birt í íslensk þjóðlög eftir séra Bjarna Þor- steinsson með lagi sem Guðmundur Daviösson á Hraunum lærði í Hörg- árdalnum. Ennfremur segir þar: „Vísan er æfagömul og alkunn, stendur „Hreggviður" sem höfund- arnafn við hana í Corpus poeticum en „Glímu-Gestur" í Snót 1865.“ Þeg- ar vísan er prentuð í Snót og eignuð Vísnaþáttur Glímu-Gesti er Össur enn á lífi og eílaust þekktur fyrir skáldskap sinn. Höfundur Corpus poeticum virðist hins vegar ekki þekkja betur th en svo að hann setur ekkert fóðumafn við höfund vísunnar heldur aðeins „Hreggviöur", líkast því sem um ág- iskun sé að ræða. Glímu-Gestur og Skáld-Rósa Glímu-Gestur var uppi á árunum 1792-1862, fæddur á Breiöabólstað í Vesturhópi. Hann var þekktur mað- ur víða um land á sinni tíð fyrir glímu- og sundkennslu. Meðal ann- ars orti Grímur Thomsen kvæði um glímukeppni á Bessastööum sem Gestur háði við skólasveina. Meðan Gestur bjó á Kálfarvöllum kom þang- að Skáld-Rósa, þá búsett í Ólafsvík, og orti til hans þessa vísu: Hresstist lund en sorgin svaf, sést nú fundur ýta, mesta undur gleði gaf, Gest á sundi líta. Gestur var Vesturlandspóstur og fór ferðir vestur á ísafjörð og th Reykjavíkur og út á Snæfellsnes. Þá hefur hann komið í Rif og orðið að fara undir Ólafsvíkurenni á forvaða. Þar hafa margir verið hætt komnir vegna ágangs flóðs og fjörulalla. Sjálfur átti ég, segir bréfritari, heima um tíma á Ingjaldshóli og þekkti svo vel til staðhátta að mér fmnst ekki undarlegt þótt kunnugir menn á þeim tíma lettu póstinn farar í dimmu og hríð. Vísan virðist líka frekar kveðin á landi en á sjó. Gestur var hins vegar hraustmenni, glaður og skemmtinn, söngmaður og lék á langsph. Gísh sagnritari Konráðsson þekkti Gest og tileinkaði honum rím- ur sínar er hann nefndi Geiplur. Fluttist Gestur síðast norður til dótt- ur sinnar að Krossanesi á Vatnsnesi og andaðist þar fyrir noröan. Hér skal loks bætt viö einni heim- hd: Vísan er birt á bls. 220 í Bragfræði íslenskra rímna eftir séra Helga Sig- urðsson er út kom 1891. Þar er vísað í Snót og Ghmu-Gests getið í höfund- artali athugasemdalaust." Hér lýkur bréfi með góðri kveöju. Þakkar undirritaður enn. Hlöðuævintýri Hér kemur annað bréf um efni nær okkar tíma: Konráð Friöfmnsson á heima í Reykjavík en vinnur nú í Önguls- staðahreppi, nærri Akureyri. Hann hefur sent okkur nokkrar vísur og yrkir um gamlar minningar heiman úr sveitinni: Afi sló með orfi og ljá, amma bjó th smjörið. Oft var dátt í daga þá, drengir eltu fjöriö. í hlöðu fjóssins heyrðist oft hlátur ungra meyja, tærnar glaðar teygöu í loft og tóku á móti peyja. Knúsuðu svein og kysstu meir, kom æ betur saman. í fyhingu tímans fæddist Geir, þá fór að kárna gaman. Einhvern veginn læðist nú að okk- ur sá grunur að Geir sá sem hér kemur til sögunnar sé fremur skáld- skaparkyns og vegna rímsins en að hann hafi nokkru sinni orðið th í raunveruleikanum. Einni ferhendu er hka sleppt. Þótt sé öldin önnur hér enn er margt að tala, og konur vaða í karla ger, en krakka fæstar ala. Rjúpan og skyttan Veðuifréttamaður varpaði fram þessari alkunnu hendingu Jónasar Hallgrímssonar og minnti á að nú hugsuðu rjúpnaskytturnar sér til hreyfings, margar illa búnar. Liggur það í augum uppi að þær þola jafn- vel þokur, hvað þá hausthret, verr en rjúpurnar: Ein er upp til fjalla yli húsa íjær. Og einhver bætti við: Hokin um laut og hjalla, hoppar með frosnar tær. Heppnir þykjast sem hitta hennar er leita þá. Skrítin og loppin skytta skömm má í hattinn fá. Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.