Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987.
... daginn þairn er rokMð dó
But February made me shiver
with every paper I deliver.
Bad news on the doorstep.
I couldn’t take one more step.
I can’t remember if I cried
when I read about his widow bride.
Something touched me deep inside
the day the music died.
Svo söng Don McLean í laginu
American Pie um flugslysið sorg-
lega er rokkararnir Buddy Holly,
Ritchie Valens og J.P. Richardson
- The Big Bopper - létust. Reyndar
orti hann braginn um Holly en
hann rifjaðist engu að síður upp
þegar ég sá kvikmyndina La
Bamba í Stjömubíói á dögunum.
La Bamba fjallar fyrst og fremst
um líf Ritchie Valens og baráttu
hans til frægðar. Sagan er auðvitað
dálítið færð í stílinn. Raunveruleik-
inn er ekkert sérstaklega spenn-
andi í bíó. Einu og öðru er sleppt
til að teygja lopann ekki um of.
Umfram allt er þó athyglisvert að
skoða „daginn þann er rokkið dó“
frá sjónarhóli Valens. Buddy Holly
var stærst stjarna þeirra þriggja
og því er flugslyssins oftast getið
hans vegna.
Árið 1959 hafði sannarlega alla
burði til að verða ár Ritchie Va-
lens. Hann kom fram á sjónarsviðið
árið áður með lagið Come On, Let’s
Go, þá nýbúinn að breyta nafni
sínu úr Valenzuela í Valens. Hann
var af mexíkóskum ættum og fékk
varmar viðtökur strax frá upphafi
hjá Bandaríkjamönnum af þeim
uppruna svo og hjá fjölmörgum
öðrum. Hann var sá fyrsti af þess-
um ættum sem sló í gegn, sautján
ára, sætur strákur og virtist eiga
létt með að semja dægurlög. Hon-
um voru svo sannarlega allir vegir
færir.
Það var Bob Keene sem upp-
götvaði Ritchie Valens. Keene þessi
hafði áður hjálpað Sam Cooke að
koma undir sig fótunum er hann
hætti að syngja trúarlög og sneri
sér að poppinu. Keene gerði plötu-
samning við Valens sem þar meö
varð fyrsti stóri listamaðurinn á
Del-Fi merkinu. Come On, Let’s Go
var fyrsta smáskífan og ákaflega
góð sem slík. Lagið hafði svolítinn
þjóðlagablæ yfir sér en var eigi að
síður með dágóðum danstakti. í lok
ársins 1958 hljóðritaði Valens síðan
eldgamlan mexíkóskan slagara -
sáraómerkilegt lag með innihalds-
lausum texta. Yo no soy marinero/
Soy capitán (ég er ekki sjómaður/ég
er skipstjóri) er aðallínan í textan-
um. Lagið breyttist þó mikið til
batnaðar er Ritchie Valens rokkaði
það upp enda lifir útgáfa hans enn-
þá góðu lífi. Á B-hliö La Bamha var
síðan ballaðan Donna sem Ritchie
Valens samdi til sinnar heittelsk-
uðu. Textinn var svo sem ekki ýkja
djúpur en lagið hitti í mark hjá
ungu ástfongnu fólki.
La Bamba/Donna korri sem sagt
út um hávetur. Laginu þurfti að
fylgja eftir með tónleikum. Allt
slikt var öllu erfiðara í Bandaríkj-
unum að vetri til en að sumri hér
áður fyrr. Á sumrin stormuðu
rokkarar og popparar um í hópum
og buðu upp á eins konar pakka-
konserta. Þó var einn slíkur pakki
einmitt í gangi um þetta leyti. Aðal-
stjömurnar voru Frankie Sardo,
Big Bopper, Dion And The Belm-
onts og að sjálfsögðu Buddy Holly
sem kom nú fram í fyrsta skipti án
hljómsveitarinnar The Crickets.
Ritchie Valens þótti góð viðbót í
þennan hóp og hljómleikaferðin
hófst í janúar 1959.
Það var í sjálfu sér hálfundarlegt
að Buddy Holly skyldi vera meö í
ferðinni. Nýjasta smáskífan hans,
It Doesn’t Matter Anymore/Rain-
ing In My Heart, hafði ekki verið á
markaðinum nógu lengi til þess að
hún væri byijuð að seljast enn. Þar
að auki var Holly farinn að taka
lífinu rólegar en áður. Hann hafði
verið í leiklistarskóla um nokkurt
skeið og eiginkona hans, Maria
Elena, var ófrísk. En hann var
blankur og þarfnaðist peninga
strax og því var hann með. (Enn
hefur ekki verið sannað né afsann-
að hvort helsti samstarfsmaður
Hollys dró sér fé af hlut rokkstjöm-
unnar en undarlegt er það samt að
honum skuli hafa verið fjár vant
eftir velgengni undanfarinna mán-
aða.)
Buddy Holly vonaðist til þess að
fá gamla félaga sína í The Crickets
til samstarfs að nýju. En meðan
ágreiningur ríkti varð hann að fá
aðra spilara með sér í ferðina.
Tommy Allsup var til í að leika á
gítar og gamall vinur og plötusnúð-
ur útvarpsstöðvarinnar KLLL,
Waylon Jennings að nafni, var al-
deilis til í að koma með sem
bassaleikari. - Jennings er nú ein
af skærustu stjörnum dreifbýlis-
tónlistarinnar í Bandaríkjunum. -
Þá var aðeins trommarinn eftir.
Eftir nokkra leit fannst Charlie
Bunch. í auglýsingum var hljóm-
sveitin kölluð Crickets sem vænt-
anlega hefur verið ólöglegt.
Morguninn sem hljómleikaferðin
hófst snæddu Buddy Holly, Maria
Elena og Johnny Allsup saman
morgunverð. Þar kom í ljós að
Buddy og Mariu hafði bæði dreymt
sérkennileg drauma. Mörgum
árum síðar rifjaði Maria þá upp:
„Mér þótti sem ég væri með
Buddy í heilmiklu öngþveiti. Fólk
var hrætt og hljóp í allar áttir og
innan skamms stóð ég alein eftir í
stórri eyðimörk eða sléttu. Þá
heyrði ég óp og óhljóð. Fjöldi fólks
kom hlaupandi til mín og hrópaði:
Sjáðu, það kemur. Þetta fólk hljóp
framhjá mér. Ég sneri mér við til
að horfa á eftir fólkinu en sá þá
stóran eldhnött koma þjótandi ofan
úr himinhvolfmu. Hann þeyttist
framhjá mér og féll niður nokkra
metra frá mér. Stór hola myndaðist
í jörðinni. Ég hlýt að hafa æpt í
svefninum því Buddy vaknaði upp
við mig og sagði mér frá sínum
draumi.
Hann var á þá leið að við vorum
í lítilli flugvél ásamt Larry bróður
hans. Larry flaugflugvélinni. Hann
var á móti því að ég væri með en
Buddy sagði: Maria kemur með
mér hvert sem ég fer. Þeir rifust
góða stund og Larry lenti flugvél-
inni nokkrum sinnum til að hleypa
mér út. Að lokum hafði hann sitt
fram og ég var skilin eftir á þaki
stórrar byggingar. Áður en þeir
tóku á loft að nýju kallaði Buddy
til mín: Hafðu engar áhyggjur.
Vertu tilbúin því að ég kem og
sæki þig. Síðan hurfu þeir á brott.“
Og þar með hófst hljómleikaferð-
in. Poppararnir hossuðust milli
borga í norðanverðum miðvestur-
ríkjum Bandaríkjanna. Fólksflutn-
ingabíllinn, sem þeir ferðuðust á,
var hinn mesti skrjóður og mið-
stöðin var með þeim eindæmum
að alltaf var dauðkalt í bílnum.
Einhverju sinni er hann bilaði kól
Charlie Bunch trommuleikara Hol-
lys svo illa á tánum að hann varð
að leggjast inn í sjúkrahús. Ferðin
hélt því áfram án hans.
Þann 1. febrúar voru haldnir
tvennir tónleikar, hinir fyrri í App-
elton í Wisconsin og þeir síðari í
Green Bay. Síðan snöruðu allir sér
upp í langferðabílinn og saman
hossuðust þeir sex hundruö kíló-
metra leið um hálar hraðbrautir til
Clear Lake í Iowa. Bíllinn bilaði
einu smm enn og poppararmr
komu á staðinn aðeins tveimur
klukkustundum áður en tónleik-
arnir áttu að hefjast.
Þar eð miðstöðin var hálfónýt í
bílnum urðu allir að klæöast öllum
þeim fötum sem þeir höfðu með-
ferðis. Sviðsfatnaðurinn var bara
hafður ystur. Þeir höfðu ekki kom-
ist í bað lengi og voru farnir að
lykta illa. Buddy Holly, stjarna
hljómleikaferðarinnar, vildi ekki
una þessu ástandi lengur og bauðst
til að leigja litla flugvél fyrir sig og
hljómsveitina, það er Tommy All-
sup og Waylon Jennings. Næstu
hljómleikar áttu að vera í Moor-
head í Minnesota. Með því að fljúga
þangað frá Clear Lake gátu þeir
hvílst og látið þvo af sér fötin fyrir
næstu tónleika.
Tommy og Waylon voru aldeilis
til í að fljúga svo að hringt var í
leiguflugfélag bæjarins, Dwyer
flugþjónustuna. Eigandinn, Jerry
pwyer, var reyndar ekki í bænum
þennan dag en Roger Peterson,
ungur og lítt reyndur flugmaður
hjá Dwyer, var aldeilis til í að fljúga
með þremenningana frá flugvellin-
um í Mason City til Fargo í
Noröur-Dakóta. Þaðan var aðeins
spölkorn til Moorhead.
Það spurðist fljótt út meðal tón-
listarmannanna að Holly og hans
menn ætluðu að fljúga á næsta
áfangastað. Hinir voru ekki síður
þreyttir. J.P. Richardson sagði
Waylon að hann væri útkeyrður
og með slæmt kvef og treysti sér
ekki með bílnum til Moorhead.
Waylon miskunnaði sig yfir „Jape“
og lét honum eftir sitt sæti. Ritchie
Valens, flughræddastur allra í
hópnum, spurði Tommy Allsup
hvort hann vildi skipta. Allsup
sagði nei. Ritchie hélt áfram að
suða þar til Tommy samþykkti að
þeir hentu upp peningi um það
hvor færi með.Buddy Holly og J.P.
Richardson. Tommy tapaði.
Hljómleikar kvöldsins voru góðir
miðað við ástandið á tónlistar-
mönnunum. Þar eð nokkrir höfðu
orðið að skilja við hópinn af heilsu-
farsástæðum eða vegna vosbúðar-
innar varð Buddy Holly að spila á
trommur með Dion and the Belm-
onts. Carlo Mastrangelo, bassaleik-
ari Belmonts, lék á trommur hjá
Buddy. „Jape“, Ritchie og Buddy
sungu síðan nokkur lög saman sem
aukanúmer.
Eftir tónleikana hringdi Buddy í
Mariu og sagði henni að ferðin
væri að leysast upp. Þau ræddu
síðan saman um fyrirætlanir hans
í nánustu framtíð. Laust fyrir
klukkan eitt um nóttina héldu
Buddy, Ritchie og J.P. síðan til flug-
vallarins og hittu þar fyrir Roger
Peterson flugmann. Sá var í skýj-
unum af ánægju með að fá að fljúga
með svo þekkta farþega. Buddy
heimtaði að sitja frammí hjá flug-
manninum til að geta fylgst sem
best með ferðinni. Hann hafði farið
í nokkra flugtíma en ekki hirt um
aö segja Mariu frá því.
Roger Peterson hafði gert flugá-
ætlun eins og lög gera ráð fyrir.
Einhverra hluta vegna gleymdu
starfsmenn flugturnsins að segja
Peterson frá því að tvisvar á flug-
leiðinni yrði hann að fljúga blind-
flug. Dwyer flugþjónustan átti hins
vegar enga flugvél sem var útbúin
til blindflugs. Til viðbótar hafði
Peterson fallið á blindflugsprófi
árið áður.
Strax eftir flugtak varð ljóst að
eitthvað var að. Peterson missti
fljótlega sjónar á kennileitum.
Áttavitinn var á öðrum stað í vél-
inni en hann átti að venjast og hann
gleymdi að láta vita um lokaflugá-
ætlun sína. Dwyer, eigandi flugvél-
arinnar, fylgdist með vélinni og sá
að hún flaug ekki eðlilega. Hann
flýtti sér að kalla Peterson upp en
fékk ekkert svar. Hann reyndi aft-
ur og aftur en án árangurs.
Skömmu síðar létu flugumferðar-
stjórar í Fargo vita að þeir væru
enn ekki farnir að sjá til flugvélar-
innar á ratsjá. Veðrið hafði versn-
að. Vindurinn jókst stöðugt og
Dwyer kannaði á korti hvort Peter-
son hefði mögulega getaö lent á
einhveijum flugvelli í nágrenninu.
Skömmu fyrir dögun var Ijóst að
litla Beechcraft flugvélin var týnd.
Dwyer fór sjálfur á loft um morg-
uninn og reyndi að ímynda sér
hvaða stefnu Peterson hefði tekið.
Hann fann flakið fljótlega. Flugvél-
in hafði skollið niður á akri og var
í molum uppi við girðingu. Hægri
vængurinn hafði rekist fyrst í jörð-
ina og rifnað af. J.P. Richardson
hentist nokkra tugi metra yfir girö-
inguna. Buddy Holly og Ritchie
Valens köstuðust í hina áttina. Ro-
ger Peterson var fastur í flakinu.
Allir höfðu þeir látist samstundis.
Hljómleikaferðin hélt áfram.
Hljómsveitin Shadows frá Fargo
komst í hópinn. Söngvari hennar
var Robert Velline. Hann komst
einungis í hljómsveitina af því að
hann kunni texta allra helstu dæg-
urlaga þess tíma. Hann breytti
síöar nafni sínu og kallaði sig
Bobby Vee. Nokkru síðar bættist
Frankie Avalon við og síðar Jimmy
Clanton.
Poppfræðingar síðari tíma hafa
velt vöngum yfir þessum býttum
og komist að raun um að þarna
mátti lesa þróun poppsögunnar í
hnotskurn. Hinir raunverulegu
rokkarar viku fyrir söngvurum
sem lítið höfðu fram að færa annað
en falleg andlit.
-ÁT
- Byggt á „Rock Of Ages“.
Joe Pantoliano í hlutverki Bob Keene, mannsins sem uppgötvaði Ritchie Valens, og Valens.
Lagt upp í hina örlagaríku ferð í byrjun febrúar árið 1959 þegar Valens fórst ásamt félögum sínum. Atriði
úr kvikmyndinni.