Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. Helgarpopp Guðjón G. Guðmundsson er aust- urbæingurinn sem nú er kallaður Gaui í útvarpinu. Hann stofnaði einu sinni Hið konunglega listafé- lag í skóla ásamt fleirum. Mark- miðið: Að þjóna listagyðjunni í hvivetna. Svo var Gaui í ljóðafé- lagsskap til skamms tíma. Og nú þegar platan hans er komin út er því skotið að honum að listagyðj- unni lítist alls ekki á blikuna. DV settist niður með Gauja á kafflhúsi í miðbænum, einu af vigjum skáldagyðjunnar. Andinn sveif upp úr könnum af sítrónutei og kaffl í bókstaflegri merkingu. Vellíðan „Mér líður nokkuð vel, eins og Steinn Steinarr sagði einhvern tím- ann,“ segir Gaui kurteislega, spurður hinnar klassísku spurn- ingar, um heilsufar. „Þó er ekki laust við að maður finni til með sjálfum sér. Þegar maður opin- berar verk sín þá tekur maður alltaf dáhtla áhættu. En ég hef enga ástæðu til annars en að vera án- ægður. Platan hefur vakið athygh, hún selst og það var takmarkið sem ég setti mér.“ Gaui hugsar sig um dálitla stund. „Reyndar óx sjálfstraustið th muna um það leyti sem upptökum lauk,“ segir hann svo. „Ætlunin var að gera plötu sem stæði af sér tíma, væri annað og meira en hin dæmi- gerða dægurfluga. Ég held að það hafl tekist. Platan er mjög seintek- in, fólk þarf að gefa sér mikinn tíma til að hlusta á hana." - Það hafa sumir andans menn lá- tið í veðri vaka að hér sé um ódýrt léttmeti að ræða og lýst yfir van- þóknun sinni. „Ég hef orðið var við það, jú. Það hafa líka margir orðið til þess að óska mér til hamingju. Menn hafa ýmsar skoðanir á hlutunum og það er í sjálfu sér ágætt. Ég hef hins vegar mestum skyldum aö gegna við sjálfan mig. Þetta er platan sem mig langaði ahtaf til að gera.“ Legið yfir ljóðum Gaui sýpur á sítrónuteinu. Um- í Versló. Eg held að hann hafi verið nokkuð sáttur við útkomuna. Ég vona það ahavega.“ Það er greinilegt á mæli Gauja að honum fmnst nokkuð til um ljóð Þórarins. Skyldi heldur engan undra. Ég spyr hann um fleiri áhrifavalda í sambandi við plöt- una. Gabriel og Sylvian „Ég hef vissulega fundið fyrir því að margir vilja tengja mig viö hina ýmsu tónlistarmenn. Ég held að það sé vegna þess að fólk hlustar ekki næghega vel. Sjálfur upplifi ég mig óháðan mönnum sem hafa verið mjög áberandi í íslenskri tónhst, eins og Bubba Morthens. Ef platan min er borin saman við einhverja af plöt- unum hans þá kemur í ljós að við erum mjög ólíkir. Helstu áhrifavald- ar Bubba eru menn eins og Dylan, Cohen og J.J. Cale. Ég sæki áhrif úr allt annarri átt.“ - Þú hefur einmitt lýst þvi yfir að Peter Gabriel sé ein af fyrirmynd- unum? „Já, og líka David Sylvian úr hljómsveitinni Japan. Þetta eru mjög sérstæðir tónhstarmenn, hver á sinn hátt. Það er til að mynda mikil dýpt sem einkennir plötur David Sylvian. Hann er trúr sjálfum sér og þvi sem hann gerir. Yfir- bragðið á plötunni minni er held ég ekki ósvipað og ríkir á plötunni hans, Brihant Trees.“ Umræöuna um flokkadrætti tón- hstargagnrýnenda dagar uppi, enda ómögulegt að komast að nokkurri niðurstöðu. Það kemur upp í hug- ann saga af tveim breskum gagn- rýnendum sem rifust í tvö ár um hvort Sex Pistols væru undir áhrif- um frá Frank Sinatra eða ekki. Þeir sættust loks á að stundum lfktist sveitin Sinatra, stundum ekki. Mál- efnalegt? Slopp- inn... Teið er farið að kólna og kaffið líka. Platan hans Gauja er aftur á Ljóð án hverfiö er ljóðrænt, hin rómaða kaffihúsastemmning sem leysir andann úr viðjum hversdagsleik- ans. Spítt skáldanna er kaffi eða te. Gaui hefur einmitt gefið sig út fyrir að vera vinur ljóðsins. „Ég er búinn að lesa ógrynni af ljóðum,“ játar hann fúslega. „Ég hef stúderað mikið ljóð gamaha skálda og jafnframt ljóðaþýðingar Helga Hálfdanarsonar og Magnús- ar Asgeirssonar. Á tímabili keypti ég líka nánast hverja einustu ljóða- bók sem kom út hér á landi. Það var um svipað leyti og ég og fleiri ágætir menn stofnuðum Besta vin ljóðsins." - Þú hefur ekki eingöngu stúderað Ijóð eftir aðra? „Nei, svo kom þörfin fyrir að tjá mig sjálfur. Það hafa meðal annars birst ljóð eftir mig í tímaritinu Ung...“ - Bíddu við, gríp ég fram í. Hvað um textana á plötunni. Lítur þú á þá sem ljóð? „Ahs ekki,“ svarar Gaui. „Þetta eru textar. Engir af textunum á plötunni standa einir sér án tónhst- arinnar. Ég var einhvern tímann að velta fyrir mér muninum á ljóði og texta. Ég spurði Megas að því í viðtali einu sinni hvort textamir hans væru ljóð. Ég man satt best að segja ekki hveiju hann svaraði. Fyrir mitt leyti er stór munur á. Ljóðin standa fyllilega ein sér, án lags. Textamir þurfa hins vegar á lagi að halda til að ná fram réttri stemmningu. Á plötunni spilar þetta tvennt saman. Lagið Gatan auða er ágætt dæmi um þetta þar sem bæði textinn og lagið endur- spegla ákveðnar aðstæður sem ég fann mig í.“ Leikhús píanósins „Hvert lag á plötunni hefur sín persónulegu einkenni. Lögin eru ennfremur mjög ólík eftir því hvort ég sem þau á gítar eða píanó. Það er miklu meira leikhús í píanóinu, það býður upp á leikrænni túlkun. Ég samdi lögin við Sloppa og Pipari kondu á píanó og þau eru að mörgu leyti ólík öðmm lögum á plötunni.“ - Já, það er hægt að fallast á það. En burtséð frá tónlistinni, hvort htur þú á þig sem ljóðskáld eða textahöfund? Þetta er svona spuming sem kall- ar á mjög afdráttarlaust svar. Gaui hugsar sig um: „Núna lifi ég meira í heimi texta og tónhstar. Heimur ljóðsins er annar veruleiki fyrir mér. Ég vinn aht öðmvísi þegar ég er að yrkja heldur en þegar ég er að semja lög eða texta. Ljóðið þarf einhvern veginn miklu meiri umönnun. Ég er að mörgu leyti ánægðari með það sem ég er að fást við í sam- bandi við ljóðagerð,“ bætir hann við. „Einu sinni ætlaði ég að gefa út ljóðabók en tónhstin átti ríkari þátt í mér þegar allt kom til aUs. Ég yrki af þörf og tek mér góðan tíma tfl þess arna. Kannski gef ég út ljóðabók einn góðan veðurdag, bara sisona. Hver veit?“ Gaui bros- ir. Ég kinka koUi og segi: Það er svo sem engin nýlunda að menn yrki. Það er nokkur áhugi á ljóðum á íslandi, eins og sjá mátti á ljóða- kvöldunum á Borginni í vetur sem leið. Hvað varð annars um Besta vin ljóðsins? Helgaipopp Þorsteinn J. Vilhjálmsson „Ja, félagsskapurinn lagðist eigin- lega niður vegna anna meðlima. Hitt er annað mál að áhugi á ljóð- Ust er samur eftir sem áður. Þessi félagsskapur var ákveðin hvatning fyrir ung ljóðskáld og hjálpaði mönnum viö að koma sér á fram- færi. Það eru gífurlega margir sem yrkja án þess kannski að gera það nokkru sinni ópinbert. Aukin um- ræða um ljóö hefur líka leitt til þess að útgefendur eru miklu já- kvæðari núna gagnvart ungum skáldum en þeir voru fyrir nokkr- um árum. Þannig að þó Besti vinur lags ljóðsins sé ekki lengur ofar moldu þá halda bara aðrir uppi merkinu í staðinn." Lag við ljóð Við Gaui höldum áfram að ræða um ljóð í skáldlegu umhverfi stað- arins, ljóð og tónlist. Gaui gengur nefnilega í smiðju Þórarins Eld- jáms. Hann samdi fyrir nokkrum árum lag við Sloppa, ljóð Þórarins, sem hefur fylgt honum í gegnum árin. „Menn hafa samið mörg lög við ljóð ýmissa skálda," segir Gaui, „með misjöfnum árangri, svo vægt sé til orða tekið. Stundum heppnast það samt fuhkomlega. Ég held að besta dæmiö um þaö sé lagiö sem samið var við ljóð Tómasar Guð- mundssonar, Hótel Jörð í mínu tilviki þá ræddi ég við Þórarin um ljóðin Sloppa og Pipari kondu og bað hann um leyfi til að semja lög við þau. Ég samdi lögin svo út frá minni upplifun á ljóðun- um. Það hafa margir undrast hvers vegna ég valdi einmitt þessi tvö ljóð. Ég kann enga aöra skýringu á þvi en þá að ég var gjörsamlega heihaður að þessum ljóðum. Lagið við Sloppa varð til fyrir nokkrum árum og Þórarinn heyrði það einu sinni á tónleikum sem ég spilaði á móti sæmilega „heit“ og ku seljast vel. - Hvernig er að vera skriðinn út úr skehnni? „Það þarf kjark til að koma fram og bera á torg það sem maður hefur verið að fást viö í tónlistinni," svar- ar Gaui. „Maður leggur hálfpartinn höfuðið á gapastokkinn og bíður dómsúrskurðar. Ég held að öxin eigi ekki eftir aö falla úr þessu. Plötunni hefur verið ágætlega tekið og mér finnst platan hafa verið rétt byijun fyrir mig. Ég er reynslunni ríkari. Þetta er skrítið að mörgu leyti. Mér finnst ég vera kominn á punkt þar sem maður hefur yfirsýn yfir sjálfan sig, hvað maður getur gert og hvað ekki. Það sem er efst í huga mér hvað framtíðina varðar er að vera trúr sjálfum mér. Ég er með ýmsar hugmyndir í kolhnum sem mig langar að útfæra þegar þessari töm lýkur.“ Gaui sýpur það síðasta af sítrónu- teinu og við göngum út í miður skáldlegan veruleikann. Á horninu kemur upp í hugann hendingin úr ljóði Þórarins, Sloppar: „Því sá sem er sloppinn í sloppinn er sloppinn og þarf ekki að svara.“ Þetta er spuming um að gera nákvæmlega þaö sem hugur manns stendur til. Gaui er að hugsa næsta leik í stöð- unni eftir útgáfu fyrstu plötu sinnar. „Það er tiivahð að forma hlutina upp á nýtt,“ segir hann og gengur út Tryggvagötuna. Skáld- legt. Þorsteinn J. Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.