Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. 29 dv Sérstæð sakamál Dean Westwood. komið út í glugga er þeir heyrðu skothríðina og fylgdust þeir með því sem nú gerðist. Síðasta skotið Karen hrópaði ákaft á hjálp á hlaupunum. Westwood herti stöðugt á sér og allt í einu rak Karen fótinn í eitthvaö og datt. Nokkrum augna- blikum síðar stóð Westwood við hlið hennar þar sem hún lá á götunni. Beindi hann byssuhlaupinu að henni. í byssunni var eitt skot en þau höfðu verið þrjú er hann hafði lagt af stað að heiman. „Ekki skjóta,“ sagði Karen. „Ekki skjóta." Er hún þóttist sjá að orð hennar ætluðu ekki að bera árangur lýsti hún yfir því að hún skyldi taka saman við hann aftur. „Það verður allt eins og það var,“ sagði hún. Það var hins vegar engin leið að koma vitinu fyrir unga manninn með ofbeldishneigðina. Hann rak bara byssuhlaupið að höfði Karenar og skaut. Lögreglan kemur Vitni að atburðinum höfðu staðið við gluggana sem lömuð og það var ekki fyrr en þriðja skotið reið af að einhver hringdi loks á lögregluna. Tveir ungir lögregluþjónar, John New og David Bradley, komu von bráðar á vettvang og réðust þeir þeg- ar, þótt óvopnaðir væru, gegn Dean Westwood og yfirbuguðu hann. Sem betur fer var þó ekkert skot eftir í byssunni og kom því ekki til frekari blóðsúthellinga. Það tók lögreglu- þjónana aðeins nokkur augnablik að yfirbuga Westwood og var hann síð- an færður burt í járnum. Bréf finnast Rannsókn málsins hófst þegar í stað. Er lögregluþjónar komu heim til Karenar varð ljóst hver örlög Mandy höfðu orðið. Fannst hún látin á bak við eldhúsborðið. Þá fundust heima hjá Westwood bréf sem hann hafði skrifað nokkr- um klukkustundum fyrir atburðinn. í einu þeirra, sem var stílað á lög- regluna, sagði: „Ég viðurkenni að hafa skotið Mandy og Karen og bið um fyrirgefningu á geröum mínum. En þær sögðu báðar að ég væri vit- laus. Hvers vegna átti ég þá ekki aö hegða mér eins og vitlaus maður?“ „Fyrirgefðu, mamma“ Westwood hafði skrifað annað bréf til móður sinnar. Þar sagði meðal annars: „Getur þú fyrirgefið mér, elsku mamma? Mér þykir nefnilega svo vænt um þig. Dæmdu mig því ekki of hart fyrir það sem ég hef gert.“ Þessi bréf höfðu lítil áhrif á kvið- dómendur og dómara í réttinum í Bristol þegar mál Deans Westwood var tekið þar fyrir í maí í ár. Þar var hann dæmdur í tvöfalt ævilangt fangelsi fyrir grimmileg morð á tveimur ungum stúlkum sem höfðu í raun aðeins hegðað sér eins og skynsemin bauð og eðlilegt mátti teljast þegar jafnmikill ofbeldissegg- ur og Westwood átti í hlut. í réttinum kom fram að Westwood hafði sagt einum vina sinna, Darren Owens, frá því hvað hann hefði í hyggju að gera. Owens hafði hins vegar ekki haft trú á því að um al- vöru væri að ræða og hélt að þetta væri aðeins enn ein af yflrlýsingum Westwoods um það sem hann hefði í hyggju að gera til að rétta hlut sinn í þjóðfélaginu. Ljóst er hins vegar að Owens hefði getað bjargaö lífi stúlknanna ef hann hefði lagt trúnað á orð Westwoods. Geðrannsókn Ekki þótt fært að láta réttarhöldin fara fram án þess að Dean Westwood væri látinn gangast undir geðrann- sókn. Við hana kom í ljós að hann var haldinn sterkum sálrænum truílunum og óttaðist umhverfi sitt. Var þetta öryggisleysi nánast sjúk- legt en þó ekki svo að Westwood gæti talist ósakhæfur. Því kvað dóm- arinn, McNeill, upp þennan dóm. Eftir réttarhöldin ræddi faðir Kar- enar, Jim Hastings, við blaðamenn og lét þá í ljós þá skoðun að Dean Westwood hefði svo sannarlega átt skilið þann dóm sem hann hefði feng- ið. „Ég veit að lögin leyfa ekki þyngri refsingu,“ sagði Hastings svo í lok viðtalsins. „En ég vona svo sannar- lega að hann fái aldrei aftur að ganga frjáls. Látið hann sitja þarna inni þar til hann er búinn að lifa sína daga." Þannig fór fyrir unga manninum sem sakir sálrænna truflana og ör- yggisleysis sótti styrk sinn í ofbeldi og vopn og hélt aö þannig gæti hann rétt hlut sinn í lífinu. Það fór þó á annan veg og kostaði tvær stúlkur, tæplega tvítugar, lífið. VARNARLIÐIÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI óskar eftir að ráða stjórnunarstarfsmann í áætlana- deild stofnunar verklegra framkvæmda. Krafist er yfirgripsmikillar þekkingar eða reynslu í verkefna- og fjármálastjórnun ásamt þekkingu á hin- um ýmsu byggingariðngreinum með tilliti til viðhalds og viðgerða. Reynsla við tölvuvinnslu nauðsynleg. Mjög góð enskukunnátta skilyrði. Umsóknir berist varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, ráðningadeild, Brekkustíg 39, 260 Njarð- vík, eigi síðar en 24. nóv. nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 92-11973. ATVINNUAUGLÝSING Þrjár stöður á Veðurstofu íslands eru lausar til umsóknar. 1. Staða deildarstjóra við snjóflóðavarnir. Umsækjandi þarf að hafa masterpróf í veður- fræði eða jarðeðlifræði eða samsvarandi menntun. 2. Staða fulltrúa á skrifstofu Veðurstofunnar. Umsækjandi þarf að hafa góða íslensku- kunnáttu og æfingu í vélritun. Kunnátta í ensku og einu Norðurlandamáli æskileg. 3. Staða rannsóknarmanns hjá Veðurstofunni á Kef lavíku rf I ugvel I i. Umsækjandi þarf að hafa lokið samræmdum prófum eða samsvarandi menntun. Búseta í Keflavík eða Njarðvíkum áskilin. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 20. nóvember 1987. Veðurstofa íslands. Fyrir veturinn. Skólavöröustíg 42 Sími: 11506
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.