Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. Sérstæð sakamál_________dt „Rambó“ bregður á leik Dean Westwood þóttist vera kaldur karl og þegar hann fékk fréttir sem hann gat ekki tekið brá hann sér í gervi Rambós og lét til skarar skríöa. En það er margt ólíkt með veruleik- anum og kvikmyndum. 22ja ára „harðjaxl“ Dean Westwood var tuttugu og tveggja ára þegar atvikin, sem hér segir frá, gerðust. Hann þóttist vera mikill karl í krapinu og lét alla halda að hann væri nokkurs konar Rambó. í raun og veru var hann í lífverði hennar hátignar, Elísabetar Breta- drottningar, en eftir að hafa gegnt þjónustu þar um hríð hafði hann of- metnast og dró það fram dulda skapgerðargalla. Þannig gekk Westwood um í ein- kennisbúningi Royal Horse Artillery þegar hann var í leyfi í heimabæ sín- um, Weston, en hann er skammt frá Bristol. Var greinilegt að ætlun West- woods var að vekja á sér athygli ungra stúlkna og það tókst honum. Gallaður Ofmetnaðurinn kallaöi fram galla og duldar hvatir og þeir sem þekktu hann best töldu að hann sýndi ýmis einkenni ímyndunarveiki. Þrátt fyrir þessa galla, sem Westwood reyndi að dylja með karlmannlegri fram- komu, tókst honum að komast í kynni við unga stúlku, Karen Hast- ings, sem var aöeins 19 ára og féll hún fyrir „frumstæðum" töfrum hans eins og þeim hefur verið lýst. Ekki mun hafa dregið úr ofmetnaði Westwoods við þennan sigur og skömmu síðar missti hann stjórn á sér í gervi Rambós. Réðst hann á járnbrautarstarfsmann og barði hann sundur og saman. Er yfirmönn- um hans í lífverðinum bárust fregn- irnar til eyrna ráku þeir hann þegar í stað því aö þess er gætt að þar starfi flekklausir menn. Heim aftur Eftir að hafa orðið að bíta í það súra epli aö fyrrum góð hegðan í starfi dugði ekki til að halda því eftir árásina á járnbrautarstarfsmanninn sneri Westwood sneyptur heim til sín. Og þar fór hegðan hans brátt versnandi og sá þá Karen Hastings að maöurinn, sem hún hafði haft í huga að giftast, var annar en sá sem hún hafði í fyrstu talið. Komst hún brátt á snoðir um að ofbeldishneigð hans var meiri en hún gat þolað. Þegar einkennisbúningurinn var horfinn var ekki margt sem prýddi Dean Westwood. Trúlofuninni slitið Karen sneri sér í vandræðum sín- um til átján ára vinkonu sinnar, Mandy Cotton. Mandy var mjög skynsöm stúlka og þegar hún haföi heyrt það sem Karen hafði að segja henni var hún fljót að gefa henni ráðleggingar. Karen ætti þegar í stað að slíta trúlofuninni. Westwood væri bara óþolandi ofbeldisseggur og ann- aö ekki. Það átti hins vegar eftir að koma á daginn að Mandy Cotton hafði kallað yfir sig reiði Westwoods með þessari ráðleggingu. Nokkrum dögum eftir samtal þeirra vinkvennanna sleit Karen Hastings svo trúlofuninni við Dean Westwood. í lok fundar þeirra lýsti hún því svo yfir að nú gæti hann farið og leikið Rambó á öðrum vett- vangi. Það hefði hún þó ekki átt að segja. Westwood reiðist á ný Dean Westwood tók þessum tíðind- um og ummælum afar fálega og snerist á hæl. Er hann gekk burt kreppti hann hnefana og sló út í loft- ið í allar áttir. Þegar hann kom heim lokaði hann sig svo inni. Næsta morgun var hann kominn í gervi Rambós. Hann klæddist göml- um einkennisbúningi úr hemum sem hann hafði eignast. Svo stakk hann hníf undir beltið og stal hagla- byssu föður síns. Síðan tók hann stefnuna á heimili Karenar Hast- ings. Tvær einar í húsinu Svo einkennilega vildi til að þessa morgunstund var Mandy Cotton í heimsókn hjá vinkonu sinni, Karen. Ætluðu þær vinkonurnar í inn- kaupaferð. Stúlkurnar opnuðu ekki fyrir Dean Westwood þegar hann barði á úti- dyrahurðina. Þær sáu hvernig hann var klæddur, á hverju hann hélt og í hvernig skapi hann var. Um hríð fylgdust þær með honum út um glugga. Westwood hélt áfram að berja á hurðina en veifaði jafnframt hagla- byssunni. Stúlkurnar báru nú húsgögn að dyrunum og fóru síðan inn í stofu. Síminn bilaður Það var eins og allt gengi þeim Mandy og Karen í óhag þennan morgun. Þegar þær ætluðu að hringja á hjálp komust þær áð raun um að síminn var bilaður. Eygðu þær nú enga leið til þess að kalla á hjálp því þær þorðu ekki út úr húsinu. Allt í einu tókst Westwood svo að brjóta útidyrahurðina. Æddi hann síðan inn í húsið. Mandy rak upp hræðsluóp og leitaði skjóls á bak við eldhúsborðið. Henni tókst þó ekki að beygja sig á bak við það í tæka tíð. Skot ríður af Áður en hún fékk beygt sig hvað við skothvellur. Dean Westwood hafði beint hlaupinu að höfði hennar og lést Mandy þegar í stað. Karen hafði leitað skjóls á bak við hægindastól í setustofunni. Þegar hún heyrði skotiö hljóp hún fram að dyrunum og komst út úr húsinu. Augnabliki síðar hljóp Westwood á eftir henni með haglabyssuna í hönd- unum. Tókst henni að komast í skjól á bak við grindverk áður en West- wood hleypti öðru skoti af. Högfin lentu í grindverkinu en hún slapp ómeidd. Eltingaleikur Nú hófst eltingaleikur á götunni fyrir framan húsið. Karen hljóp frá því en á eftir henni, í um tuttugu og fimm til þrjátíu metra fjarlægð, kom Dean Westwood með haglabyssuna í hendinni. íbúar í nágrenninu höfðu Mandy, til hægri, og Karen. Á innfelldu myndinni er húsið og gatan þar sem atburðirnir gerðust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.