Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. Frjálst, óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSOI\| Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTM1, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. 77/77/ ímynda og eftirlæsis Sumir bandarískir fræðimenn hafa lengi gert greinar- mun á ólæsi, læsi og eftirlæsi. Fyrst í tímaröð er ólæsi, síðan kemur tímabil læsi og loks rekur lestina eft- irlæsi, sem er nýlegt af nálinni. Hinir eftirlæsu eru þeir, sem eiga að hafa lært að lesa, en notfæra sér það ekki. Tækninni hefur fleygt svo fram, að fólk getur lifað góðu lífi og jafnvel komizt áfram í heiminum án þess að þurfa að lesa og skrifa. Til dæmis er prentað mál ekki lengur aðgöngumiði að upplýsingum. Það breyttist fyrst með útvarpi og síðan einkum með sjónvarpi. Breytingar af þessu tagi valda ýmsum vandamálum, sem hér er ekki rúm til að rekja. Eitt þeirra er myndin, sem harlægist raunveruleikann, er hún átti upphaflega að endurspegla, og verður að ímynd. Fólk horfir á ímynd aðstæðna og atburða og á ímynd fólks, persónu þess. Þegar sjónvarp hóf göngu sína hér, komust helztu stjórnmálamenn landsins inn á gafl á heimilum fólks. Sumir þeirra risu við þetta og aðrir hnigu, allt eftir ímyndinni, sem þeir megnuðu að sýna á skjánum. Aðr- ir áttu í erfiðleikum, sem þeir smám saman sigruðust á. Langt er í land, að íslendingar nái tökum á umgengni við hina nýju tækni, svo sem sjónvarpið. Bandaríkja- menn hafa búið við hana miklu lengur og miklu harkalegar en við. Samt hefur mikill hluti þeirra ekki enn lært að gera greinarmun á ímynd og raunveruleika. Ýmsir illa hæfir og óhæfir menn hafa komizt langt í tilraunum til að ná völdum í Hvíta húsinu í Washing- ton. Reagan Bandaríkjaforseti er skólabókardæmi um ímynd, sem geislar frá sér hlýju, karlmennsku og jafn- vægi, en hefur að baki dapran raunveruleika getuleysis. Frambjóðendur til forsetaembættis næsta kjörtíma- bils hafa risið á grundvelli ímyndar í sjónvarpi, en hafa síðan sumir hverjir hrapað til jarðar á grundvelh upp- ljóstrana í dagblöðum. Ef til vill er þar að koma í ljós merki .þess, að ímyndir séu loksins á undanhaldi. Athyglisvert er þó, að fleiri Bandaríkjamenn treysta enn upplýsingum sjónvarps betur en dagblaða. Hinn ímyndaði heimur á skjánum virðist fólki raunveruleg- ur, eins og því finnst leikhús raunverulegt. Og frétta- sjónvarp er einmitt leikhús eins og annað sjónvarp. Fólk horfir á skjáinn og því finnst það sjá veruleik- ann, af því að fréttirnar virðast gerast á skjánum. Það gerir sér ekki grein fyrir, hvort fah verðbréfa í Wall Street er sambærilegt við hrunið á undan kreppunni miklu, þegar það horfir á leikþátt eftir Yngva Hrafn. í Bandaríkjunum hafa margir lengi haft afar arðbæra vinnu við að framleiða ímynd vöru, þjónustu, fyrir- tækja, skemmtifólks, leikara og stjórnmálamanna. Hér á landi er þessi atvinnugrein að skjóta rótum. Við því er ekkert að segja - annað en að vekja athygli á því. Um þetta gildir hið sama og um önnur neytendamál, að fólk verður að læra að umgangast sjónvarp og aðra framleiðendur ímynda af meiri varúð. Fólki er til dæm- is skynsamlegt að hætta að ímynda sér, að fréttir í sjónvarpi séu áreiðanlegri en fréttir á prenti. Sjónvarp er í eðli sínu fremur afþreying eða leikhús, en ekki fréttamiðill eins og dagblöð. Sjónvarpið er mikil- vægur þáttur í breytingunum, sem bandarísku fræði- mennirnir voru að hugsa um, þegar þeir fundu orðið „eftirlæsi“ til að lýsa nýju menningarástandi. Ef fólk nær áttum, er ástæða til að vona, að eftirlæsi verði hér ekki alls ráðandi og að ímyndir í leikhúsi sjón- varps muni ekki stjórna viðhorfum fólks til skaða. Jónas Kristjánsson Á að láta RÚV rása Það var merkilegt að sjá þá vís- bendingu í nýlegri skoðanakönnun félagsvísindastofnunar Háskólans að sjónvarpsgláp landsmanna færi minnkandi. Stóraukið framboð á efni og samkeppnin ætti sam- kvæmt öllum venjulegum mark- aðslögmálum að auka neysluna fremur en draga úr henni. En viti menn: sú virðist þó raunin. Sam- keppnin hefur leitt sjónvarpsstöðv- arnar út í eins konar auglýsinga- og kynningastríð. Mikil orka fer í þetta kynningarstarf hjá stöðvun- um. Þær keppast við að auglýsa sig og dagskrána, með öllum ráðum, bæöi á eigin vettvangi og annars staðar, í blöðunum og jafnvel hjá höfuðsamkeppnisaðilanum. Allt þetta virðist þó koma fyrir lítið. Neyslan minnkar enda finnst mörgum nóg um og menn orðnir þreyttir á að sitja undir síendur- teknum sýnishornum úr dagskrá næstu daga og endalausum auglýs- ingum um hlustun og horfun. Mörlandanum er ekki alls varn- að. Við höfum, allt frá því við skriðum út úr moldarkofunum og út í rafmagnaöa tækniveröldina, verið sjúklega veik fyrir hvers kon- ar apparötum og tólum og elt tískusveiflur tækninnar eins og síldartorfa á eftir átu. Þetta æði, sem á þjóðina rennur með jöfnu millibili, er aö vísu fokdýrt fyrir þjóðarbúskapinn og heimihn í landinu en sú er þó bót í máh að kaupberserksgangurinn rennur fljótt af okkur eins og berserks- gangur gerir alla jafna. Menn eru ekki fyrr búnir að kaupa græjumar en þær eru orðnar darsl úti í bílsk- úr eða boðnar til sölu í smáauglýs- ingunum blaðanna. Nýjasta dæmi: fjórhjólin sem nú fást á spottprís, næstum gefins. Menn hafa semsagt ekki hugmynd um það hvers vegna í fjandanum þeir voru að kaupa þetta til landsins. Fjölmiðlar uppteknir af sjálfum sér Fjölmiðlar hafa ruðst inn á heim- ili landsmanna með þvílíku offorsi eftir að einokun ríkisins var létt af útvarpsstarfsemi að fólk er orðið ofmett enda hefur útvarps- og sjón- varpsefni ekki vaxið aö gæðum að sama skapi og magnið. Fyrir skömmu birtist merkilegt viðtal í Alþýðublaðinu viö séra Sig- I talfæri Jón Hjartarson urbjörn Einarsson biskup. Þar ræðir hann meðal annars um út- varp og einkum þó sjónvarpið og þátt þess í þjóðaruppeldinu. Og hann talar um fyrirbrigðið með hálfgerðum hryllingi: „Hvað ríkiö, þessi allsherjar forsjá okkar leyfir sér aö dæla inn á fólk af ófógnuði er alveg hrylhlegt,“ segir hann og bendir á að þó að eitt og annað slæðist með í dagskrá sjónvarps- stöövanna sem er viöhlítandi eða gott þá sé þettÆ nálega allt afþrey- ingarefni. I viðtahnu fer séra Sigurbjörn hörðum orðum um sjónvarpið sem á sinn ríka þátt í að móta hugsun þjóðarinnar. Hann bendir meðal annars á þá gagnrýni sem komið hefur á allt það stórflæði af ensku sem meira að segja ríkissjópvarpið hefur haft meðalgöngu um. „Okkur þótti ekki gott að fá dagskrá Kana- sjónvarpsins svokallaða yfir okkur,“ segir hann. „Spurningin er hvort framfarirnar urðu svo miklar þegar allt kemur til allt. Hver óskar eftir því að fá allan þennan hroða sem er í sjónvap- inu?“ Á ríkið að hætta þessum útvarpsrekstri það er vert að staldra við og hug- leiða þessi varnarorð séra Sigur- bjöms. Og það er ekki síður umhugsunarvert að gefa gaum þeirri niðurstöðu hans að ríkið eigi að hætta þessum rekstri. Eða eins og hann segir: „Úr því að hugsjóna- menn frelsisins em búnir að koma þessu í gegn með frjálsan útvarps- og sjónvarpsrekstur, er það eina rökrétta að ríkið sé ekkert að þessu meira.“ Þetta er þungur dómur yfir Ríkis- útvarpinu. Og það jaðrar við að maður hugsi: Hér heggur sá er hlífa skyldi. En spurningin er hvort mikils yrði að misst þótt Ríkisút- varpið yrði lagt niður. Líklega myndi maður sakna helst gömlu útvarpsstöövarinnar sem nú er yfirleitt kölluð „gamla gufan“ og þykir víst yfirmáta púkó. Um rás 2 er fátt að segja. Dægur- málaútvarpið nýstofnaða er sjálf- sagt ahs góðs maklegt en af poppútvarpsstöðvum virðist hins vegar ætla að verða nóg í framtíð- inni og óþarfi fyrir Ríkisútvapið að strekkja sig og svekkja á þeim vett- vangi. Ríkissjónvarpið að daga uppi Dagskrárgerð ríkissjónvarpsins hefur verið með þeim endemum að undanfomu aö hennar þarf varla nokkur maður að sakna. Sjón- varpsstöð, sem leggur einna helst metnað sinn í að filma hundasýn- ingu og halda grettukeppni, má alveg missa sig. Innlend fram- leiðsla þessarar stofnunar er nánast engin orðin ef undan er skfiið fréttaefni og viðtalsþættir sem henta oft ekki síður sem blaða- eða útvarpsefni. Þessi miðUl er annars mest notaður til þess að útvarpa hasarmyndum inn á heim- ilin. Barnaefnið byggist nær einvörðungu á erlendum teikni- myndum sem eru framreiddar af sjónvarpsins hálfu á ódýrasta hátt sem hægt er að hugsa sér. Og svo er farið í spurningaleik. Það er löngu tímabært aö spyija hver tUgangurinn sé með rekstri ríkissjónvarpsins. Hvaða mark- miöum á það að þjóna? Er það kannski tilgangur sjónvarps allra landsmanna, eins og nú standa sak- ir, að dagskrárgerð þess leggist í svo mikla vesöld aö mönnum fari að standa á sama, verði jafnvel þeirri stund fegnastir að það verði lagt niður. Þá geta frelsispostularn- ir leikiö lausum hala á þessum markaði. - Og er ekki eins gott að við „látum þetta bara rása“ svo notuö séu orð séra Sigurbjörns. Fólk snýr sér aftur að bókum En umrædd fiölmiðlakönnun gef- ur semsagt vísbendingar um að fólkið haldi vöku sinni þrátt fyrir allt og frábiðji sér smám saman hávaöann af þessum skarkala, „láti ekki fara með sig eins og ómyndug- an pening, sem tekur við hverju sem er“. Svo kann að fara að ljósvakafjöl- miðlarnir eða rafmagnsijölmiðl- arnir svokölluðu verið í framtíð- inni líkt og umferðargnýrinn sem menn hlusta tæpast eftir nema með öðru eyranu. Það er margt sem bendir til þess að menn leiti æ meira á náðir bók- mennta og annarrar alvarlegrar menningar til þess að hvíla sig á útvarpsskarkalanum og öðlast ein- hverja andlega næringu. Það ætti þvi kannski að vera óþarfi að hafa áhyggjur af öllu því hrati og þeim hroða sem sjónvarpsstöðvarnar hella yfir landsmenn. Það er því spurning hvort á ekki að „láta þetta rása“ og ríkið komi ekki nálægt slíkum rekstri nema til eftirlits og aðhalds. Jón Hjartarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.