Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987.
Ungfrú heimur
Þorsteinn J. Vilhjálmsson
á línunni til Lundúna
Anna Margrét hefur lagt út i óvissuna í Lundúnaborg. Hér er hún ásamt dyraverðinum á Tara hótelinu.
Símamynd VAJ
Skot í myrkri
Þaö er miðvikudagskvöld í Lundún-
um. Klukkan er rúmlega tíu. í
herbergi 174 á London Tara hótelinu
í Kensington situr ungfrú ísland.
Hún er nýbúin aö kveikja á sjón-
varpinu. Clint Eastwood er aö salla
niöur kúreka með svarta hatta. Á
meöan fer ungfrú Ítalía í sturtu. Hún
heitir Barbara.
Síminn hringir. Anna Margrét
Jónsdóttir tekur upp símann án þess
að hafa augun af sjónvarpinu. Á hin-
um endanum er blaðamaður sem
með klókindum sneri á stelpuna á
skiptiborðinu. Það má ekki hver sem
er hringia í fegurstu stúlkur í heimi,
bara sisona. Allra síst blaðamenn.
„Nei, ég er svo sem ekkert að horfa
á þessa mynd,“ segir Anna Margét
og skrúfar niöur í skothríðinni. Chnt
er örugglega búinn að kála fjórum.
„Ég var annarr rétt að koma inn úr
dyrunum. Hópurinn fór saman til
Nottingham í dag í eins konar skoð-
unarferð."
Hvað gerðuð þið ykkur til skemmt-
unar?
„Við skiptum okkur niður í htla
hópa. Ég fór ásamt nokkrum stelpum
í stórmarkað í Mansfield og gaf eigin-
handaráritanir í allan dag. Það er
hður í víðtækri góðgerðarstarfsemi
sem er í kringum keppnina. Fólk
kaupir sér blað og fær áritanir. Pen-
ingunum er svo varið th hjálpar
bágstöddum börnum. Svipað var upp
á teningnum í hádeginu. Þá voru
seldar af okkur myndir.“
Peysuföt í sól
Stúlkurnar komu til London á
mánudaginn. Þær voru á Möltu í tíu
daga. „Það var verið aö taka upp
kynningarmyndir fyrir keppnina,"
segir Anna Margrét og lofar sólina
og sandinn. Háttvísir stjómendur
keppninnar bönnuðu stúlkunum
hins vegar að vera á sundbolum.
„Við þurftum ahar að vera í æfinga-
göhum sem voru örugglega saumaðir
eftir sniði frá 1965. Hólkvíðar skálm-
ar og svoleiðis. Annars var þetta
skemmthegur tími og stemningin í
hópnum var góð. Óþæghegast var
þegar við klæddumst þjóðbúningun-
um og dönsuðum allar saman í hóp.
íslensku peysufötin henta ekki sem
best í sól.“
Ullin er vissulega óhentug í hita.
Hefði skautbúningur ekki verið
hepphegri? „Ég kærði mig ekki um
að klæðast öðru en peysufötum,"
svarar Anna, „þó ekki væri nema til
að breyta út af heföinni.“ Peysufötin
voru reyndar fengin að láni úr Ár-
bæjarsafninu. Það var dæmigert
fyrir ahan undirbúning ferðarinnar.
„Þetta er búið að setja mig alger-
lega á hausinn. Ég væri illa sett ef
ég hefði ekki átt góða að,“ segir Anna
Margrét. Hún fær farið greitt svo og
dagpeninga. Auk þess fékk hún kjól-
inn, sem hún klæðist á úrslitakvöld-
inu, í verðlaun fyrir sigurinn hér
heima. Annað þurfti hún að útvega
sjálf, kaupa eða fá lánað. „Ég kvarta
samt ekki. Ég er ágætlega sett með
það sem ég hef. “
Líka hæfileikakeppni
Barabara er enn í baði. Chnt ku
vera rétt hálfnaður í að gera upp
sakimar við svarna andstæðinga
sína í sjónvarpinu. „Ég nenni hvort
eð er ekki að horfa á þessi mynd,“
svarar Anna, aðspurð hvort hún sé
leið á að hanga í símanum. „Við fór-
um annars í leikhús í gær,“ segir hún
í óspurðum fréttum. „Við sáum söng-
leikinn Time. Ágæt sýning.“
Æfingar fyrir keppnina sjálfa byija
ekki fyrr en eftir helgina. Þangað th
er bryddað upp á ýmsu th að stytta
stúlkunum stundir. „Á morgun á til
dæmis að halda hæfileikakeppni inn-
an hópsins. Það hafa þegar nokkrar
skráð sig th leiks. Flestar ætla held
ég að syngja eða dansa. Ungfrú Júgó-
slavía sker sig þó úr. Hún ætlar að
sýna karate.“
Það hlýtur að vera stólpakven-
maður?
„Já, hún er býsna kraftaleg. Þetta
er skemmtileg týpa.“ Sjálf segist
Anna Margrét ekki hafa áhuga á að
taka þátt í þessari upphitun fyrir
aðalkeppnina. En þessa uppákom-
una segir hún vera nokkuð dæmi-
gerða fyrir andann í hópnum.
„Það er mjög góður mórall í keþpn-
inni, bæði meðal keppenda og eins
þeirra sem að þessu standa. Mér
finnst það og gefa keppninni töluvert
ghdi að ágóðinn af þessu öllu skuli
renna til góðgerðarstarfsemi. Það
eru Morley hjónin sem sjá um skipu-
lagningu og framkvæmd keppninn-
ar. Þau eru mjög indæl.“
Verndað umhverfi
Það er mikið hægt að gera í London
á miðvikudagskvöldi eins og alla
aðra daga. Stúlkurnar mega hins
vegar ekki fara út af hótelinu. Þær
þurfa meira að segja að fá sérstakt
leyfi th að skreppa niður í anddyri.
„Oryggisgæslan er svona ströng
vegna ágengni blaðamanna. Útsend-
arar blaða eins og Sun og Dahy
Express, sitja um að taka af okkur
myndir og segja krassandi sögur af
keppendum. Þeir eru ahtaf á hælun-
um á okkur."
Keppnisstjórnin þarf ennfremur að
samþykkja öll símtöl sem stúlkurnar
fá. Þá gildir að segjast ekki vera
blaðamaður, heldur til dæmis föður-
bróðir, eða afi. „Það er mjög skrýtið
að vera passaður svona og erfitt að
venjast því að geta ekki farið ahra
sinna ferða. Þegar við komum úr
leikhúsinu í gær þá hitti ég nokkra
íslendinga. Þeir voru á leið heim af
fótboltaleik og komu auga á mig fyr-
ir utan hótelið. Landarnir hehsuðu
mér og öryggisverðirnir ætluðu gjör-
samlega að sleppa sér.“
Hólmfríður Karls staldraði lengur
við í Lundúnum en sem nemur einni
helgarferð. Muna menn ennþá eftir
henni?
„Já, það eru margir sem muna eft-
ir henni,“ segir Anna Margrét. „Það
er greinilegt. að hún vakti mikla at-
hygli hér á sínum tíma. Það gengur
enda allt út á það. Þá fyrst fer að
fara fiðringur um hópinn þegar ljós-
myndarar eru nálægt,“ bætir hún
við. „Og þegar 83 fallegustu konur í
heimi eru samankomnar þá er
keppnin hörð.“
í bíó
Klukkan er að verða ellefu og nótt-
in að leggjast yfir Lundúnaborg.
Anna og Barbara mega sofa út dag-
inn eftir. Það er gáski í ungfrú
Indlandi sem lemur veggina í næsta
herbergi. Hlátur. Alvaran byrjar
ekki fyrr en á mánudaginn. Þá byrja
líka veðmálabankar að kortleggja
úrslitin. „Ég býst ekki við miklu,"
segir Anna Margrét um möguleika
sína á sigri. „Maður verður þá ekki
fyrir vonbrigðum."
Slagurinn um titihnn er snarpur.
Sú sem hefur mest af „Eastwood" í
sér á líklega mesta möguleika á sigri.
Þetta er harður heimur. Stúlkan sem
að lokum sigrar fær ekki stúlkuna,
eins og í bíómyndinni, heldur kórónu
og veldissprota th eins árs.
Anna Margrét Jónsdóttir leggur
símtóliö á og segist ætla að slökkva
á sjónvarpinu.
Allra keppenda er stranglega gætt og myndir fást ekki nema fyrir náð og
miskunn keppnisstjórnainnar.