Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. Týnda kynslóðin er ófundin - gestum vínveitingahúsa fer sífellt fækkandi Skemmtanalíf landsmanna hefur tekið miklum breytingum á aðeins tíu árum. Vínveitingahúsum hefur fjölgaö en það sama verður ekki sagt um gesti. Þeim hefur snarfækkað og fer enn fækkandi. Það sem af er þessu ári hefur fækkunin orðið um- talsverð og hefur ástandið sjaldan eða aldrei verið jafnslæmt. Líklegast endar með því að fóstudagskvöld leggjast niður sem ballkvöld áður en langt um hður. Fyrir um það bil tíu árum voru reglur á vínveitingahúsum um að dyrum húsanna skyldi lokað klukk- an hálftólf. Venjulega mynduðust margra metra biðraðir fyrir utan skemmtistaðinu upp úr ellefu á kvöldin og þær minnkuðu ekki þó að komið væri yfir miðnætti. Allir vissu að möguleiki var á því að kom- ast inn ef dyraverðimir væru liðleg- ir. Á þeim tíma var aðeins opið til klukkan eitt á fóstudagskvöldum og Hótel Saga leigir út föstudagskvöld til einkasamkvæma en laugardagurinn er eina kvöldið sem opið er fyrir almenning. DV-mynd Kristján Ari tvö á laugardagskvöldum. Á fimmtu- dögum og sunnudögum máttu húsin vera opin til hálftólf. Hvemig sem á því stóð voru skemmtistaðimir yfir- leitt fullir þessi fjögur kvöld og þá var ekki boðið upp á annað en tón- hst af plötum. Breytingar Þrátt fyrir skemmtilega stemn- ingu, sem venjulega var í þessum biðröðum, urðu gestir vínveitinga- húsanna ákaflega fegnir þegar hálf- tólf reglan var lögð niður árið 1979. Var þá ennfremur leyfilegt að hafa húsin opin til klukkan þrjú að nóttu. Upp úr því fór að bera á nokkurri breytingu á skemmtistaðamenning- unxú. Til þessa hafði aðgangseyrir húsanna verið það lágur að enginn lét sig muna um að þvælast á milli þeirra á einu kvöldi. Ef það var t.d. Eins og sjá má greinilega á J>essari töflu hefur gestum vmveitingahúsa fækkað allverulega á síðasta ári miðað við fyrri ár. Sagt er að fækkunin sé enn meiri á þessu ári en þvi síðasta en ennþá eru engar tölur til um það. Einnij; má geta þess að hér á arum aður þegar miklar biðraðir myn- duðust fyrir utan staðina fór aragrúi fólks inn án þess að borga. Það var til að koma í veg fyrir að opin- berar tölur sönnuðu að venjulega voru fleiri inni í húsunum en leyfilegt var. Þessi staðreynd var opin- bert leyndarmál. Má því gera ráð fyrir að fjöldi gesta a vínveitingahúsum hafl í raun verið mun meiri en aðgöngumiðasala sagði til um. Eftir því sem við heyr- um er það í miklu minna mæli nú sem fólk fer inn á skemmtistaöi án þess að greiða aðgöngumiða en áð- ur var. Sums staðar þekkist það alis ekki. Tölurnar frá síðasta ári eiga því að vera nálægt sannleikanum. -ELA 1200 Seldir aðgöngumiöar að vínveitingahúsum 1979 1980 1982 1986 bah? Kristín Björnsdóttir klinikdama: Ekki nú- oröiö. Ég hef ekki farið á ball síðan í júní enda finnst mér ég ekkert hafa þangaö að sækja. Böllin eru meira fyrir fólk í makaleit. Einnig finnst mér orðið nokkuð dýrt að fara á vínveitingahús. Síðast fór ég í Hohywood og þar áöur í Broadway og Leikhúskjallar- ann. Annars var Sigtún á Suðurlandsbraut- inni alltaf minn uppáhaldsstaður hér áður fyrr, ég missti nefnilega af Glaumbæ. Stefán Arngrímsson vinnur hjá RARIK: Nei, ég fer sjaldan. Mig langar ekki orðið á böll. Finnst betra að vera heima. Ég fór síðast á ball í Sjallanum á Akureyri fyrir tveimur mánuðum. Þar á undan fór ég í Hollywood og fannst ágætt. Það er nógu fjölbreytilegt skemmtanalíf að mínum dómi hér á landi. Guðhi Siguijónsson vélstjóri: Nei, ég fer ekki oft. Helst eru það árshátíðir sem maður fér á. Reyndar fór ég fyrir þremur vikum á Hótel Sögu. Æth ég fari ekki á ball tvisvar til þrisv- ar á ári og þá helst á Sögu. Ég er htið fyrir böll. Ólafur Laufdal er bjartsýnn: Fólkið kemur aftior „Ég tel að hér hafi orðið gjörbreyting á lífsmunstri fólks og það kemur fram í minnkandi aðsókn að skemmtistöðunum. Ég get nefnt sem dæmi að þegar myndabandaæðið reið yfir varð gífurleg fækkun gesta á veitingahúsunum, einnig þegar krárnar komu til sögunnar og svo þessir aht of mörgu smáu matsölu- staðir,“ sagði Ólafur Laufdal sem pft er nefndur skemmtanakóngur ís- lands. „Ýmislegt fleira spilar inn í þetta. Fólk fer orðið miklu meira til útlanda. Meira að segja bömin fara í erlenda málaskóla og fólk er komið í meira samband við umheiminn en áöur var,“ sagði Ólafur. „Aösóknin á skemmtistöðunum í sumar og haust hefur verið hrikalega léleg og ég vil kenna um fijálsum opnunartíma verslana. Eftir að Kringlan var opnuð og verslanir á Laugaveginum voru opnar til fjögur á laugardögum þá datt öh aðsókn niður á fóstudögum. Fólk fer ekki út að skemmta sér þegar langur vinnudagur er daginn eftir,“ sagði Ólafur Laufdal. Hann sagðist eiga fleiri skýringar, t.d. hefðu sjö þúsund manns leitað sér hjálpar gegn áfeng- issýki og það fólk kæmi yfirleitt ekki á skemmtistaðina. „Það er svo margt annað núna sem fólk getur gert en að fara út að skemmta sér. Hér áður fyrr voru bahstaðimir eina afþrey- ingin. Það eru margir sem fara í helgarferðir th útlanda með eitt kreditkort upp á vasann. Fólk þarf ekki einu sinni að eiga peninga til að fara th útlanda." - Er ekki of dýrt inn á skemmtistað- ina? „Ég hef ferðast víða erlendis og farið inn á skemmtistaði bæði í Evr- ópu og í Bandaríkjunum. Það er ódýrt að skemmta sér á íslandi miðað við erlendis. í Þýskalandi kostar eitt kókglas miklu meira en hér og í Bandaríkjunum kostar ekki undir 25 dohurum inn á skemmtistaði. Þá er ég ekki að tala um neina klassastaði og í rauninni erum við hér á landi langt á undan öðrum þjóðum hvað varðar skemmtistaði. Það þekkist ekki annars staðar að boðið sé upp á fína skemmtidagskrá og dansaö á eftir. Flugleiðir hafa boðið helgar- pakka hingað th lands frá Norður- löndunum og það eru 50 til 250 manns sem koma í Broadway um helgar frá Norðurlöndunum. Svíar eru mjög hrifnir af skemmtanalífi íslendinga. Þeim finnst ódýrt hér á landi bæði á skemmtistöðunum og eins vandaður fatnaður," sagði Ólafur ennfremur. - Heldur þú þá stöðunum gangandi á útlendingum? „Að sumu leyti og einnig fólki utan af landi. Um hverja helgi koma hópar utan af landi í Broadway og halda árshátíðir sínar. Minni fyrirtæki sjá hag í því að halda árshátíð í Broad- way.“ - Nú ert þú að reisa enn einn skemmtistað og enn stærri. Er mark- aðurinn ekki þegar mettaður? „Ég er með ferðaskrifstofu og þegar ég verð með hótel einnig þá gefur það augaleið að ég get boðið upp á pakka sem innihalda gistingu og skemmtun á heimsmælikvarða. Á þetta nýja hótel kemur fjöldinn ahur af fólki erlendis frá og einnig utan af landi. Þetta fólk kemur th með aö skemmta sér hjá mér.“ - Ert þú ekki að fara í samkeppni við sjálfan þig? „Það getur vel verið að ég taki ein- hverja frá mér en ég tek einnig frá öðrum. Ef Broadway gengur ekki áfram eins og staöurinn er þá bara breyti ég honum og höfða th annars aldurshóps. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Þó ástandið sé ipjög lélegt núna er ég viss um að það breytist aftur. Ennþá er nýja- brum á Stöð 2 og meira að segja ríkissjónvarpið er farið aö sýna bíó- myndir fram eftir nóttu. Þegar fólk verður leitt á sjónvarpinu kemur það aftur inn á skemmtistaöina." -ELA Broadway á föstudagskvöldi. Salurinn nánast auður enda segir Ólafur Lauf- dal að eftir að verslanir tóku upp laugardagsopnun til fjögur á daginn hafi fólk hætt að skemmta sér á föstudagskvöldum. DV-mynd KAE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.