Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 46
$8 LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. Því að svo elskaði guð sauðkindina... Þeir sem hafa mestalla visku sína úr dagblöðunum eiga það síst á hættu að verða taldir til mikil- menna sögunnar en hins vegar gæti svo farið aö þeir yrðu kosnir á þing eða gerðir að malbikunar- stjórum. Samt sem áður er margt vit- lausara en það að lesa hlöðin og stundum er sagt frá mjög merkileg- um hlutum í þeim eins og til dæmis hvað eitt kíló af gulrófum kostar í hinum og þessum verslimum og kemur þetta sér mjög vel fyrir þá sem eru ákveðnir í því að kaupa ódýrustu gulrófurnar í hænum í helgarmatinn. Og um daginn las ég í blöðunum frásagnir af því að á Alþingi íslend- inga, sem er elsta þing í heimi, langaði menn mest af öllu til að setja lög um það hvar drepa mætti sauðkindina og hvar ekki og menn urðu svo æstir vegna þess að dýra- læknar töldu ekki ráðlegt að drepa þessi grey þar sem mikið væri um rottugang og mannaskít að þeir fóru að tala um mafíur, sem er af- skaplega ljótt orð, og vildu þar að auki, að því er manni skildist, koma á fót nefnd til að rannsaka gerlafíöldann í yfirdýralækni. Um þetta héldu menn langar ræð- ur og urðu fyrir mikilli geðshrær- ingu og sumir urðu svo æstir að þeir vildu gefa undanþágu til að slátra hverri einustu rollu í landinu og þótt það sé kannski ekki skynsamlegt að mati bændastéttar- innar hefði þetta leyst vanda landbúnaðarins að hluta. Margt fleira var skrafað og skegg- rætt um þetta mál og auðvitað var þessu bæði útvarpað og sjónvarpað til að það færi nú örugglega ekki framhjá neinum hvað menn hefðu fyrir stafni niðri við Austurvöll þegar vel lægi á þeim. Annaðmál Þótt fyrirferðarmesta efnið í blöð- unum sé að jafnaði auglýsingar og umfíöllun um Sylvester Stallone, sem gæti ráðið sig á olíuskip sem þokulúður þegar hann hættir að gera það sem hann gerir í bíómynd- unum sínum, er oft hægt að finna í þeim hagnýtan fróðleik. Um daginn lærði ég til að mynda hvað á að gera ef tveir slordónar koma æðandi utan úr myrkrinu þegar maður er staddur fyrir utan veitingastað og pota með hríð- skotariffli í bakið á manni eins og maður sé ijúpa og skipa manni að keyra sig á næsta veitingastað ef maður vilji halda lífi og limum og konunni sinni. Þegar þannig stendur á fyrir manni má maður alls ekki hlýða slordónunum, ekki einu sinni þótt þeir stingi handsprengju upp í kon- una manns og hóti að taka úr henni pinnann, það er að segja hand- sprengjunni - Og hver á þá að vaska upp eftir matinn, segja þeir kannski til að sýna hvað þeim er mikil alvara og pota enn fastar í rifbeinin á manni með hríðskotar- anum. Þótt ástandið sé ekki beint glæsi- legt á maður undir þessum kring- umstæðum að vera alveg voðalega rólegur og harðneita að keyra slor- dónana því að samkvæmt íslensk- um lögum varði það ökuleyfissvipt- ingu að aka bfl undir áhrifum áfengis á meðan maður er á lífi. Hins vegar skipti Hæstiréttur sér ekki nokkurn skapaðan hlut af því hvað menn geri eftir dauðann í þessum efnum. - Allt í lagi, segja slordónamir þá, - ef við skjótum þig fyrst í tætl- ur lofarðu þá að keyra okkur á skemmtistaðinn? - Ekkert sjálfsagðara, kæru vinir, svarar maður slordónunum og hlær með sjálfum sér að því hvað það er auðvelt að plata þessa kjána. Háaloft Benedikt Axelsson Þótt þessi aðferð við að kljást við slordóna sé kannski ekki alveg sársaukalaus kemur hún í öllum tilfellum í veg fyrir að Hæstiréttur svipti mann ökuréttindum og er þá tilganginum náð. En nú kann einhver að hugsa sem svo að það svari ekki kostnaði að láta skjóta sig í tætlur í þeim til- gangi einum að fá að hafa ökuskír- teinið sitt í friði fyrir Hæstarétti en það er mesti misskilningur. Ég þekki nefnilega mann sem á fíóra bfla og var sviptur ökuleyfinu um daginn fyrir að aka ölvaður, reyndar ótilneyddur, og ég þori að fullyrða að þessum vesahngs manni líður jafhvel verr en mönn- unum niðri við Austurvöll sem vildu endilega leyfa kindunum á Bíldudal að deyja heima hjá sér samkvæmt lögum. Kveðja Ben. Ax. Finnurðu átta breytingar? 68 Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragöi eins. En á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að finna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við því að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi þar sem breytingamar eru og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll frá versluninni Japis, Brautar- holti 2. Þau eru Supertech ferðatæki (verðmæti 3.860,-), LED útvarpsvekjari (verðmæti 2.350,-) og Supertech útvarpstæki (verðmæti 1.365,-). I öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar - 68, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Verðlaunahafar 66. gátu reyndust vera: Hrafnhildur Guð- björnsdóttir, Víkurtúni 15, 510 Hólmavík (ferðatæki); Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Jörvabyggð 6, 600 Akureyri (út- varpsvekjari); Halla Gunnlaugsdóttir, Espilundi 18, 600 Akureyri (útvarpstæki). Vinningamir verða sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.