Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987.
51
Iþróttapistill
ykkur tak
íslandsmótið í handknattleik er nú
komið vel af stað. Nú er lokið sjö
umferðum af átján og allt bendir
til þess að mótið verði í jafnasta
lagi að þessu sinni. Sjöunda um-
ferðin var leikin á miðvikudagmn
og gekk mikið á. Leikimir voru
flestir mjög spennandi en óvænt-
ustu úrslitin voru án efa í leik ÍR
og Fram í „Ljónagryf]u“ ÍR-inga í
íþróttahúsi Seljaskóla.
Skömmu áður en íslandsmótið
hófst voru þeir margir sem sögðu
að ÍR myndi ekki hijóta stig í deild-
inni. Þeir menn’voru þó til er sögðu
að liöið myndi spjara sig og þeir
hinir sömu viröast ætla aö hafa á
réttu að standa. ÍR-ingar hafa nú
hlotið sjö stig í deildinni og Guð-
mundur Þórðarson, þjálfari liðsins,
hefúr þegar gert ótrúlega hluti með
liöiö. Og hann hefur í raun gert
engu minni hluti inni á leikvellin-
um. í leik ÍR og Stjörnunnar á
dögunum tryggði Guðmundur liði
sínu jafntefli með stórglæsilegu
marki úr aukakasti eftir að leik-
tíminn var útrunninn og í leik ÍR
og Fram á miðvikudag tryggði
hann ÍR sigur gegn Fram með
marki úr vítakasti eftir aö leik-
tíminn var úti. Er þetta hreint
ótrúlegur árangur hjá þessum
unga þjálfara og eftir umferðirnar
sjö hafa ÍR-ingar hlotiö jafnmörg
stig og íslandsmeistarar Vikings.
Stefnir í einvigi FH og Vals
FH-ingar og Valsmenn skipa nú
efsta sætið í 1. deild og þaö má
mikið gerast ef þessi lið verða ekki
í tveimur efstu sætunum þegar upp
verður staðið. Þó hljóta lið eins og
Víkingu'r og Stjaman að rótta úr
kútnum í næstu leikjum. Þau hafa
bæði yfir að ráða mannskap til að
standa í allra fremstu röð og án efa
eiga bæði þessi lið eftir að ógna FH
og Val á toppnum. Auövitað er
mikið efUr af íslandsmótinu og of
snemmt að fara að einskorða FH
og Val á toppnum en því verður
ekki á móti mælt að þessi liö hafa
sýnt besta handknattleikinn það
sem af er íslandsmótinu.
Gífurlegur áhugi
Aðsóknin á leiki 1. deildar í ár
hefur verið injög góð og hjá sumum
liðum er fullt hús leik eftir leik. í
handboltabæmnn Hafnarfirði leik-
ur allt í lyndi þessa dagana og færri
komast fyrir á áhorfendabekkjun-
um á leikjum FH-liðsins en viija.
Stuðningur sem þessi er FH-íngum
ómetanlegur og þeir veröa ekki
margir, leikimir, sem FH tapar á
heimavelli sínum ef liðið tapar á
annað borð leik þar.
Hvað aösókn varðar er sömu
Umsjón:
Stefán Kristjánsson
sögu aö segja af öörum hðum l.
deildar. Meiri áhugi virðist vera á
Akureyri en verið hefur og í Digra-
nesi laða Breiöablik og Stjaman til
sín feikilegan fjölda áhorfenda. ÍR-
ingar virðast hafa á að skipa öflugu
liöi stuðningsmanna f Breiðholtinu
og svona mætti lengi telja.
Hver er ástæðan?
Heimkoma margra leikmanna,
sem leikið hafa erlendis í áraraðir,
á eflaust stærstan þátt í uppsveifl-
unni sem nú dynur yflr í liand-
knattleiknum hér á landi. Þeir seija
skemmtilegan svip á mótið og það
er staðreynd aö ef spjallir leikmenn
og góð lið em í boði láta fslenskir
íþróttaáhugamenn sig ekki vanta.
Svo viröist sem félagsliðin hafi
undirbúið sig gífurlega vel fyrir
íslandsmótið að þessu sinni. Það
er líka staðreynd að handknattleik-
urinn í vetur er nokkram gæða-
flokkum ofar en i fyrra. Vonandi
verður framhald á jöfnum og góð-
um leikjum liðanna í 1. deild en
eins og staðan er í dag virðist ekk-
ert geta komið í veg fyrir að ís-
landsmótið í ár verði eitt hið
skemmtilegasta í áraraðir.
Karfan situr eftir
með sártennið
Sú var tíð að áhorfendur flykkt-
ust á leiki í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik. Þegar erlendir leik-
menn léku með liðunum fyrir
nokkrum árum, einn í hveiju liði,
var gífurlega mikili áhugi á körf-
unni hér á landi en nú er svo komið
að örfáir áhorfendur fylgjast með
leikjum liðanna. Á sínum tima
voru erlendir leikmenn bannaðir
og ástæöan fyrir banninu var fyrst
og fremst sú aö illa var staðið að
málum hjá félögunum. Erlendu
leikmönnunum vora greidd laun
sem væra þeir í ffemstu röð í heim-
inum og afleiðingin varð sú að
félögin höfðu ekki fjártnagn til að
standa undir greiöslunum þrátt
fyrir að áhorfendur fjölmenntu á
leikina.
íslandsmótið sorgarsaga
Að mínu mati er Islandsmótið í
körfuknattleik að breytast í sorgar-
sögu. Þeir menn, sem komu því til
leiðar að erlendu leikmennimir
voru bannaðir, geta nú glaöst yfir
því að vinsældir körfúknattleiksins
hér á landi eru í algera lágmarki.
Og til að bæta gráu ofan á svart
virðist ekki mega hrófla viö þvi
fáránlega keppnisfyrirkomulagi
sem viögengst í úrvalsdeildinni.
Þegar ákveðiö var að taka upp úr-
slitakeppni fjögurra efstu liöanna
að deildakeppninni lokinni var
íþróttinni í raun greitt rothöggið.
Leikir liðanna fram aö úrslita-
keppninni skipta afar litlu máli og
í vetur er það til dæmis 99% öruggt
hvaöa lið komast í úrslitakeppnina
í vor. Er það skrítið að fólk nennir
ekki að fjölmenna á leikina fram
að úrslitakeppninni þegar það ligg-
ur á borðinu hvaða hð komast
áfram?
Ástandið kallar ekki á
mikla umfjöllun fjölmiðla
Þeir menn era til sem eru þeirrar
skoðunar að körfuknattleikurinn
eigi að fá álíka mikla umfjölhm í
fjölmiðlum og til dæmis handknatt-
leikurinn. Þetta er að mínu raati
ekki rétt. Áhuginn á handknatt-
leiknura er svo miklu meiri og
fjölmiðlai- reyna jú alltaf að sinna
því sem lesendur hafa áhuga á
hverju sinni, Staða handknatt-
leiksins og körfuknattleiksins er
raunar eins og svart og hvitt. Forr-
áðamenn körfuknattleiksins ættu
aö taka sér tak, breyta keppnis-
fyrirkomulaginu og leyfa erlendu
leikmennina á ný en umfram allt
að fara skynsamlegar í hlutina en
áður. Afleiðingin yrði án efa sú að
fjölmiðlar íjölmenntu á leikina í
úrvalsdeildinni og áhorfendur
fylltu iþróttahúsin. Þeir sem ekki
vilja gera þessar breytingar vifja
körfúknattleiknum ekki vel.
Stefán Kristjánsson
Fréttir
Stjórn LÍN ræðir hér um tillögu námsmanna sem felur i sér hækkun námsl-
ána um 15%. Tillögunni var vísað frá. DV-mynd KAE
Lánasjóður íslenskra námsmanna:
Tillögur námsmanna
kosta 200 milljónir
„Það alvarlega viö þessar málalyktir
er að stjórn Lánasjóðsins telur það
ekki hlutverk sitt að taka ákvörðun
í þessu máli,“ sagði Theódór Guö-
mundsson, fulltrúi stúdentaráös í
Lánasjóði íslenskra námsmanna,
vegna þeirra ákvörðunar LÍN að vísa
frá tillögu frá fulitrúum námsmanna
um að framfærsluvísitala, sem
námslán byggjast á, verði leiðrétt.
Byggir sú leiðrétting á 15% hækkun
námslána sem kosta myndi ríkissjóð
200 milljónir.
„Enn alvarlegra var kannski aö á
fundinum var lögð á borðið sú skoö-
un að námsmenn byggju þegar við
það góð lífskjör að þeir þyrftu ekki á
hækkun að halda. Annars virðist
málið vera komið í sjálfheldu, ráð-
herra og stjóm Lánasjóðsins vísa
hvort á annað og ekkert er að gert.“
Um frekari ráðstafanir stúdenta
vildi Theódór lítið segja, máli yrði
skoðað á fundi Stúdentaráðs í næstu
viku: „Við höfum ekki sagt okkar
síðasta orð í þessu máli.“ _•
Þarf erlend lán?
Þrátt fyrir aö stjórn LÍN hafi svo
gott sem vísað framfærslumálinu til
menntamálaráöuneytis kannast
menn þar á bæ ekki við aö hafa feng-
ið það formlega í hendur. „Ráðherra
hefur verið spuröur um þessi atriði
og hefur sagt að hann sjái ekki að
hann þurfi að hafa frumkvæði í
þessu máli,“ sagði Guðmundur
Magnússon, aöstoðarmaður mennta-
málaráðherra. Hann bætti viö aö
nefnd væri starfandi sem ætti að taká*"
afstöðu til framfærsluþarfar og á
meðan nefndin starfaði héldu menn
að sér höndum. Þá bætti Guðmundur
við aö þessar 200 milijónir, sem um
væri að ræða, væra viðbót sem þyrfti
aö taka erlend lán fyrir ef af yrði.
Hafði hann ekki mikla trú á að svo
myndi fara. -SMJ
Fjármögnunarleiga:
Höftin gagnslaus en
gastu hækkað vextina
„Það var komið a jafnvægi á fjár-
mögnunarmarkaðnum þegar ríkis-
stjómin setti reglur um 30% innlent
fé 1 hvern samning í staðinn fyrir
heimild til 100% erlendrar fjármögn-
unar áður. Þannig séð skipta þessi
höft ekki máli en við óttumst enn að
aukinn þrýstingur á innlenda láns-
fjármarkaðinn hækki vextina sem
era háir fyrir,“ segir Kristján
Óskarsson, framkvæmdastjóri Glitn-
is hf.
Eins og áður snýst fjármögnunar-
leiga um kaup á tækjum fyrir at-
vinnulífið. Fjármögnunarleigufyrir-
tækið tryggir þá atvinnufyrirtækinu
vél eða tæki og leigir því það til langs
tíma. Kaupleigusamningur er annað
fyrirbæri í sama tilgangi, en í því til-
felli færist eignarrétturinn á at-
vinnufyrirtækið við samningsgerð.
Tækjaleiga með þessum hætti þykir
dýr en getur samt í mörgum tilfellum
borgaö sig þegar fyrirtæki era að
byggja sig upp án nægilegs eigin fjár.
Þegar fjármögnunarleigan hófst að
einhveiju marki á síðasta ári kom í
Ijós mikil þörf í þessum dúr en að
sögn framkvæmdastjóra GUtnis var
aldan að ganga yfir um mitt þetta ár
og eftirspum orðin eðlileg. Fyrirtæk-
in selja skuldabréf á innlendum
markaði til þess að standa undir fjár-
mögnunarleigunni og fá kaupendur
þeirra nú 11,1% ávöxtun rnnfram
verðbólgu. Kostnaður viö bréfin er
þó alls um 12%. Þetta sýnir að fjár-
mögnunin þarf að skila nijög hárri
leigu þótt erlenda lánsféð sé nokkra
ódýrara.
Áð sögn Kristjáns Óskarssonar var
innlend fjármögnun fyrir nýju regl-
umar um 30% af heildarfé leigm'
samninga í fjármögnunar- og
kaupleigu. Nú er þaö um 50% og svo
hátt hlutfall skýrist af því að sumt
af fjármögnuninni er óheimilt með
öllu að sækja til útlanda. Það gildir
til dæmis um bíla sem eru léttari en
þrjú tonn. -HERB
Akranes:
Lögreglan upplýsir
innbrot i
Lögreglan á Akranesi hefur upp-
lýst innbrot í tvær verslanir. Brotist
var inn í verslanimar Grundarbúð
og Skútuna -um síðustu helgi.
Nokkra af vamingi var stolið og
verslamr
skemmdir unnar.
Þrír menn um tvítugt hafa játaö að
hafa framið innbrotin. Þegar þeir
frömdu innbrotin vom þeir undir
áhrifum áfengis. -sme