Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1987, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 7. NÓVEMBER 1987. 13 DV Veitingahús Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús: Ondvegis- staðurinn Oðinsvé Matreiðslan getur bilað Óöinsvé eru sannkallaöur önd- vegisstaöur. Þau eru einn af nota- legustu veitingasölum landsins og búa í sal yfir starfsliði, sem bæði er elskulegt og kann betur til verka en við höfum séð víðast annars staðar. Þar á ofan er verðlag stað- arins neðan við meðallag. Ekkert vantar raunar upp á fullkomnun- ina, nema bara matreiðsluna, sem oftast er mjög góð eða bara góð, en getur þó bilað stundum. í hádegi fékk ég kálfakjöt, sem var fallega rósrautt að innan og bragðgott eftir því, með hæfilega léttsoðnu grænmeti í kring, en ekki lerkisveppunum, sem boðaðir voru. Réttinum var svo spillt af samkeppni hveitisósu og bráðins smjörs, sem yfirgnæfðu diskinn og runnu saman í fjölbreytilega leðju. Og að kvöldi var þykkur og girni- legur nautahryggvöðvi, að vísu með góðri og hveitilausri ijómapip- arsósu, grænmeti og bakaðri kartöflu, en þó rétt sæmilegur mat- ur, af því að kjötið var of seigt. Rjómalöguð blaðlaukssúpa var til fyrirmyndar öðrum slíkum súpum. Gæsakæfa var gróf, en samt mjúk og mild á bragðið, borin fram með bláberjasósu og trönuberjum, en boðað kiwi gleymdist. Kjúklinga- kæfa var líka mjúk og mild, en fínlegri aö sjá, í fylgd með trönu- beijum og sýrðum graslauksrjóma. Báðar kæfurnar voru afar góðar. Andalifur var hins vegar ekkert sérstakur forréttur, sem fólst aðal- lega í linum skógarsveppum og góðri rauðvínssósu, en minna í litlu magni af góðri andalifur, er var á þunnri, stökkri og góðri smjör- deigsköku, svo og títtnefndum trönuberjum, sem greinilega voru í hátízku eða of miklu upplagi á staðnum. Frábærir fiskréttir Fiskréttir reyndust allir vel og sumir frábærlega vel. Smjörsteikt lúðukótiletta var ótrúlega létt eld- uð og meyr, borin fram með rækjum og ostasósu. Smjörsteikt rauðspretta með allt of fjölbreyttu meðlæti var ekki minna nærfærn- islega elduð og eftir því góð. Gufusoðið karfaflak féll í skugga þessara tveggja fiskrétta, en var eigi að síður gott, hvítlaukskrydd- að og sérkennilega fram sett með afar góðri rauðvínssósu brúnni. Léttsteiktur lambageiri var meyr og góður, en dálítið yfirkeyrður af kryddi, borinn fram með hæfílega léttsoðnu grænmeti og þungsteikt- um sveppum, en ekki bökuðu kartöflunni, sem boðuð var. Með hliðsjón af því, sem áður hefur ver- ið sagt hér um nauta- og kálfarétti staðarins, mætti ætla, að kjöt væri veikari hlekkur en fiskur í mat- reiðslunni. Allir réttir, sem hér hafa verið nefndir, voru boðnir á töflu, sem komið var fyrir á trönum, er born- ar voru milli borða. Komið hefur fram hér að framan, að ósamræmi var stundum milh hinna tiltölulega löngu, handskrifuðu lýsinga á rétt- unum á töflunni og á raunveruleik- anum, sem kom á borðið. Þetta er einkennilegt, því að tæpast er ástæða til langra lýsinga, ef ekki er ætlunin að taka neitt mark á þeim. Réttirnir, sem sagt var frá á töfl- unni, voru yfirleitt á lægra verölagi en réttirnir á fastaseðhnum og th í nógu úrvali, svo að gestir þurfa ekki að fletta seölinum, fyrr en kemur að eftirréttum. Djöflaterta reyndist sæmilega, en heit epla- kaka var sérkennileg, eins konar rúlluterta, sem fól í sér meira af Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en krónupeningarnir tákna verðlagið. rúsínum en eplum og hafði í för með sér ískúlu og þeyttan rjóma. Annars er fasti matseðillinn at- hyglisverður fyrir þá sök, aö þar er sérstaklega mælt með hvalkjöti, pönnusteiktri langreyði í rauðvíns- sósu og Madeira og vegna þess að þar er boðin matarveizla eftir höfði kokksins, það er að segja röð leynd- ardómsfullra rétta. Hún er afgreidd fyrir minnst fjóra og kostar 2.450 krónur á mann. Shkar veizlur tíðk- ast víöa í frönskum veitingahúsum, en ég hef ekki prófað veizluna í Óðinsvéum. Fyrirmyndar vínlisti Enn merkilegri er raunar vínlist- inn. Hann nær yfir flest hið bezta, sem fáanlegt er borðvína í Ríkinu, þar á meðal vín, sem sjaldséð eru í veitingasölum, svo sem Siglo, Ris- erva Ducale og Saint Emihon Luze. Til viðbótar er svo langur hsti vína, sem sérstaklega eru flutt inn fyrir Óðinsvé og eru hvergi annars stað- ar fáanleg. Þeim lista, sem og venjulega listanum, fylgja lær- dómsríkar útlistanir á eðli og eiginleikum vínanna. Þetta eru um tuttugu vín, öll frá Bordeaux. Flest eru þau lítt þekkt og sumpart frá afskekktum héruð- um. Sum eru til dæmis frá svæðinu milli fljótanna Garonne og Dordogne, sem fáir vínþekkjendur kunna til hlítar. Nokkur eru nær óþekkt vín frá Graves. Verðlagið er frá 1.180 krónum upp í 1.760 krónur fyrir flöskuna af flestum þessara vína. Svo eru líka á boðstólum dýrari Bordeaux-vín. Hæst ber þar Chate- au Léoville-Poyferré frá St.Julien af hinum góða árgangi 1979 á 4.593 krónur. Ennfremur Chateau La- grange frá St.Julien af hinum enn betri árgangi 1978 og loks Chateau Duhart-Milon frá Pauihac af hinum heldur lakari árgangi 1980. Betri kaup kunna að vera í hinu van- metna Chateau Troplong-Mondot frá St.Emihon af árganginum 1979 á 2.960 krónur. Ljúfleg og fagleg Starfsliðið í Oöinsvéum var svo þægilegt, að viðbrigðin við að koma úr hádegisverði í Sjanghæ í kvöld- verð í Öðinsvéum var eins og að koma í himnaríki úr hreinsunar- eldinum. Þjónustan í Óðinsvéum reyndist ekki aðeins ljúfmannleg, heldur einnig fagmannleg. Sex gestir við sama borð fengu hver sinn rétt, án þess að þjónustuliðiö þyrfti að spyija, hver heíði pantað hvað. Slíkt er sjaldgæft hér á landi, jafnvel á dýrustu stöðum. Óðinsvé eru notaleg, einkum meginsalurinn. Garðstofan er hins vegar kuldaleg marga daga ársins. Hún er hka löng og mjó og þétt- skipuð ljósleitum límviðarborðum og eins konar garðstólum. Þar eru viftur í lofti og steinflísar á gólfi. í aðalsalnum eru naktar perur og reitaskreyting í lofti, riffluð súla með speglum á miðju gólfi, mál- verk, speglar og smámyndir á ljósum veggjum, mikið af potta- blómum í gluggum og teppi á gólfi. Til hótelanddyris sést í gegnum vínskápinn. Gestir sitja í vönduð- um, dökkbrúnum armstólum við samlit og gljáandi viðarborð. Á borðum eru plattar, afskorin blóm og vandaður borðbúnaður, tau- þurrkur á kvöldin og úr pappír í hádeginu. í kjallara er fordrykkja- og kaffistofa í sama stíl. Þriggja rétta máltíð með kafíi, valin af seðh dagsins, sem býður fullnægjandi úrval, kostar að með- altali 1.555 krónur að kvöldi og 1.387 krónur í hádegi. Það er tiltölu- lega lágt verð miðað við gæði. Val af fastaseðh kostar heldur meira, 1.809 krónur. Jónas Kristjánsson Dæmigerður matseðill 210 Rjómalöguð blaðlaukssúpa 480 Gæsakæfa með ávaxtasósu, kiwi og ristuöu brauði 480 Kjúklingakæfa með rjómasoðnum graslauk 420 Steikt andalifur með skógarsveppum og vínsósu 620 Gufusoðið karfaflak með lauk og lerkisveppum 650 Smjörsteikt rauðspretta með ristuðum banana 690 Smjörsteikt lúðukótiletta með rækjum og ostasósu 890 Léttsteiktur lambageiri með Cafe-de-Paris sósu 1090 Nautafllet með ijómapiparsósu og bakaðri kartöflu 780 Snitzel Gordon bleu, fyllt með osti og skinku 350 Ferskt ávaxtasalat með eggjasósu og þeyttum rjóma AKUREYRI Blaðberi óskast á YTRI-BREKKUNA. Uppl. í síma 25013. Tilvalin gönguferð fyrir eldra fólk. VERKFRÆÐINGAR TÆKNIFRÆÐINGAR Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða raf- magnsverkfræðing eða tæknifræðing til starfa við áætlanagerð við raforkuvirki. Kunnátta í Fortran- forritun æskileg. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og m.a. aðgang að stóru tölvukerfi sem nota má við áætlanagerð. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 686222. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Auglýsing Staða framkvæmdastjóra við Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins er hér með auglýst laus til umsóknar. Framkvæmdastjóri skal sjá um fjárhagslegan rekstur stofnunarinnar og hafa umsjón með daglegum rekstri. Áskilið er að umsækjandi hafi menntun og starfs- reynslu á rekstrarsviði. Laun samkv. kjarasamningi opinberra starfsmanna. Umsóknir um stöðuna, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist félagsmálaráðuneyt- inu deild fyrir málefni fatlaðra, fyrir 1. desember nk. Staðan veitist frá 1. janúar 1988 eða eftir samkomu- lagi. Félagsmálaráðuneytið 3. nóvember 1987 Fáðu þér þá brúsa af Fermitex og málið er leyst. Fermltex losar stíflur í frárennslispíp- um, safemum og vöskum. Skaölaust fyrir gler, postulín, plast og flestar tegundir málma. Fljótvirkt og sótthreinsandi. VATNS VIRKINN HF. Ármúla 21, s. 685966 Lynghálsi 3, s. 673415
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.