Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Síða 27
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988.
27
stefna selur jafnmikið af
plötum i Bandarikjunum og
milliþunga iðnaðarrokkið.
Það nýjasta á þeim markaði
ku vera hljómsveit sem nefn-
ist Kingdom Come sem
sendirfrá sér sína fyrstu
plötu innan skamms. Sér-
fróðir menn vestra keppast
Tröllasögur af meintri bilun
Michaels Jackson ganga
alltaf við og við í erlendum
popptímaritum. Sú nýjasta
hermir að drengurinn sé nú
önnum kafinn við að læra
tungumál eða hijóð simpan-
sapa, enn eitt slíkt kvikindi
er i eigu Jacksons. Api þessi
heitir Bubbles og fór með
húsbónda sinum til tónleika-
halds í Japan á dögunum.
Og þar sem Michael Jack-
son er frekar mannfælinn
maður eyddi hann meiri tíma
í selskap apans en viti bor-
inna manna. Sátu þeir
Jackson og apínn löngum á
skrafi en sá var gallinn að
ekki skíldi Jackson mikið
hvað apinn var að fara og
þá apinn ekki heldur hvað
Jackson var að fara. Og þar
sem sérfræðingar fullviss-
uðu Jackson um að apinn
gæti aldrei lært ensku til
gagns, ákvað Jackson að
læra tungutak apans...
Gamli Led Zeppelin gitar-
leikarinn Jimmy Page hefur
haft hægt um sig upp á siðk-
astið en innan tíðar kemur
á markaðinn sólóplata frá
honum sem gamlir rokkarar
binda miklar vonir við. Í
framhaldi af útgáfu þessarar
plötu stendúr hljómleikaferð
um Bandarikin fyrir dyrum
og þar verða í för með Page
valinkunnir menn eins og
Jason Bonham, sonurgamla
Zeppelin trommarans Johns
Bonham, Chris Farlow og
Íslandsvinurinn gamli, John
Miles, sem steig sin fyrstu
frægðarsor í Klúbbnum
gamla innvið Borgartún hér
um árið... Það rætistúr
mönnum...
-SþS-
Nýjar plötur
George Michael - Faith
Maður í mikilli framför
Þegar Wham! dúettinn leystist upp
var löngu ljóst að framtíðin blasti við
George Michael en fortíðin við félaga
hans, Andrew Ridgeley. Sú hefur líka
orðið raunin: George Michael er orð-
in stórstjarna í eigin nafni á alþjóð-
legan mæhkvarða en Andrew
Ridgeley er gleymdur og grafinn.
Faith nefnist þessi fyrsta sólóplata
George Michael og það er víst að
hann hefur fulla trú.á því sem hann
er að gera og þá ekki síður. plötu-
kaupendur því platan er með sölu-
hæstu plötum heimsins um þessar
mundir.
Margir héldu að George Michael
yrði bara einn glanspopparinn enn;
mörg lög Wham! bentu til þess að
hann ætti auðvelt með aö semja ein-
faldar dægurflugur sem flygju inn
um annað eyrað og út um íútt.
En annað hefur komið á daginn,
pilturinn hefur sagt skilið við glans-
popþið að mestu og greinilega orðið
fyrir miklum áhrifum frá kollega
sínum, Prince. Reyndar hefur amer-
ísk soultónlist alla tíð sett mark sitt
á tónsmíðar George Michael en þessi
amerísku áhrif eru sérstaklega áber-
andi á þessari plötu enda hefur henni
verið mun betur tekiö í Bandaríkjun-
um en í Bretlandi.
Tónlistin á þessari plötu er ekki af
því taginu sem maður grípur við
fyrstu áheyrn. Það er þung undiralda
í flestum lögum, takturinn þéttur og
takthljóðfærin í stærstu hlutverkun-
um.
Og þó svo að George Michael hafi
breytt svo lítið um áherslu í tónlist
sinni hafa hæfileikar hans sem laga-
smiðs ekki dvínað, þvert á móti tel
ég hann hafa vaxið um allan helming
sem lagasmiður; er áberandi þrosk-
aðri en bara fyrir tveimur árum.
Hann er greinilega mikill tilfmn-
ingamaður, það er drjúgur hiti í
mörgum lögum hér og ennfremur er
mikil tilfinning í söngnum. /
George Michael gerði tvímælalaust
rétt þegar hann leysti upp Wham!
dúettinn þó þar væri um gulltryggða
tekjulind að ræða. Hann haföi enn-
fremur vit á að faUa ekki í þá gryfju
að endurtaka það sem hann var að
gera með Wham! og plata þessi er
gott vitni um aö hér er maður sem
veit hvað hann er að gera.
-SþS-
Madonna - You Can Dance
Grímulaust gróðabrall
Möguleikar snjallra tónlistar- og
bisnessmanna á að græða á tónlist
sinni eru óneitanlega miklu meiri í
dag en var fyrir einum áratug eða
svo. Þá og reyndar áður gáfu menn
einfaldlega út eitt stykki stóra plötu
og síðan hugsanlega einhverjar smá-
skífur. Nú hafa bæst við þessa útgáfu
alls kyns mixútgáfur sem gera það
að verkum að hægt er aö selja sama
lagið í fjórum fimm rnismunandi út-
gáfum og verður það að teljast góð
nýting á einu lagi.
Þessi nýútkomna plata með Ma-
donnu er einmitt af þessu gjörnýting-
artagi. Hér eru sérstakar dansútgáf-
ur á lögum sém fraukan hefur áður
sent frá sér á stórum og litlum plöt-
um. Eitt lag nýtt er látiö fljóta með,
líklega til að geta sagt við væntanlega
kaupendur að þeir séu ekki bara að
kaupa gamlar lummur.
En hér er sem sagt gamla diskóið
lífgaö við, sami takturinn er gegnum-
gangandi alla plötuna út í gegn og
lögin fljóta saman í eina hellu sem á
sér ekkert upphaf og engan endi.
Þetta er ekki tónlist sem menn setja
á fóninn hjá sér á síðkvöldi til að
slappa af og njóta og þaðan af síður
til að pæla í á nokkurn hátt. Þessi
tónlist er nefnilega gjörsamlega and-
laus og vélræn og gerir nákvæmlega
engar kröfur til hlustenda nema þá
helst að þeir geti hreyft lappirnar í
takt við bankið
Ekki get ég sagt að Madonna hafi
hækkað í áliti hjá mér viö hlustun á
þessa plötu; hins vegar veit ég að hún
getur samið ágætis popplög og
kannski ekki viö hana eina að sakast
þegar svona augljóst gróðabrall er á
ferðinni eins og við blasir að þessi
plata er. -SþS-
Fréttir
Flotamálaráðherra Bandarikjanna, James H. Webb jr„ og Steingrimur
Hermannsson, utanríkisráðherra íslands, kveðjast eftir sameiginlegan
blaðamannafund í Ráðherrabústaðnum i fyrradag. Með þeim á mynd-
inni er Nicholas Ruwe sendiherra Bandaríkjanna á íslandi.
DV-mynd BG
Steingrímur fundaði
með flotamálaráðherra
Flotamálaráðherra Bandaríkj-
anna, James H. Webb jr„ dvaldi hér
á landi á miðvikudag og fimmtudag
til að kynna sér starf og aðbúnað
varnarliðsins á Keflavíkurflug-
velii. í fyrradag átti hann stuttar
viðræður við Steingrím Her-
mannsson utanríkisráöherra og
Þorstein Pálsson forsætisráðherra.
Steingrímur Hermannsson sagði
fund sinn með Webb hafa verið
ákaflega stuttan en þar ræddu þeir
olíulekann á Keflavíkurflugvelli og
hvernig hægt væri að lagfæra það
tjón sem varð af völdum hans. Þá
ræddu þeir ýmis vandamál sem
upp hafa komið á liðnum árum.
T.d. vöruflutninga til varnarhðsins
og kjötmálin svokölluðu.
-JBj
Ronald Currie kom frá Svíþjóð til að kynna tækið. Á innfelldu myndinni
má sjá skó þar sem endurvarpsplata hefur verið fest við skóinn.
DV-mynd S
FlugbjörgunarsveHJn:
Nýjung til leitar
í snjóflóðum
Flugbjörgunarsveitin hefur kynnt
nýtt tæki til leitar í snjóflóðum. Tæk-
ið er sænskt og sendir það frá sér
radiogeisla. Til aö leitartækið komi
að gagni er nauðsynlegt að sá sem
leitað er að sé með á sér sérstakt
endurvarp. Endurvarpið er htil þunn
plata. Hún tekur á móti geislunum
og tvöfaldar kraft sendingarinnar.
Leitarækið nemur síðan geislann aft-
ur.
Leitartækið ætti við góðar aöstæð-
ur að geta fundið mann sem grafinn
er allt að 10 metra undir snjó. Vatn
og málmur draga úr stýrk sending-
anna. Endurvarpið verður selt víða
og mun ekki kosta mikið. Þegar er
hafin framleiðsla á skíða- og göngu-
skóm þar sem endurvarpsplatan er
fest í skóna.
Ingvar Valdimarsson hjá Flug-
björgunarsveitinni sagði að þessi
nýjung væri góð viðbót við þau áhöld
sem nú eru th til leitar í snjóflóðum.
Áfram verður þó að þjálfa hunda óg
leita með eldri aðferöum. Vatn getur
verið neðst í snjóflóðum, eins er
hætta á að viðkomandi verði ekki
með endurvarp og eins er mögulegt
að endurvarpsplatan losni af þeim
sem verður fyrir snjóflóði.
-sme
Stóra hassmálið:
Öll þrjú laus úr gæsluvarðhaldi
Sá aðili, sem setið hefur í gæslu-
varöhaldi frá því um miðjan nóv-
ember vegna innflutnings á tugum
kílóa af hassi, hefur verið látinn laus.
Áður hafði manni og konu, sem tekin
voru fyrir aöild að máhnu, veriö
sleppt úr gæsluvarðhaldi.
Guðjón Marteinsson, deildarlög-
fræðingur fikniefnadeildar, segir að
nú hilli undir lok rannsóknar máls-
ins. Hann varðist ahra frétta af
niðurstöðum hennar. „Þegar við
ljúkum rannsókn á áíkæruvaldið
leik,“ sagði Guðjón.
Áður hefur komið fram að við
rannsókn málsins játaði fólkið að
hafa flutt til landsins á milli 60 og 70
kíló af hassi á tveimur árrnn. -sme