Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 34
46
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988.
Handknattleikur imglinga______________________________________________________dv
Mikið um óvænt úrslit
Nokkuð varð um óvænt úrslit í 3.
flokki kvenna í handbolta. Sum lið
komu sterkari til leiks heldur en
búist var við og önnur hð ollu nokkr-
um vonbrigðum.
Reykjavíkurmeistarar KR og Sel-
foss háðu haröa baráttu um meist-
aratitihnn í 1. deild. Bæði liðin
töpuðu einum leik, KR fyrir hði
UMFG, 13-14, en Selfoss tapaði inn-
byrðisviðureign þessara liða í
miklum baráttuleik sem endaöi með
eins marks sigri KR, 6-5.
UMFN og Grótta tryggðu sér rétt
til að leika í úrslitum Islandsmótsins
í vor með því að enda í 3.-4. sæti.
Þessi lið tryggðu sér réttinn með því
að sigra lið Víkings og UMFG og gera
jafntefli sín á milli.
Víkingar, sem léku til úrslita í
Reykjavíkurmótinu fyrr í vetur,
unnu aðeins lið UMFG og falla því í
2. deild ásamt þeim. Víkingur og
UMFG hafa tækifæri til að vinna sér
sæti í úrslitum í vor en til þess þurfa
þau að vinna 2. deild í næstu umferð.
Framarar, sem féllu í síðustu um-
ferð í 2. deild, stöldruðu stutt við og
unnu alla leiki sína. Var sigur þeirra
ekki í hættu í neinum leikja þeirra
nema helst gegn liði UMFA sem
stúlkurnar sigruðu, 13—11.
Haukar, UMFA og ÍBV börðust
hatrammri baráttu um annað sætið
sem laust var í 1. deild. ÍBV tókst að
tryggja sér 1. deildarsæti þrátt fyrir
að hafa tapað fyrir Fram og FH, þar
sem þær lögðu að velli, auk UMFA
og Hauka, lið Þróttar og Fylkis.
UMFA varð í þriðja sæti, sigraði
FH, Þrótt og Hauka og gerði jafntefli
við Fylki, 10-10.
Haukar urðu að sætta sig viö fjórða
sætið þar sem stúlkurnar unnu að-
eins lið Fylkis og FH en gerðu jafn-
tefli við Þrótt.
FH hélt sæti sínu í 2. deild með sigr-
um á ÍBV og Fylki en Þróttur og
Fylkir veröa aö leika í 3. deild í næstu
umferð.
Lið ÍBK og ÍA virtust skera sig
nokkuð úr í 3. deild. Töpuðu þau
ekki leik og gerðu jafntefli sín á
milli, 10-10. Markatala ÍBK var
nokkru betri þar sem Keflvíkingar
unnu andstæðinga sína flesta með
miklum mun.
UBK varð í 3. sæti með sjö stig. í
4. sæti varð lið ÍR með sex stig en
Reynir í 5. sæti með fimm stig.
HK og UFHÖ urðu í tveimur neðstu
sætunum.
Á Akureyri var síðan fyrsta um-
ferðin af þremur leikin og komu
Þórsarar sterkir til leiks, unnu KA,
6-3, og Völsung, 13-5. KA sigraði svo
Völsung í jöfnum leik, 9-8.
Þau lið, sem nú eru í 1. deild, hafa
þegar tryggt sér sæti í úrslitum um
Islandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að
ein umferð sé eftir í deildum. Auk
þess hætast við tvö efstu hð 2. deildar
næstu umferðar og lið frá Akureyri
og Austfjörðum.
Dehdimar verða þannig í næstu
umferð sem fram fer helgina 20.-21.
febrúar nk.
1. deild: 2. deild: 3. deild:
KR Víkingur Þróttur
Selfoss UMFG Fylkir
UMFN UMFA UBK
Grótta Haukar ÍR
Fram FH Reynir
ÍBV FBK HK
ÍA UFHÖ
Dómara vantaði í lokaumferð 1. deildar
- litlu munaði að fresta yrði síðustu umferðinni
Það var jöfn og spennandi keppni í
flestum deildum 3. flokks karla í síð-
ustu umferð. Úrslit leikja-réðust oft
ekki fyrr en á síðustu sekúndunum
og markatala réð sætaröð.
Á Akureyri var háð hörð keppni í
fyrstu umferð íslandsmóts Norður-
landsriðils en leiknar eru þrjár
umferðir og það hð sem sigrar í riðl-
inum leikur í úrshtum meðal þeirra
bestu en liö í 2. sæti leikur í B-úrslit-
um. Af úrshtum leikja virðist sem
öh þrjú liðin séu af svipuðum styrk-
leika. Mikil gróska virðist vera
komin í handknattleik á Húsavík
með tilkomu nýs íþróttahúss og tek-
ur Völsungur þátt í Norðurlandsriðh
í öllum flokkum. Völsungar stóðu sig
nokkuð vel í 3. flókki þótt þeir töpuðu
báðum leikjum sínum í 1. umferð.
Munurinn var ekki mikill, tap fyrir
KA, 18-14, og Þór, 17-14.
KA og Þór gerðu síðan jafntefli sín
á milli, 14-14, og KA-menn eru því í
efsta sætinu til að byrja með vegna
hagstæðari úrshta gegn Völsungi.
Valur, dehdarmeistari síðustu um-
ferðar, hélt uppteknum hætti og
vann flesta leiki sína í 1. dehdar
keppninni sem háð var í Vestmanna-
eyjum. Þeir gerðu þó jafntefli gegn
FH.
Harða keppni um 3.^J. sæti háðu
heimahðin, Týr og Þór. Bæði hðin
töpuðu fyrir Völsurum en Týr hafði
betur og hlaut 2. sætið með sigri á
Þór i dæmigerðum leik Eyjaliðanna.
Hörðum og spennandi leik lauk með
eins marks sigri Týs, 11-10.
í 4. sæti varð lið FH sem auk jafn-
teflisins við Val sigraði Stjömuna og
UMFA.
Stjarnan og UMFA féhu í 2. deild,
unnu engan leik en geröu jafntefli í
leik sín á milh, 16-16. Frammistaða
Stjömunnar kom nokkuð á óvart þar
sem Stjaman var í baráttu um dehd-
armeistaratitihnn í síðustu umferð.
Litlu munaöi að fella yrði niður eða
fresta síðustu umferðinni sem fara
átti fram á sunnudeginum þar sem
erfiðlega gekk að fá dómara til starfa.
Mikil bið varð á að fyrsti leikur á
sunnudagsmorgni hæfist. Að honum
loknum dæmdu þjálfarar hðanna t.
þ.a. hægt væri að ljúka keppninni.
Keppnin í 2. dehd fór fram í Digra-
nesi og komu Framarar þar sterkast-
ir th leiks en fyrirfram var búist við
harðn baráttu þeirra við Víking og
HK. Öll þessi lið unnu leiki sína við
Þrótt, UBK og ÍR þannig að viðureign
þessara liða innbyrðis réð röð þeirra.
Fram sigraði Víking, 14-10, og HK,
14-11, og tryggði sér þar með sæti í
1. dehd og úrslitum í vor.
Það var því mikil spenna í leik Vík-
ings og HK því það hð sem sigraði
fylgdi Fram í 1. dehd. Lið HK kom
ákveðnara til leiks og náði fljótlega
fomstu sem það hélt th leiksloka.
Leiknum lauk með sigri HK, 1845.
Það var einnig mikh spenna á botni
2. dehdar og var mikh barátta um
að ná að halda sér í dehdinni ásamt
Víkingi.
UBK féh í 3. deild með ekkert stig
en Þróttur og ÍR hlutu þijú stig,
gerðu jafntefli sín á milli. Þegar farið
var að athuga markahlutfah þessara
hða kom það í ljós að það var jafnt.
Þurfti því að athuga hvort hðið hefði
skorað fleiri mörk og héldu Þróttarar
sér í 2. dehd á fleiri skoruðum mörk-
um en ÍR-ingar falla í 3.deild ásamt
UBK.
í Keflavík fór fram keppni í 3. deild
og sigraði lið Gróttu dehdina á fuhu
húsi stiga. Selfoss fer með þeirp upp
í 2. dehd en þeir töpuðu aðeins leikn-
um á móti Gróttu.
KR, sem kom úr 2. deild, situr eftir
ásamt Fylki, hlutu þau bæði fimm
stig.
Lið heimamanna, ÍBK, féh ásamt
ÍA í 4. deild. ÍBK tapaði öllum sínum
leikjum en ÍA sigraði aðeins hð
Keflavíkur.
Aðeins þijú lið voru í 4. dehd og
sigraði lið Hauka báða andstæðinga
sína. Ármann og UFHÖ gerðu jafn-
tefli í innbyrðisviðureign, 17-17, og
Ármann fylgir Haukum upp í 3. deild
vegna hagstæðari úrshta gegn þeim
heldur en UFHÖ.
Leikið verður næst í 3. flokki karla
helgina 20.-21. febrúar nk. og beijast
þá aðallega lið í 2. deild um sæti í
úrslitum því 1. dehdar hðin hafa þeg-
ar tryggt sér sæti í þeim.
Deildaskiptingin verður þannig:
1. deild 3. deild
Valur ÍR
Týr UBK
Þór Fylkir
FH KR
Fram Haukar
HK Ármann
2. deild 4. deild
Stjarnan ÍA
UMFA ÍBK
Víkingur UFHÖ
Þróttur
Grótta
Selfoss
• Glæsileg tilþrif úr leik Vikings og ÍR í 3. flokki karla.
Barátta og leikgleði réð ríkium
í 5. flokki karla var keppni jöfn og
spennandi eins og venjulega þegar
þessi aldursflokkur á i hlut. Leik-
gleðin er ávallt í fyrirrúmi og
keppnisharkan gifurleg enda aldrei
gefið eftir. Það er því oft töluvert af
áhorfendum sem fylgist með en þeir
mættu vera fleiri því þetta er hin
besta skemmtun.
Það kom í hlut Akraness að sjá um
1. dehdina að þessu sinni og leystu
Akumesingar þaö ágætlega af hendi.
Eins og við var að búast var keppnin
gífurlega jöfn og spennandi og ógern-
ingur er að spá hver hlýtur hinn
eftirsótta íslandsmeistaratitil þegar
upp verður staðið. í fyrsta leik tapaði
HK nokkuð óvænt fyrir Víkingum
sem sphuðu sinn besta leik í langan
tíma og nældu sér í dýrmæt stig.
Ekki var baráttan minni hjá KR og
UBK þvi UBK sigraði með eins marks
mun, 12-11
í annarri umferð sigraði KR hð
heimamanna með fjögurra marka
mun, 13-9. í næsta leik mættu HK
piltamir mjög ákveðnir th leiks og
vom staðráðnir í að tapa ekki aftur
og sigruðu Stjörnuna örugglega,
13-8. Víkingur tapaði síðan naum-
lega fyrir UBK með eins marks mun,
llr10.
í þriðju umferðinni, sem sphuð var
seint á laugardaginn, mættust KR og
HK í fyrsta leik og sigraði HK 13-9.
UBK sigraði síðan ÍA nokkuð ömgg-
lega, 12-8. Síöasti leikur dagsins var
síðan á mhli Stjörnunnar og Víkings
og var hann gifurlega jafn og spenn-
andi og ekkert gefið eftir. Leiknum
lauk meðjafntefli, 11-11, og voru það
sanngjöm úrsht þegar upp var stað-
iö.
Á sunndagsmorguninn mættust
síðan tvö bestu hðin, HK og UBK.
Þegar hér var komið sögu hafði UBK
ekki tapað leik en með sigri heföu
strákarnir tryggt sér efsta sætið.
Strákamir í HK vom ekki á þeim
buxunum, spiluðu mjög góðan hand-
bolta, börðust vel í vörninni og
sigruðu örugglega, 10-6. Stjarnan
tapaði síðan fyrir KR. ÍA sphaði við
Víkinga og sigraði nokkuð auðveld-
lega, 12-9.
I síðustu umferðinni sigraði UBK
Stjömuna 12-9 og HK sigraði ÍA12-7.
í síðasta leik mótsins sigraði KR Vík-
inga 10-9 í æsispennandi leik.
Urslit voru því ráðin. HK og UBK
voru efst og jöfn með 8 stig en HK
hneppti fyrsta sætið vegna þess aö
HK sigraði í innbyrðis viðureign
þessara liða. KR varð í þriðja sæti,
Víkingar lentu í fjórða sæti með jafn-
mörg stig og Stjarnan en hagstæðara
markahlutfall réð því að Víkingar
héldu sæti sínu í 1. deild. Skagamenn
lentu í neðsta sæti að þessu sinni en
þeir hafa alla burði til þess að gera
betur. Markahæstu menn þessarar
umferðar vora:
Gunnleifur Gunnleifsson, HK, 25
mörk.
Alfreð Karlsson, ÍA, 21 mark.
Daði Ingólfsson, KR, 19 mörk.
Sæþór Olafsson, HK, 18 mörk.
Þórhallur Ö. Hinriksson 16 mörk.
Önnur dehdin var leikin í Álfta-
mýrarskóla. Þar sigruðu hinir
snjöllu leikmenn Týs frá Vest-
mannaeyjum og leika því í 1. dehd í
næstu umferð. FH fylgir þeim þang-
að en lenti í öðru sæti með jafnmörg
stig og Selfoss sem hafnaði í þriðja
sæti vegna þess aö FH hafði hagstæð-
ara markahlutfall. Þór lenti í fjórða
sæti. Það kom síðan í hlut Fram og
ÍR að falla í þriðju deild að þessu
sinni en bæði liöin fengu tvö stig.
Þriðja deild var leikin í Sandgerði.
Valsmenn komu, sáu og sigruðu.
Þeir unnu alla leiki sína og spila því
í 2. deild í næstu umferð. Reynir frá
Sandgerði lenti í öðru sæti og fer því
einnig upp í 2. deikl ÍBK lenti í þriðja
sæti, Fylkir í fjórða sæti en Grótta
féll í 4. dehd ásamt UMFN sem fékk
ekkert stig.
Fjórða deild var leikin í Borgar-
nesi. Heimamenn unnu aha leiki sína
og sigruðu þar með í fjórðu deild-
inni. UMFA varð í öðru sæti. Haukar
og Ármann lentu í 3.-4. sæti. Þróttur
í hafnaði í 5. sæti og UFHÖ í 6. sæti.
Deildirnar eru því þannig skipaðar:
1. deild: 3. deild:
HK Fram
UBK ÍR
KR ÍBK
Víkingur Fylkir
Týr, Ve. Skallagrímur
FH UMFA
2. deild: 4. deild:
Stjarnan Grótta
ÍA UMFN
Selfoss Þróttur
Þór, Ve. Haukar
Valur Ármann
Reynir, Sandg. UFHÖ