Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Page 41
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. 53 Lífsstfll Sumarverðlistar ferðaskrifstofanna 25-35% hækkun á ferðum Nú um helgina birtast nýir sum- arbæklingar flestra ferðaskrifstof- anna. Þessara bæklinga er beðið með nokkurri eftirvæntingu af þeim sem hyggjast ferðast í sumar. Eins og venjulega eru bæklingarnir fullir af girnilegum ferðamöguleikum og myndum. Verð hefur þó breyst tölu- vert frá því síðastliðið sumar og er hækkunin á bilinu 25 til 35 prósent. Að sögn ferðafrömuða eru margar ástæður fyrir hækkunum þessum og er verðbólgunni gjarnan kennt um. Meðaltal framfærsluvísitölu hefur hækkað 26,1 prósent á þessu tíma- biii. Á dögum aukins verðbólguhraða rifjast upp það tímabil þegar ekki var hægt að að gera sér grein fyrir hvað ferðalagið myndi kósta fyrr en síð-. asta afborgunin var greidd. Þeir sem ætluðu að skipuleggja og panta ferð sína tímanlega gátu átt von á því að ferðin kostaði helmingi meira en upphaflega var áætlað. Þegar spurst var fyrir hjá ferðaskrifstofum hvort þessi þróun myndi eiga sér stað í ár svöruðu þær því neitandi. Þrátt fyrir það má áætla að vegna gengisþróun- ar og hækkana innanlands muni þessi glænýju verð, sem gefin eru upp í bæklingunum, geta orðiö nokk- uð hærri í sumar. En það er ljóst að bæklingar ferða- skrifstofanna hafa aldrei verið eins vel úr garði gerðir og nú. Ferðatil- boðin eru fjölmörg, nokkuð um nýjungar og enn sem fyrr virðist meginþunginn og flest ferðatilboðin vera í sólarlöndin. Síöasta sumar voru flestar ferðir til Mallorca. Sýnishorn af nýjum sumarverðlistum ferðaskrifstofanna. Nýjar leiðir —fleiri möguleikar Af nýjum áfangastöðum má nefna hefja Flugleiöir beint flug til Helsinki og Arnarflug beint flug til Mílanó. í kjölfar þessara nýju flugleiða opnast Kýpur en þangað verður farið í ennnýirmöguleikarfyrirferðamenn skipulagða hópferð F sumar. Nýjar skipulagða hópferð rsumar. Nýjar flugleiöir opnast með sumrinu, þá sumarsins. Ef staða dollars verður svipuð í sumar og hún er í dag má áætla að fleiri ferðamenn leggi leið sína vestur um haf en oftast áður. Þar eru feröa- möguleikamir fjölmargir. Ekki er að efa aö þeir sem eru farn- ir að velta fyrir sér sumarleyfinu fái sér þessa nýju verðlista ferðaskrif- ; stofanna, síðan er það spuming hvort íslendingar verða eins ferða- glaðir og í fyrra þegar það liggur ljóst fyrir að verðhækkanirnar em veru- legar. EG Hagstæð fargjöld innan Bandaríkjanna Augu ferðamanna beinast í vestur- átt um þessar mundir vegna stöðu dollarans. Vegna legu okkar lands, miöja vegu á milh Moskvu og Was- hington, má segja að við séum vel í sveit sett með vesturferðir. Héðan er beint flug til flmm áfangastaða í Bandaríkjunum. Þeir eru New York, Boston, Baltimore, Chicago og Or- lando. Fargjöld á þessa staöi eru mishá eftir þvrhvers konar farmiðar eru keyptir, apex, normal eða saga, og einnig skipta vegalengdir máli. Til New York og Boston kostar apex- farmiði 23.740 kr., Baltimore 25.140 kr., Chicago 26.770 kr. og Orlando 30.750 kr. Við ætlum að benda ferðamönnum, sem hyggja á vesturferð, á svonefnda flugpassa. Fyrir erlenda ferðamenn eru í boði flugpassar um Bandaríkin þver og endilöng á mjög hagstæðu verði. Við skulum taka nokkur dæmi. Það eru fáanlegar nokkrar gerðir af flugpössum, t.d. hopp-passi („stand-by“ passi) sem veitir hand- hafá hans heimild til aö fljúga til þeirra borga innan Bandaríkjanna sem hann kýs, eins margra og hann getur en á ákveönu tímabil. í flestum tilvikum er um þrjátíu til sextíu daga passa aö ræða. Helsti kostur við slík- an passa er að ferðamaðurinn er engum háður, getur um fijálst höfuð strokið og valið eigin ferðaleiðir þeg- ar honum hentar. Einn galli er á þessu fyrirkomulagi: ekki eru alltaf laus sæti í því flugi sem fyrirhugaö er að nýta sér hverju sinni. Slíkt get- ur sett stórt strik í reikninginn nema það sé látið ráða hverju sinni hvar sæti er laust. Þeim ferðamönnum, sem kaupa hopppassa, er ráölegra að bera sig ekki eftir eftirsóknar- ' verðum sætum á háannatíma sem er eftir hádegi á fóstudögum og yfir helgar fram á hádegi á mánudögum. Bandaríska flugfélagið Delta býður 30 daga hoppflugpassa (stand-by) sem kostar 399 dollara (14.800 kr.). Northwest Airlines og Air Canada bjóða líka hopppassa. Passinn hjá Northwest kostar 379 dollara (14.000 kr.) og mánaðarpassi 449 dollara (16.700 kr.). Fjögurra áfanga passar Aðrir flugpassar eru einnig fáan- Ferðir Þórunn Gestsdóttir Erlendur Garðarsson legir fyrir þá farþega sem vilja bóka flugleiðir sínar með fyrirvara og hafa sett sér ákveðin ferðamörk. Þriggja áfanga passi kostar hjá Pan-Am 7.500 kr. og fjögurra áfanga passi hjá Delta kostar 12.000 kr. Hjá Pan-Am er hægt að bæta við þriggja áfanga passann og kostar þá hver viðbótaráfangi um 2.500 kr. Hjá Delta-flugfélaginu er hægt að kaupa fjögurra staða flug- passa með fyrirfram ákveðnum bókunum fyrir rúmar tólf þúsund krónur. Þaö eru alltaf einhverjir varnaglar reknir í öllum tilboðum. Ferðamenn verða að athuga að lesa smáa letriþ þar sem greint er frá því sem leyfl- legt er og hinu sem ekki má. Til dæmis er verð á fjögurra staöa pöss- unum miðað við ákveönar dagsetn- ingar og ef þeim er breytt þarf sums staðar aö greiða aukalega eitt til tvö þúsund krónur. Það er einnig rétt að aðgæta á hvaða staði flugfélagiö flýgur sem passamir eru keyptir hjá. Og einnig hvort í gildi er samkomulag á milli hinna ýmsp flugfélaga um notkun passanna. Innan Bandaríkjanna eru starfandi fjölmörg flugfélög og mörg þau smærri bjóöa oft lægra passa- , verö en þá kemur á móti að flugnet þeirra er ekki eins þétt og stóru flug- félaganna. Flest flugfélögin bjóöa erlendum flugfarþegum sérfargjöld innan Bandaríkjanna, sbr. flugpassana. Þau eru líka mörg með sérfargjöld til Mexíkó, Hawaii og Kanada fyrir rúmar sjö þúsund krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.