Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Side 53

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Side 53
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. 65 Afmæli Þorvaldur Steingrímsson Þorvaldur Steingrímsson, fiðlu- leikari og skólastjóri Tónlistarskól- ans í Hafnarfirði, verður sjötugur á morgun. Þorvaldur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann var við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík frá 1934-37, tók fullnað- arpróf í fiðluleik 1937 og var við framhaldsnám í The Royal Aca- demy of Music í London 1946. Þorvaldur er skólastjóri Tónlistar- skólans í Hafnarfirði, en hann kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík 1943^46. Hann var fiðlu- leikari Útvarpshljómsveitarinnar frá 1944, forfiðlari þar frá 1947, fiðluleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands frá stofnun, aðstoðarkon- sertmeistari þar frá 1966 og kon- sertmeistari við Þjóðleikhúsið frá 1966-80. Þorvaldur var formaður Félags íslenskra hljóðfæraleikara 1953-55, formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur 1976-78 og formaður Félags íslenskra tónlistarskóla- stjóra frá 1982. Fyrri kona Þorvaldar var Ingi- björg hárgreiðslumeistari, f. 5.5. 1919, d. 8.1. 1966, dóttir Halldórs Jónssonar, fiskkaupmanns í Rvík, og konu hans, Sigríðar Sighvats- dóttur frá Gerðum í Garði. Þorvaldur og Ingibjörg eignuðust þrjú böm: Sigríður, f. 12.4. 1941, leikkona i Rvík, gift Lárusi Sveins- syni trompetleikara, en þau eiga þrjár dætur; Kristín, f. 31.10. 1942, hárgreiðslukona, gift Braga Hall- dórssyni, skólameistara á Sauðár- króki, en þau eiga eina dóttur og Kristín á tvö böm frá fyrra hjóna- bandi; Halldór, f. 27.9.1950, tækni- fræðingur og forstjóri í Delton á Flórída, kvæntur Regínu Valgerði Scheving, en þau eiga tvö böm og Valgerður átti dóttur fyrir sem er kjördóttir Halldórs. Seinni kona Þorvaldar er Jó- hanna Hulda, f. 11.8. 1921, dóttir Lárusar Hanssonar, innheimtu- manns í Rvík, og konu hans, Jónínu Gunnlaugsdóttur. Þorvaldur á nú þrjú systkini á lífi. Systkini hans: Baldur, f. 3.8. 1907, d. 20.7.1968, deildarverkfræð- ingur hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur, átti Kristbjörgu Guðmunds- dóttur; Bragi, f. 3.8. 1907, d. 11.11. 1971, héraðsdýralæknir í Biskups- tungum, átti Sigurbjörgu Lárus- dóttur; Ingvi, f. 21.8. 1908, d. 20.1. 1911; Anna, f. 16.7. 1910, átti Árna Kristjánsson, píanóleikara og tón- listarstjóra Ríkisútvarpsins, en meðal barna þeirra eru Ingvi Matt- hías, faðir Magneu rithöfundar, og Kristján, kennari og heimspeking- ur; Jón, f. 27.7. 1914, stýrimaður í Rvík, átti Guðbjörgu Þórhallsdótt- ur; meybarn, f. 1.9.1916; meybarn, f. 1.9. 1916; Herdís, f. 23.11. 1921, átti Sigurð Ólason, lækni á Akur- eyri. Foreldrar Þorvaldar voru Stein- grímur Matthíasson, læknir a Akureyri, f. 31.3.1876, d. 27.7.1948, og kona hans, Kristín Thoroddsen, f. 8.9.1885, d. 7.10.1959. Meðal syst- kina Kristínar voru Emil tónskáld og Þorvaldur, forstjóri í Rvík. For- eldrar Steingríms voru Matthías Jochumsson, prestur og skáld á Akureyri, og þriðja kona hans, Guðrún Runólfsdóttir, systir Þórð- Þorvaldur Steingrímsson. ar, foður Bjöms forsætisráöherra. Foreldrar Kristínar voru Þórður Thoroddsen, þingmaður og héraðs- læknir í Keflavík, og kona hans, Anna Guðjohnsen. Bræöur Þórðar voru Sigurður landsverkfræðing- ur, faðir Gunnars forsætisráð- herra, Þorvaldur náttúrufræðing- ur og Skúh, þingmaður og ritstjóri Þjóðviljans á Isafirði. Foreldrar þeirra bræðra voru Jón Thorodd- sen, sýslumaður og skáld á Leirá, og kona hans, Kristín Þorvalds- dóttir. Faðir Jóns var Þórður Þóroddsson, beykir á Reykhólum, sem Thoroddsenættin er kennd við. Foreldrar Önnu vora Pétur Guðjónsson, organleikari og tón- skáld í Rvík, sem Guðjohnsenættin er kennd viö, og kona hans, Guð- rún Knudsen. Guðrún var dóttir Lauritz Knudsen, kaupmanns í Rvík, sem Knudsenættin er kennd við, og konu hans, Margrethe Hölt- er. Guðrún Lilja Dagnýsdóttir Guðrún Lilja Dagnýsdóttir hús- móðir, Faxabraut 22, Keflavík, er sextug í dag. Hún fæddist í Dags- brún á Seyðisflrði og ólst þar upp. Guðrún Lilja átti tvö börn fyrir hjónaband: Birgir Óttar er vélvirki í Kópavogi, f. 4.10.1950, á þrjú börn frá fyrra hjónabandi og er kvæntur Ástu Samúelsdóttur skrifstofu- manni; Bryndís Ósk er meinatækn- ir í Keflavík, f. 29.2.1952, gift Gísla Grétari Björnssyni húsasmíða- meistara. Þau eiga tvö böm. Guðrún Lilja giftist 26.5. 1956 Sveini Ragnari, sjómanni frá Seyð- isfirði, syni Ásmundar Sveinsson- ar, sjómanns frá Seyðisfirði, og konu hans, Emerenstínu Péturs- dóttur frá Fáskrúðsfirði. Guðrún Lilja og Sveinn Ragnar eiga fjögur börn: Ásmundur arki- tekt, f. 19.3. 1958, kvæntur Önnu Htibner félagsfræðingi en þau búa í Buffalo í New York; Dagný, hús- móðir í Bandaríkjunum, f. 2.11. 1959, gift Michael Richard Cramblit rafeindatækni en þau eiga tvær dætur; Steinn Ómar, stýrimaður í Keflavík, f. 2.5.1961, kvæntur Línu Þyrí Jóhannsdóttur, en þau eiga einn son; Emma Kristín, verka- kona í Keflavík, f. 28.10. 1963. Hún á einn son. Guðrún Lilja átti sjö systkini en tvö þeirra létust ung. Systkini hennar: Lilja, f. 19.5. 1924, d. 10.8. sama ár; Siguröur, f. 25.7. 1925, búsettur í Hafnarflröi; Ólafía, f. 16.7. 1926, búsett í Reykjavík; Leif- ur, f. 7.3. 1929, d. 3.4. 1930; Björk, f. 8.7.1930, búsett í Reykjavík; Hlyn- ur, f. 16.8.1931, búsettur í Reykja- vík; og Vigdís, f. 16.1.1933, búsett í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar eru Dagnýr Kristinn Bjamleifsson skósmíða- meistari, en hann er látinn fyrir fáeinum árum, og eftirlifandi kona hans, Steinunn Gróa Sigurðardótt- ir frá Berlín. Föðurforeldrar Guðrúnar Lilju voru Bjarnleifur Árni Jón'sson, skósmiður frá Sauð- Guðrún Lilja Dagnýsdóttir. árkróki, og kona hans, Ólafía Kristín Magnúsdóttir. Móðurfor- eldrar Guðrúnar Lilju voru Sigurð- ur Eiríksson, útvegsbóndi í Berlín á Seyðisfirði, og seinni kona hans, Guðrún Lilja Finnbogadóttir, ætt- uð úr Húnavatnssýslu. Til hamingju með daginn 80 ára Ragnar Jónsson, Skjólbraut 2, Kópavogi, verður áttræður á morg- un. Kkra Tryggvadóttir, Litlahvammi 7, Húsavík, verður áttræð á morg- un. Stefán Jón Karlsson, Brekastíg 31, Vestmannaeyjum, verður áttræöur á morgun. 75 ára Helgi Gíslason útgerðarmaður, Að- algötu 18, Ólafsfirði, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Kristjana Guðnadóttir, Bleiksár- hlíð 39, Eskifirði, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Guðmundur Jónasson, Skólavegi 70, Fáskrúðsfirði, verður sjötíu og fimm ára á morgun. 70 ára Þorbjörn Sigurðsson umboðsmað- ur, Hafnarbraut 24, Höfn í Horna- firði, verður sjötugur á morgun. Ragnheiður Gestsdóttir, Ásólfs- stöðum 1B, Gnúpverjahreppi, verður sjötug á morgun. 50 ára Jóhann Guðmundsson, Grænu- kinn 6, Hafnarfirði, verður fimm- tugur á morgun. Kristín Ingveldur Ingólfsdóttir, Engjavegi 30, Selfossi, verður fimmtug á morgun. 40 ára Elías Gíslason, Neðstaleiti 14, Reykjavík, verður fertugur á morg- un. Margrét S. Bárðardóttir, Kögurseli 14, Reykjavík, verður fertug á morgun. Þráinn Hallgrímsson, Helgubraut 13, Kópavogi, verður fertugur á morgun. Bjarki Leifsson, Vesturgötu 8, Keflavík, verður fertugur á morg- un. Alda Hafdis Demusdóttir, Ásabraut 15, Grindavík, verður fertug á morgun. Hallgrímur Einarsson, Vogagerði 15, Vatnsleysustrandarhreppi, verður fertugur á morgun. Steinunn Erla Marínósdóttir, Lind- argötu 20B, Siglufirði, verður fertug á morgun. Þorkell Rögnvaldsson, Furulundi 15F, Akureyri, verður fertugur á morgun. Arnar Daðason, Vesturkoti, Skeiðahreppi, verður fertugur á morgun. Björn H. Einarsson, Akurgerði 8, Hrunamannahreppi, verður fer- tugur á morgun. Til hamingju með daginn 85 ára Jón Þorsteinsson bóndi á Kol- freyju, Fáskrúðsfirði, er áttatíu og fimm ára í dag. 80 ára Kristmundur Guðmundsson, Mið- stræti 5, Reykjavík, er áttræður í dag. 75 ára Kristín S. Steinsdóttir, Hvassaleiti 23, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Alda Halldórsdóttir, Austurvegi 35, Hrísey, er sjötíu og fimm ára í dag. 50 ára Helga Þóra Jakobsdóttir, Æsufelli 4, Reykjavík, er fimmtug í dag. Karl Sesar Sigmundsson, Alfheim- um 7, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Einar Halldór Gústafsson, Bláskóg- um 13, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Sigurgeir Ormsson, Smiðjuvegi 21, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Þuríður Sigurjónsdóttir, Háaleiti 5, Keflavík, er fimmtug í dag. 40 ára Rafn Kristjánsson, Lækjarseli 2, Reykjavík, er fertugur í dag. Rannveig Halldórsdóttir, Klappar- bergi 15, Reykjavík, er fertug í dag. Einar Ólafsson, Árbraut 31, Blönduósi, er fertugur í dag. Erlendur Sigurðsson, Stóratjarn- arskóla, húsi 3, Ljósavatnshreppi, er fertugur í dag. Jóhann Jónsson, Bröttugötu 27, Vestmannaeyjum, er fertugur í dag. Oddgeir Sigurberg Julíusson Oddgeir Sigurberg Júhusson verkstjóri, Þórufelli 10, Reykjavík, er sextugur í dag. Oddgeir fæddist á Sæbóli á Álftanesi en ólst upp í Hafnarfirði til sex ára aldurs og síðan að Arnarstapa á Snæfells- nesi. Hann stundaði sjómennsku á Arnarstapa en flutti til Reykjavík- ur 1947 þar sem hann stundaði fyrst sjómennsku, var siðan bifvélastjóri á þungavinnuvélum og síðan verk- stjóri hjá Kexverksmiðjunni Frón. Kona Oddgeirs er Guðbjörg Bryndís, f. 30.5.1935, dóttir Sigfúsar ökukennara Gunnlaugssonar og konu hans, Maríu Brynjólfsdóttur. Börn þeirra eru: Agúst Gunnar, verkamaður í Ólafsvík, f. 9.11.1957, kvæntur Kristbjörgu Sæunni Ágústsdóttur; Sigrún Júlía, ríkis- starfsmaður í Reykjavík, f. 8.3.1959, gift Þorgeiri Hjartarsyni sjómanni; María Sif, verslunarmaöur í Reykjavík, f. 4.11. 1957, en hún er fósturdóttir Oddgeirs og Guöbjarg- ar. Oddgeir Sigurberg Júliusson. Oddgeir átti ellefu systkini en á nú níu systkini á lífi. Foreldrar Oddgeirs: Júlíus Sól- bjartsson' og Agústa Guðríður Sigurbergsdóttir. Jón Helgason Jón Helgason, Skólabraut 41,Sel- tjarnarnesi, verður sjötugur á morgun. Jón fæddist að Felli í Vopnafirði og ólst þar upp. Hann fór til Reykjavíkur tuttugu og þriggja ára og stundaöi sjó- mennsku þaðan í tvö ár, var svo sex vertíðir í Vestmannaeyjum og aðrar sex í Sandgerði. Jón stundaði trésmíðar i ellefu ár og var síðan sendibílstjóri hjá Þresti í tuttugu og tvö ár og samtímis vörður í Ut- vegsbankanum í sex ár. Kona hans var Kristín Guðjóns- dóttir, f. 27.7. 1927, d. 5.9. 1979. Foreldrar hennar: Guðjón, b. á Bakkahóli í Landeyjum, Guðlaugs- son og kona hans, Guðbjörg Páls- dóttir. Synir Jóns og Kristínar erU: Helgi Frímann, f. 19.9.1950, stýrimaður í Keflavík, kvæntur Friði Friðgeirs- dóttur, eiga þau tvö börn; Sigurður Þráinn, f. 26.2. 1952, vélstjóri í Reykjavík, kvæntur Auði Arn- geirsdóttur, eiga þau þrjár dætur; Bergvin Fannar, f. 16.6. 1953, vél- stjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Önnu Kolbeinsdóttur. Þau eiga tvö börn. Jón átti fimm systkini og eru fjög- ur þeirra á lífi. Systkini hans: Gunnlaugur Þór, vélstjóri í Vest- mannaeyjum, en hann fórst 1942; Jón Helgason. Jóhanna Magnea, húsmóðir í Reykjavík; Elín Steinþóra, hús- móðir á KáraStööum í Þingvalla- sveit; Haraldur Sófanías, matsveinn í Reykjavík; Kristján Hólmsteinn, verkamaður í Reykja- vík. Foreldar Jóns: Helgi Magnússon og kona hans, Matthildur Vil- hjálmsdóttir. Föðurforeldrar Jóns voru Magnús á Læknisstöðum á Langanesi, Jónsson og kona hans, Jóhanna Helgadóttir. Móðurfor- eldrar Jóns voru Vilhjálmur, b. í Sunnudal í Vopnafirði, Jónsson, og kona hans, Þóra Þorsteinsdóttir. Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsing- ar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.