Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1988, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 6. FEBRÚAR 1988. 65 Afmæli Þorvaldur Steingrímsson Þorvaldur Steingrímsson, fiðlu- leikari og skólastjóri Tónlistarskól- ans í Hafnarfirði, verður sjötugur á morgun. Þorvaldur fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hann var við nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík frá 1934-37, tók fullnað- arpróf í fiðluleik 1937 og var við framhaldsnám í The Royal Aca- demy of Music í London 1946. Þorvaldur er skólastjóri Tónlistar- skólans í Hafnarfirði, en hann kenndi við Tónlistarskólann í Reykjavík 1943^46. Hann var fiðlu- leikari Útvarpshljómsveitarinnar frá 1944, forfiðlari þar frá 1947, fiðluleikari Sinfóníuhljómsveitar íslands frá stofnun, aðstoðarkon- sertmeistari þar frá 1966 og kon- sertmeistari við Þjóðleikhúsið frá 1966-80. Þorvaldur var formaður Félags íslenskra hljóðfæraleikara 1953-55, formaður Lúðrasveitar Reykjavíkur 1976-78 og formaður Félags íslenskra tónlistarskóla- stjóra frá 1982. Fyrri kona Þorvaldar var Ingi- björg hárgreiðslumeistari, f. 5.5. 1919, d. 8.1. 1966, dóttir Halldórs Jónssonar, fiskkaupmanns í Rvík, og konu hans, Sigríðar Sighvats- dóttur frá Gerðum í Garði. Þorvaldur og Ingibjörg eignuðust þrjú böm: Sigríður, f. 12.4. 1941, leikkona i Rvík, gift Lárusi Sveins- syni trompetleikara, en þau eiga þrjár dætur; Kristín, f. 31.10. 1942, hárgreiðslukona, gift Braga Hall- dórssyni, skólameistara á Sauðár- króki, en þau eiga eina dóttur og Kristín á tvö böm frá fyrra hjóna- bandi; Halldór, f. 27.9.1950, tækni- fræðingur og forstjóri í Delton á Flórída, kvæntur Regínu Valgerði Scheving, en þau eiga tvö böm og Valgerður átti dóttur fyrir sem er kjördóttir Halldórs. Seinni kona Þorvaldar er Jó- hanna Hulda, f. 11.8. 1921, dóttir Lárusar Hanssonar, innheimtu- manns í Rvík, og konu hans, Jónínu Gunnlaugsdóttur. Þorvaldur á nú þrjú systkini á lífi. Systkini hans: Baldur, f. 3.8. 1907, d. 20.7.1968, deildarverkfræð- ingur hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur, átti Kristbjörgu Guðmunds- dóttur; Bragi, f. 3.8. 1907, d. 11.11. 1971, héraðsdýralæknir í Biskups- tungum, átti Sigurbjörgu Lárus- dóttur; Ingvi, f. 21.8. 1908, d. 20.1. 1911; Anna, f. 16.7. 1910, átti Árna Kristjánsson, píanóleikara og tón- listarstjóra Ríkisútvarpsins, en meðal barna þeirra eru Ingvi Matt- hías, faðir Magneu rithöfundar, og Kristján, kennari og heimspeking- ur; Jón, f. 27.7. 1914, stýrimaður í Rvík, átti Guðbjörgu Þórhallsdótt- ur; meybarn, f. 1.9.1916; meybarn, f. 1.9. 1916; Herdís, f. 23.11. 1921, átti Sigurð Ólason, lækni á Akur- eyri. Foreldrar Þorvaldar voru Stein- grímur Matthíasson, læknir a Akureyri, f. 31.3.1876, d. 27.7.1948, og kona hans, Kristín Thoroddsen, f. 8.9.1885, d. 7.10.1959. Meðal syst- kina Kristínar voru Emil tónskáld og Þorvaldur, forstjóri í Rvík. For- eldrar Steingríms voru Matthías Jochumsson, prestur og skáld á Akureyri, og þriðja kona hans, Guðrún Runólfsdóttir, systir Þórð- Þorvaldur Steingrímsson. ar, foður Bjöms forsætisráöherra. Foreldrar Kristínar voru Þórður Thoroddsen, þingmaður og héraðs- læknir í Keflavík, og kona hans, Anna Guðjohnsen. Bræöur Þórðar voru Sigurður landsverkfræðing- ur, faðir Gunnars forsætisráð- herra, Þorvaldur náttúrufræðing- ur og Skúh, þingmaður og ritstjóri Þjóðviljans á Isafirði. Foreldrar þeirra bræðra voru Jón Thorodd- sen, sýslumaður og skáld á Leirá, og kona hans, Kristín Þorvalds- dóttir. Faðir Jóns var Þórður Þóroddsson, beykir á Reykhólum, sem Thoroddsenættin er kennd við. Foreldrar Önnu vora Pétur Guðjónsson, organleikari og tón- skáld í Rvík, sem Guðjohnsenættin er kennd viö, og kona hans, Guð- rún Knudsen. Guðrún var dóttir Lauritz Knudsen, kaupmanns í Rvík, sem Knudsenættin er kennd við, og konu hans, Margrethe Hölt- er. Guðrún Lilja Dagnýsdóttir Guðrún Lilja Dagnýsdóttir hús- móðir, Faxabraut 22, Keflavík, er sextug í dag. Hún fæddist í Dags- brún á Seyðisflrði og ólst þar upp. Guðrún Lilja átti tvö börn fyrir hjónaband: Birgir Óttar er vélvirki í Kópavogi, f. 4.10.1950, á þrjú börn frá fyrra hjónabandi og er kvæntur Ástu Samúelsdóttur skrifstofu- manni; Bryndís Ósk er meinatækn- ir í Keflavík, f. 29.2.1952, gift Gísla Grétari Björnssyni húsasmíða- meistara. Þau eiga tvö böm. Guðrún Lilja giftist 26.5. 1956 Sveini Ragnari, sjómanni frá Seyð- isfirði, syni Ásmundar Sveinsson- ar, sjómanns frá Seyðisfirði, og konu hans, Emerenstínu Péturs- dóttur frá Fáskrúðsfirði. Guðrún Lilja og Sveinn Ragnar eiga fjögur börn: Ásmundur arki- tekt, f. 19.3. 1958, kvæntur Önnu Htibner félagsfræðingi en þau búa í Buffalo í New York; Dagný, hús- móðir í Bandaríkjunum, f. 2.11. 1959, gift Michael Richard Cramblit rafeindatækni en þau eiga tvær dætur; Steinn Ómar, stýrimaður í Keflavík, f. 2.5.1961, kvæntur Línu Þyrí Jóhannsdóttur, en þau eiga einn son; Emma Kristín, verka- kona í Keflavík, f. 28.10. 1963. Hún á einn son. Guðrún Lilja átti sjö systkini en tvö þeirra létust ung. Systkini hennar: Lilja, f. 19.5. 1924, d. 10.8. sama ár; Siguröur, f. 25.7. 1925, búsettur í Hafnarflröi; Ólafía, f. 16.7. 1926, búsett í Reykjavík; Leif- ur, f. 7.3. 1929, d. 3.4. 1930; Björk, f. 8.7.1930, búsett í Reykjavík; Hlyn- ur, f. 16.8.1931, búsettur í Reykja- vík; og Vigdís, f. 16.1.1933, búsett í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar eru Dagnýr Kristinn Bjamleifsson skósmíða- meistari, en hann er látinn fyrir fáeinum árum, og eftirlifandi kona hans, Steinunn Gróa Sigurðardótt- ir frá Berlín. Föðurforeldrar Guðrúnar Lilju voru Bjarnleifur Árni Jón'sson, skósmiður frá Sauð- Guðrún Lilja Dagnýsdóttir. árkróki, og kona hans, Ólafía Kristín Magnúsdóttir. Móðurfor- eldrar Guðrúnar Lilju voru Sigurð- ur Eiríksson, útvegsbóndi í Berlín á Seyðisfirði, og seinni kona hans, Guðrún Lilja Finnbogadóttir, ætt- uð úr Húnavatnssýslu. Til hamingju með daginn 80 ára Ragnar Jónsson, Skjólbraut 2, Kópavogi, verður áttræður á morg- un. Kkra Tryggvadóttir, Litlahvammi 7, Húsavík, verður áttræð á morg- un. Stefán Jón Karlsson, Brekastíg 31, Vestmannaeyjum, verður áttræöur á morgun. 75 ára Helgi Gíslason útgerðarmaður, Að- algötu 18, Ólafsfirði, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Kristjana Guðnadóttir, Bleiksár- hlíð 39, Eskifirði, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Guðmundur Jónasson, Skólavegi 70, Fáskrúðsfirði, verður sjötíu og fimm ára á morgun. 70 ára Þorbjörn Sigurðsson umboðsmað- ur, Hafnarbraut 24, Höfn í Horna- firði, verður sjötugur á morgun. Ragnheiður Gestsdóttir, Ásólfs- stöðum 1B, Gnúpverjahreppi, verður sjötug á morgun. 50 ára Jóhann Guðmundsson, Grænu- kinn 6, Hafnarfirði, verður fimm- tugur á morgun. Kristín Ingveldur Ingólfsdóttir, Engjavegi 30, Selfossi, verður fimmtug á morgun. 40 ára Elías Gíslason, Neðstaleiti 14, Reykjavík, verður fertugur á morg- un. Margrét S. Bárðardóttir, Kögurseli 14, Reykjavík, verður fertug á morgun. Þráinn Hallgrímsson, Helgubraut 13, Kópavogi, verður fertugur á morgun. Bjarki Leifsson, Vesturgötu 8, Keflavík, verður fertugur á morg- un. Alda Hafdis Demusdóttir, Ásabraut 15, Grindavík, verður fertug á morgun. Hallgrímur Einarsson, Vogagerði 15, Vatnsleysustrandarhreppi, verður fertugur á morgun. Steinunn Erla Marínósdóttir, Lind- argötu 20B, Siglufirði, verður fertug á morgun. Þorkell Rögnvaldsson, Furulundi 15F, Akureyri, verður fertugur á morgun. Arnar Daðason, Vesturkoti, Skeiðahreppi, verður fertugur á morgun. Björn H. Einarsson, Akurgerði 8, Hrunamannahreppi, verður fer- tugur á morgun. Til hamingju með daginn 85 ára Jón Þorsteinsson bóndi á Kol- freyju, Fáskrúðsfirði, er áttatíu og fimm ára í dag. 80 ára Kristmundur Guðmundsson, Mið- stræti 5, Reykjavík, er áttræður í dag. 75 ára Kristín S. Steinsdóttir, Hvassaleiti 23, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Alda Halldórsdóttir, Austurvegi 35, Hrísey, er sjötíu og fimm ára í dag. 50 ára Helga Þóra Jakobsdóttir, Æsufelli 4, Reykjavík, er fimmtug í dag. Karl Sesar Sigmundsson, Alfheim- um 7, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Einar Halldór Gústafsson, Bláskóg- um 13, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Sigurgeir Ormsson, Smiðjuvegi 21, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Þuríður Sigurjónsdóttir, Háaleiti 5, Keflavík, er fimmtug í dag. 40 ára Rafn Kristjánsson, Lækjarseli 2, Reykjavík, er fertugur í dag. Rannveig Halldórsdóttir, Klappar- bergi 15, Reykjavík, er fertug í dag. Einar Ólafsson, Árbraut 31, Blönduósi, er fertugur í dag. Erlendur Sigurðsson, Stóratjarn- arskóla, húsi 3, Ljósavatnshreppi, er fertugur í dag. Jóhann Jónsson, Bröttugötu 27, Vestmannaeyjum, er fertugur í dag. Oddgeir Sigurberg Julíusson Oddgeir Sigurberg Júhusson verkstjóri, Þórufelli 10, Reykjavík, er sextugur í dag. Oddgeir fæddist á Sæbóli á Álftanesi en ólst upp í Hafnarfirði til sex ára aldurs og síðan að Arnarstapa á Snæfells- nesi. Hann stundaði sjómennsku á Arnarstapa en flutti til Reykjavík- ur 1947 þar sem hann stundaði fyrst sjómennsku, var siðan bifvélastjóri á þungavinnuvélum og síðan verk- stjóri hjá Kexverksmiðjunni Frón. Kona Oddgeirs er Guðbjörg Bryndís, f. 30.5.1935, dóttir Sigfúsar ökukennara Gunnlaugssonar og konu hans, Maríu Brynjólfsdóttur. Börn þeirra eru: Agúst Gunnar, verkamaður í Ólafsvík, f. 9.11.1957, kvæntur Kristbjörgu Sæunni Ágústsdóttur; Sigrún Júlía, ríkis- starfsmaður í Reykjavík, f. 8.3.1959, gift Þorgeiri Hjartarsyni sjómanni; María Sif, verslunarmaöur í Reykjavík, f. 4.11. 1957, en hún er fósturdóttir Oddgeirs og Guöbjarg- ar. Oddgeir Sigurberg Júliusson. Oddgeir átti ellefu systkini en á nú níu systkini á lífi. Foreldrar Oddgeirs: Júlíus Sól- bjartsson' og Agústa Guðríður Sigurbergsdóttir. Jón Helgason Jón Helgason, Skólabraut 41,Sel- tjarnarnesi, verður sjötugur á morgun. Jón fæddist að Felli í Vopnafirði og ólst þar upp. Hann fór til Reykjavíkur tuttugu og þriggja ára og stundaöi sjó- mennsku þaðan í tvö ár, var svo sex vertíðir í Vestmannaeyjum og aðrar sex í Sandgerði. Jón stundaði trésmíðar i ellefu ár og var síðan sendibílstjóri hjá Þresti í tuttugu og tvö ár og samtímis vörður í Ut- vegsbankanum í sex ár. Kona hans var Kristín Guðjóns- dóttir, f. 27.7. 1927, d. 5.9. 1979. Foreldrar hennar: Guðjón, b. á Bakkahóli í Landeyjum, Guðlaugs- son og kona hans, Guðbjörg Páls- dóttir. Synir Jóns og Kristínar erU: Helgi Frímann, f. 19.9.1950, stýrimaður í Keflavík, kvæntur Friði Friðgeirs- dóttur, eiga þau tvö börn; Sigurður Þráinn, f. 26.2. 1952, vélstjóri í Reykjavík, kvæntur Auði Arn- geirsdóttur, eiga þau þrjár dætur; Bergvin Fannar, f. 16.6. 1953, vél- stjóri í Vestmannaeyjum, kvæntur Önnu Kolbeinsdóttur. Þau eiga tvö börn. Jón átti fimm systkini og eru fjög- ur þeirra á lífi. Systkini hans: Gunnlaugur Þór, vélstjóri í Vest- mannaeyjum, en hann fórst 1942; Jón Helgason. Jóhanna Magnea, húsmóðir í Reykjavík; Elín Steinþóra, hús- móðir á KáraStööum í Þingvalla- sveit; Haraldur Sófanías, matsveinn í Reykjavík; Kristján Hólmsteinn, verkamaður í Reykja- vík. Foreldar Jóns: Helgi Magnússon og kona hans, Matthildur Vil- hjálmsdóttir. Föðurforeldrar Jóns voru Magnús á Læknisstöðum á Langanesi, Jónsson og kona hans, Jóhanna Helgadóttir. Móðurfor- eldrar Jóns voru Vilhjálmur, b. í Sunnudal í Vopnafirði, Jónsson, og kona hans, Þóra Þorsteinsdóttir. Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsing- ar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.