Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Side 4
4
LAUG'ARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988.
Fréttir
Ættingjar manns með heilarýrnun kæra til rannsóknarlögreglunnar:
Telja að bújörð hafi
verið véluð af honum
Rannsóknarlögreglan rannsakar
nú hvort Árni Þórarinn Jónsson,
71 árs gamall vistmaöur á dvalar-
heimili aldraðra á Kirkjubæjark-
laustri, hafi verið sér meðvitandi
um það þegar hann veitti tveimur
frændum sínum fullt og ótakmark-
að umboð til að ráðstafa eignarjörð
sinni. Aðrir ættingjar mannsins
telja hann það þrekaðan af heilar-
ýrnun að ómögulegt sé að hann
hafi verið vitandi vits um hvað
fram fór þegar umboðið var veitt.
Forsaga málsins er sú að þann
12. febrúar síðastliðinn var skrifað
undir umboð gamla mannsins til
frænda sinna, Þórarins Sigurjóns-
sonar, fýrrverandi alþingsmanns á
Laugardælum, og Sigurðar Æyars
Harðarsonar, trésmiðs í Vík. Árni
Þórarinn skrifaði þó ekki sjálfur
undir umboðið heldur handsalaði
það til Harðar Davíðssonar, for-
stöðumanns vistheimilisins, sem
skrifaöi undir fyrir hans hönd.
Vottar að handsalinu og fjárræði
Árna Þórarins voru tveir, Hanna
Hjartardóttir, kennari á Klaustri,.
og Siggeir Björnsson, hreppstjóri í
Holti.
Þegar öðrum ættingjum Árna
Þórarins barst afrit af umboðinu
síðastliðinn sunnudag kærðu
Kjartan Jónsson, bróðir Árna Þór-
arins, og Gunnar Jónsson lögmað-
ur alla hlutaöeigandi til
Rannsóknarlögreglunnar. Auk
þess fóru þeir og fleiri ættingjar
fram á að Árni Þórarinn yrði svipt-
ur fjárræði. Rök fyrir kærunni eru
þau að gamli maðurinn sé svo langt
leiddur af heilarýrnun að hann
hafi enga grein getað gert sér fyrir
því hvað átti sér stað þegar umboð-
ið var útbúið. Benda þau meðal
annars á að hann hafi ekki skrifað
sjálfur undir enda geti hann það
ekki vegna sjúkdóms síns.
Árni Þórarinn er einn skráður
eigandi jarðarinnar Hrífuness í
Skaftártungu og tók umboðið sérs-
taklega til hennar allrar ásamt
húsum, hlunnindúm og fullvirðis-
rétti. Þrátt fyrir það telja þeir sem
kærðu að arfur foreldra hans sé
enn óskiptur að hluta og því sé
hann í raun ekki eini eigandinn.
Árni Þórarinn á engin börn en lög-
legir erfmgjar hans eru þau systk-
ini hans er enn lifa, Kjartan og
Þórunn Jónsbörn.
Einar Oddsson, sýslumaður í Vík,
hefur málið nú til rannsóknar.
Hann mun kalla til lækni til að
meta hvort Árni Þórarinn hafl get-
að gert sér grein fyrir afleiðingum
umboðsins. Einnig beinist rann-
sóknin að því með hvaöa hætti það
var útgefið.
-gse
Menningarverðlaun DV:
Zukofsky með verðfaunagripinn
Sem kunnugt er hlaut bandaríski hljómsveitarstjórinn og fiðlusnillingurinn Paul Zukofsky Menningarverölaun
DV fyrir tónlist, sem þakkarvott fyrir framlag hans til íslenskrar tónlistar, tónlistarkennslu og hljómplötuútgáfu
á síðasta ári. Zukofsky kom til landsins i gærmorgun og tóku þá á móti honum Aðalsteinn Ingólfsson, rit-
stjóri menningarmála á DV (t.v.), og Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld (t.h.) og fengu honum verðlaunagripinn
i hendur. Zukofsky bað fyrir þakkir til allra sem komið höfðu nálægt þessari veitingu og sagði að sér þætti
afar vænt um hana. -ai/DV-mynd KAE
Ráðheira biður
um rannsókn
Ríkisskips
- vanskilin 356 milljónir
Þjóðminjasafnið:
Afmælishátíð
á sunnudag
Hátíðarsamkoma af tilefni 125 ára
afmælis Þjóöminjasafns íslands
verður haldin á sunnudag í Há-
skólabíói á vegum menntamálaráðu-
neytis. Samkoman er opin öllum og
hefst hún kl. 15.30.
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, Birgir ísleifur Gunnars-
son menntamálaráöaherra og Þór
Magiyísson þjóðminjavörður flytja
ávörp. Á dagskrá verða ýmis
skemmtiatriði sem tengd eru sögu
Þjóðminjasafnsins. Kristinn Sig-
mundsson og Jónas Ingimundarson
flytja lög og ljóð tengd Þjóðminja-
safninu, Sigurður Rúnar Jónsson
leikur á gömlu íslensku fiðluna, sýnd
verður kvikmynd frá uppgreftrinum
í Skálholti 1954, íslenskir búningar
frá liðnum öldum verða sýndir með
aðstoö Þjóðdansafélagsins og Gunn-
ar Egilsson leikur á hljóðpípu
Sveinbjamar Egilssonar.
-JBj
Skipaútgerð ríkisins skuldar rík-
issjóöi 356 milljónir vegna vanskila
og hefur Matthías Á. Mathiesen
samgönguráðherra því fariö fram
á viö Ríkisendurskoðun aö gerð
verði athugun á ijárhagsstöðu
Skipaútgerðar ríkisins og orsökum
vanskiiaskuldanna sem myndast
hafa á árunum 1982-1987. Jafn-
framt er óskaö eftir raunhæfu mati
á efnahag fyrirtækisins um síðast-
liöin áramót.
Ríkisskip skuldar fjármálaráöu-
neytinu 73 milljónir og Ríkis-
ábyrgðasjóði 283 milljónir.
Vanskilin viö fjármálaráöuneytið
eru vegna greiöslu afborgana af
lánum og uppsafnaðra launaskulda
en vanskilin við Ríkisábyrgðasjóö
eru að meirihiuta vanskilavextir.
Orsök skuldasöfnunarinnar er
fyrst og fremst miklar fjárfestingar
á árunum 1981-1984 og þvf mikil
greiðslubyröi vegna afborgana og
vaxta af lánum. Fjárveitingar hafa
hins vegar reynst ónógar. Á þess-
um árum var nýtt skip, Esja,
smlðaö og keypt voru tvö notuö
skip frá Noregi, Áskja og Hekla.
Auk þess var byggt vöruafgreiöslu-
hús viö Reykjavíkurhöfn.
-JBj
Akaflega ein-
kennilegt mál
- segir Gunnar Jonsson lögfræðingur
„Þetta er allt saman ákaflega ein-
kennilegt mál. Allt frá því að gamli
maðurinn fór af jörðinni hefur verið
grimmdarleg ásókn utanaðkomandi
manna í hana. Nú, þegar Kjartan
bróðir hans hugðist flytja að Hrífu-
nesi, hafa þeir ákveðiö að láta sverfa
til stáls með þessum svívirðilega
hætti," sagði Gunnar Jónsson, lög-
fræðingur og einn þeirra ættingja
Árna Þórarins sem kært hafa umboð
hans tif Þórarins Sigurjónssonar og
Sigurðar Ævars Harðarsonar.
„Persónulega lít ég ekki eins alvar-
lega á aðstoðarmennina og aðal-
mennina. Þó er þeirra þáttur
einkennilegur. Þeir geta ekki skír-
skotað til þekkingarleysis þar sem
þeim var fullkunnugt um andlegt
ástand gamla mannsins. Það er
hreint vansalegt að forstööumaður-
inn skuli taka þátt í þessu. En þáttur
aöalmannanna er þó verri og þá sér-
staklega frænda míns, Þórarins
Sigurjónssonar. Þessi maður, sem
aldrei sagði orð á þingi nema einu
sinni „lokið glugganum“, heldur
vann á bak við tjöldin, virðist nota
sömu aðferð nú. Hann hefur engin
samskipti haft við okkar ættfólk fyrr
en nú að hann seilist í jörð gamla
mannsins. Ef hann skilaði umboðinu
gæti ég fyrirgefið honum hina lágu
reisn, en þrátt fyrir ítrekaðar áskor-
anir situr hann á því sem fastast,"
sagði Gunnar Jónsson. -gse
Oskaði ekki
eftir umboði
- segir Þórarinn Sigurjónsson
„Ég fékk þetta umboð sent með ósk
um að ég tæki að mér að sjá um eig-
ur gamla mannsins. Ég óskaði aldrei
eftir þessu hlutverki. En nú, þegar
svo er komið að umboðiö hefur verið
kært, mun ég renna austur eftir og
hafa samráð við Árna,“ sagði Þórar-
inn Sigurjónsson, fyrrverandi al-
þingsmaður og bóndi að Laugardæl-
um.
Þórarinn sagðist hafa heyrt aö mál
þetta heföi verið kært en ekkert feng-
ið um það að vita frá opinberum
aöilum. „Ég dæmi ekki um heilsufar
manna,“ sagði Þórarinn um hvort
Arni Þórarinn hefði verið vitandi
vits um hvað fólst í umboðinu. „Mað-
ur getur aldrei dæmt um það. Eg hef
heimsótt gamla manninn og talað við
hann. Hann er ansi misjafn, en þessi
sjúkdómur leggst einkum á líkam-
ann svo hann verður óstyrkur.“
-gse
TryggingaeftirIitiö staðfesti hækkunina:
Iðgjöld eyfliskra bíla
hækka um nærri 200%
Tryggingaeftirlit "ríkisins hefur
staðfest hækkunarbeiðni trygginga-
félaganna á iðgjöldum bifreiöatrygg-
inga. Ábyrgðartrygging hækkar um
60%, kaskótrygging um 28% og
framrúðutrygging um 39%. Auk þess
kemur til ný skyldutrygging, slysa-
trygging ökumanns og eiganda, og
kostar hún 3.200 krónur.
Fram til þessa hefur landinu verið
skipt í þrjú áhættusvæði. Þeim verð-
ur nú fækkaö um eitt. Bílar á
A-númeri hafa verið á öðru áhættu-
svæði en flytjast nú á fyrsta svæði.
Hækkun iðgjalda bíla á A-númerum
hækkar því mikið. Áður kostaði.
ábyrgöartrygging meðalbíls á A-
númeri, án bónuss, 17.573 en hækkar
nú í 50.240 krónur.
Erlendur Lárusson, forstöðumað-
ur Tryggingaeftirlitsins, segir að ef
þessi hækkun eigi að duga trygginga-
félögunum verði fækkun slysa að
koma til. Hér sé um algjöra lág-
markshækkun að ræða.
■sme