Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Side 8
8
LAUGÁRDAGUR 27. FEBRÚAR 1988.
Ég veit hvemig bjórinn er
- segir Olafur Þ. Þórðarson, þingmaður og bjórandstæðingur
„Ég veit hvernig bjórinn er,“ segir
Ólafur Þ. Þóröarson, þingmaöur
Framsóknarflokksins og einn helsti
andstæðingur bjórfrumvarpsins á
þingi. Hann átti nú undir vikulokin
í harðri sennu um frumvarpið sem
komið er fram í nýrri mynd. Þar lenti
hann m.a. í orðaskaki við samflokks-
menn sína enda málið kallað þver-
pólitískt. Nema flokkarnir séu
þverpólitískir en bjórmálið ekki.
Áfengisneysla
hefiir ekki aukist
Menn hafa verið að tala um að
neyslan sé að aukast. Ég efa mjög að
það sé rétt. Það hefur aukist gífurlega
ferðamannastraumur til landsins.
Auðvitað hefur það áhrif á skýrslur
Hagstofunnar sem þeir neyta af
áfengi. Menn hafa líka haldið því
fram að neysluvenjur íslendinga séu
mjög slæmar. Þetta er mjög vinsælt
slagorð. Að mínu viti er þetta ekki
rétt.
Neysluvenjur íslendinga á áfengi
eru hreint ekki svo slæmar ef borið
er saman við aðrar þjóðir. Fyrst og
fremst vil ég hrósa íslendingum fyrir
að það heyrir til algerra undantekn-
inga ef menn eru drukkpir við vinnu.
Það er meginreglan að neysla íslend-
inga á áfengi fer fram í þeirra frítíma.
Auðvitað hafa menn fullt frelsi til að
ráðstafa sínum frítíma eins og þeir
vilja.
Éitt er það í dag sem grúfir eins
og skuggi yfir vestrænum þjóðum og
það er sívaxandi eiturlyöaneysla.
Salan á eiturlyfjum er mjög vel
skipulögð og það er óhugnanlegt að
á einum stað á Norðurlöndum hafa
menn gefist upp við að halda uppi
lögum og reglum í öllu landinu.
Úr áfenginu í
eiturlyfin
Nýjustu rannsóknir benda til
þess að eiturlyfjaneysla byrji þegar
menn hafa neytt áfengis. Það er eins
og eiturlyfjasalarnir sitji nú meira
um að ná mönnum þegar þeir hafa
neytt áfengis. Fyrir nokkrum árum
var algengt að þeir sátu fyrir skóla-
fólki. Ég tel að menn hafl þó nokkuð
varað sig á þessu gagnvart skólunum
og fræðslan hafl haft þau áhrif að það
er minna um það að skólanemar láti
leika á sig.
Aftur á móti er það svo að þegar
menn hafa neytt áfengis að þá losnar
um hömlur og gallinn við bjórinn er
öðrum þræði sá að menn líta ekki á
hann sem áfengi. Þetta gerir hann
sérstaklega hættulegan fyrir æsk-
una.“
- En nú er langur vegur frá bjór
yfir í eiturlyf?
„Sem betur fer.“
- Það vantar líka allar sannanir
fyrir því að neysla á bjór valdi eitur-
lyíjaneyslu.
„Auðvitað þarf ekki að vera sam-
hengi á milli. Það hefur þó verið lögð
gífurlega mikil vinna í að rannsaka
þetta. Það þarf ekki annað en að lesa
mannnkynssöguna til að komast að
því að öflug ríki falla ekki nema inn-
anfrá. í Bandaríkjunum, sem eru enn
öflugasta ríki þessa heims, þar hefur
verið snúist gegn eiturlyfjunum af
gífurlegri hörku. Það skapar for-
dæmi. Við fáum líka fréttir af því að
t.d. Sviss, sem hefur lengi verið tákn
hins hreina, það er orðið dreiflngar-
stöð fyrir eiturlyf.
Ég vil ekki að orð mín séu skilin
svo að ég líti á bjór sem jafnhættu-
legt eiturlyf og þau sem eru bönnuð
víðast um heim. Ég óttast bara það
að gamli málshátturinn, að það þurfl
sterk bein til að þola góða daga, sann-
ist á okkur. Menn gá ekki að sér og
drykkjan færist sífellt niður á yngri
aldursflokka."
Við höfiun
talaðenekki beitt
málþófi
- Nú hafið þið andstæðingar
bjórsins beitt öllum brögðum til að
drepa málinu á dreif. Af hverju má
ekki kjósa um málið á þingi og sætta
sig viö niðurstöðuna?
„Þetta er því miður ekki rétt. Við
höfum ekki varist bjórfrumvarpinu
með málþóíi en við höfum talað.“
- En nú hefur þú jafnvel gripið til
þess að lesa langa nafnalista úr
ræðustóli?
„Já, og ég gerði það viljandi vegna
þess að ég tel að þessir 133 læknar,
sem eru á listanum, þeir ráði úrslit-
um ef þetta frumvarp verður
samþykkt. Það er óneitanlega tekið
mark á þessum mönnum. Þetta eru
nú einu sinni menn sem vinna aö
heilbrigðismálum. Þeir berat.d. sam-
an áfengissýki á íslandi og í Banda-
ríkjunum. Hér á landi greiðir
Tryggingastofnun ríkisins fyrir dvöl
manna á Vogi. Það er ekkert slíkt
kerfi til í Bandaríkjunum og það
sama á t.d við um Danmörku. Þeir
telja sig ekki hafa efni á því.
Fyrir örfáum árum kom fram um
það tillaga í Hollandi að heróínneyt-
endur skuli fá ókeypis heróín svo
lengi sem þeir lifa. Þetta þótti þeim
ódýrast því ella mundu þeir með of-
beldi leggjast út í glæpi sem sköðuðu
þjóðfélagið. Mér flnnst þetta kalt en
ég viðurkenni að þetta er rökrétt.
Ég vil vekja athygli á því að ef ís-
lensku fjárlögin eru skoðuð þá er
enginn málaílokkur sem stöðugt tek-
ur til sín örar meira og meira
flármagn en heilbrigðismálin. Við
erum með næsthæsta meðalaldur í
heimi og ég segi að við erum með
mannvænlegustu æsku í heimi og
hún hefur aldrei verið mannvæn-
legri. Sigrar hennar í andlegum
efnum og þar sem reynir á líkamlega
hreysti eru stórkostlegir."
Samstöðuna
vantar
- En við erum að ræða um bjór-
inn. Af hverju ekki að láta Alþingi
skera úr því án málalenginga?
„Málið hefur komið til atkvæða en
það hefur verið ágreiningur um það
í þinginu hvort það eigi að fara í þjóð-
aratkvæði eða afgreiðast hér á
þinginu. Málið var einu sinni sam-
þykkt í neðri deild en þá fellt í efri
deild í hreinni atkvæðagreiðslu.
Það kom fram frumvarp hér í haust
og ég bað ekki um að það frumvarp
kæmi ekki hér til atkvæða. Það var
meirihluti nefndarinnar sem fjallar
um málið sem ekki vill að frum-
varpið komi til atkvæða og er þó með
bjór.
Þeir flytja nýtt frumvarp en ég
hefði miklu heldur viljað fá atkvæða-
greiðslu um hitt frumvarpið vegna
þess að þar var rökstuðningurinn á
þann veg að bjórinn átti að draga úr
áfengisneyslu."
- Hefði það frumvarp fallið?
„Ég er ekki viss um það. Hins veg-
ar voru menn mjög ósáttir við
greinargerðina. í frumvarpinu, sem
nú liggur fyrir, eru menn á því að
selja eigi bjórinn í áfengisútsölum.
Jón Baldvin gerði grein fyrir sinni
skoðun þegar hann flutti bjórfrum-
varp og talaði þar um að þingmönn-
um hentuðu smáu skrefm. Hann átti
við að auðvitað ætti að selja bjórinn
í öllum matvöruverslunum en það
væri ekki hægt að koma slíku í gegn
strax. Það yrði að taka lítil skref og
koma bjórnum fyrst í áfengisversl-
anirnar. Það gengur ekki upp í dag
nema með miklum fjárfestingum
þessara verslana. Það væri þó skyn-
samlegra en að selja bjórinn í
matvöruverslunum. ‘ ‘
Veit ekki hvað
meirihlutinn vill
- Nú benda allar skoðanakannan-
ir til að meirihluti landsmanna vilji
fá bjór. Breytir það engu?
„Þegar þú segir meirihluti fólksins
þá vil ég minna á aö það eru 52%
prósent fólksins sem vilja leyfa bjór-
inn og þá er því slegið föstu að
skoðanakannanir úrskurði um
meiri- og minnihluta.
Við höfum upplifað kosningar þar
sem mönnum hefur verið lofað
ákveðnum hlutum í skoðanakönn-
unum og það ekki allt farið eftir. Ég
gæti stutt þjóðaratkvæðagreiðslu ef
menn mundu virða þá niðurstöðu
sem þar kæmi. í umræðunni um
þjóðaratkvæðagreiðslu á sínum tíma
sagði einn af stuðningsmönnum
bjórsins að það ætti að leyfa bjór jafn-
vel þótt það félli í þjóðaratkvæða-
greiðslu því það væri mannréttinda-
mál minnihlutans að fá að neyta
bjórs.
Það er viðurkennt, bæði af Banda-
ríkjamönnum og Rússum, að tekj-
urnar sem þeir hafa af áfengi á móti
útgjöldunum eru í hlutföllunum 1 á
móti 4. Ein króna, sem fæst í tekjur,
skapar flórar í útgjöld. Þá vaknar
þessi spurning: Treysta menn sér til
þess að leggja þessa skatta á. Treysta
menn sér til að styrkja heilbrigðis-
kerflð að því marki sem aukin
áfengisneysla krefst? Eöa eigum við
að segja eins og Danir og Bandaríkja-
menn: Gott og vel þú valdir að fara
í vímu og það er þitt mál ef þú liggur
í ræsinu. En það er ekki samfélag
mannúðar' sem þannig tekur á mál-
um.“
Ekki
ofetjómarsinni
- Og þið andstæðingar bjórsins
haflð tekið að ykkur að hafa vit fvrir
fóiki.
„Öll lagasetning, öll lagasetnig
miðar að því. Ég er ekki ofstjórnar-
sinni og vildi ekki samþykkja að
sekta menn fyrir að aka ekki með
bílbelti. Mér er þó ljóst aö ég gæti
þyrft að greiða kostnaðinn eins og
aðrir skattgreiðendur ef maður
þyrfti að fara á spítala vegna þess
að hann var ekki í bílbeltum.
Ef ég væri sannfærður um að
meirihluti þjóðarinnar teldi að það
ætti aö leyfa bjór þá mundi ég ekki
telja eðlilegt að banna bjórinn. Það
hefur verið rekinn hér grimmur
áróður fyrir bjór og Stöð 2 hefur t.d.
gengið langt í því. Ég hef ekkert á
móti því að menn hafi sínar skoðanir
á málinu en verði þjóðaratkvæða-
greiðsla um bjórinn þá fara báðir
hóparnir af staö. Skoðanakannan-
V
Útboð
Vesturlandsvegur
í Hvalfirði, 4. áfangi
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i ofan-
greint verk.
Lengd vegarkafla 3,64 km, fylling og burðarlag
21.000 m3 og klæðning 24.000 m2.
Verki skal lokið 10. júlí 1988.
Útboðsgögn veróa afhent hjá Vegagerð rikisins
i Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 2. mars
nk.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00
þann 14. mars 1 988.
Vegamálastjóri
UTBOÐ
Norðurlandsvegur,
Víðidalsv. vestari
- Víðidalsv. eystri 1988
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum
í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 6,5
km, magn 91.000 m3.
Verki skal lokið 15. október 1988.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vega-
gerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykja-
vík (aðalgjaldkera) frá og með 29.
febrúar nk. Skila skal tilboðum á sömu
stöðum fyrir kl. 14.00 þann 14. mars
1988.
Vegamálastjóri
Til SÖIu
Vegna endurnýjunar á vélakosti okkar óskum við
eftir kauptilboðum í eftirfarandi vélar og tæki, í því
ástandi sem þau nú eru:
1. vörubifreið, Volvo N-720, árgerð 1979, með
krana, Hiab 850.
2. Pallbifreið, Mercedes Benz 808, árgerð 1969.
3. Dráttarvél, Zetor 6945,1980, með lyftitækjum.
4. Traktorsgrafa, Massey Ferguson 50 B, árgerð
1974.
5. Land-Rover skúffubíll með körfulyftu, árgerð
1972.
Tækin verða til sýnis á vélaverkstæði okkar að Kapla-
hrauni 3, Hafnarfirði, dagana 29. febr. til 4. mars nk.
Tilboðum, er tilgreini kaupverð og greiðslutilhögun,
skal skila á sama stað eigi síðar en kl. 16.00 þann
4. mars.
Fyrirtækið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða til-
boði sem er eða hafna öllum.
BWGGÐAVERK HF.