Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1988, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988. Klemenz Jónsson leikari fæddist á hlaupársrtaginn fyrir 68 árum Fyrst er að búa bilinn rétt út. Hér eru þeir Klemenz Jonsson og Vignir Sveinsson búnir að finna réttan stað fyrir skiltiö. Vélin skoðuð. Öryggisbeltið verður að vera spennt. Þetta er eitt af því fyrsta sem nemarnir læra. „Þetta er afbragðs nema'ndi," sagði Vignir Sveinson ökukennari sem tók að sér að kenna Klemenz Jónssyni, leikara og leikstjóra, á bíl. Svo er mál með vexti að Klemenz heldur upp á 17. afmælisdaginn sinn á mánudaginn. Það er hlaupársdagur og Klemenz því einn þeirra manna sem ekki eiga afmæli nema íjórða hvert ár. ^ Eins og aörir 17 ára unghngar dreif Klemenz sig í bílpróf og DV fylgdist grannt með. Að vísu tók hann bílpróf fyrir íjöldamörgum árum en það er önnur saga. Prófið gekk eins og í sögu með aðstoð Vignis og Bifreiða- eftirhtsins og Klemenz vitjar skír- teinisins eftir helgina. Betra seint en aldrei „Það er betra seint en aldrei að taka prófið," sagði Klemenz þegar hann stóð upp frá prófborðinu. „Ég geri ráö fyrir að ég noti afmælis- daginn til að ná í skírteinið og æfa mig. Það gefst varla tími til annars,“ sagði Klemenz. „Það er allt annað að kenna Klem- enz en sumum krakkanna," sagði Vignir, sem reyndar er þekktari sem útvarpsmaður en ökukennari. „Þeir fara svo lítið eftir því sem þeim er sagt og eru ekki fy rr sloppnir úr próf- inu en þeir sitja um að bijóta allar reglur.“ Byrjað var á að aka um bæinn eftir að kennslubíllinn hafði verið ræki- lega merktur. í Bifreiðaeftirlitinu tók Ingimundur Eymundsson á móti nemanda og kennara og prófaði Klemenz í skriflegu og verklegu. Ekki hattinn Venja er að leysa nemendur út með einni ráðleggingu. Ungir glann- ar þurfa lífsreglur til að fara eftir en Vignir mælti með því að Klemenz tæki niður hattinn. Það eru alræmd- ustu bílstjórar sem aka hreppstjóra- legir um götur með hatt á höfði og eiga umferðina. „Það er óþarfi að merkja sig sérstaklega," sagði Vign- ir. „Ég held ég fari að þessum ráðum og sleppi hattinum,“ sagði Klemenz. Hattinn góða notaði hann í Veiðiferö- inni, kvikmynd sem hann lék í fyrir nokkum árum, þar sem hann ók sín- um Skóda og fór sér hægt. Hatturinn verður því að víkja. Klemenz segir að á fjögurra ára fresti í þrjátíu ár hafi hann eiginlega verið hundeltur á afmælisdaginn sinn og það á raunar við um fleiri sem eru fæddir á hlaupársdag. „Við hljótum að vera svona miklir furðu- fuglar sem fæddir erum þennan dag,“ sagði Klemenz. -GK beina á sér oftaststað til 20 ára aldurs. Mesta vaxtarskeið drengja er í kringum 12-14 ára aldurinn og stúlkna um 10-12 ára. I Fólk sem hreyfir sig mikið hefur meiri beinmassa á efri árum en þeirsem hreyfasiglítið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.