Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. eftir að fylgja mér alla Þaö kom á óvart í poppheiminum á síðasta áriþegar fréttist að Boy George ætlaði að reyna fyrir sér á nýjan leik eftir að hafa orðið eitur- lyfium að bráð. Þá áttu ilestir von á að ferill þessa skrautlega söngvara væri á enda og raunar fór svo að hljómsveitin hans - Culture Club - lifði áfalhð ekki af. En Boy George er snúinn aftur og í kvöld heldur hann tónleika í Laugardalshöllinni. Boy George hefur gengið illá aö . koma fótunum undir sig á ný en samt bíða menn ávallt eftir næsta uppá- tæki hans. Hann vakti alltaf mesta athygli fyrir skrautlega framkomu þótt enginn drægi í efa hæfileika hans sem söngvara. Áður en heróín- ið tók af honum völdin árið 1985 átti hann fjölmörg topplög í popptónlist- inni. Heróínið á - segir Boy George sem heldur tónleikahér í kvöld I<gaftasögur Hann var líka mjög umtalaður og seint verður hægt að koma tölu á allar kjaftasögurnar sem gengið hafa um hann. Hann hefur oftar en ekki valiðsérgerviklæðskiptingsinsí ' ýmsum útgáfum og það eru þessi gervi sem vakið hafa hvað mesta at- hygli. „Ég veit ekki hvað ég hef heyrt margar sögur úm sjálfan mig,“ sagði Boy George nýlega í viðtali við tón- listartímaritið Record Mirror. „Einn brandarinn á að vera svona: Af hverju eru engar nálari jólatrénu hjá Boy George? Þarna er verið að vísa til þess þegar ég lenti í heróín- inu. Ég get sagt ykkur að það sem fólk kann best við í.fari annarra er eymd þess en mér er sama. Ég get vel hleg- ið aö þessum bröndurum. Ég segi það satt að mér þykja þeir fyndnir." Þegar Boy George birtist á ný náði hann þegar nokkrum vinsældum og komst inn á topp 10 í Bretlandi. Samt hafa menn rekið augun í að ekki er allt með felldu enn. Hann virðist tek- inn og vinsældirnar hafa menn frekar rakið til gamallar frægðar en að lögin hans séu eins góð og þau voru áður. Hann stendur þó marg- falt betur að vígi en byrjendur í poppinu þótt fortíöin eigi eftir að þvælast fyrir honum næstu árin. Veitnúhve lífið erdýrmætt „Ég hef eytt mestu af tíma mínum í að skemmta öðrum,“ er ennfremur haft eftir Boy George. „Framkoma mín í hittifyrra olli þó aðdáendum. mínum miklum vonbrigðum og ég hef ekki áhuga á að endurtaka þaö. Vinir mínir hafa yfirgefið mig og ég þarf ekki að hafa mörg orð um hve ég hef tekið það nærri mér. Ég veit að sagan um heróíntimabilið í lífi mínu á eftir aö fylgja mér lengi. Það er hlutur sem ég verð að sætta mig við. Þetta hefur líka orðið til þess að ég sé nú betur en áður hvað líflð er dýrmætt. Fólk hefur gaman af að lesa um ófarir annarra einu sinni eða svo en til lengdar verða slíkar sögur leiði- gjarnar. Ég geri ekki ráð fyrir að þreyta fólk í framtíðinni með sögum af vanhugsuðum uppátækjum. Eg er jú skemmtikraftur og finn að ég skemmti sjálfum mér best á sviðinu. Ég hef eiginlega ánetjast því aö vera poppstjarna og langar ekki til að losnaundanþví. Allt frá því Boy George kom fyrst fram hafa sögur af honum verið vin- sælt blaðaefni og þó keyrði ekki um þverbak fyrr en síðla árs 1986. Þá vitnaðist að þrír af félögum hans höfðu látist vegna ofnotkunar á eit- urlyflum og sjálfur var hann hætt kominn. Þessa haustdaga var hann tíður gestur í réttarsölum þótt hann slyppi á endanum með væga sekt. Vogunvinnur, voguntapar Öllum var ljóst að Boy George var ekki saklaus þátttakandi í þess- um leik en samt naut hann samúðar í og með. „Svona fer fyrir þeim frægu,“ sagði fólk. Boy George er óhræddur að rifla þessa tíma upp. „Sá sem einu sinni er kominn með flölmiðlana á hælana brotnar smátt og smátt niður,“ segir hann. „Mér þótti einu sinni lítið til George Mic- hael koma og fyrirleit hann eiginlega sem tónlistarmann en þegar farið var að slúðra um líferni hans skipti ég ósjálfrátt um skoðum. Ég snerist til varnar því ég vissi ósköp vel hvað var að gerast. Ég þekkti þetta allt sjálfur. Þetta er kaldhæðnislegt en það þurfti fyrst að segja mér að mað- urinn væri skepna til að ég lærði að meta hann. Það gildir í poppheiminum að vog- un vinnur, vogun tapar. Stundum tapa menn öllu og það er líka kald- hæðnislegt að þá er eins og menn séu fyrst metnir að verðleikum. Ég vil ekki njóta samúðar vegna þess að ég tapaði öllu. Og svo virðist sem sumir krakkar minnist mín bara vegna þess að ég var hætt kominn vegna eiturlyflaneyslu. Ég fæ bréf frá krökkum sem spyrja: „Mig langar til að reyna eiturlyf. Ætti ég að gera það?“ Ég get ekkert nema svarað neitandi: „Það ættir þú ekki að gera.“ Hefekkiennnáðmér Ég hef ekki enn náð mér eftir eit- uriyfin og það á eftir að líða langur tími þar til ég næ mér að fullu. Mér finst allt annað en þægilegt að hugsa til þessa. Ég get heldur ekki sætt mig við þá hugsun aö þetta sé gjaldið sem ég hef orðið að greiða fyrir allt gam- anið. Ef svo er þá var það ekki þess virði. Menn eru alltaf háðir einhverju. Þaö er auðvelt að afvegaleiða hvern mann, sama hversu vel hann er gerð- ur. Fólk hefur sagt við mig: „Þú ert vel gefmn, af hverju léstu fara svona með þig?“ En þetta er ekki rétt hugs- un. Sumum tekst að hafa sflórn á sér en öðrum ekki og sumir eru bara lagnir við að leyna löstum eins og eiturlyflaneyslu. Mjög margar popp- stjömur nota eiturlyf þótt fáir viti um það. Ég veit um margar án þess að ég vilji nefna nöfn. Sumu af þessu fólki finnst þetta allt í lagi. Flestir byija á að fikta og lofa sjálf- um sér að hætta áður en eitrið hefur náð völdunum. Einn daginn er þó svo komið að það er um seinan. Ég lenti í þessu. Ég vil þó ekki vorkenna sjálf- um mér. Það væri auðvitað lygi ef ég héldi því fram að mér hefði liðið vel meðan ég var háður eiturlyflun- um en mér leiö heldur.ekki hörmu- lega. Ég hefaldrei gert mér grein fy rir hvað varð þess valdandi að ég fór að taka eiturlyf. Ég hafði alltaf getaö gert það sem mig langaði til þangað til ég var orðinn mjög frægur. Þá fannst mér eins og ég væri fastur í neti og réði ekki lengur lífi mínu sjálfur. í byijunárs árið 1985 ákvað ég að taka mér smáfrí frá öllu saman og skemmta mér. Það leið þó ekki á löngu áður en gamanið fór að kárna. Fyrst í stað neitaði ég að nokkuð væri að. Ég reyndi meira að segja að breiða yfir vandamál mitt með því að leggja baráttunni gegn heróíninu liðþótt ég væri sjálfur háður því. Ég vissi að ég átti við vandamál að stríða en kærði mig ekki um að aðrir væru að gera sér mat úr mínum málum. Eg ætlaði mér að yfirvinna það einn en það er allt annað en auð- velt að fá næöi til þess fyrir mann sem heitir Boy George." -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.