Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 13 DV-mynd gk/Akureyri .Staöurimi er ekki finn, heldur italskur, eins og honum virðist ætlaö að vera. Jónas Kristjánsson skrifar um veitingahús Sunnan fjalla er enginn Uppi Uppinn er skemmtilegasta ný- breytnin um langt árabil í veit- ingamennsku Akureyrar, sér- kennileg blanda af ítölsku og austrænu, napurgríni og aula- fyndni, pizzukrá og virðingar- matstað. En ítalski þátturinn er öflugastur. Eins og vindurinn hurfu þeir allir Síðustu árin hafa nýjar mat- stofur höfuðstaðar Norðurlands einkum stælt dauflega þaö, sem fyrir var, enda hefur þeim undantekningarlítið vegnað illa og þær orðið að leggja upp laup- ana. Farin er Lautin, farinn er Kjallarinn, farinn er Mánasalur og farið er Laxdalshús sem veit- ingastaðir á almennum markaði. Þeir komu eins og vatnið, hurfu eins og vindurinn og enginn man, að þeir hafi verið til. Uppinn er hins vegar allt öðru vísi en aðrir norðlenzkir mat- staðir. Þar á ofan er hann ólíkur öllum veitingasölum sunnan fjalla. Hann er uppákoma, ein- stakur í sinni röð. Ég mundi sennilega fara þangað, ef ég færi einu sinni í Akureyrarferð út að borða, af því að hann er eini staðurinn, sem býður eitthvað, er Reykvíkingar hafa ekki. Uppihn er samt dýrari en viö má búast af útliti og atlæti. Hann er miðlungsstaður að verðlagi, heldur ódýrari en Torfan í Reykjavík. í akureyrskum sam- anburði er hann mitt á milli Bautans og Smiðjunnar, á svipuðum slóðum og Höfðaberg, matsalur Hótels KEA. Sem dæmi um óhagstætt verðlag Uppans er, að á borðum eru mataráhöld vafin inn í pappírs- þurrkur, sem hæfa ekki kvöld- verðlagi staðarins. Þríréttað með salatbar og kaffi kostar á Uppanum að meðaltali 1863 krónur, en pizzur eru ódýr-. ari, á 555 krónur að meðaltali. í hádeginu er boðin súpa, hálf pizza og aðgangur að salatbar á 490krónur. Gamansemi fáránleikans Uppinn er á annarri hæð í húsi við austurhhð Ráðhústorgs, þar sem áður var kaffistofan Torg, í hjarta bæjarins. í löngum gangi niðri hanga margvíslegir brand- arar á því menningarstigi menntaskólanema, sem kalla mætti gamansemi fáránleikans eða aulafyndni. Fyrir ofan stigann eru hsta- verk úr nytjahlutum smíða og búsýslu. Andspænis stiganum er örlítill salatbar og að baki hans pizzugerðarhom, þar sem pizzur era flattar og bakaðar við timb- urloga í voldugum pizzuofhi. Til hhðar er eldhússkenkur að ítölskum hætti. Fyrir innan eru svo sæti fyrir um það 40-50 manns í eins konar garðstólum við pínulítil hm- viðarborð. Staöurinn er ljós- málaður og dauft lýstur að kvöld- lagi. Fyrir mörgum, htlumglugg- um eru sérkennhega hengd gluggatjöld, svo sem raimar tíðk- ast víðar í akureyrskum veitin- gastofum. í lofti snúast stórar viftur. Niðursoðin tónhst var ekki óþægheg. Fólk kemur ekki í sparifótum í Uppann. Raunar er staðurinn laus við að vera uppalegur. Staðurinn er ekki fínn, heldur dáhtið ítalskur, eins og honum virðist líka ætlað að vera. Gestir- nir, sem ég sá, voru flestir á ung- um aldri, sumir með börn með sér. Þjónustan var góð, en greinhega ekki langskólagengin. Lítið pasta -góð pizza Nokkur frambærheg vín eru á vínhstanum, Trakia hin búlg- arska, ítölsku toskanavínin Santa Cristina og Riserva Duc- ale, svo og Gewurztraminer og Riesling Hugel frá Elsass. Á salatbamum var fems konar brauð, allt gott, raunar betra en í Ö *L? át ~Æ\ Im w Kokkahúfur eru fyrir matreiðslu og blóm fyrir umhverfi og þjónustu, en krónupeningarnir tákna verðlagið. Bautanum. Sjálfur salatbarinn var nokkru minni í sniðum en barinn í Bautanum og að sumu leyti ekki eins ferskur. Svepp- imir vom th dæmis mun betri í Bautanum. Barinn í Uppanum einkenndist af ýmiss konar blöndum fremur en af hreinu grænmeti. Á matseðlinum vom aðeins tveir pastaréttir, lasagne og taghatehe, sem kahað.er ‘tagh- atehy, ámatseðhnum. Égprófaði þá ekki, en hins vegar eina pizzuna. Hún reyndist hæfilega þunn og mjög bragðgóð, með beztu pizzum, sem ég hef smakk- að hér á landi. Stinnu hrísgrjónin eru lcindsins beztu Grhlaður hörpufiskur á teini var frekar seigur og ómerki-- legur. Hins vegar vom hrís- grjónin, sem fylgdu, hin beztu, sem ég hef fengið í íslenzku veitingahúsi. Þau vom ekki mauksoðin, heldur stinn undir tönn, svo sem ítalir kaha ‘al dente,. Það eitt dugir th að viðurkenna Uppann sem ítal- skan, því að ítalir einir kunna að elda hrísgrjón af þessari ná- kvæmni. Ég hafði svo sömu, góðu reynsluna af hrísgrjónum, sem fylgdu öðrum réttum, er ég prófaði á þessum stað. Sæsniglakoddi, kahaður á matseðh ‘frá Famagusta,, var góður. Sniglamir vom ekki seig- ir, bomir fram á smjördeigsbohu og í fylgd með tvenns konar sósu, annarri heitri og torskihnni að gerð, en hinni kaldri og af ætt tómatkraftsósu. Grhlpinni, kahaður ‘að suður- amerískum hætti,, var hlaðinn lambakjöti, sæmhegur á bragð- ið, borinn fram á tómat- blönduðum hrísgrjónum. Smokkfiskurinn hét hinu austræna nafni ‘Lee Kun Kee, og var einstaklega góöur, raunar betri en annar smokkfiskur, sem ég hef snætt hér á landi, utan einn, sem ég fékk endur fyrir löngu hjá Skúla Hansen, þegar hann var enn yfirkokkur á Holti. Smokkfiskur Uppans var afar meyr og afar kryddaður, borinn fram á hinum títtnefndu fyrir- myndar-hrísgrjónum, sem vom hraustlega krydduð. Eldsteiktur lambavöðvi var ofsalega kryddaður og misjafnt eldaður, en sumpart ágætlega hrásteiktur, borinn fram á kálbeði og með bakaðri kartöflu th hhðar. Rauðvínssósan, sem fylgdi, var mögnuð. Hins vegar fannst lítið piparrótarbragð að sósunni, þótt þess væri sér- staklega getið á matseðh. Djúpsteiktur ostur og ís Hin séríslenzka djúpsteiking- ardeha einkenndi eftiréttina tvo, svo að ég kannaði þá ekki. Það vora djúpsteiktur ostur og djúpsteiktur ís, hæfhegt fæði fyrir áhugafólk um gamansemi fáránleikans. Kannski era eftir- réttimir bara framlag kokksins th staðarsthsins. Pizzur Uppans, smokkfiskur og einkum þó hrísgrjónin ‘al dente, eiga erindi í matargerðarhefð íslands. Frá því að Bautinn opnaði er Uppinn eina mark- verða nýjungin í veitinga- mennskuÁkureyrar. Þess vegna óska ég staðnum góðs gengis. Er ég þó ekki að hkja fæðingu Uppans viö byltinguna, sem varð fyrir noröan með innreið Baut- ans endur fyrir löngu. Jónas Kristjánsson Mandeville CZDF=- I_CZDr^JCZJCZDr^J FRAMLEIÐENDUR HEIMSINS FÍNUSTU DÖMU- OG HERRA- HÁRKOLLA OG HÁRTOPPA HAFA SÉRFRÆÐING í DAG OG NÆSTU VIKU Á RAKARASTOFUNNI KLAPPARSTÍG. sími 12725; hjá HÁRSNYRTINGU REYNIS. Strandgötu.. 6. Akureyri. sími 24408. og í KLIPPÓTEK. Hafnar- götu 23. Keflavík. sími 13428. RÁÐSTEFNA UM NÝJAR OG BETRI LEIÐIR í MÁLEFNUM ALDRAÐRA Á ÍS- LANDI, MEÐ AUKNUM SJÁLFSÁKVÖRÐ- UNARRÉTTI OG NÝJUM, HAGKVÆMUM RÁÐSTÖFUNUM í BYGGINGARMÁLUM ELDRI BORGARA veröur haldin að tilhlutan Heilbrigöis- og tryggingar- málaráðuneytisins í Borgartúni 6, miðvikudaginn 20. apríl nk. og hefst með innritun kl. 8.30 þar á staðnum. Sveitarstjórnarmönnum og öðrum sem starfa að þróun öldrunarmála er sérstaklega bent á ráðstefnu þessa. Fundarskrá: Kl. 08.30 Innritun. Kl. 09.00 Setning, hr. Guðmundur Bjarnason heil- brigðisráðherra. Kl. 09.15 Framsöguerindi. Nýjar hugmyndir í bygg- ingamálum og sjálfsákvörðunarréttur eldri borgara. Ásgeir Jóhannesson, forst. Inn- kaupastofnunar ríkisins og formaður stjórn- ar Sunnuhlíðar í Kópavogi. Kl. 10.00 Bankar geta veitt ráðgjáf og brúað bilið á meðan eldri borgarar skipta um bústað. Erindi, Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri. Kl. 10.25 Þannig viljum við búa. Erindi, Egill Bjarna- son, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi. Kl. 10.50 Uppbygging og rekstur verndaðra þjón- ustuíbúða og félagsstarf aldraðra. Erindi, Halldór Guðmundsson, forstöðumaður Hlífar, isafirði. Kl. 11.15 Frá sjónarhóli sveitarfélaga. Erindi, Páll Gíslason, yfirlæknir og borgarstjórnarmað- ur úr Reykjavík. Kl. 11.40 Samstarfsnefndin um málefni aldraðra. Formaður nefndarinnar, Steinunn Sigurð- ardóttir hjúkrunarfræðingur. Kl. 12.00 Matarhlé. (í matarhléi geta menn skráð sig á mæl- endaskrá eftir hádegið. 30 ræðumenn fá 5 mín. hver.) Kl. 13.00 Allt að 30 menn taka til máls. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 15.45 Pallborðsumræður. Fundarstjóri, Hrafn Pálsson deildarstjóri. Kl. 17.00 Ráðstefnulok. Fundarstjóri verður Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður ráðherra. Tilkynna ber þátttöku með bréfi til ráðuneytisins fyrir 14. apríl 1988. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.