Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. oersiæo saKamai dv Ungverski aðalsmaðurinn n r á f l Peter Demeter var Ungverji sem fluttist allslaus til Kanada eftir upp- reisnina í heimalandi sínu 1956. Þar kom hann vel undir sig fótunum og eignaðist unga konu sem verið hafði ljósmyndafyrirsæta. Svo komu upp erfiðleikar í hjónabandinu og afleið- ingar þeirra urðu óvæntar. Bill Taggart, til hægri, meö starfsfélaga sínum. Búdapest Borgin Búdapest kom mikið viö sögu er sovéskir hermenn héldu inn í hana árið 1956 til þess að brjóta þar á bak aftur óeirðir sem baráttumenn frelsis í landinu höfðu staðið fyrir eftir að hafa fengið sig fullsadda á stjórn kommúnista. Einn af þeim sem fylgdust með þessum atburðum var Peter Demet- er. Hann stóð þá á fertugu. Hann var af aðalsættum en styrjöldin og vald- stjórn kommúnista höfðu gert hann eignalausan. Hann sá ekki fyrir sér þá framtíð i heimalandinu sem hann gæti sætt sig við og flúði úr landi. Til Kanada Frá Ungverjalandi komst Demet- er til Vínarborgar þar sem hann var um hríð en svo hélt hann frá Austur- ríki til Kanada. Þangað kom hann algerlega félaus en hann var vilja- sterkur maöur og duglegur og ákveðinn í því að koma sér áfram. í fyrstu varð hann að ráða sig til þeirra starfa sem buðust og um hríð hafði hann ekki úr miklu að spila en svo tók hann að stunda fasteignavið- skipti og þá fór hamingjuhjólið að snúast honum í hag. Ljósmyndafyrirsætan Viðskiptavinir Peters Demeters voru fyrst og fremst evrópskir inn- ílytjendur. Þegar hann hafði komið vel undir sig fótunum ákvaö hann að fara í heimsókn til heimalandsins og þangað fór hann síðar nokkrum sinnum. Á einu af þessum ferðalögum sín- um hafði hann sem oftar viðkomu í Vínarborg og þar hitti hann þá unga ljósmyndafyrirsætu, Christine Ferr- ari að nafni. Þetta var árið 1965 og hún var þá aðeins tvítug. Hún hafði mikinn áhuga á því að komast áfram í lífinu og leit svo á að Peter Demeter myndi geta hjálpað henni. Hún hélt vestur til Kanada með honum og tveimur árum síðar gengu þau í hjónaband. Fastheldin á gamla tísku Christine gekk í upphafi vel en brátt tók að bera á því að hún var fastheldin á gamla evrópska siði og gat ekki fellt sig við léttan klæðnað og íþróttafót sem þá voru að ryðja sér til rúms vestra. Þetta varð henni fjötur um fót í ljósmyndafyrirsætu- starfinu enda varð hún brátt þekkt Peter Demeter. Myndin var tekin er hann var handtekinn. Hettuklætt vitni á leið I réttarsalinn. sem fyrirsætan með uppsetta, lakk- aða hárið og andlitsfarðann. Þeim fækkaði því tilboðunum sem hún fékk. Rifrildum hennar og Peters íjölgaði aftur á móti og brátt komst á kreik orðrómur um að hún væri farin aö halda fram hjá honum meö mönnum sem væru yngri en hann. Dóttir fæðist Um vorið 1970 fæddist dóttirin Andrea. Ætla heíði mátt að koma hennar í heiminn hefði treyst sam- band hjónanna en svo var ekki. Peter Demeter grunaði aö hann væri ekki faðir stúlkunnar og brátt fór hann að hafa orð á því viö vini sína að hann hefði í hyggju að skilja við Christine. Er hann nefndi skilnaðinn viö hana sagðist hún mundu krefjast Christine Demeter. helmings eigna hans en þau hjón bjuggu þá í stóru og fallegu húsi í einu úthverfa Toronto. Versnaði nú sambúðin til muna. Ungverjar í undirheimunum Um svipað leyti komu til Toronto tveir Ungverjar sem flúið höfðu heimaland sitt. Brátt kom í ljós að þeir töldu hag sínum best borgið í nýja landinu meö því að stunda þar glæpastarfsemi. Það er frekar sjaldgæft að glæpa- menn beri lof á starfsbræöur sína. Papaliafjölskyldan, sem var á þess- um árum talin sú sem mestu réð í undirheimum Kanada, lét þó hafa eftir sér að engir menn væru harðari og tillitslausari en þessir nýju Kanadamenn sem hétu Lazlo Eper og Kasca en sá síðarnefndi gekk und- ir nafninu „Cutlip“. Báðir voru þeir rúmlega fertugir. Örlagaríkur dagur Miðvikudaginn 18. júlí 1973 bauð Peter Demeter mörgum evrópskum gestum heim tii sín. Er kom fram á kvöld fór hann með gestunum í verslunarferð inn í miðborgina en kona hans, Christine, varð eftir heima með dótturina Andreu. Um klukkan tíu um kvöldið sneri fólkið aftur heim. Þegar Peter De- meter opnaði dymar á bílskúrnum blasti við ljót sjón. Christine lá þar við hlið bíls sins, alblóðug og látin. Hafði hún verið slegin í höfuðið. Horfði á sjónvarp Gestimir tóku að óttast um dótt- urina Andreu og flýttu sér inn í húsið til þess að leita að henni. Þeir komu þá að henni þar sem hún sat fyrir framan sjónvarpið. Haföi hún ekkert óvenjulegt heyrt og gat engar þær skýringar gefið sem varpað gætu ljósi á það sem gerst hafði. Er lögreglan kom á vettvang varð ljóst að engu hafði verið stolið og ekkert hafði verið eyðilagt. Þá hafði Christine ekki veriö misboðið kyn- ferðislega. Var því ekki annað að sjá en einhver hefði viljað ryðja henni úr vegi. Hver var ástæðan? Þetta var spurning sem lögreglan reyndi nú að finna svar við. Til að stjóma rannsókn málsins var valinn kunnur leynilögregluamður, Bill Taggart. Hann var þá fjörutíu og þriggja ára, fæddur í Englandi og hafði á sér það orö að vera einn snjallasti rannsóknarlögreglumaður í Tpronto. Taggart var fljótur að komast á snoðir um að hjónaband þeirra Pet- ers og Christine var ekki gott. Þau höfðu haldið hvort fram hjá öðru og brátt kom í ljós að hvort um sig hafði líftryggt hitt fyrir um milljón dala. Fjarvistarsönnun Fjarvistarsönnun Peters Demet- ers var hins vegar óyggjandi. Hann hafði verið með mörgu fólki í mið- borg Toronto þegar kona hans var myrt. Því sá Taggart fram á vanda sem erfitt kynni verða að leysa. En hann grunaði að Peter hefði fengið einhvem til þess að ráða konu sína af dögum og því leitaði hann til tveggja manna sem voru af ung- versku bergi brotnir, höfðu sambönd í undirheimunum og höfðu áður gef- ið lögreglunni upplýsingar. Eftir um það bil mánuð komu þeir með þá fregn að Peter hefði á sínum tíma leitað til manns að nafni Saba Silagi og spurt hann að því hvort hann vildi taka að sér að myrða konu sína, Christine. Silagi einnig með flarvistarsönnun Rannsókn leiddi þó í ljós að Silagi gat ekki hafa myrt Christine Demet- er því hann hafði verið víðs fjarri heimili hennar að kvöldi 18. júlí. Silagi kvaðst aftur á móti þekkja „vondu, ungversku tvíburana", en það reyndust vera þeir Lazlo Eper og „Cutlip“ Kasca. í framhaldi af at- hugun á högum þeirra fullyrti svo einn upplýsenda lögreglunnar, Klaus Virag, að Demeter heði fengiö „tví- burana" til þess að myrða konu sína. Peter Demeter dæmdur Þessi framburður nægði til þess að Peter Demeter var tekinn til yfir- heyrslu. Síðar var hann ákærður fyrir morðið á konu sinni og um- ræddur framburður Virags varð til þess að hann var dæmdur í ævilangt fangelsi. Virag og Silagi var ekið hettu- klæddum til réttarsalarins þar sem þeir báru vitni. Kasca og Eper kom- ust hins vegar hjá handtöku. Eper lenti í skotbardaga við lögregluna þegar handtaka átti hann og beið bana en Kasca tókst að flýja úr landi og hélt aftur til Ungverjalands. Síöar bárust svo þær fregnir frá Búdapest að þar hefði hann skýrt yfirvöldum frá því að Eper Lefði myrt Christine Demeter. Var frásögn hans furöuleg. Saga Kasca Kascas skýrði svo frá að það hefði alls ekki verið Peter Demeter sem hefði fengið Eper til þess að myrða konu sína, Christine. Þaö hefði verið hún sem hefði ætlaö að fá Eper til að myrða mann sinn. Að kvöldi dags- ins örlagaríka, skömmu eftir að Peter hefði verið farinn inn í miðborg Tor- onto með gestum sínum, hefði Eper komið að máli við Christine til að ræða morðið. Hefði hann þá farið fram á hluta greiðslunnar fyrir það fyrirfram en hún neitað að borga. Rifrildi hefði þá komið upp og í bræð- iskasti hefði Eper myrt „atvinnurek- anda“ sinn. Beðið um framsal Kasca Yfirvöld í Kanada báðu nú um að Kasca yrði framseldur því þessi frambúrður hans gæti leitt til þess að sakleysi Peters Demeters yrði sannað. Ungversk yfirvöld sögðu hins vegar að það væri þvi miður ekki hægt því Kasca væri nýlátinn. Hefði hann fengið heilablóðfall f fangelsi. Taggart rannsóknarlög- reglumaður sagðist hins vegar hafa fengiö áreiöanlegar upplýsingar um að Kasca hefði látist eftir höfuöhögg. Skýringin Skýringin á láti Kasca er sú.'eftir því sem Taggart sagði frá löngu síð- ar, að Kasca hefði fengist framseldur frá Ungverjalandi ef kanadísk yfir- völd hefðu fallist á að láta ungversk- um yfirvöldum í staðinn í hendur upplýsingar um hagi ungverskra flóttamanna í Kanada. Kanadamenn hefðu hins vegar neitað að fallast á slíkt og þá hefði Kasca látist af „heilablóðfalli". Lítill vafi leikur þó á því að fram- burður Kasca hefði fært Peter Demeter frelsið en hann situr enn inni. Hann er duglegur sem fyrr, rek- ur prentsmiðju fangelsisins og er hann hafði séð um reksturinn um hríð sýndu reikningar hennar í fyrsta sinn hagnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.