Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 27 Smælki Sæl nú!... Sovéska „glasnostið" lætur til sín taka á hinum ýmsu sviðum þjóðmála og niann- lífs þar eystra og ein hlið málsins snýr að poppinu. Yfirvöld eru nú mun jákvæð- ari í garð þessa vesturlenska fyrirbæris en áður og sem dæmi um það er sívaxandi straumur vestrænna popp- og rokksveita austurfyrir tjaldið. Meðal sveita sem heimsækja Sovétmenn á næstunni er þýska þunga- ro'kkssveitin Scorpions en hún hefur haft hægt um sig undanfarin ár en er nú að vakna til lífs á ný og ný piata væntanleg um miðjan þennan mánuð ... Íslandsvinimir Smithereens senda frá sér sina aðra breið- skífu nú á næstunni og ber sú nafnið Green Thoughts. Er henni spáð miklum frama og talið að með henni muni hljómsveitin skipa sér i fremstu röð hljómsveita vestra og þótt viðar væri leitað... Og meira af nýjum væntan- legum plötum. Feargal Sharkey, sem sló í gegn hér um árið með laginu A Good Heart, er nýbúinn að senda frá sér nýja breiðskifu. Heit- ir hún Whish og hefur lagið Out of My System þegar verið gefið út á smáskífu... Microdisney er sömuleiðis nýbúin að gefa út breiðskífu. Hún ber nafnið 39 Minutes og hafa tvö lög komið út á smáskífum, Gale Force Wind og Singer's Hampste- ad Home... Miklir stórtónleikar verða haldnir á Wembley leikvang- inum í Lundúnum þann 11. júni næstkomandi. Verða þeir tileinkaðir Nelson Mandela, blökkumannaleið- toga í Suður-Afriku, og koma fram meðal annarra Simple Minds, Whitney Ho- uston og Dire Straits. Kynnir verður Harry Belafonte... Hammersmith Odeon tón- leikahúsið i Lundúnum hefur fengið viðvörun frá yfirvöld- um vegna óláta sem urðu í nágrenni hússins að loknum tónleikum LL Cool J i nóv- ember síðastliðnum. Búist er við að fleiri tónleikahús i Lundúnum fái svipaðar við- varanir vegna þess að óeirðir og tilheyrandi ofbeldi er að verða æ algengari fylgifiskur tónleikahalds i borginni... bestu kveðjur... -SþS- pv___________________________________________________________Nýjar plötur Prefab Sprout - From Langley Park to Memphis Spilverk aldanna Steve McQueen var bandarískur kvikmyndaleikari sem dó fyrir nokkrum árum. Hann var vinsæll fyrir leik í afþreyingarmyndum sem nú eru flestum gleymdar. Karl var nú aldrei nema slarkfær leikari, töff- ari sem eflaust á þó sína verjendur meðal veruleikaflrrtra. Hvað um það, nafnið þekkja víst flestir. Nafn er auðvitað ekkert annað en fjörgömul stúdentshúfa sem klappar á kollinn á menntalaukum ættarinn- ar í samræmi við ákveðnar erfða- reglur. Paddy McAloon, forsprakka Prefab Sprout, vantaði stúdentshúfu til að útskrifast fullnuma poppari. Steve McQueen útgefm 1985. Alsett skart- blómum sem aldrei fella blómin. Fallegasta stúdentshúfan í sögu skól- ans? Stúdentshúfan fylgir manni á leiðarenda, maður veit ekki alltaf af henni en hún á sér stað í föggum manns, tákn um ákveðinn áfanga en vonandi ekki ferðalok. Það er komin ný Prefab Sprout plata eftir tæp þrjú ár. Og eins og ævinlega spyr maður fyrst: Tekst þeim að fylgja eftir meistaraverkinu? Slíkar vangaveltur fela í sér hugsun um tíma og afsprengi hans, fölvann. En tæring tímans vinnur bara ekki á verkum Prefab Sprout. Ræturnar eiga sér vissulega stað i sögunni og From Langley Park. . . hleypir upp í hugann nöfnum eins og Steely Dan, Curtis, soulsöngvari Mayfield, og Prefat Sprout. jafnvel Paul McCartney. En sjálf andi.frjálseinsogskýin. háreist fjall. yflrbvggingin er dúnmjúk og flæö- Platan hefst á tveimur lögum sem samin voru á Steve McQueen tíma- bilinu. The King of Rock’n’Roll er frábært verk lilaðið fínlegum fléttum og textinn er hugleiðing um baráttu popparans við erkióvininn, elli kerl- ingu. Thomas Dolby vinnur hér afrek í upptökustjórn. Carsand Girls er næst, lag sem fer umsvifalaust í hóp bestu laga PS og textinn er glettnisleg úttekt á Chevrolet róm- antík Brucé Springsteen. Þessi lög ásamt The Golden Calf eru kröft- ugust en From Langley Park to Memphis er annars að mestu d'raum- kennd ægifögur plata. upphafning heiliandi smáatriða sem koma sam- án eins og eftir ótal árfarvegum og ntynda stórfljót náttúrulegrar feg- uröar. Blærinn er ljúfsár. ber vott um söknuð. löngun eftir mannlegri hlýju sem tapast hefur í leit manns- ins að merkingu. Prefab Sprout eru þó ekki dáleidd af menningu liðins tíma. tónlist þeirra veitir okkur revnslu sem er fágæt í poppinu. til- fmningu fyrir eilífleika. Listamaður- inn blæs lífi í gosa sem síöan tekur völdin úr dauðlegum höndum lista- mannsins og dafnar af sjálfum sér. From Langley Park to Memphis er gosi gæddur tilfinningarófi manns- ins og ódauðleika að auki - hrífandi vottur um sigur dægurtónlistar á hverfulleikanum. þeint takmörkun- um sem henni eru eiginlegar. Skúli Helgason Leonard Cohen er oröinn fimmtíu og þriggja ára gamall og þótt ekki hafi farið mikið fyrir honum á und- anförnum árum ber nýja platan hans, Im Your Man, þess merki að hann á nóg af gullkornum í textum og tónum í pokahorninu. Á síðastliönu ári kom út Famous Blue Raincoat með Jennifer Warnes. Á þeirri plötu voru eingöngu lög og textar eftir Cohen. Hún hlaut mjög góðar viðtökur og varð það til þess að Cohen tók sig til og fékk bæði Jennifer Warnes og upptökustjór- ann, Roscoe Beck, s'em stjórnaði upptökum á Famous Blue Raincoat. til samstarfs og afraksturinn, I’m Your Man, er besta plata gamla mannsins í langan tíma. Þaö kennir margra grasa á plöt- unni. Nokkuð eru lögin ólík að uppbyggingu og útsetningum. Til að sýna fram á það er best aö taka fyrsta lag plötunnar og það síðasta. First We Take Manhattan er ekki dæmi- gerð Cohen útsetning. Lagið. sem Jennifer Warnes söng með miklum ágætum, fær rafmagnaða útsetningu Leonard Cohen - I'm Your Man Á nóg eftir sem gerir það að verkum að textinn fer inn um annað eyrað og út unt hitt. Persónulega kann ég betur við meðferö Warnes á laginu. Finnst Cohen ekki ná almennilegum tökum á því. Síöasta lag plötunnar. Tower of Song. er aftur á móti meistaraverk. Þar er Cohen einn á báti. Textinn er uppgjör hans viö lífið. Söknuður. hræðsla. spurningar um lífið. allt þetta kemur fram í meitluðum texta og tel ég þetta lag vera með því allra besta sem Cohen hefur gert. Fleiri lög og textar eru frábærir og má nefna Take This Waltz sem byggt er á ljóði eftir Garcia Lorca. Sérstak- lega heillandi lag. í santa gæðaflokki eru Everybody Knows og I Cant For- get. Ekki er I’m Your Man gallalus. Áður hefur verið minnst First We Take Manhattan. Eins er Jazz Police hálfmislukkað. Én kostirnir eru margfalt fleiri en gallarnir. þvi verð- ur I’m Your Man góö og holl hlustun öllum aðdáendum hans. jafnt göml- um sem nýjum. HK. Leonard Cohen. Don Dixon - Romeo at Juilliard Þjófóttur upptökustjóri Don Dixon. Don Dixon hefur óumdeilanlega haft áhrif á bandaríska dægurtónlist síðustu ár. Hann hefur stýrt upptök- um á plötum hljómsveitanna R.E.M., Wednesday Week og The Smithere- ens (m.a. þeirri nýjustu). Þá hefur hann unnið með Marshall Crensaw, Marti Jones og mörgum öðrum. Og nú er Dixon meira að segja farinn að láta að sér kveða í eigin nafni. Fyrsta sólóplata upptökustjórans eftiráótta hét stutt og laggott Most of the Girls Like to Dance but only Some of the Boys Like to! Hann var í hálft fimmta ár að hljóðrita skíf- una. Á síöasta ári kom svo önnur plata Dixons út. Sú heitir Romeo at Julliard og þótt hún sé oröin nokk- urra mánaða gömul sakar ekki að vekja á henni athygli hér. Enda er platan sérlega áheyrileg. Greinilegt er að Don DLxon hefur svolgrað í sig rhythm & blues áhrif með móðurmjólkinni eöa einhverju öðru. Þá er hann undir sterkum áhrifum frá tónhst sjöunda áratugar- ins og ntinnir að því leytinu á Nick Lowe. Og það verður aö játast að oft- ar en einu sinni kemur Lowe upp í hugann þegar hlýtt er á Romeo at Juilliard. Nick Lowe er viöurkennd- ur sem einn helsti þjófur dægurtón- listar síðasta áratugar. Don DLxon gefur honum lítið eftir. Báðir kunna þó að vinna þannig úr stolnum stefj- um að vélflestir geta haft gaman af. Don Dixon tekst best upp á Romeo at Juilliard þegar hann rokkar. Lögin Romeo, Borrowed Time og February Ingénue er sérlega áheyrileg. Bestur af öllurn er þó slagarinn Your Sister Told Me, sem hljómar eins og Kinks- lag sungið af Bruce Springsteen. Romeo at Juilliard er ekki plata sem líkleg væri til að ná hæstu tind- um vinsældalistanna. En líklegt þykir mér að allnokkrar háskólaút- varpsstöðvarnar vestra séu búnar að spila fyrsta eintakiö sitt af plötunni í klessu. Og starfsfólk þessara stöðva er oft ótrúlega þefvíst á dægurtónlist morgundagsins. Don Dixon hefur löngu sannað sig sem fær upptökustjóri. Á Romeo at Juilliard kemur í ljós að hann er einnig þokkalegasti listamaður, fjöl- hæfur hljóðfæraleikari, ágætis útsetjari - og prýðilega þjófóttur þeg- ar því er að skipta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.