Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 19 morgnum og sendir starfsmenn sína í 1006 kvikmyndahús til að athuga hvort kynningar á myndum eru rétt- ar. Hann fær handrit í hendur á föstudegi og er búinn að ákveða sig á mánudegi. Nýjasta myndin, Þrir menn og barn, þykir sönnun þess aö Disney telst á ný til hinna stóru. Það er árangur sem Katzenberg hefur náð á tjórum árum. Stormasöm samskipti „Það eru ekki aihr sáttir við ákvarðanir Katzenberg," er haft eftir einum af undirmönnum hans. „Það er þó víst að það þarf aldrei að bíöa lengi eftir þeim. Kerfið hjá hinum framleiðendunum er miklu þyngra í vöfum. Þar tekur ein skrifstofublók- in við af annarri og ákvarðanirnar eru teknar eftir dúk og disk.“ Stundum kastast í kekki. Paul Mazurski var fyrsti leikstjórinn sem sló í gegn undir stjórn Katzenberg. Hann leikstýrði Down and Out in Beverley Hills og samdi handritið einnig að hluta. Myndin var vinsæl og Mazurski vildi næst snúa sér að mynd eftir sögu Isaac Bashevis Sin- ger um mann sem lifir af vist í fangabúðum Nasista. Katzenberg þótti hugmyndin vond og Mazurski yflrgaf fyrirtækið. „Mér finnst að ef leikstjóri gerir mynd sem selst vel þá eigi að leyfa honum að gera eina sem ekki er fyrirfram rakin sölu- vara,“ er haft eftir Mazurski en Katzenberg er á öðru máh. Og þeir eru fleiri leikstjóramir sem er lítið gefið um Katzenberg. „Hann er ljómandi náungi ef menn eru sam- mála honum," segir John Mihus sem Katzenberg rak frá Paramount á sín- um tíma. „En ég held að maðurinn sé siðlaus og bara ánægður með það.“ Það sem MiUus gerði af sér var að hann réð tónskáld án þess að ræða málið fyrst við Katzenberg. í pólitík fjórtán ára Katzenberg hefur það fyrir reglu að mæta ekki á forsýningar á mynd- um keppinautanna. Þess í stað fer hann á laugardögum á þijár myndir í röð. Hann vill frekar sjá myndirnar sem hver annar áhorfandi en sem boðsgestur meðal fólks í greininni. Konan hans, Marilyn, fer með í þessa kvikmyndaleiöangra. Þ'au kynntust þegar þau voru táningar og Katzen- berg,;segir að hjónabandið sé ekki gott heldur fullkomið. Katzenberg þykir fljótur að sjá út hæfileika fólks. „Ég veit hvenær ég á að setja mann í spennitreyju eða gefa honum fijálsar hendur til að hann skiU árangri,“ er haft eftir hon- um. Katzenberg hefur líka orð á sér fyrir að vita nákvæmlega hvað hann vill og móðir hans segir að hann hafi aUtaf vitað það. Á ungUngsárun- um átti hann að vera í sumarbúðum en var rekinn fyrir að spila póker upp á sælgæti. Þá var hann 14 ára og gekk til liðs við John Lindsay, sem háði þá baráttu fyrir að vera kosinn borgarstjóri í New York. „Eg skildi ekkert í póUtíkinni hjá Lindsay," segir Katzenberg. „En þetta var miklu skemmtilegra en að vera í sumarbúðum.“ Þeir sem unnu með Katzenberg í kosningabarátt- unni segja að hann hafi verið óhemjuduglegur og ákafur. Hann vann fyrir Lindsay á skólaárunum. Hann hætti í skóla rúmlega tvítugur en sá aö hann var of ungur til að reyna fyrir sér sjálfur í stjómmálun- um. í kvikmyndaiðnaðinum var hins vegar alltaf þörf fyrir unga menn. Nýjar teiknimyndir Hann réðst til Paramount í New York og var fljótlega sendur þaðan til Hollywood og eftir það hefur leið- in á toppinn verið greið. Hann hefur mikinn hug á að blása nýju lífi í teiknimyndagerö hjá Disney. Senn kemur á markaðinn teiknimynd með söngvum um Oliver Twist. Sögusvið myndarinnar er fært til New York nútímans og stjömur á borð við Bette Midler og Billy Joel leggja til radd- irnar. Flestar af myndum frá Disney eru framleiddar undir vörumerkinu To- uchstone. Þar segir Katzenberg að stefnan sé að gera annars konar myndir en hin kvikmyndaverin. ,Við tökum áhættu með hverri mynd og sá dagur kemur að okkur á eftir að mistakast," segir Katzenberg. „Ein- hvem daginn sitjum við uppi með mesta „flopp“ kvikmyndasögunn- ar.“ Þýtt/-GK aO. Tf SJÓNVARPIÐ ekkert rugl. Athyglisverð niðurstaða fyrir auglýsendur. Óumdeilanlega vinsælasti fjölskyldu faðirinn Könnun Félagsvísinda- stofnunar sýnir að uppalandinn, eiginmaðurinn, sálfræðingurinn, félaginn, prakkarinn, trúðurinn, leikarinn og síðast en ekki síst maðurinn, hinn óviðjafnanlegi - Bill Cosby á fáa sína líka. AUK/SlA k586-e
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.