Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. Erlend bóksjá Reisubréf frá ímyndaðri borg LAST LETTERS FROM HAV Höfundur: Jan Morris. Penguin Books, 1986. Ensk-vélski rithöfundurinn Jan Morris er þekktust fyrir skrif um ferðir sínar, einkum til menningarsögulega séð for- vitnilegra staða. Og svo auövit- að frásögnina í bókinni ‘Conundrum af því hvers vegna og hvernig hún lét breyta sér úr karlmanni i konu. Þessi bók er af öðru tagi en sver sig þó vissulega í ætt við fyrri frásagnir Jan Morris af heimsóknum til merkra borga. Hún hefur skrifað skáldsögu um ímyndaða borg sem nefnist Hav. Borginni, og því sérstæða samfélagi sem þar er aö finna, lýsir hún mjög nákvæmlega og af mikilli hugvitssemi. Það er eiginlega borgin sjálf sem fer með aöalhlutverk í skáldsög- unni fremur en einstakar persónur. Fyrir bragðið er sag- an stundum líkari góðri ferða- lýsingu en eiginlegri skáldsögu. „Síðustu bréf frá Hav“ vakti umtalsverða athygli í Bretlandi er hún kom þar út og var ein þeirra bóka sem komu til álita við úthlutun Booker-bók- menntaverðlaunannaárið 1985. KfiSfí i'KWI !N - R O B I R T S O N D A V. I E s WÍÍAT’S BRRÐ I N T H 1 B O N r listavinur og málverkafalsari WHAT’S BRED IN THE BONE. Höfundur: Robertson Davies. Penguin Books, 1987. Cornish-stofnunin felur öðr- um forstjóra sinna, séra Simon Darcourt, að semja • huggulega ævisögu Francis sáluga Corn- ish en við hann er stofnunin kennd. Presturinn hefur í upp- hafi þessarar skáldsögu verið að kanna æviferil Cornish í nær tvö ár og er orðið næsta órótt vegna þess sem komið hefur í ljós við athuganir hans. Þannig bendir allt til þess að þessi virti listavinur hafi verið viðriðinn ýmislegt skuggalegt. Þannig hafi framlag hans til lista eink- um falist í viðamikilli mál- verkafolsun. Kanadíski rithöfundurinn Robertson Davies rekur i þess- ari skáldsögu sinni tilurð Francis Cornish og fjölbreyti- legt lífshlaup hans á bráð- skemmtilegan hátt. Skáldsagan er ánægjulegt sambland af heföbundinnar frásögn, hug- myndaríkum spuna og áhuga- verðum táknmyndum. Robertson Davies er kunnur í heimalandi sínu, og viðar, fyr- ir skáldsögur sínar, leikrit og bókmenntagagnrýni, en þessi saga var tilnefnd til bresku Boo- ker-verðlaunanna árið 1986. Heimsveldi í mótun EMPIRE. Höfundur: Gore Vidal. Grafton Books, 1987. Bandaríski rithöfundurinn Gore Vidal hefur á undanfórnum árum samiö röð sögulegra skáldsagna um bandarískt stjórnmálalíf frá fyrstu dögum lýðveldisins fram á vora daga. Með þessum sögum hefur hann skip- að sér í fremstu röð þeirra höfunda sem fást viö sögulegan skáldskap. Fyrri sögurnar í þessari ritröð eru Burr, Lincoln, 1876 og Washington D.C. Persónulega tel ég þær tvær fyrstnefndu langbestar: Burr, þar sem sá sérstæði og kappsfulli stjórn- málamaður, Aron Burr, einn þeirra sem aldrei náði því langþráða marki bandarískra stjórnmálamanna að verða forseti landsins, er í aðalhlut- verki, og Lincoln sem að sjálfsögðu fjallar um valdatíma þess ástsæla foringja og borgarastyrjöldina sem háð var í forsetatíö hans til þess öðru fremur að halda Bandaríkjunum .saman sem einu sambandslýðveldi. Roosevelt og Hearst Þessi nýjasta skáldsaga, Empire, gerist á árunum um og eftir síðustu aldamót þegar Bandaríkin voru að stíga fyrstu skrefin sem heimsveldi. Þetta er tími stríðsátaka bandarískra stjórnvalda við Spánverja. Banda- rískt herlið átti þá meðal annars í átökum á Kúbu og Filippseyjum. í veigamiklum hlutverkum eru að sjálfsögðu áhrifamestu stjórnmála- menn þessa tímaskeiðs, ekki síst forsetarnir McKinley og Teddy. Ro- osevelt, William Jennings Bryan, þrefaldur vonbiðill um forsetaemb- ættiö sem sumir minnast þó fremur fyrir vitnisburði við „aparéttarhöld- in“ svokölluðu, og blaðakóngurinn William Randolph Hearst sem náði heldur aldrei þeim pólitísku metorð- um sem hann stefndi aö. Þá koma margir fleiri mikið viö sögu, svo sem John Hays utanríkisráðherra, fjöl- skyldur áðurnefndra heiðursmanna og svo þær sögupersónur sem Vidal hefur sjálfur skapað og tengja skáld- sögurnar saman. Hér er fjallað úm forvitnilegt tíma- bil í sögu bandarísku þjóðarinnar þótt það sé að sjálfsögðu átakaminna en þau miklu hildarár fyrir rúmri öld sem voru sögutími skáldsögunn- ar Lincoln. Bandafíkin voru að styrkja stöðu sína út á við og teygja arma sína til annarra heimsálfa. Vidal tekst hér sem í fyrri sögunum ágætlega að draga upp lifandi mynd af stjórnmálamönnum, samskiptum þeirra innbyrðis og viðbrögðum við helstu atburðum samtíma síns. Hann tengir einnig raunverulegar og ímyndaðar persónur saman á mjög sannfærandi hátt í áhugaverðri og læsileg frásögn. Samsæri leyniþjónustumanna BROTHERS. Höfundur: Wllllam Goldman. Warner Books, 1988. Tveir drengir, bræður, koma inn í sælgætisverslun um sama leyti og hún springur í loft upp í svo öflugri sprengingu að hvorki finnst af þeim tangur né tetur. Harðgerður leigubíl- stjóri og vinkona hans gerast allt í einu auðsveip og undirgefm við ógeð- felldan mann sem þau þekkja ekkert og leyfa honum að misnota sig að vild. Ungir elskendur, sem eiga fram- tíðina fyrir sér, fá allt í einu óviðráð- anlega löngun til að deyja og fremja því sjálfsmorð. Þessir að því er viröast óskyldu atburðir gerast í upphafi nýrrar spennusögu eftir William Goldman, Brothers. Þeir gefa tóninn um það sem á eftir kemur: hörkuspennandi og hröð atburðarás um vélabrögð leyniþjónustumanna og glímu at- vinnumorðingja þeirra. Það kemur í ljós aö óhugnanleg öfl eru að verki að baki þessum atburðum öllum og manndrápum sem fylgja í kjölfarið. Goldman hefur'samið margan góð- an reyfarann um dagana og fjölda kvikmyndahandrita. Þessi nýjasta skáldsaga hans er reyndar eins kon- ar framhald einnar fyrri bóka hans - spennusögunnar Maraþonmaður- inn - en eftir henni var gerð vinsæl kvikmynd. í Bræðrunum er Gold- man tvímælalaust í sínu besta formi. Metsölubækur Bretland A WALK WITH A WHITE THIS’N THAT. Söluhæstu klljurnar: BUSHMAN. 4. Dorls K. Goodwin: 1. Catherine Cookson: (Bygg! á The Sunday Times) THE FITZGERALDS AND THE THE PARSON’S DAUGHTER. Bandaríkin KENNEDYS. 2. Phillppa Gregory: 5. Robert Hughes: WIDEACRE. Metsölukiljur: THE FATAL SHORE. 3. Sldney Sheldon: 1. Danlelle Steel: 6. Sam Donaldson: WiNDMILLS OF THE GODS. FINE THINGS. HOLD ON, MR. PRESIDENT! 4. Colleen McCullough: 2. Rosemary Rogers: 7. Judlth Vioret: THE LADIES OF MISSOLONGHI. BOUND BY DESIRE. NECESSARY LOSSES. 5. Elvl Rhodes: 3. Jonathan Kellerman: 8. Beryl Markham: THE GOLDEN GIRLS. OVER THE EDGE. WEST WÍTH THE NIGHT. 6. Bernard Cornwell: 4. Sally Beauman: 9. Richard Bach: SHARPE’S SIEGE. DESTINY. THE BRIDGE ACROSS FOREVER. 7. Tom Clancy. 5. Larry McMurtry: 10. Priscllla Prestley/S. Harmon: REO STORM RISING. TEXASVILLE. ELVIS AND ME. 8. Barbara Vine: 6. Dlck Francls: (Byggt á New York Tlmes Book A FATAL INVERSION. BOLT. Revíew) 9. Stephen Klng: 7. Alistalr MacLean: Danmörk: THE EYES OF THE DRAG- SANTORINI. ON. 8. Pat Conroy: Metsöiukiljur: 10. Noel Barber: THE PRINCE OF TIOES. 1. Suskind: THE OTHER SIDE OF PARADISE. 9. Dana Fuller Ross: PARFUMEN. (-). Rit almenns eðlfs: ARIZONA! 2. Jean M. Auel: 10. William Goldman: HULEBJ0RNENS KLAN. (2). 1. Rosemary Conley: BROTHERS. 3. Isabel Allende: THE HIP AND THIGH DIET. 11. Robln Cook: ANDERNES HUS. (4). 2. Robert Hughes: OUTBREAK. 4. Jean M. Auei: THE FATAL SHORE. 12. Davld Eddlngs: HESTENES DAL. (4). 3. James Fox: GUARDIANS OF THE WEST. 5. Andersen-Nexö: WHITE MISCHIEF. 13. Milan Kundera: PELLE EROBREREN Nl. (3). 4. Whltley Strleber: THE UNBEARABLE LIGHTNESS OF 6. Godfred Hartmann: COMMUNION. BEING. CHRISTIAN. (8). 5. P.L. Fermor: 14. Elizaboth Marshall: 7. Pu Ji: BETWEEN THE WOODS REINDEER MOON. DEN SIDSTE KEJSER. (6). AND THE WATER. 15. Tom Clancy: 8. Ballard: 6. Edward Behr: RED STORM RISING. SOLENS RIGE. (-). THE LAST EMPEROR. 7. Marcus Siefl: Rít almenns eðlis: 9. Isabel Allende: KÆRLIGHED OG M0RKE. DON’T ASK THE PRICE. 1. Whltley Strleber: (5). 8. Kenyon & Franklln: COMMUNION. 10. NUDANSK ORDBOG. (9). GARDENER’S WORLD HANDBOOK. 2. M. Scott Peck: (Tölur Innan svlga tökna röö bókar vikuna 9. Hogg, McDougall & Morgan: THE ROAD LESS á undan. Byggt á Polltíken Sendag) BULLtON. TRAVELED. 10. Van der Post: 3. Bette Oavis/M. Herakowitz: Umsjón: Elías Snæland Jónsson Böm ljóss eða eigin myrkurs? CHILDREN OF LIGHT. Höfundur: Robert Stone. Penguln Books, 1987. Þótt nafn þessar skáldsögu gefi til kynna að hér sé fjallað um börn ljóssins bera söguper- sónurnar það ekki með sér. Þvert á móti eru þær að berjast við myrkrið í sjálfum sér og standa höllum fæti í þeirri bar- áttu. Höfuðpersónurnar eru eigin- lega tvær og lifa báðar í heimi bandarískrar kvikmyndafram- leiðslu. Gordon Walker er handritshöfundur og leikari sem gjarnan drekkur sig þó frá störfum þegar þau bjóöast. Lu Anne er leikkona sem á við enn alvarlegri vandamál að stríða - hún er hreinlega að berjast við að halda geðheilsu sinni. Þegar þessar tvær persónur lenda loks saman virðist fátt geta orðin þeim til bjargar: sjálfseyöingarhvötin er of sterk hjá þeim báðum. Margt er áhugavert í þessari skáldsögu, ekki síst það sem snýr að lýsingum á bandarísku kvikmyndalífi. En satt best að segja vekja höfuðpersónurnar ekki sérlegan áhuga: til þess eru þær alltof uppteknar af sjálfum sér og af meira og minna sjálf- sköpuðum vandamálum sínum. Fimmti sonurinn THE FIFTH SON. Höfundur: Elie Wlesel. Penguln Books, 1987. Fáir pennans menn hafa skrifað af meiri skilningi og innsæi um hörmungasögu gyð- inga á fyrri hluta þessarar aldar en Elie Wiesel sem heiðraður var með friðarverðlaunum Nóbels fyrir nokkrum árum. í skáldsögunni um fimmta soninn er Wiesel enn sem fyrr aö fjalla um harmsögu gyðinga á tímum þriðja ríkisins og af- leiðingar þeirrar reynslu fyrir afkomendur þeirra. Höfuðper- sónurnar eru Tamiroff-feð- garnir. Faöirinn mátti þola smán og kúgun af hálfu SS- foringja sem kallaöur var „Engillinn“, en hefur allt frá stríðslokum þjáðst af sektar- kennd vegna þess aö hann og félagar hans réðu „Engilinn" af dögum. Þegar sonurinn tekst loks að nálgast þessi leyndar- mál fóðurs síns og fer að kanna málið kemst hann að því að „Engillinn" er alls ekki dauður og sálarkvalir fóðursins því á misskilningi byggðar. Wiesel rekur bæði reynslu fóðursins og viðbrögö sonarins í þessari áhrifamiklu skáld- sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.