Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. Veröld vísindarina DV Ný von fyrir sykursjúka? Til þessa hefur reynst ómögulegt að lækna sykursýki. Einkennunum er haldið niðri með því að gefa sjúkl- ingunum insúlín en sykursýkin stafar af þvi að líkaminn framleiðir ekki nægilegt insúlín til að hafa stjórn á blóðsykri. Nú er verið að gera tilraunir meö lækningu á sykursýki, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, og lofa þær góðu þótt læknar vari við of mikiili bjart- sýni. Nú er talið að stundum stafi sykur- sýki af því að ónæmiskerfi líkamans ræðst gegn þeim frumum í brisinu sem framleiða insúlin. Af einhverj- um ókunnum orsökum þá bregst ónæmiskerfið í sumum mönnum viö þessum ifrumum eins og þær væru aðskotahlutir í líkamanum og drepur þær. Þetta gerist yfirleitt á unglings- árum og smátt og smátt koma einkenni sykursýkinnar í ljós þvi lík- aminn glatan hæfileikanum til að hafa stjórn á blóðsykrinum. Það sem læknar hafa nú komið auga á er að gefa sykursjúkum lyfið cyclosporine sem annars er notað til að koma í veg fyrir að líkaminn hafni lífiærum sem grædd eru í hann. Þetta lyf slævir ónæmiskerfiö og gæti þess vegna komið í veg fyrir að ónæmiskerfið eyddi frumunum sem framleiða insúlín. Lyfið hefur verið gefið sykursjúk- um með þeim árangri að sykursýkin hverfur en aðeins á meðan það er tekið. Árangurinn er bestur hjá þeim sem hafa fyrstu einkenni sykursýk- innar. í þessu felst þó ekki varanleg lækhing og aukaverkanir lyfsins eru verulegar. Það þykir því ekki réttlæt- anlegt að gefa sj úklingum það nema í skamman tíma. Læknar telja þetta þó verulegan áfanga því nú er vitað hvernig lyf geta læknað sykursýki. Cyclosporin hefur áhrif á ónæmiskerfi alls líkam- ans en nú er hafin leit að lyfi sem aðeins hefur áhrif á þann hluta ónæmiskerfisins sem eyðir frumun- um sem framleiða insúlín. Enn er þetta lyf ekki fundið en læknar telja sig nú vita hvar á að leita að því. Þetta er fyrsta skrefið í átt að lækningu á sykursýkinni því fram til þessa hefur ekki verið vitað hvemig lyf gætu komið í veg fyrir að sykursýki nái að grafa um sig. Búnaðurinn er einfaldur í notkun og léttur í meðförum. Nýtt björgunartæki Fátt þykir mönnum jafnógnvæn- legtog að lokast á efstu hæð í brennandi húsi og sjá enga von um björgun. Fyrirtæki í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur nú hannað björgunarbúnað sem er færanlegur og notast til sigs á milli hæða. Hann ætti að koma að notum við þessar aðstæður. Þessi búnaður er settur saman úr stálkrók, stálkapli, sjálfvirkum vindubúnaði og lykkju sem smeygt er undjr hendur þeirra sem nota hann. Ef eldur brýst út og allar út- gönguleiðir lokast, er krækt í næsta fasta hlut, lykkjunni brugðið undir hendurnar og sigið út um næsta glugga. Engar tilfæringar þarf til að stjórna siginu því stálkapallinn vind- ur ofan af sér sj álfkrafa. Hann er nógu langur til að síga milli 12 hæöa. Hægt er að ráða sighraðanum með taugum þannig að enginn þarf að síga hraðar en aðstæður leyfa. Með þessum búnaði er hægt aö síga af tólffu hæð og niður á jörð á rúmri mínútu. Einnig er hægt að fá sigtæki fyrir fjögurra og sjö hæða hús. Þá geta tveir notað tækið í einu ef þarf, en þó má þunginn ekki vera meiri en 150 kíló. Þetta verkfæri er einnota og ekki hægt að vinda það upp eftir notkun. Þær aðstæður geta því komið upp að tveir verði að nota þaðíeinu. Sigtækin eru mjög létt og auðvelt að færa þau til eftir þörfum. Þá hafa verið framleidd sigtæki af sömu gerö fyrir allt að 100 hæða hús. Þau eru mun þungri og verða að vera föst á sínumstaö. í Bandaríkjunum kosta tæki af minni gerðinni sem svarar til 15 þús- unda íslenskra króna. Það er R.A.W. Rescue Products of Ambler í Penn- sylvaniu sem selur búnaðinn. Lausn fundin á alda- gömlu reikningsdæmi Fyrir 350 árum rissaði franskur áhugamaður um stærðfræði, Pierre de Fermat að nafni, dæmi inn á spássíuna í grískri stærðfræðibók. Þetta dæmi er svo djöfullega erfitt að þeir stærðfræðingar sem uppi hafa verið eftir daga de Fermats þekkja enga lausn á því. Sjálfur skrif- aði de Fermat á spássíuna: „Ég hef fundið stórkostlega lausn á dæminu en hér er ekki pláss til að sýna hana.“ Stærðfræðingar hafa mjög efast um að de Fermat hafi í raun og veru fundið láusnina. Þeir hafa margir glímt við dæmið og sagan um de Fer- mat og síðustu formúlu hans er orðin að eilífum hausabrjót meðal stærð- fræðinga. Nú berast hins vegar þau tíðindi að japanskur stærðfræðingur hafi leyst dæmið. Hann heitir Yoichi Miyaoka og er aðstoðarprófessor í stærðfræði við háskólann í Tokyo. Nokkru eftir áramótin var hann staddur í Max Plank stofnuninni í Bonn í Þýskalandi og segir sagan að hann hafi rissað lausnina upp á töflu fyrir kollega sína sem horfðu agn- dofaáaðfarirnar. Dæmið er á þá leið að ef A og B eru heilar tölur í jöfnunni A3 + B3 = C3 þá getur C ekki verið heil tala. Það sama á við ef veldið er hærra en ekki ef tölurnar eru í öðru veldi. Engin stærðfræðileg skýring hefur fundist á af hverju þetta er svo nema ef lausn Japanans reynist rétt. Hún hefur enn ekki verið gefin út og bíða stæröfræðingar víða um lönd nú í ofvæni eftir að fá að sjá hana. JMolar Ljósið fraVenusi Sovéskir stjarnfræðingar hafa fundið skýringuna á ljósglampan- um sem af og til berst frá Venusi. Þetta furðuljós hefur lengi heillað höfunda vísindaskáldsagna sem hafa lesið úr því skeytasendingar frá geimverum í vanda og annað eitir því. Eftir að Sovétmenn sendu geim- fórin Vegu 1 og Vegu 2 til Venusar hafa verið tekin af öll tvímæli um aö ljósglampar berast frá reiki- stjömunni þegar göt myndast á skýjahulu hennar. Yfirborð Venusar er mjög heitt. í 30 til 60 kílómetra hæð yfir því er þétt skýjalag sem þó rofnar á blett- tun af og til. Við það berst sterkur bjarmi frá stjömunni. Kaetomúsin var talin útdauð fyrir 30 árum. Sjónvarpiðhefur viiminginn Að jafnaði horfa Bandaríkja- menn á sjónvarp í 15 til 16 þúsund klukkustundir frá því að þeir era sex ára og til 18 ára aldurs. Á þessu árabili sitja þeir í 13 þúsund klukkustundir á skólabekk. Kaetomúsin fundin á ný Fágætt afbrigði af broddgelti, sem talið var að heföi dáið út fyrir meira en 30 árum, hefur fundist á ný í regnskógum Brasilíu. Þetta aíbrigði kall- ast Kaetomús og heldur að mestu til neðanjaröar. Kaetomúsin fannst fyrst fyrir 170 áram. Vísindamenn hafa aðeins náð að rannsaka nokkur dýr og mjög fáar myndir eru til af því. Það var fyrst myndað áriö 1952 og svo aftur nú. Broddar kaetomúsarinnar era styttri en á flestum öðram afbrigöum broddgalta. Þaö var meira aö segja hald manna lengi vel að kaetomúsin væri ekki boddgöltur heldur músa- eða rottuafbrigði og þvi er hann kennd- ur við mýs. Sjúkleg löngun í rjómaís Pagofagi er heiti á sjúkdómi sem lýsir sér sem óstjómleg fýkn í ijómaís. Ástæðan fyrir lönguninni í ísinn er skortur á jámi sem í sum- um mönnum er ólæknandi. Ástæðan fyrir því er óþekkt. Hroturnar voru veíkleiki leons. Nú er komin fram kenning um að herfór Napóleons til Rússlands árið 1812 hafi farið út um þúfur vegna þess að stríðshetjan hraut ákaflega. Fyrir vikið svaf hann illa um nætur og var í óstuði á daginn þegar hann vildi herja. Þessi hugmynd er komin frá frönskum lækni sem heldur því líka fram að hann geti læknað hrot- ur meö 80% árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.