Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 45 Islensk tunga Súperniann og íleira fólk Nýlega barst mér í hendur eintak af blaöi um Súpermann, þann am- eríska bjargvætt sem ýmist er blaðamaður eða ofurmenni. Þessar bókmenntir eru gefnar út á Siglu- firði en prentaðar í Finnlandi. Eins og nærri má geta er þýðing- in stundum undarleg. Kemur það tO af tvennu. í fyrsta lagi virðist svo sem íslensk tunga hafi litla þjálfun í að fjalla um ofurhetju nútímans þótt hún hafi dugað ágætlega á sínum tíma. í öðru lagi virðist mér þýðingin ékki vera nógu vönduð. En þetta geri ég hér að umræðu- efni af því að þýðing og málfar slíkra blaða er að mínu viti afar mikilvægt. Þetta er mest lesiö af börnum og unglingum á því stigi þegar málvitund þeirra er að þroskast. Þetta er frekar einfalt af- þreyingarefni en ekkert verra fyrir þá sök og verðskuldar vitanlega vönduð vinnubrögð ekki síður en annað efni sem ætlaö er að lifa lengur. í fljótu bragði sá ég þrennt í þessu blaði sem mig langar að gera at- hugasemdir við. í fyrsta lagi hefur þýðanda láðst að breyta enskunni Superman’s í íslenskuna Súpermanns á að minnsta kosti einum stað. Enn- fremur er nafn hetjunnar í titlum og fyrirsögnum ávallt ritað Super- mann, þ.e. vantar kommu ofan á uið. Súpermann kemst oft í hann krappann og verður jafnvel undr- andi og þá verður honum á orði á ensku Great Scott. Þetta er skraut- hvörf fyrir great God og þýðir þess vegna á íslensku guð hjálpi mér eða fari það til íjandans af því að íslend- ingar veigra sér við að leggja nafn Eiríkur Brynjólfsson guðs við hégóma. Ekki veit ég hver þessi Scott var sem enskir ákalla í stað guðs síns en hitt veit ég að þýðingin Mikli Skoti er gjörsam- lega út í biáinn en það segir Súpermann í siglfirsku útgáfunni. Stundum hef ég minnst á töku- sögnina að ske. Hún hefur löngum verið óvinsæl og getur kennt um útliti sínu. Þegar Súpermann var búinn að vera týndur í þijá daga og allt gott fólk fariö að undrast um hann þá varð ungri konu að orði: Hvað skeði með hann? Ég hef heyrt börn og unglinga segja hvað skeði fyrir? en felh mig engan veg- inn við að nota þessa sögn meö forsetningu, kom fyrir eöa varð um koma miklu frekar til greina. Og svo er ekki meira um það að segja. Súpermann er kominn til að vera eins og stundum er sagt, enda oröinn fimmtugur. Ég vil bara benda þeim á sem útbúa afþreying- arefni handa bömum og ungling- um að vanda sig eins og kostur er. Á götum bæjarins Einhvern tíma fjallaði ég um hraðahindranir í bænum sem hafa fengið nafnið liggjandi löggur, lík- lega frá enskunni dead policemen. En þessi fyrirbæri eiga fleiri nöfn. Eg hef það eftir áreiðanlegum heimilkum frá traustum manni sem hefur það eftir vini sínum á Snæfellsnesi að þetta heiti bryndís- arbarmar. Og sonur minn segir að viðeigandi umferöarmerki kallist brvndísarbrjóst. Og mér er sagt að nafngiftirnar stafi af því að fyrstu hraðahindran- irnar hafi verið settar upp á Vesturgötunni í Reykjavík. Lifið heil. Gísli Brynjúlfsson, Sigurður frá Amarholti, Jónas Guðlaugsson IVær vísur og fjögur kvæði eftir gömul skáld I drósarfaðmi Gísh Brynjúlfsson var merkis- skáld og mun ég minnast hans betur síðar, f. 1827, d. 1888 af afleið- ingum slyss, starfaði lengst af í Kaupmannahöfn. Eftirfarandi kvæði ber nafnið Vísur: Yndi er aö horfa á himinljós þá húma fer, en fegra er að búa í faömi drós og gleyma heim og gleyma sér. Yndi er við mjöð að una vel um aftanstund, en glaður drykki ég dauða og hel, ef byði varir blíðlátt sprund. Víst er að skærra vínið er en vötnin tær, en fagurskærri finnast mér, þó brúnaljós, er brosir mær. Við skulum drekka vínið tært á vina fund, en meyjaraugað muna skært þó alla vora ævistund. Tvær vísur eftir Gísla (ekki sam- stæðar) annars staðar frá: Svo er fullnaö Freyju tál. Fölna ei skal af harmi, þótt dauðans stundum drekkum skál af dýrum svannabarmi. Nú kveð ég einskis örvænt meir undir sólar grundu. Síðan mættust munnar tveir minn og þinn fyrir stundu. Sigurður Sigurðsson frá Arnar- holti, 1879-1939, var samtímaskáld Jónasar Guðlaugssonar og gáfu þeir út eina bóka sinna saman en Sigurður varö gamall, hætti að mestu að yrkja á miðjum aldri. Meira frá honum síðar. Jónas Guðlaugsson, 1887-1916, var prestssonur og gekk menntaveginn hér heima en fór ungur til Norður- landa og Þýskalands, giftist og eignaðist son þar. Jónas varð snemma kunnur fyrir skáldskap hér heima, þegar í skóla, og gaf út bækur. Hann hugði á frama erlend- is og fékk þar góðar móttökur en dó ungur. Hér er hann næstum gleymdur en nú reyna ungir menntamenn og ljóðskáld áö minna á hann. Er það vel, því eng- inn veit hversu langt hann hefði náð ef hann hefði fengið að lifa. Þið spyrjið - Sleppi einni vísu. Þið spyrjið, - og horfið mig hlæj- andi á: Hversvegna ég vindi upp trafiö? Það fáið þið kunningjar síðar að sjá, nú sigli ég beint út á hafið: í fjöldans augum ég finn ei náð, eða frama á þeim breiða vegi, en bak við hafið mín bíður láð svo bjart eins og sól á degi. Minn hróður er innsta hjartans þrá. iö helgasta í minni eigu, ekki skemill til þess að skríða á eða skækja sem fæst til leigu. Svo upp með seglin: - Ég, óttast ei neitt. það er ekkert sem for mína heftir. En verði frá knerrinum kjölfar breitt þá komið þiö hinir á eftir. En bili minn þróttur og bregðist mín gnoð, verði í byljunum landið grafið, þá stýri ég beint og strengi á voð og steypi mér syngjandi í hafið. Sönglok. - Einni vísu sleppt Ég gef þér ljóð mín, þreytta þjóð, sem þögnin var svo löng, ég helga þér hvern hjartans óö, hvern hugans dýpsta söng. Og allt sem bjó mér innst í sál, og allt sem best ég sá og glæddi mér í brjósti bál og breiddi veg þinn á. Hluti kvæðisins Þrettánda brennan Svo ung og fögur og ekkert þig grunar, að yndisleg sértu, - bráðum færðu að reyna, að elskan mín ertu. Og brúðkaupsveislan stendur í sól um sumarmálin, er sunnanvindar anda. Svo höldum við með ástina til annarra landa. Þar á ég dýrlegí undur, einn bragarlund í leynum. Þar býður okkar einum Aladínshöll - og öll úr eðalsteinum. í vorblænum hýra, við og dýra ilminn, þar vökum við á daginn og háttum síðan saman, er sólin roðar æginn. Höllin okkar ljómar, - þar er kveikt á kóngaljósum, þar göngum við til sængur og sofnum á rósum. Kyndilkertaljósum. Þá skal okkur dreyma drottninguna og kónginn. Drómann truflar enginn, en englar stilla fíólín og fmgra silfurstrenginn. Svo íjúgum við saman, tveir svánir, - guða gaman! Við sækjum gull og framann og kyssumst og föðmumst í sælu af öllu saman. Vísnaþáttur Ég veit ég söng með veikum róm, sem var of sjaldan skær, en seinna muntu heyra hljóm, sem hærri tónum nær. Svo þó mér gefi ei goðin reið það guðdómsvígða lag, mín dagsbrun yfir austurleið mun eitt sinn verða að dag. Mitt eigið land, minn innsta hljóm þú átt í sæld og raun. Ó, land, sem getur gefið blóm og gröf í skáldalaun. í þessum þætti eru birt kvæði eftir þrjú virt skáld sem um hefur ríkt meiri og lengri þögn en maklegt er. Öll eru þau fædd á öldinni sem leið og hiö elsta þeirra dó ungt, rétt fyr- ir síðustu aldamót. Það næstelsta gaf sig mest að skáldskapnum á unga aldri, dó gamall maður, hið þriðja og ýngsta dó erlendis 1916, enn ungt skáld. Úr tveim kvæö- anna er felld ein vísa og ekki nákvæmlega fylgt stafsetningu og greinarmerKjum höfundanna. Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.