Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 49 landi, og Brunner, V. - Þýskalandi, allir meö 6,5 vinninga. Blatny (Tékkóslóvakíu), Plaskett og Con- quest (báðir Englandi) fengu 6 vinninga og 5,5 vinninga fengu Jón L. Árnason, Sokolov (Júgóslavíu), Serper (Sovétríkjunum), Navrot-. escu (Rúmeníu), Fogarasi (Ung- verjalandi), Norwood og Sadler (báöir Englandi). Þröstur Þórhalls- son hlaut 5 vinninga og Hannes Hlífar Stefánsson 4 vinninga. Keppendur á mótinu voru 54 frá 22 löndum - flest sterkustu skák- ungmenni heims. Mót af þessu tagi eru erfiö mót, sjálfsagt talsvert erf- iðari en þau sýnast vera. Tafl- mennskan er léttari, en um leið beinskeyttari, en þegar skákmenn- irnir eru komnir á „skotgrafar- hernaðaraldurinn.” Og sumir þeasara ungu manna eru svo illa upp aldir, að þeir bera enga virð- ingu fyrir sér eldri og reyndari mönnum. Stórmeistararnir 5 sem tefldu á mótinu máttu allir gera sér að góðu að þurfa að lúta í duftið, oftar en einu sinni. Okkur íslendingunum tókst ekki að sýna nægilega heilsteypta tafl- mennsku til að ná taki á efstu sætunum. Satt best að segja vorum við langt frá okkar besta - eða það vonum við a.m.k. - Hannesi voru mislagðar hendur í byrjun, Þröstur hrökk í jafnteflisgír í lokin og missti vænlegar stööur niður og ég tapaði og vann til skiptis - gerði aðeins eitt jafntefli í mótinu er and- stæðingurinn náði þráskák. Mest sé ég eftir tapinu gegn Plaskett í næstsíðustu umferð, er ég lék mig í mát í ímynduöu tímahraki (41. leik) eftir að hafa átt gjörunna stöðu. Eftirfarandi skák mín frá mótinu, gegn enska alþjóðameistaranum McDonald, veitti mér mikla ánægju: Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Neil McDonald Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 ,Bxc3 + 6. bxc3 Re7 7. Dg4 0-0 8. Bd3!? Oftast er leikið 8. Rf3 í stöðunni en ég sá Van der Wiel tefla svona gegn Hbner í Wijk aan Zee og vildi prófa. Skák þeirra tefldist 8. - c4 9. Bh6! Rg6 10. Bxg6 fxg6 11. Be3 De8 12. h4 Rc6 13. h5 gxh5 14. Hxh5 Re7 15. RÍ3 HÍ5 16. Bg5 Rg617.0-0-0 h618. Hdghl! og hvítur náði sterkri sókn. 8. - Í5! 9. exf6 fr.hl. Hxf6 10. Bg5 Hf7 11. Dh4 h6 12. Bxe7 Hxe7 13. Dg3!? Einnig kemur 13. RÍ3 til greina, því að eftir 13. - e5 14. dxe5 Hxe5 15. Kd2 stendur hvitur eitthvað betur. Ég bjóst nú við 13. - c4 14. Bg6 Rc6 en þá gæti hvítur reynt 15. f4!? Da5 16. De3 og síöan 17. RÍ3 með lipurri stöðu. 13. - cxd4!? 14. cxd4 Bd7 Svartur hefur ekki áhyggjur af ógnunum hvíts eftir skálínunni bl-h7, heldur hyggst hann skáka á a5 með drottningu og leika síðan Bb5 og skipta upp á biskupum. í þvi tilviki ætti hann prýðileg færi, svo hvítur verður að hafa hraðar hendur. 15. Dg6 Da5+ 16. Kdl! Bb5 Svarið við 16. - Dc3 yrði 17. Rf3! 17. Dh7+ Kf718. Bg6+ Kf619. Bh5 Be8 20. Bxe8 Hxe8 21. Re2 Da4?! Reynir að hindra aö hvíti riddar- inn nái að skerast í leikinn á kóngsvængnum. Betra var þó 21. - Rc6, því að 22. Rf4 má svara meö 22. - KÍ7 23. Dg6+ Kg8 24. Rxe6 He7 með hæltulegum gagnfærum. Hvít- ur leikur betur 22. h4! og síðan Hhl-h3 og á í því tilviki betra tafl. 22. Hbl Rc6 23. Hb3! Rxd4 Eftir 23. - Re7 24. g4 Hh8 getur hvítur valið um 25. HÍ3+ ásamt skiptamunsfórn á f5, eða einfald- lega 25. Dd3 meö mun betri stöðu. 24. Hb4 Dxa3 Skásta vonin var drottningar- fómin 24. - Rxe2 25. Hxa4 Rc3+ 26. Kel Rxa4 en eftir 27. h4 ætti hvítur að vinna. 25. Hxd4 Dal+ 26. Kd2 Dxhl Sígild fórn. Svarta drottningin er úr leik á hl og á meðan nær hvítur vinningssókn. 27. Hf4+ Ke7 28. Dxg7+ Kd6 29. Hf7! Hab8 Engu heíði 29. - Hac8 30. Hxb7 breytt. Svartur er varnarlaus. 30. Hc7 Hg8 31. De7+ Ke5 32. f4! - Og svartur gafst upp. -JLÁ 4. Siguröur Sigurjónsson Júlíus Snorrason 226 5. JacquiMcGreal Þorlákur Jónsson 224 6. SævarÞorbjörnsson Karl Sigurhjartarson 195 7. Matthías Þorvaldsson RagnarHermannsson 192 8. ValurSigurðsson HrólfurHjartarson 185 9. GuðlaugurR. Jóhannsson Örn Amþórsson 182 10. AntonR. Gunnarsson JörundurÞórðarson 136 Svæðamót Norðurlands vestra Nú nýlega fór fram á Sauðárkróki svæðamót Noröurlands vestra í bridge. Þátttakendur voru frá öllum bridgefélögum á Norðurlandi vestra sem eru innan vébanda Bridgesam- bands íslands. Siglfirðingar geröu góða ferð til Sauðárkróks að þessu sinni og skipuðu siglfirskir spilarar fjögur efstu sætin. Spiláður var baró- meter með þátttöku 31 pars undir öruggri stjórn liins góðkunna keppn- isstjóra, Alberts Sigurðssonar. Tölvuútreikning annaðist Margrét Þórðardóttir. Efstu pör urðu: stig 1. Ásgrímur Sigurbjörnsson Jón Sigurbjörnsson Sigluf. 258 2. Bogi Sigurbjörnsson - Anton Siglurbjörns. Sigluf. 139 3. Björk Jónsdóttir - Steinar Jónsson Sigluf. 131 4. Valtýr Jónsson - Stefanía Sigurbjd. Sigluf. 127 5. Björn Kriðriksson - Kristján Jónsson Blönduósi 108 6. Unnar A. Guðmundsson - Erlingur Sverris. Hvammst. 106 7. Flemming Jessen - Eggert Karlsson Hvammst. 90 8. Eiríkur Jónsson - Sverrir Þórisson Blönduósi 80 9. -10. Bjarki Tryggvason - Skúli Jónsson Sauðárkróki 64 9. 10. Reynir Pálsson - Stefán Benediktsson Fljótum 64 Gefandi allra verðlauna á mótinu var Búnaðarbankinn á Sauðárkróki. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 29. mars lauk keppni i barometer með sigri þeirra félaga Jóns Þorvarðarsonar og Guðna Sig- urbjarnarsonar sem voru i sérflokki. Röð efstu para var sem hér segir: 1. Jón Þorvarðarson - Guðni Sigurbjarnarson 229 2. Hjálmar Pálsson - Steingrímur Jónasson 113 3. Anton R. Gunnarsson - Hjördís Eyþórsdóttir 108 4. Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 97 5. Ólöf Ketilsdóttir - J. Mc. Greal 87 6. Björn Pétursson - Haukur Sævaldsson 58 7. Alfreð Alfreðsson - Jóhann Gestsson 37 Þriðjudaginn 5. apríl var spilaður tvímenningur. Efstir úröu þessir: 1. Óskar Karlsson - Sigmar Jónsson 149 2. Hildur Helgadóttir - Karólína Sveinsdóttir 124 3. Ólöf Ketilsdóttir - Jacky Mc. Greal 120 4. Björn Pétursson'- Haukur Sævaldsson 117 Næsta þriðjudag, 12. apríl, verður spilaður tvímenningúr. Spilað er í Drangey, Síðumúla 35. Iþróttapistill Að loknu fslandsmóti 1 handbolta Handknattleiksvertíðin hefur nú svo til runnið sitt skeiö á enda aö þessu sinni og áhangendur Vals hafa getað tekið gleði sína á ný eft- ir að liðinu tókst að innbyrða íslandsmeistaratitilinn á •döguh- um. Ekki gekk úrslitaleikurinn andskotalaust fyrir sig og menn höfðu hinar ýmsu skoðanir á þeim málum sem upp komu samhliða leiknum sjálfum á milli Vals og FH. Margir handknattleiksunnendur voru forviða yfir þeirri ákvörðun Valsmanna að leika úrslitaleikinn að Hlíðarenda þar sem aöeins er rúm fyrir um 800 áhorfendur. Flestir hafa eflaust lifað í þeirri von að leikurinn myndi fara fram í Laugardalshöll en Valsmenn tóku fljótlega þá örlagaríku ákvörðun að halda sig við heimavöllinn. í upphafi var mikill slagur í gangi um aðgöngumiða og var greinilegt á öllu að Valsmönnum var ekki sama um það hverjir sætu á áhorf- endabekkjunum. FH-ingum voru skammtaðir einhverjir tugir að- göngumiða. Og það sem vakti kannski mesta gremju manna á meðal var aögöngumiöaverðið en ekki er hægt að segja að því hafi verið stillt í hóf. Að vísu skiljanlegt Allt þetta brambolt Valsmanna á sínar eðlilegu skýringar að mínu mati. Langt er síðan meistara- flokkshð félagsins hefur leikið mikilvægari leik en gegn FH á dög- unum og þegar fram líða stundir verður spurt að því hvaða lið hafi orðið íslandsmeistari í handknatt- leik 1988 en ekki hversu margir áhorfendur hafi verið á úrslita- leiknum, hvar hann hafi farið fram eða hvert verðið á aðgöngumiðun- um hafi verið. Glæsilegur endir Úrshtaleikur Vals og FH var glæsilegur endir á skemmtilegu ís- landsmóti. Valsmenn voru undir gífurlegu álagi því vissulega hefði það flokkast undir meiriháttar slys ef hðinu hefði ekki tekist að inn- byrða íslandsmeistaratitilinn eftir allt það sem á undan gekk. Ekki bara álag á leikmenn Vals Á meðan á úrslitaleiknum sjálf- um stóð mátti glögglega sjá að það voru ekki einungis leikmenn Vals sem voru undir miklu álagi. Gami- ir reyndir leikmenn, sem gerðu garðinn frægan í Valsbúningnum, héldu ekki vatni á áhorfendabekkj- unum í þær 60 mínútur sem leikur- inn stóð yfir og þeir voru greinilega undir miklu álagi. Reyndar má sjá þessa kappa enn í dag ganga um með bros á vör og ekki vist að það hverfi áður en úrslitaleikurinn í bikarkeppninni fer fram en þar leika Valsmenn gegn Breiðabliki sem kunnugt er. Valsmenn hafa því möguleika á að vinna tvöfalt í ár og kæmi það ekki á óvart þótt af því yrði. Það yrði glæsilegur lokapunktur á keppnistímabilinu hjá Valsmönnum og vil ég nota þetta tækifæri til að óska öllum Valsmönnum til hamingju með ís- landsmeistaratitilinn. Ólafur og Stefán þurfa að flauta áfram í liðinni viku mátti sjá sorgar- fregn úr heimi handknattleiks- manna í DV. Þar var greint frá þeirri ákvörðun Stefáns Arnalds- sonar og Ólafs Haraldssonar, sem áhtnir eru bestu dómarar okkar í handknattleik, þess efnis aö þeir hefðu ákveðið aö hætta aö dæma eftir þetta keppnistímabil. Það yrði mikið áfall fyrir handknattleikinn hér ef þessir færu dómarar legöu flautunni og vonandi kemur ekki til þess. Við eigum ekki mikið til af frambærilegum dómarapörum og því er nauðsynlegra en ella að halda í þá félaga frá Akureyri. Setj- ist nú niöur, þið sem hlut eigið að máli, og finniö lausn á þessu máli. Til þess hafið þið sumarið og hand- knattleiksunnendur og leikmenn 1. deildar félaganna vilja örugglega ekki missa þá félaga. 5 stig af 6 gegn Japan Þremur máttlausum landsleikj- um í handknattleik gegn Japan er nú nýlokið og eflaust margir fegnir enda leikirnir svo til þýðingarlaus- ir þótt auðvitað sé alltaf nauðsyn- legt að ná fram sigri. Mikill klaufaskapur var það að tapa stigi í síðasta leiknum en þaö er voöa- lega erfitt að fara að æsa sig út af þessum leikjum og frammistöðu okkar manna í þeim vegna þess til dæmis að leikirnir höíðu enga þýð- ingu og áhugi leikmanna og handknattleiksunnenda í algeru lágmarki. Horfum á dagatahð og örugglega verður nægur tími til að röfla eða gleðjast að ólympíuleik- unum loknum. Góður árangur ungra körfu- knattleiksmanna Ungir íslenskir körfuknattleiks- menn hafa gert góöa hluti á er- lendri grundu að undanfórnu og kannski betri en menn gera sér almennt grein fyrir. Nokkur félög kepptu á Scania Cup í Svíþjóð sem er nokkurs konar Norðurlandamót í yngri flokkunum. íslensku liðin náðu mjög viðunandi árangri á þessu móÚ og tveir ungir körfu- knattleiksmenn náðu þeim frá- bæra árangri að vera kosnir bestu leikmenn Norðurlanda í sínum ald- ursflokkum. Hér er átt við þá Márus Arnarsson úr IR og Jón Arnar Ingvarsson í Haukum. Þetta eru menn framtíðarinnar og það virðist vera bjart framundan í körfuknattleiknum Lokaslagurinn hafinn í úr- valsdeildinni Nú er lokaslagurinn í úrvals- deildinni í körfuknattleik og eftir nokkra daga verða íslandsmeistar- arnir krýndir. Þegar þetta er skrifað hafa Njarövíkingar, sem hafa titil að verja, þegar sigrað Valsmenn með nokkrum mun í fyrri leik liðanna en á hinum end- anum beijast Haukar og Keflavík. Njarðvíkingar virðast vera búnir að tryggja sig í úrslitaleikinn þrátt fyrir að Valsmenn hafi alla burði til að vinna síðari leikinn en erfið- ara er að spá fyrir um úrslit í slag Hauka og Keflavíkur. Einhvern veginn læðist þó að manni sá grun- ur að það muni koma í hlut Suðurnesjahðanna að leika til úr- slita um íslandsmeistaratitilinn í ár. Stefán Kristjánsson • Stefán Kristjansson lék sína fyrstu landsleiki gegn Japan og sést hér í marktækifæri. Þess má geta að í mánudagsblaði DV verður ítarlegt viðtal við þennan efnilega handknattleiksmann. DV-mynd Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.