Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 29 Hinhliðin • Geir Sveinsson, fyrirllði islandsmeistara Vals og fastamaóur i islenska landsliðínu i handknattleik. „Mestgaman að vinna íslandsmóf' -segir Geir Sveinsson, fyririiði IslandsmeistaraVals í handknattleik Yalur varð sem kunnugt er íslandsmeistari í handknattleik á dögun- um og sá sem sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni er fyrirliði liðsins, Geir Sveinsson. Geir er fastamaður í íslenska landsliðinu og án efa einn besti varnarmaðurinn í íslenskum handknatt- leik. Geir lék í fyrsta skipti með meistaraflokki Vals árið 1981 og hann vann því til íslandsmeistaratit- ils í fyrsta skipti með meistaraflokki á dögun- um er Valur vann FH. Fyrsta landsleikinn lék Geir gegn Dönum árið 1984 en alls eru landsleik- irnir orðnir 120. Þess má geta að Geir varð íslands- meistari í öllum yngri flokkunum með Val. Svör kappans fara hér á eftir: Fullt nafn: Geir Sveinsson. Fæðingardagur og ár: 27. janúar árið 1964. Unnusta: Guörún Helga Amars- dóttir. Böm: Engin. Bifreið: Colt árgerö 1988. Starf: Nemi i sagnfræ.öi við Háskóla íslands. Laun: Engin. Helstu áhugamál: íþróttir og aftur íþróttir. Hvað hefur þér tekist að fá marga rétta í Lottóinu? Ég hef náð þremur réttum og fékk fyrir það 180 krónur sem fóm rakleitt í annað lottó- spjald. Hvað finnst þér skemmtilegast? Vinna íslandsmót. Hvað finnst þér leiðinlegast? Ef illa Umsjón: Stefán Kristjánsson fer á miðvikudag er við Valsmenn leikum gegn UBK í úrslitaleik í bik- arkeppninni. Hvað er það neyðarlegasta sem fyr- ír þig hefur komið? Það var virki- lega neyöarlegt þegar útlit var fyrir að ég kæmist ekki frá Moskvu eftir friðarleikana vegna þess aö pass- inn minn fannst ekki. Uppáhaldsmatur: Hryggur með öUu. Uppáhaldsdrykkur: Mjólk. Hvaða íslenskur íþróttamaöur stendur fremstur í dag? Kristján Arason. Uppáhaldstímarit: Þjóðlíf. Hver er fallegasti kvenmaður sem þú hefur séð fyrir utan unnustuna: Móðir min. Hlynntur eða andvígur ríkisstjórn- inni: Hlynntur henni. í hvaða sæti haftiar íslenska lands- liðiö í handknattleikskeppni ólympíuleikanna? Einu af sex efstu sætunum. í hvaða sæti hafhar lag Sverris Stormskers i söngvakeppni evróp- skra sjónvarpsstöðva? Vonandi fyrir ofan tíunda sæti. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Sovéska handknattleiks- manninn Alexander Thutzkin. Uppáhaldsleikari: Arnar Jónsson. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Þór- hildur Þörleifsdóttir. Fylgjandi eða andvígur bjómum: Þetta er erfið spurning en ég er andvígur honum. Hlynntur eða andvígur veru vam- arliðsins hér á landi: Hlynntiu- því aö hafa herinn í núverandi mynd. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Páll Þor- steinsson. Hvort finnst þér betra Sjónvarpiö eða Stöð 2? Sjónvarpiö. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Arnar Björnsson/hann birtist svo sjaldan á skjánum. Uppáhaldsskemmtistaður: Sá sem veröur fyrir valinu hveiju sinni. Uppáhaldsfélag í iþróttum: Má ég segja Valur. Eitthvað sérstakt sem þú stefnir aö á þesu ári: Veröa betri. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Æfa handbolta. Hvaö ætlar þú að gera í því 30 daga fWi sem landsliöiö fær fyrir undir- búninginn fyrir OL í Seoul? Lesa undir próf og reyna aö komast sera snöggvast til útlanda. -SK AÐALFUNDUR OLÍUFÉLAGSINS li SKELJUNGS HF. 1988 Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 22. apríl nk. kl. 15.00 að Suðurlandsbraut 4, 8. hæð. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins og póst- lögðu fundarboði til hluthafa. SVR auglýsir eftir vagnstjórum til sumarafleysinga við akstur strætisvagna á tímabil- inu júní-ágúst. Umsækjendur eru beðnir að snúa sér sem fyrst til eftirlitsmanna í stjórnstöð SVR að Hverfisgötu 115. Strætisvagnar Reykjavíku'r AADUM AUTOQPHUG APS TLF. (07) 37 61 66 • AADUM • 6880 TARM Ein stærsta bílapartasala í Danmörku, AADUM AUTOOPHUG APS, hefur fengið íslenskan sölu- mann til að annast viðskipti til islands. Hún býður notaða og nýja varahluti beint af lager i flestar gerðir bíla. Sendir gegn póstkröfu. Pöntunarsími í Danmörku hjá íslenska sölumannin- um (Jósef) er 9045-7-341998 eftir kl. 16 og um helgar. Pöntunarsími bílapartasölunnar AADUM AUTOOPHUG APS er 9045-7-376166 daglega. Aðstoðarmaður á islandi (Guðni) er í sima 99-4608. Athugið! Það sem þeir ekki eiga af notuðum varahlut- um geta þeir útvegað nýtt. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVÍKUR FÉLAGSFUNDUR NÝR KJARASAMNINGUR Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund að Hótel Sögu, Súlasal, sunnudaginn 10. apríl kl. 14.00. Fundarefni: Nýr kjarasamningur kynntur. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur ALLSHERJARATKVÆÐAGREIÐSLA UM NÝJAN KJARASAMNING Allsherjaratkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, sem gerður var 8. apríl sl., verður mánudag, þriðjudag og miðviku- dag, 11., 12. og 13. apríl. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 9.00 til 21.00, alla dagana, í Húsi verslunarinnar, 9. hæð. Félagsmenn VR eru hvattir til að taka þátt í atkvæða- greiðslunni. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu VR, Húsi verslun- arinnar, sími 687100. Kjörstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.