Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 25 Kvikmyndir Þótt allir séu sammála um aö af- hending óskarsverðlaunanna sé fyrst og fremst hátíð skrauts og glam- urs þá er hún sú kvikmyndahátíð sem allur heimurinn fylgist spenntur með úrslitum á og afhendingunni er sjónvarpað í öllum heimsálfum. Listrænt gildi eða gæði kvikmynda skipta ekki mestu máh þegar tilnefn- ingar fara fram. Það sem skiptir máli er að auglýsa mynd sína rétt, múta og háfa áhrif á þá fimm þúsund meðlimi bandarísku kvikmyndaaka- demíunnar sem hafa rétt til að tilnefna kvikmyndir. Til þess að koma þessu í fram- kvæmd þarf peninga, enda er það orðið svo í Hollywood að ef kvik- myndaframleiðendur vilja að ein- hver viss kvikmynd næli sér í óskarsverðlaun eyða þeir allt að hálfri milljón dollara í því skyni að hafa áhrif á nefndarmeðlimi. Ekki sakar svo að myndin hafi fengið góða umfjöllun, en slíkt er ekki nauðsynlegt, eins og mörg dæm- in sanna. Mesta athygli vekur alltaf að sjálf- sögðu hverjar kvikmyndir fá tilnefn- ingu sem besta myndin og Ustinn þetta árið er óvenju jafn og er erfitt að spá fyrir hvaða kvikmynd stendur uppi sem sigurvegari. The Last Emperor, kvikmynd Bernardo Bertolucci um síðasta keis- ara Kínaveldis, er sú mynd sem hefur forystu í tilnefningum, fékk níu tilnefningar. Fatal Attraction, hin ágæta sakamálamynd Adrian Lynne, þykir eiga góða möguleika. ingur við óskarsverðlaunatilnefn- Brooks. Minni möguleika eiga æskuminning- ingar. Hann er leikstjóri Moonstruck Þetta eru fimm ágætismyndir sem ar John Boorman, Hope And Glory. og fimmta myndin er svo Broadcast teljast með betri myndum er koma Norman Jewison er enginn nýgræð- News sem leikstýrt er af James L. frá Holly wood. Kannski erfitt aö Fimm ágætismyndir, jafnar að gæðum eru tilnefndar sem besta kvikmynd þetta árið. Sjálfsagt verður enginn talinn til snilldarverka þegar fram liða stundir. Efst vinstra meginn er Richard Vuu í hlutverki keisarans á barnsaldri i Siðasti keisarinn. Við hliðina eru Albert Brooks, Hoily Hunter og William Hurt í Broadcast News. Neðst til vinstri eru leikendur í Moonstruck með Cher i broddi fylkingar, þá eru Glenn Ciose og Michael Douglas i hlutverkum sínum i Fatal Atraction og loks er mynd af aðalleikendunum Sebastian Edwards og Geraldine Muir i Hope And Glory. gagnrýna valið, en ekki get ég sléppt því að minnast á þrjár myndir sem eiga heima í þessum hópi en fundu ekki náð hjá akademíumönnum. Eru það Full Metal Jacket, hin áhrifa- mikla kvikmynd Stanley Kubrick um Vietnamstríðið og Empire Of The Sun, hin stórgóða kvikmynd Steven Spieiberg. Það ætti samt ekki að koma nein- um á óvart að þessar tvær myndir skuli verða útundan. Bæði Spielberg og Kubrick eru og hafa verið úti í kuldanum hjá nefndarmönnum. Og er þess skemmst að minnast aö kvik- mynd Spielberg, The Colour Purple, fékk fyrir tveimur árum einar tíu tilnefningar en engin verðlaun. Nú fengu þessir snifiingar fáeinar minniháttar tilnefningar. Þriðja myndin er svo The Untouc- hebles, hin magnaða sakamálamynd Brian De Palma sem fyrr á síðasta ári þótti hvað líklegust til að hreppa nokkur verðlaun, en raunin hefur orðiö önnur, aðeins Sean Connery þykir líklegur til að hreppa verðlaun- in eftirsóttu fyrir leik í aukahlut- verki. Leikaraverðlaunin vekja ávallt mikinn spenning og birtist hér á síð- unni myndir af leikurum og leikkon- um sem fengið hafa tilnefningar fyrir besta leik í aðalhlutverki. Einnig myndir af þeim fimm leikstjórum sem tilnefndir eru sem besti leik- stjórinn. Athygli vekur að enginn þeirra er bandarískur. HK. Bestu leikarar í aðalhlutyerkum Robin Williams, Good Morning Vietnam. Michael Douglas, William Hurt, Wall Street. Broadcast News. Marcello Mastroianni, Dark Eyes. Jack Nicholson, Ironweed. Bestu leikkonur í aðalhlutverki Moonstruck. masaiamaaiaiiK '''***§ Glenn Close, Sally Kirkland, Fatal Attraction. Anna. Hotly Hunter, Meryl Streep, Broadcast News. Ironweed. Bestu leikstjórar Adrian Lynne, Lasse Heilstrom, Fatal Attraction. My Life As A Dog.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.