Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 53 DV Sigurdór Sigurdórsson skrifar: inni. Hægt er að fara fjallaleið frá Mijas til þessara þorpa og síðan niður á strönd og þá er komin skemmtileg og falleg hringleið sém er létt dags- ferö ef þorpin eru skoðuð. Ronda Fólk með bílaleigubíl ætti ekki að láta fram hjá sér fara að skoða hinn stórbrotna bæ Ronda. Ef farið er frá Torremolinos til Ronda og far- inn hringur er um stífa dagsferð að ræða. Þá er ekið frá Torremolinos í vesturátt með ströndinni, gegnum Fuengerola, Marbella og við bæinn San Pedro er ekið út af þjóðveginum til hægri og ekiö á nýrri hraðbraut upp fjöllin til Ronda. Þetta er um það bil 100 kílómetra löng leið og góður vegur alla leiö. Bærinn Ronda er frægur fyrir margt. í fyrsta lagi var'nautaat í nútímamynd fundið upp í Ronda. í lok 18. aldar fæddist þar piltur sem skíröur var Pedro Romero. Hann gerðist nautabani. Á þeim tíma sátu nautabanar á hestum með lensu í hendinni og börðust þannig við naut- in. Sagt er aö Pedro Romero hafi þótt þessi aöferð stöðnuð og hann fann upp þá aðferð sem nú er notuð. Þaö er að nautabaninn standi á tveimur jafníljótum, með sverð í hendi og með rauðu duluna sem kall- ast „la muleta“. Hann samdi einnig hinar tíu gullnu reglur sem hver nautabani verður að fara eftir. Sagan segir að Pedro Romero og synir hans hafi byijað að sýna þessa aðferð og breiða hana út og hún náði fljótlega mun meiri vinsælduxn en eldri að- ferðin. Enginn sem kemur til Spánar ætti að láta nautaat fram hjá sér fara. Ailir sem kynhast þessari göfugu listgrein og læra hana hrífast með. í Ronda er elsti nautaatshringur Spánar. Hann var byggður á tímum Rómveija og þá sem mannvígshring- ur þræla og fanga. Gjá, sem er allt að 175 metra djúp, gengur í gegnum Ronda sem er um 40 þúsund manna bær. Gjáin skiptir bænum í tvennt og þessi gjá kemur við sögu í bók Hemingways, Hverjum klukkan glymur. Þar segir frá því þegar rauðiiðar tóku um 20 falang- ista af lífi meö því að hrinda þeim fram af brún gjárinnar í borgara- stríðinu á Spáni 1936 til l939. Þeir voru svo fátækir af skotfærum að þeir notuðu þessa aðferð viö aftök- una. Atburðurinn gerðist í raun og Franco lét setja minnismerki upp, eftir að hann komst til valda, þar sem mönnunum var hrint fram af gjánni. Stór hluti af bókinni er látinn gerast í og við Ronda. í Ronda eru líka ýmsar minjar frá tíma Máranna á Spáni en Márar réðu þar ríkjum frá 711 til 1492. Ein af þreinur brúm yfir gjána er frá þeirra tima en sú elsta er frá því Rómveijar réðu ríkjum á Spáni 218 f. Kr. til árs- ins 411. Um margar leiðir að velja Þegar haldið er frá Ronda til strandar er um margar leiðir aö velja. Sú skemmtilegasta er án efa yfir fjöllin til bæjarins Antequera og þaðan yfir fjaUgarðinn til Malága. Til eru mjög vel gerð vegakort í Torremolinos af öllu þessu svæði. Ef þessi leið er valin er farið í gegnum aragrúa af smáþorpum þar sem land- búnaðarverkafólk býr. Landslagiö er hrikalegt og mjög fagurt. Ef fólk vill eyða tveimur dögum í þessa ferð þá er upplagt að fara fjall- veg frá Ronda til Jerez de la Frontera. í því héraði er allt sérrívín framleitt, alls 82 tegundir, bæði ljósar og dökk- ar, að sögn heimamanna. Þar eru vingerðarhús sem feröamenn geta fengiö að skoða undir leiðsögn sér- fræöinga og smakka á framleiðsl- unni. Þessi víngerðarhús nefnast Bodecur. Vínið heitir „Jerez“, en Englendingar, sem gerðu vínið heimsfrægt, nefndu það „Sherry“ nafnið á spönsku er borið líkt fram og „Sherry" á ensku. Margt skemmtilegt er að skoða í Jerez de la Frontera, fornar minjar og fagurt hérað. Skammt frá er borgin Cadiz. Hún er stundum kölluð Pannan vegna þess að borgarstæðið og eiðið frá því til lands lítur út eins og steikar- panna. Cadiz er fræg hafnarborg og þaðan er flutt út mikið af salti. Saltiö er unnið með þeim hætti að dæla sjó upp í þurrkvíar og láta sólina sjá um uppgufun vatnsins en saltiö situr eft- ir og er mokað upp í hauga sem sjá má hundruðum saman í héraðinu fyrir ofan Cadiz. Á heimleiðinni er upplagt að koma við í smábænum Tarifa sem er mjög arabískur í útliti enda er styst frá Tarifa yfir Gíbraltarsund til Mar- okko í Áfríku. Síðan er ekiö í gegnum hafnarborgina Algeciras og síðan austur Miðjarðarhafsströndina til Torremolinos. Sögufrægir staðir Spánn á sér langa og merka sögu. Fullyrða má að sögufrægustu borgir landsins séu í Andalúsíu. Þeirra frægust er Granada enda er hún sögufrægasta borg Spánar. Það var í Granada sem kaþólsku konungs- hjónin Ferdinand og ísabella unnu lokasigurinn á Márum 1492 og sam- einuöu um leið Spán í eitt ríki en allar götur fram til 1492 var Spánn, eða réttara sagt Íberíuskaginn, mörg konungsríki. í Granada er ein fegursta Márahöll sem til er, Alhambra, það er arabískt orö og þýður „Rauða höllin" enda er höllin og hallarvirkið hlaðið úr rauð- leitum steinum. Grafhýsi konungs- hjónanna Ferdinands og ísabellu er í Granada og þetta tvennt ásamt skoðunarferð í sígaunahella efst í gamla hluta borgarinnar er skoðað þegar fariö er í skoöunarferðir með ferðaskrifstofum. Aðeins 135 kíló- metrar eru frá Costa del Sol upp til Granada, sem stendur í 900 metra hæö á hásléttunni La Vega, undir hæsta fjallgarði Spánar, Sierra Nevada. Nafnið þýðir Snjófjöll. >x. - ■ ... ^ i lendingar ráðið síðan í byijun 18. aldar. Á klettinum er þorp sem er mjög breskt i útliti. Það er alveg sjálf- sagt fyrir fólk, sem komið er til Costa del Sol, að skoða þennan sögufræga og umdeilda klett, þótt margt annaö sé forvitnilegra. Einnig má benda á afar fallegan þjóðgarð milli þorpanna Alora og E1 Chorro, um það bil 80 kílómetra frá ströndinni. Hér hefur aðeins verið talinn upp hluti af þeim ferðamöguleikum, sem fólki standa til boða á Costa del Sol. Þar fyrir utan er svo nær allt sem hugurinn girnist í og við Torremolin- os. Stórt og glæsilegt tívolí, stærsta vatnsrennibraut Evrópu, keiluspila- brautir, líkamsræktarstöövar, aö sjálfsögðu vínstúkur og kaffihús, diskótek, spilavíti og næturklúbbar, að ógleymdum öllum aíþreyingar- tækjunum á ströndinni. Meira að segja er hægt að fá að veiða silung á stöng í Rio Frio, 69 kílómetra frá ströndinni, áleiðis til Granada. Matur og vín Margir íslendingar taka með sér mat til Spánar vegna þeirrar þjóð- sögu sem komiö var á flot hér á landi aö hættulegt væri aö borða matinn á Spáni. Þetta er einhver mesta vit- leysa sem hægt er að hugsa sér. Á Costa del Sol er að finna fjöldann allan af matsölustöðum, sem eru í hæsta gæðaflokki á heimsmæli- kvarða. Costa del Sol er sannarlega kjörstaöur þeirra sem hafa ánægju af að borða góöan mat. Veitingastað- ir, sem sérhæft sig hafa í kjötréttum, skipta tugum. Sumir eru evrópskir, aðrir mjög þjóðlegir. Síðan er mikill fjöldi veitingastaða sem hafa sérhæft sig í fiskréttum og frægt er litla þorp- ið La Carehuela, við hliðina á Torremolinos, þar sem veitingastaö- ur er í hveiju húsi alla strandgötuna og allir sérhæfðir fiskiréttastaöir. Inni í Malágaborg er einn af þremur frægustu veitingastöðum Spánar, La „Þar sem fljóðin ör og ung“, segir i vísunni og vissulega er oft mikið fjör í strandlífinu á Costa del Sol. DV-mynd GVA Borgimar Sevilla, sem er stærsta borg Andalúsíu, með um 800 þúsund íbúa, er einnig mjög sögufræg og fóg- ur. Þangað eru 240 kílómetrar frá ströndinni og þegar farið er í skipu- lagðar skoðunarferðir er oftast farin tveggja daga ferð til Sevilla og Cordoba. Hún er ekki síöur fræg en Sevilla og má nefna að þar er að finna næststærstu mosku heims sem byggö var á þeim tíma þegar veldi og ríkidæmi Máranna var sem mest. Að sjálfsögðu eru mörg fógur þorp á leiðinni til og á milli þessara borga og ef fólk fer þetta á bílaleigubíl er meira en þess virði aö stoppa í þeim flestum og skoða. Nefna má þorpið Ecija, þar sem verður gjarnan mest- ur hiti á Spáni yfir sumariö eöa allt að 50 gráður á Celcíus. Ekki má gleyma þeim möguleika áð skreppa yfir til Portúgal, en þá er farið upp til Sevilla og þaðan til bæj- arins Áyamonte, sem er við fljótið Guadina, sem rennur á landamærum Spánar og Portúgal. Þar ganga bíl- feijur á milli. Frá ströndinni til Ayamonte eru um 500 kílómetrar. Endalaust er hægt aö telja upp hvað hægt er að gera á Costa del Sol en ekki er rúm fyrir það allt. Þó má ekki gleyma Gíbraltarklettinum. Þessum umdeilda kletti hafa Eng- Taverna del Pintor, sem er til húsa í lítilli hliðargötu viö nautaatshring- inn í borginni. Margir halda líka aö vatnið á Spáni sé eitrað. Það er bábilja. Það er aftur á móti ekki bragðgott en fjarri því að vera eitraö. Spönsk borövín eru mörg hver í háum gæöaflokki. Frægust rauðvína eru vínin frá Rijoa héraðinu, en frægustu hvítvínin koma frá Valla- dolid, Valdepenas og úr Pyreneaíjöll- um. Matur og vín eru mjög ódýr á Spáni og þarf þá ekki að miða við ísland. Urvals nautasteik á dýrustu veitingastöðunum kostar vart meira en 600 til 700 krónur íslenskar en á venjulegum stöðum 400 til 500 krón- ur. Flaska af ágætu víni á veitinga- staö kostar vart meira en 200 til 300 krónur. Fullyrða má að engum þarf að leið- ast á Costa del Sol. Fólk getur bakað sig í sólinni, farið í skipulagðar skoð- unarferðir eða ferðast á eigin vegum. Boröað góðan mat og notið bestu vína og skemmt sér við næstum allt sem hugurinn girnist. Og fólk á að vera ófeimið viö að spyija fararstjór- ana ráða, til þess eru þeir og þekkja staðinn vel. Góða ferð og góða skemmtun. -S.dór LífsstíU Holl ráð til sólarlandafara Það er ekki lítil breyting aö koma frá íslandi, þar sem hit- inn er ef til vill 12 til 18 gráður að sumrinu, í 30 til 40 gráðu hita í skugganum sem þýðir 50 til 60 gráður á móti sól, í sólarl- öndum. Og það er sannarlega margt sem fólk þarf að varast meðan þaö er aö aðlaga sig þess- um hita og ioftslagsbreytingum, sem tekur þó ekki nema fáa daga. Því miöur eru þeir alltof margir sem ekki fara að ráöum reyndra fararstjóra í þessum efnum og breyta lítt ýmsum venjum sínum frá íslandi. - Eitt það algengasta í starfi N fararstjóra í sólarlöndum er að aðstoða fólk sem hefur sólbrun- niö svo Ula aö segja má að sumarfrí þess sé ónýtt, miðaö við að dvelja í sólarlandi. Marg- ir fara út 1 brennandi sólar- hitann fyrsta daginn og liggja marga klukkutíma í sólbaði og brenna illa, stundum mjög al- varlega. Margir segjast hafa stundaö sólbaðsstofur heima á íslandi og því sé þeim óhætt. Þetta er fjarstæða. Að hafa stundað sólbaðsstofur heiraa á íslandi skiptir ósköp litlu máli þegar í Miöjarðarhafssólina er komið. - Þaö ætti enginn aö vera lengur en eina til tvær klukku- stundir í sólbaöi fyrstu tvo til þijá dagana og gæta þess að Ferðir kæla húðina oft í kaldri sturtu eða laug. Þá ætti enginn aö nota sólarolíu fyrstu dagana heldur sólarkrem. Olían sýður og kraumar á húöinni í sölarhitan- um og brennir. Áburöur gerir það ekki og fólk ætti að nota hátt númer á áburði, 5 til 7, fyrstu tvo dagana. Um leið og húðin er farin að taka brúnan lit er óhætt að liggja lengur í sólinni og nota olíur. Þó skyldi allan tímann gæta vel að öxlun- um. - í mörgum hótelíbúðum í sólarlöndum er loftkæling. Þaö er hættulegt að ofnota hana, það veldur kvefi. Fólk ætti ekki að hafa loftkælinguna á þegar það fer út úr íbúðinni, heldur koma inn í hana heita og setjá þá loftkælinguna á. Það er mjög hættulegt vegna ofkælingar aö sofa viö loftkælingu. Læknar ráöleggja eindregið að gera þaö ekki. - Mjög margir fá magakveisu fyrstu dagana í sólarlöndum. Þá gefur fólk oft þá skýringu að það hafi borðaö þetta eða hitt og orðiö illt af. i nær öllum tilfellum er það rangt. Ástæð- umar fyrir því aö fólk fær í magann í hitanum eru fyrst og fremst þrjár. - Númer eitt er hitinn og loft- slagsbreytingin. Þaö veldur miklu álagi á magann og veldur oft kveisu. - í annan staö freistast fólk til að drekka mikiö af ísköldum drykkjum í hitanum. Það er eitt þaö versta sem hægt er að bjóða maganum undir slíkura kring- umstæðum. - Og í þriðja lagi er það stað- reynd að þeir sem á annað borð bragða vín gera meira aö því í sumarfríi í sólarlöndum en heima á íslandi og það veldur oft vanlíöan í maga. - Eins getur saltleysi líka- mans valdið vanliðan í maga. Fólk ætti aö gæta þess vel að ná inn salti í matnum, vegna þess hve útgufun líkamans í hitanum er mikil. - Á Spáni eru til mjög góöar magatöflur sem samstundis laga kveisu af fyrrnefndum or- sökum. Þær heita „Salvaco- lina" og fást lyfseðlalaust í apótekum. Á spönsku kallast apótek „Farmacia" og er ævin- lega rauður eða grænn kross á skiltinu. í afgreiöslum allra hót- ela er hægt að láta kalla á góða heimilislækna f>rir sig. Ef leita þarf á sjúkrahús heita þau „Clinica" á spönsku. - í nær öllum suðlægum lönd- um er til siðs aö gefa þjórfé á veitingastöðum. Engar ákveðn- ar reglur eru til um hve há sú upphæö á að vera en þaö þykir oftast við hæfi aö gefa 5% af upphæö reikningsins. íslend- ingum, sem koma í fyrsta sinn til Suöurlanda, hættir til aö gefa of mikiö þjórfé, sem virkar broslegt, eöa alls ekki neitt sera er ókurteisi. - Verslanir á Spáni eru opnar frá klukkan 9 til 14. Siöan eru nær allar verslanir lokaöar í „siestunni“ en opna aftur klukkan 17 og eru þá opnar til klukkan 20 eða 21. Bankar eru aðeins opnir frá klukkan 9 til 13. Þeir eru ekki opnaðir síðari hluta dags. - Á öllum hótelum er hægt aö leigja sér peningageymslu- hólf og ætti hver maöur að byija á því að leigja sér eitt slíkt. Eins ætti fólk ekki aö vera með of mikla peninga á sér þeg- ar út er farið, vegna þess aö um alla Suður-Evrópu er mikiö af leiknum vasa- og veskjaþjófum. Ef fólk er í verslunarhugleið- ingum og stundar búðaráp til að skoöa ætti það ekki að vera með stórar upphæðir á sér. Heldur skoða fyrst og fara svo rakleitt til að kaupa það sem kaupa á. Greiöslukort ganga vel á Spáni og hægt er að taka út peninga á þau í bönkum. Ef fólk tínir greiðslukortum sínum er hægt aö láta afskrá þau í þeim bönkum, sem hafa umboö fyrir - viðkqmandi greiöslukort. - Á sjálfum baðströndunum eru flaggstangir. Það kemur fyrir að fólki er ekki óhætt að fara í sjóinn vegna brims eða strauma og er þá rautt flagg uppi á stöngunum. Ef grænt flagg er uppi er allt í lagi og öllu óhætt. - Ef fólk ætlar að hringja til íslands frá Spáni þá er hringt í 07 og beðið eftir són, síöan í 354 og þá seinni tölustafinn í svæð- isnúmerinu á íslandi og loks sjálft símanúmerið. Hægt er að hringja til íslands úr öllum símaklefum. Gjaldmiöillinn á Spáni heitir „peseti“ og kostar einn slikur 34,86 aura íslenska og því er þúsund peseta seðill 348 króna virði. - Yíir sumariö er allraikið af fridögum tengdum kirkjunni á Spáni og eru þá verslanir, bank* ar og skrifstofur lokaöar. Ofl hanga uppi í ibúöum fólks da- gatöl og eru þá frídagamir merktir með rauðu. Matsölu- staðir, barir og kafFihús loka aldrei á slíkum dögum og held- ur ekki um miöjan daginn þegar aörir taka hvild. Af erlendum tungumálum gengur franska best á Spáni, þar næst italska og portúgalska, þá þýska og einhvers staðar þar á eftír kemur enska. Þó er en- skumælandi fólk í afgreiðslum allra hótela. -S.dór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.