Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 30
30 LÁUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. Hjónin Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Svavar Egilsson í helgarviðtali Sigríöur Margrét Guðmundsdóttir og Svavar Egilsson búa vel og sjálf- sagt betur en almennt gerist um námsfólk þegar það kemur heim frá útlöndum. Það er líka við því að bú- ast hjá fólki sem kaupir helminginn af íslenska myndverinu við heim- komuna. En til skamms tíma voru þau námsfólk í Englandi og Sigríður lýk- ur sínu námi ekki fyrr en í sumar. Þetta er mikið í ráðist hjá ungu fólki enda eiga þau meira á bak við sig en flestir aðrir námsmenn. Þau hafa haft endaskipti á hlutunum og komu fyrst undir sig fótunum og fóru síöan í nám. Sigríður er heima í páskaleyfi frá skólanum í Kantaraborg og Svavar lætur bíða eftir sér í viðtalið því það kostar fleiri fundi en tölu verði á komið að taka að sér rekstur á nýju fyrirtæki. Kynnt af Glámi og Skrámi Fyrir nokkurm árum var Sigríö- ur eitt af þekktum andhtum sjón- varpsins. Hún var kynnt af þeim köppum Glámi og Skrámi fyrir landsmönnum í byrjun árs 1973 og sá um Stundina okkar næstu fimm árin ásamt Hermanni Ragnari Stef- ánssyni. Fljótlega kom einnig til sögunna Páll nokkur Vilhjálmsson sem er trúlega vinsælasta „sjón- varpsfígúra" sem um getur hér á . landi. „Við Hermann tókum við Stund- inní með mjög stuttum fyrirvara," segir Sigríður þegar hún rifjar upp þessi ár. „Við sóttum um þetta starf haustið áður en fengum ekki. Rétt fyrir jólin var þó haft samband við okkur og við beðin að taka við. Ég var nýútskrifaður kennari þeg- ar þetta var og þekkti ekkert til sjónvarpsvinnu en samstarfsfólkið reyndist mér vel og var fordómalaust þótt ég kæmi óreynd. Hermann var líka alvanur unglingastarfi þannig að allt blessaðist þetta. Palli var ótrúlega vinsæll. Hann tókst þó eiginlega ekki á flug fyrr en Guðrún Helgadóttir fór að semja fyr- ir hann. Hún var mjög fljót að vinna og nýtti sér oft það sem gerðist á hennar eigin heimili og í skólanum hjá börnum hennar. Þetta átti sinn þátt í vinsældunum. Gísli Rúnar Jónsson stjórnaði brúðunni og spann oft inn í efnið á staönum. Mér finnst eiginlega verst hvað lítið af þessu var geymt. Það væri gaman að sjá hvort þetta efni, sem var svona vinsælt fyrir tólf árum, stendur enn fyrir sínu.“ Skemmtilegt fyrirtæki Núna er Sigríður ásamt manni sínum orðin meðeigandi að sjón- varpsfyrirtæki og hún hefur hug á að taka upp þráðinn. Hún hlær þó að spurningunni um hvort þau hafi ráðist í að kaupa Myndverið til að tryggja henni vinnu við sjónvarp. Þar liggja aðrar ástæður að baki. „Þetta er mjög skemmtilegt fyrir- tæki,“ segir Svavar þegar hann blandar sér í samræðumar. „Það gefur mikla möguleika í viðskiptum og er sennilega þáð fyrirtæki sem er í hvað örustum vexti á íslandi í dag. Áskrifendur að Stöö 2 era um 35 þúsund sem þýðir að helmingur þjóðarinnar hefur aðgang að efni hennar. Það var byijað með tvær hendur tómar þótt Myndverið hafi áður verið til sem Texti hf. Sú þekk- ing og reynsla, sem þaðan kom, skipti miklu máli. En það sem gerir fyrirtækið mest sþennandi er vöxturinn. Við hjónin höfum bæði haft áhuga á svona rekstri. Ég kynntist þessu í gegnum konuna þegar hún vann fyrir sjón- varpiö og áhugi hennar hefur smitað út frá sér. Þetta var því kjörið tæki- færi að samaneina vinnu við við- skipti og skapandi vinnu. Það er mikið af hæfileikafólki þarna og ég læri mikið á hverjum degi. Þarna er saman komin mikil reynsla án þess að fyrirtækið sé orðin stöðluð stofn- un.“ „Áhugamál okkar beggja" „Það er reyndar allt óráöið enn um vinnu mína hjá fyrirtækinu," heldur Sigríður áfram. „Ég er enn í námi og það er stutt síðan gengið var frá kaupunum. En ég hef haft ákveðnar hugmyndir um hvað mig langar til að gera og þetta samræm- ist mjög vel áhugamálum okkar beggja.“ Allt síðasta .ár voru fréttir um aö Myndverið eða hluti af því væri til sölu. Þetta var upphafiö að því að þau hjón fengu áhuga á kaupunum. „í fyrstu var mest talað um að Sam- bandið hefði hug á að kaupa fyrir- tækið,“ segir Svavar. „Hjá okkur kviknaöi hugmyndin þegar fyrir- huguð sala kom upp í samtölum í framhaldi af þessum fréttum og við spurðumst fyrir um möguleika á kaupunum. Þegar það kom upp að alvara væri að baki sölunni þá fyrst fórum við að hugsa alvarlega um máliö. Þetta var mjög óvenjulegt tækifæri.“ Sagt er að Myndverið hafi kostað 60 milljónir króna og þar með tahn yfirtaka á skuldum. Svavar vill sem minnst segja um hvað fyrirtækið kostaði í raun og veru umfram það að þau hjón hafi lagt töluverða fjár- muni í það. „Skuldirnar er auðvitað nokkrar en kaupin fólust ekki í yfirtöku á þeim,“ segir Svavar „Ég get þó ekki sagt hvað fyrirtækið kostaði okkur. Þaö er hægt að meta þau mál á marga vegu og ekki eingöngu í krónum og túköllum. Það fer eftir hvaða augum menn líta á fasteignir, tæki og við- skiptavild fyrirtækisins. Þetta er ekki eins og aö kaupa bíl.“ Hluturinn úr Jöfri En hvert sem veröið var þá eru fjárfestingar af þessu tagi ekki á færi fátækra námsmanna sem eru rétt að ljúka námi. „Það er rétt enda áttum við fasteignir fyrir," segir Svavar. „Við áttum hlut í Jöfri til ársins 1978. Þegar við seldum hann var ekki kom- in verðtrygging á peningum og því var eina ráðið að festa féð í fast- eignum til að þeir héldu verðgildi sínu. Við höfum veriö í námi síðustu tíu árin og þann tíma biðu þessir peningar í fasteignum. Það var ekki fyrr en ég kom heim á síðasta ári að farið var að spá í hvað væri hægt að gera við þá. Sá kostur að kaupa Myndveriö leit vel út. Ég hef notað tímann frá því-ég kom heim til að losa um þessa peninga. Ég byrjaði að vinna í Jöfri árið 1971 en fyrirtækið hét þá reyndar Tékk- neska bifreiöaumboöið. Þar varð ég framkvæmdastjóri árið 1975 og með- eigandi. Þá áttum við þrír fyrirtækið þar til við seldum okkar hlut árið 1978.“ Það er óneitanlega óvenjulegt að fólk, sem búið er að koma undir sig fótunum, vendi sínu kvæði í kross og hefji nám sem tekur tíu ár. Þetta kannast þau við og Sigríður bendir á að hún sé enn í námi. „Við fóram saman í öldungadeildina árið 1978 og lukum stúdentsprófi áriö 1982,“ segir Sigríður. „Ég var reyndar með kenn- arapróf af gömlu gerðinni. Eftir stúdentsprófið lá leiðin til Englands þar sem Svavar lærði hagfræði en ég fór í leiklist og leikhúsfræði. Fyrstu tvö árin var ég að vísu heima að mestu enda strákamir, þeir Svav- ar Orri og Guðmundur Karl, ungir en síðan fór ég í fjögurra ára nám. I allt hefur námsferilhnn staðið í tíu ár. Við höfum eiginlega á tilfinning- unni að við séum yngri en við erum vegna þess að við höfum verið svo lengi í skóla. Ég hef verið að vinna með fólki sem er helmingi yngra en ég“ Ekki á réttri leið „Við réðust í þetta vegna þess að okkur fannst að sú braut, sem við vorum komin á, væri ekki það sem við vorum að sækjast eftir á þessum tíma. Við vorum það ung og okkur langaði líka til að búa í útlöndum um tíma. Það er ný lífsreynsla." „Við bjuggum í Kantaraborg og stunduöum bæði nám í háskólanum þar,“ heldur Svavar áfram. „Ég fór fyrst til London og skoðaði aðstæður þar. Ég sá fram á að ef við værum bæði í fullu námi yrði mjög erfitt að búa þar með strákana svona unga og ekki líklegt að við gætum sinnt þeim eins og við vildum og höfðum gert áður. Mér var bent á skólann í Kantara- ' borg og það varð úr að ég fór þangað. Páfinn var þar í heimsókn þegar ég kom og mikið um að vera og mér leist vel á staðinn. Húsnæði er þar ódýrara en í London og öll ferðalög styttri og auöveldari. Allur kostnað- ur er því minni en í London þannig að við hljótum að teljast mjög heppin með staðinn. Við fluttum megnið af búslóðinni heim í fyrrasumar, ef búslóð skyldi kalla því við höfum ekki safnað að okkur miklu með náminu. Strákarn- ir byrjuöu í skóla hér heima í haust og við höfum énska „au pair“ stúlku, Alison Kirk, til að annast heimilið þegar Si'gríður er úti. Án þess væri þetta ekki hægt.“ Leiðinlegt frelsi Sigríður viðurkennir að þetta fyr- irkomulag sé ekkert skemmtilegt og henni leiðist fjarveran frá fjölskyld- unni þennan vetur þótt nú sjái fyrir endann á henni. „Mér finnst þetta frelsi ekkert skemmtilegt," segir hún og hlær við. „Ég er alltaf að halda því fram að þetta sé það sem allar konur dreymi um,“ segir Svavar í stríðnistón. „Að vera einar í útlöndum og þurfa ekki að hugsa um heimih - ha.“ „Ég tel nú satt að segja dagana þangað til ég er búin,“ svarar Sigríð- ur stríðninni. „Ég hef þó komið heim í öllum fríum og kem alkomin heim um miðjan 'júní. Ég á bara eftir að setja upp lokaleikritið." - En er námið í leikhúsfræðunum hugsað fyrir sjónvarpsvinnu? „Bæöi og,“ svarar Sigríður. „Aðal- lega hef ég þó verið á leikhúslínu. Ég hef þó verið í fleiru og tók langan kúrs í útvarpsleikritum og annan styttri fyrir sjónvarp. Faglega námið er þó nær eingöngu tengt leikhúsum og leikritum. Þama er líka lögð áhersla á fiármögnum leikverka. Það er liðin tíö að menn fái pening til að vinna verk ef menn fá góða hug- mynd. Það þarf líka að gera áætlanir um fiármögnunina.“ Siglingar Aður en þau hjón lögðu út á námsbrautina voru þau búin að koma sér upp myndarlegri skútu og siglingar eru enn áhugamál hjá flöl- skyldunni þótt skútan hafi verið seld. „Þetta er hluti af draumnum um að ferðast og við vorum með plön um aö fara í hnattsighngu þótt af því hafi ekki orðið,“ segir Sigríöur. „Þetta er mjög skemmtilegur ferða- máti. Við áttum fyrst lítinn seglbát en keyptum stóra 38 feta skútu í Wales árið 1975 og sigldum henni heim. Þá þræddum við um írland, Orkneyjar, Hjaltland og Færeyjar. Þetta var mjög skemmtileg ferð og með okkur gott fólk sem var vant sighngum. Við erum hætt siglingunum í bhi því við höfðum ekki efni á að eiga skútuna meðan við voram í námi. Skútunni var því að lokum siglt th Glasgow og hún seld þar.“ Ástralíuævmtýri Upphaflega var það Svavar sem fékk sighngadelluna. Það var á þeim árum þegar hann bjó í Ástrahu fyrir hartnær tuttugu áram. „Já, ég var einn af þessum frægu útflytjendum sem fóru th Ástrálíu árið 1968,“ segir Svavar. „Þangað flutti ég 19 ára gam- all og var þar th ársins 1971. Þetta var áhippatímabihnu og menn ekki alltaf að hugsa um vinnuna. Ég fór ekki beinlínis í atvinnuleit heldur fannst mér þetta gott tækifæri th að sjá heiminn. Ástrahr borguðu ferð- ina út þannig að þetta var alveg kjörið. Ég kunni mjög vel við mig í Ástral- íu og fannst mjög gott að vera þar og þama er sómafólk. Þetta var mjög spennandi dvöl en ég velti því ekki fyrir mér að setjast þar að. Ég fór út með skemmtiferðaskipi, fyrst um Evrópu og þaðan til Kanarí- eyja og fyrir Góðrarvonarhöfða og th Ástrahu. þegar ég fór frá Ástralíu árið 1971 tók ég þetta sama skip og áfram th Nýja-Sjálands, Tahiti og Mexíkó þannig að úr þessu varð hnattsighng með nokkru hléi þó. Ekki til Víetnam Ástæðan fyrir því að ég fór frá Ástrahu var að þá geisaði stríðið í Víetnam og ég fékk herkvaðningu sem ég komst ekki undan með öðru móti. Eg reyndi fyrst að humma þetta fram af mér en það dugði ekki. Þá fór ég með máhð í lögfræðing og benti á að ég væri enh íslenskur ríkis- borgari og það væri enginn her á íslandi og hermennska væri alger- lega andstæð mínum skoðunum og allt sem mér datt í hug. Þetta kom þó fyrir lítið þannig að ég ákvað að yfirgefa landið. Ástrahumenn sjálfir töldu að þetta stríð kæmi þeim ekki við. Ég átti kunningja sem höfðu verið í Víetnam og þeim þótti ansi langsótt að vera að berjast fyrir hagsmunum Banda- ríkjamanna, hvað sem áströlsku stjórninni hefur fundist. Menn voru á þessum tíma almennt á móti stríðs- rekstri og ég var sama sinnis. Ég var á þessum tíma í norðan- verðu landinu og ók suður með ströndinni. Ég keypti mér gamlan bh th ferðarinnar og þegar skipið fór skildi ég hann eftir á hafnarbakkan- um og fór um borð. Bhhnn var að vísu ekki margra peninga virði og ég veit ekki hvort ég hef þurft þess ' en mér fannst það öruggara." Flökkulíf ,„í Ástralíu vann ég við flest það sem th féll. Þetta átti ekki að vera guhgrafaraævintýri hjá mér og ég vann viö þaö sem gaf mestu tældfær- in th að ferðast hverju sinni. Ég var um tíma á hveitibúgarði og á skipi sem flutti nautgripi frá norðurhluta landsins til borganna í suðri. Um tíma var ég einnig í sláturhúsi. Ég vann líka hjá járnbrautunum og fékk þannig ókeypis ferðir. Eftir aö hafa unnið thtekinn tíma fengu 'staifs- menn ókeypis ferð hvert sem þeir vhdu. Ég var um tíma á dönsku skipi sem sigldi frá Caims, en þar endaði járn- brautin í norðri, og til eyjá í Torres- sundinu norðan við Ástralíu. Þangað fórum við með vistir, bjór og mat- væh. Þannig komst ég th staða sem annars eru engar ferðir th. Ég notaði vinnuna til að ferðast. Vinna er oft vertíðabundin, miklar skorpur tekn- ar og góðar tekjur en frí á milli. Fljótlega eftir að ég kom heim byrj- aði ég að vinna hjá Skódaumboðinu. Þar seldi ég gamla bíla og þegar bha- leiga var stofnuð sá ég um hana. Þetta vora skemmtheg viðskipti enda hef ég alltaf haft áhuga á þeim.“ „Já, frá því þú varst í dúfnabrans- anum sem strákur," skýtur Sigríður inn í. „Já, ég beið eftir að losna úr skólanum hvern dag th að komast niður á höfn að fá æti fyrir fuglana.“ Bíll örlaganna Og það var hjá Skódaumboðinu sem þau Sigríður og Svavar kynnt- ust. „Við voram að vinna sitt í hvorum enda á fyrirtækinu," segir Sigríður. „Ég var í varahlutadehd- inni og Svavar í söludeildinni og seldi gamla Skóda. Skódinn er örlagavald- ur í lífi okkar. Þó var Trabant fyrsti bfllinn okkar. Við svikum eiginlega ht.“ Flestir mundu víst telja að áhuginn á viðskiptunum væri langt frá hipp- anum sem fór í ævintýraleit til Ástralíu. „Ég veit það ekki,“ svarar Svavar. „Hugsunarhátturinn breytist frá ein- um tíma til annars. Ég hef yfirleitt ekki farið hefðbundnar leiðir. Oftast byrja menn á skólagöngunni og koma svo undir sig fótunum en ’68 var þarna og því 7arð ekki breytt. Þá hafði ég engan áhuga á námi eins og mér þótti síðan gaman í öldunga- deildinni. Mér fannst mikhl munur á hvaö kennaramir vora betri þar er þeir sem ég hafði í bamaskóla. Sjálfsagt hefur munað mest um að viðhorfið breytist.“ „Ég held að fólk sé að gera sér grein fyrir því núna að hugsjónir og hugs- un um kostnað þurfa að fara saman,“ heldur Sigríður áfram. „Það verður ekkert búið th án þess að fiármagn komi th. Þetta er mjög áberandi í Bretlandi. Jafnvel fólk sem er að stofna áhugamannaleikhús og vill vinna að hugsjónamálum, það leitar th fólks sem er menntað í stjórnun og markaðsleit. Það kemur alltaf að því að peningar verða að koma til en það verður frek- ar aö líta á þá sem tæki en mark- mið.“ Sjónvarpsstöðvamar verða tvær Aht frá upphafi hafa verið sögur um að reksturinn hjá Stöð 2 væri erfiður. „Uppbyggingin er hröð og það hefur þurft að kaupa flest tæki,“ segir Svavar þegar reksturinn ber á góma. „Þetta kostar allt peninga. Auðvitað vhdu menn t.d. geta gert meira af íslensku efni en það kostar peninga og við getum ekki leitað til ríkisins. En reksturinn er ekki þung- ur. Tekjurnar eru miklar og útgjöld- in líka mikh. Myndverið verður þess vegna að leita að markaði víðar th að nýta fiá- festinguna betur og við höfum nú gert samning við ríkissjónvarpið um verkefni sem sýnir að þó Myndverið sé að hálfu í eigu Stöðvar 2 getur það tekiö að sér verk fyrir hvern sem er. Meginhlutinn, enn sem komið er, er þó fyrir Stöð 2 og við höfum vart haft undan að anna verkefnum fyrir Stöðina. í upphafi voru menn að velta því fyrir sér hvort þessi thraun með aðra sjónvarpsstöö tækist en það er ekki spurningin lengur. Hér verða tvær sjónvarpstöðvar. Stöð 2 er komin til aö vera.“ -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.