Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUP 9. APRÍL 1988. Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn.^krifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Sérhagsmunir varðir falli? Framsóknarmenn hafa svo miklar áhyggjur af stjórn- arháttum, aö þeir hafa boðað miðstjórnarfund til að ræða málin. Hingað til hafa þeir sýnt ríkisstjórninni tiltölulega vinsamlegt hlutleysi, en nú er spurt, hvort miðstjórn þeirra reyni að verja hana vantrausti. Staðan er sérkennileg. Ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hafa verið önnum kafnir við framsókn- arlegar ráðstafanir, svo sem að gæta ýmissa sérhags- muna á kostnað almannahagsmuna. Ráðherrar Fráhisóknarflokks hafa horft á og heimtað heldur meira. Frá byrjun hefur núverandi ríkisstjórn haft ógæfu í för með sér. Fyrstu fjárlög hennar báru minni einkenni aðhalds en nokkur fjárlög önnur um langan aldur. Enda hefur ríkið haft forustu í geigvænlegum hallarekstri þjóðarbúsins á síðasta ári og því, sem nú er að líða. í fyrra nam hallinn á viðskiptum þjóðarinnar við útlönd sjö milljörðum króna eða 3,5% af framleiðslu landsins. í ár er gert ráð fyrir, að hallinn verði ellefu milljarðar eða 4,5% framleiðslunnar. Þetta er átján milljarða halli á fyrstu tveimur árum stjórnarinnar. Flestir sérhagsmunir eiga greiðan aðgang að ríkis- stjórninni. Stundum eru gælurnar við sérhagsmuni að vísu nokkuð efnisrýrar. Til dæmis þóttist ríkisstjórnin í vetur vera að lækka vexti til að þjóna skuldurum, en í raun voru vextirnir að hækka, af því að fé vantaði. Heimtufrekja sérhagsmuna er orðin svo gegndarlaus, að skreiðarnefnd forsætisráðherra lagði til, að Seðla- bankinn borgaði Nígeríuviðskiptafen, sem menn stukku út í, andstætt góðum ráðum. Það var hins vegar bank- inn sem neitaði að gefa hálfan milljarð til góðverksins. Mánaðarlega og jafnvel vikulega sjáum við dæmi um óhindraðan aðgang landbúnaðarins að fjármagni á kostnað almannahagsmuna. Meira að segja er settur 190% skattur á erlendar kartöflustengur, svo að unnt sé að selja innlenda framleiðslu, sem talin er óæt. Sex milljarðar fara af almannapeningum á þessu ári einu til að halda úti offramleiðslu, sem búið er að vara við í að minnsta kosti aldarfjórðung. Skattur þjóðarinn- ar til landbúnaðar hefur þyngzt verulega í tíð þessarar gæfulausu og Framsóknarflokkslegu ríkisstjórnar. Ríkissjóður og bankarnir veltu í þessari viku milli sín vöxtum afurðalána landbúnaðarins. Engum datt í hug, að greinin borgaði sjálf sina vexti. Og þegar Búnað- arþing er kvatt saman til að semja nýjar kröfur á hendur þjóðinni, borgar almenningur kröfugerðarþingið. Alls konar gæludýrum hefur tekizt að láta hið opin- bera ráðstafa sér peningum almennings til að fjárfesta sextíu milljarða umfram þörf. Af þessum sextíu milljörð- um greiðir þjóðin sex milljarða í vexti á þessu ári. Ofíjárfestingin hefur verið sundurliðuð hér í blaðinu. Nú er svo komið, að engin þjóð í heiminum skuldar útlendingum eins mikið á mann og íslendingar gera, rúmlega milljón krónur á hverja fimm manna fjöl- skyldu. Þessi baggi hefur vaxið hraðar í tíð núverandi ríkisstjórnar en flestra annarra stjórna, ef ekki allra. Ríkisstjórnin fer orðin að sjálfsafgreiðslustofnun sér- hagsmuna. Hún má ekkert aumt sjá, ef um sérhagsmuni er að ræða. Hún er alltaf að gera eitthvað fyrir ein- hvern, stundum í skjóli hugsjóna á borð við byggða- stefnu. í öllum tilvikum þarf almenningur að borga. Þess vegna er athyglisvert, að miðstjórn Framsóknar- flokksins skuli nú koma saman til að ákveða að verja stjórnina falli, ef hún þjóni sérhagsmunum betur. Jónas Kristjánsson Saga með siðferði- legum boðskap „Einn,“ segir röddin í Kaup- mannahöfn. „Einn A4.“ „Ég gubba,“ svara ég. „Þú gerir ekkert slíkt,“ segir Kaupmannahöfn, „heldur ferö strax og skrifar einn A4. Skiliö?“ Sambandiö við Höfn rofnar. Röddin er farin að kúga einn A4 út úr öðrum. Ég sit éin eftir í næt- urmyrkrinu. Hér um bil. Volgt símtól og helköld örvænting sitja hjá mér. Ég get ekki skrifað eina blaðsíðu. Ég gæti skrifað sjö, fimm eða níu. Ég veit það. Það flóir út úr rauðu stálhillunni af sjö síðna, niu síðna og fimm síðna verkum. En Kaupmannahöfn vill einn A4. Á íslandi eru menn opnir fyrir þremur A4. Og í hvert sinn sem ég sest við ritvélina vellur svo hleypur á þús- undum dálksentímetra út úr henni. Ég er með fertugs-sindrömið. Sjónvarpið hjálpaði mér að greina sjúkdóminn. í hvert sinn sem ég geng fram hjá því (það er 1 stöðugu sambandi við ljósvakann, það gerir unglingaplágan á heimil- í talfæri Auður Haralds Og sjá, allt tölvukerfi NASA lætur að stjórn. inu. Þau segjast vera að fullnýta afnotagjaldið. Sem viö borgum ekki.), þá er grátandi kona á skerm- inum. Hún er með fangið fullt af pappír og hún er um fertugt. Stundum er þetta fráskilin kona aö taka fyrstu skrefin á vinnu- markaöinum, ööru hvoru útivinn- andi eiginkona manns sem skilur hana ekki, oft ærukær piparmey sem hefur unnið frá blautu barns- beini. Þær eru allar staddar í Tölvuherberginu. Tölvan er að hrækja pappír á þær. Stundum spýtast stakar síöur eins og ragnarök um allt herbergið, oftar gusast hundruð kílómetra ræma út úr prentaranum. Þegar nokkrir hektarar skóglendis í pappírsformi hafa fyllt herbergið, kemur forstjórinn inn. Þá kemur játningasenan: Fertuga konan ræður ekkert við nútíma tækni. Forstjórinn er mildur. Hann býður henni skúringavinnu. Hún þiggur. Næst stígur inn í stúdíóið ung stúlka. Maður sér það strax, hún er nýkomin af bleyjunni á diskó- tekið. Unga stúlkan skýtur tyggjó- inu út í kinn og styður lakkaðri nögl á takka. Og sjá, allt tölvukerfi NASA lætur að stjórn. En hleypið fertugu hræi í tækni- undrið. Þetta er kona, sem hefur lagt víxladeildir banka að velli, skrifað ritgerðir fyrir börnin á þremur tungumálum, haldið heim- ilisbókhald í tvo áratugi, keypt og selt húseignir og fengið 10 í stærð- fræði í nafni afkomenda sinna. Lát hana styðja uppþvottaskörðóttri nögl á tölvutakka og Wall Street riðar til falls. En ég á enga tölvu. Ég á bara rit- vél (þori varla að segja frá því, það er svo úrelt aö eiga ritvél. Oftast kalla ég hana ritvinnslutækið). Svo þá eru þetta ekki tölvurnar og fer- tugu konurnar, heldur fertugu konurnar og pappírinn. Hann laðast svona að okkur. Hrúgast í kringum okkur. Nema pappírinn sem peninga- seðlar eru prentaðir á. Ég hef alveg frið fyrir honum. 'Þessa dagana á ég von á að skatt- stjóri hringi í mig. „Heyrðu, Auöur. . .“segirhann. Þá verð ég í framan eins og Charl- ton Heston þegar hann heyrði rödd Guðs í Boðorðin tíu. „Hvernig ætlarðu að fóðra þessi pappírskaup? Átta þúsund og fimm hundruð síður af A4? Ég ætla að láta þig vita, að ég hef talið síðurnar sem komu út eftir þig á árinu. Þrjú hundruö og sextán voru þær.“ „Smávægileg reikniskekkja, herra skattstjóri," hvísla ég. „Það eru 400 síöur í pakkanum hér. Ekki 500 eins og heirna. Þetta gera aðeins sex þúsund og átta hundr- uð.“ „Sex þúsund og átta hundruð mínus þrjú hundruð og sext- án. . .“ þrumar skattstjóri. Ellefta boðorðið: Þú skalt eigi undan skatti svíkja. „Þessar örfáu umframsíður fóru í uppköst, herra skattstjóri. Sem urðu of löng. . .“ Og síðan verð ég að kaupa Polar- oidmyndavél (sem ég dreg frá skatti) og filmu (sem ég dreg frá skatti) og taka mynd af rauðu stál- hillunni ög syndaflóði uppkasta sem eru svo löng að enginn vill kaupa þau. Og senda skattstjóra myndina. Morguninn eftir bíður Kaup- mannahöfn ennþá eftir einum A4. Ég drita ómældri ösku ofan í ritvél- ina, ég þvæ upp, þvæ peysur, hengi út þvott, tala við hundinn. En mér dettur ekkert í hug sem rúmast á einni síðu. Á endanum hringi ég í systur mína. Til að spyrja hana hvort hún muni eftir einhverju fyndnu sem ég hef sagt sem hljóm- aði eins og einn A4. Ég kemst ekki að. Hún kvartar yfir börnunum sínum í 45 mínútur. Það gerir nákvæmlega tuttugu A4. Þegar hún loks spyr hvort ég hafi viljað eitthvað, kemur maðurinn að gera við símann hennar. Ég legg á. Örvilnan mín er alger. Þá man ég eftir sögunni með siö- feröilega boðskapnum sem ég hef verið að reyna að teygja upp í þrjá A4 fyrir D.V. Hún hefur neitað að þokast upp fyrir tvo A4. Gæti ég þæft hana niður í eina síöu? Eru orð ekki styttri í dönsku en á ís- lensku? Ég kasta mér á ritvinnslutækið. Hálftíma seinna stend ég jjpp með En Moralsk Historie á EINNI síðu. Að vísu hef ég neyöst til að minnka spássíuna, já, það er eiginlega alls engin spássía. Og 38 línur á blaöinu í stað 34. Þá hringi ég aftur í systur mína, sem á danska orðabók en ég ekki, til að fletta upp á einu orði. Það er búið að gera við símann hennar. Um leið og maðurinn var farinn, stökk hundurinn á snúruna og síminn datt í gólfið. Hann er bilaður aftur 'og skrúfjárnið týnt á fimmta ári. „SUMIR,“ öskrar hún í bilaða símann, „eru fæddir réttum megin við vegginn. Hér hef ég skúrað kauplaust eitt horn á ganginum á meðan þú skrifar EINA síðu á DÖNSKU og færö ÁRSLAUN fyr- ir.“ Ég dreg úr þessu með árslaunin og bið hana að fletta. Orðabókin er týnd. Eins og .skrúíjárnið. Hún bætir fyrir það með því aö segja mér aftur allar harmsögur morg- unsins, en nú í tvöfalt lengri útgáfu. Níutíu mínútum síðar (íjörutíu A4) fer ég og póstlegg einnar síðu verkið. Síðan fer ég heim að semja hæfilegan inngang að því, sem gæti þrýst því upp í þrjá A4 fyrir DV. Því fátt á jafn vel við mig og að selja sama hlutinn tvisvar. Þetta er inngangurinn. Hann varð of langur. Það eru eftir tvær línur af síöunum þremur. Þess vegna er ekkert rúm fyrir söguna. En ég treð með smáboðskap hér neðst: Þaö var gott að ég varð ekki saumakona. Auður Haralds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.