Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Page 26
26 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. Popp Rick Springfield hefur sannarlega reynt á þolrif aödáenda sinna upp á síðkastið. Hann lét líða þrjú ár milli tveggja síðustu platna sinna, Tao og Rock of Life. Sú fyrri kom út árið 1985. Hin kom í verslanir fyrir nokkr- umvikum. „Ég gat einfaldlega ekki meira. Ég var gjörsamlega þurrausinn eftir Tao. Hafði þá verið stöðugt að síðan 1979,“ sagði Rick Springfleld er blaðamaður DV ræddi við hann á dögunum. Springfield var þá staddur í Stokkhólmi til að kynna nýju plöt- una með blaða-, sjónvarps- og út- varpsviðtölum. Frá Svíþjóð lá leiðin síðan til annarra Evrópulanda til að spjalla viö fleira fjölmiðlafólk. Leið- indastarf? „Nei, nei, ekki alltaf,“ svaraði Springfield. „Vissulegaþarfmaður að svara sömu spurningunum nokk- uð oft. Kynningarviðtölin eru bara hluti af vinnunni ef maður vill á annað borð koma plötunum sínum frá sér.“ En nánar um árin þrjú sem liðu milli platnanna tveggja. Var bara legiðíleti? „í og meö,“ svaraði Rick Spring- field. „Ég veitti mér þann munað að slappa almennilega af og ná áttum að nýju. Það stóð líka á endum að þegar hljómleikaferðalögum vegna Tao-plötunnar lauk var kona mín að því komin að eiga barn. Eftir að son- ur okkar fæddist gaf ég honum allan minn tíma, stjanaði við hann, lék við hann... Það var alveg ótrúleg tilfmning að vera faðir, áreiðanlega það besta sem fyrir mig hefur komið.“ Þess má geta utan dagskrár að lengi vel var því haldið leyndu að Rick Springfleld væri kvæntur. Slíkt gat skaða vinsældir hans meðal kvenfólks! Ólík fyrri plötu Svo fór að lokum að jafnvel sonur- inn, Liam, hélt Springfield ekki lengur heima. Hann hóaði í upptöku- stjóra og nokkra hljóðfæraleikara og snaraöi af plötúnni Rock of Life. •Hver skyldi nú vera helsti munurinn áhenni ogTao? „í stuttu máh; Tao var innhverf og persónuleg, Rock of Life er yfirborðs- kenndari. Það er meiri bjarsýnisblær yfir henni en hinni," svaraði Rick Springfield. „Hvað hljóminn varðar eru plöturnar gjörólíkar," hélt hann áfram. „Tao bar öll merki þess að legið var yfir henni í hljóöveri. Ég var með henni að prófa mig áfram með hluti sem ég haföi ekki fengist við áður. Á Rock of Life langaði mig til að hafa hlutina einfalda - láta lög- in hljóma sem líkast því sem þau koma til með að gera þegar ég kynni plötuna á hljómleikum. Mig langaði líka til að nota raddir meira en áður og réð því Keith Olsen til að stjórna upptökum með mér. Hann hefur gott vald á raddsetningum." Sem fyrr semur Rick Springfield öll sín lög og texta sjálfur. Þó er á plötunni eitt lag sem hljómar kunn- uglega frá því í gamla daga. „ Já, ég ák vað á síðustu stundu að hafa gamalt Small Faces-lag, (IfYou Think You’re) Groovy, með á plöt- unni,“ sagði Springfield. „Ég hef alltaf haft gaman af tónlist Small Faces og þegar við vorum að vinna við plötuna datt mér í hug að útsetja Groovy upp á nýtt. Einhvern tíma þegar við höfðum ekkert betra að gera tókum við lagið upp og eftir því sem ég hlustaöi oftar á þessa upptöku varð ég sannfærðari og sannfærðari um að ég ætti að hafa lagið með á plötunni til að gefa henni ögn glað- værari tón.“ Hljómleikaferð framundan Þegar rokkstjama á borð viö Rick Springfield lætur frá sér fara hljóm- plötu dugir ekki einungis að fylgja útgáfunni eftir með kynningarferð eins og þeirri sem hann var á á dög- unum er DV náði af honum tah. Hljómleikaferð þarf helst að fylgja í kjölfarið. „Við veröum á ferðinni um Banda- ríkin, Evrópu og væntanlega einnig Japan frá júní til september," sagði Springfield. „Aðrir hlutar heimsins verða að bíða að sinni.“ Hann kvaðst væntanlega hafa með sér fimm manna hljómsveit í ferðina. „Ég vona að ég geti mannað hana að mestu leyti meö hljóðfæraleikurum sem unnu meö mér við Rock of Life plöt- una. Tim Pierce gítarleikari er nú þegar búinn að lofa því að ve’rða með og þegar ég kem til Þýskalands eftir nokkra daga ætla ég að tala við Curt Cress trommuleikara og heyra ofan í hann. - Ég hef ekki unnið með Cress fyrr en á Rock of Life plötunni en hefði ekkert á móti því að halda því áfram.“ Margar sögur fara af hljómleika- ferðum stjamanna. Þær standa oft lengi yfir og þykja líflegar í meira lagi og ekki síður utan sviðs en inn- an. Rick Springfield var spurður að því hvort hann kynni vel við lífiö á þessumferðum. „Bæði já og nei,“ svaraöi hann og hló. ,-Þessar ferðir geta verið alveg stórkostlegar en jafnframt ótrúlega leiðinlegar. Ef ferðirnar eru langar verður maður mjög þreyttur og læt- ur allt mögulegt fara í taugarnar á sér. Við eyðum í rauninni stystum tíma á sviðinu á þessum ferðalögum en hljómleikarnir sjálfir og spenn- ingurinn f kringum þá fær mann til að umberá alla þreytuna og leiðind- in.“ Þessu næst beindist talið að leik- ferli Ricks Springfield. Hann kvaðst hafa tekið sér frí frá allri leikhst í nokkur ár en ætlaði jafnvel aö gefa sér tima til aö líta á handrit eftir að allri vinnu viö nýju plötuna lyki. Hann sagðist vera opinn fyrir öllu, sjónvarpsþáttum sem kvikmyndum, enda væru skihn milli þessara tveggja miðla sífellt að verða ógreini- legri frá bæjardyrum leikarans séð. Viðtalið við Rick Springfield fór fram á sunnudagsmorgni. DV var fyrst fjölmiðla til að ná tali af honum þann daginn. Klukkan nálgaðist óð- fluga tíu. Dagurinn var vandlega skipulagður með sænsku fjölmiðla- fólki og einungis var tími til að spyrja hvort aðdáendumir þyrftu að bíða til ársins 1991 eftir næstu plötu á eft- irRock ofLife. „Nei, áreiðanlega ekki,“ svaraði stjarnan og hló. „Ég er harðákveðinn í að láta næstu plötu fæðast á eðlileg- um tíma. Það gengur ekki til lengdar að láta of langan tíma líða á milh platna." Ásgeir Tómasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.