Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 60
Veðríð á sunnudag
og mánudag:
Talsvert
frost
víðast hvar
Á sunnudag og mánudag verð-
ur austan- og norðaustanátt um
allt land. Skýjað verður og élja-
gangur um norðan- og austanvert
landið en þurrt og sums staðar
léttskýjað á Suður- og Vestur-
landi. Frost verður á bilinu 4-11
stig.
Sturia um Sverri:
Hafði her
manna til að
-- gera mig tor-
tryggilegan
„Ráðherra hafði her manna í vinnu
til að gera mig tortryggilegan. Málið
leit allt öðruvísi út fyrir einu og hálfu
ári. Aðstæður ríkisins eru allt aðrar
en okkar í svona málum. Dómurinn
staðfestir að uppsögnin var ólögmæt.
Og hvað er með ráðherra sem brotið
hefur lög á undirmanni sínum?
Dómurinn tiltekur að ég hafi farið
fram úr fjárlögum. Ef þetta er skoðað
þá liggur Norðurland eystra á milli
annarra umdæma og ríkistofnana
hvaö þetta varðar. Þar sérstaklega
tekið til með árið 1986, það ár fórum
* við 16 til 17% fram úr fjárlögum. Það
sama ár fór aðalskrifstofa ráðuneyt-
isins 31% fram úr fjárlögum.
Það er rétt að dómurinn tekur að
hluta til undir ávirðingar Sverris
Hermannssonar. Framkvæmd upp-
sagnarinnar er dæmd ólögleg.
Sverrir segist hafa sótt ráð um fram-
kvæmdina til ríkislögmanns. Nú,
þegar búið er að dæma framkvæmd-
ina ólöglega, þá spyr ég: Hver er
staða ríkislögmanns og hver ber
traust til hans eftir þetta?
Jú, ég varð fyrir vonbrigðum með
• þær bætur sem mér voru dæmdar.
En það þýðir ekkert að tala um það.
Ég hef ekid tekið ákvörðun um hvort
ég áfrýja þessum dómi til Hæstarétt-
ar,“ sagði Sturla Kristjánsson. -sme
- sjá einnig Us. 2
Verta'ðin:
Gott fyrir austan
- tregt á Breiða-
firði
Afli netabáta eftir páskastoppið er
misjafn eftir landssvæðum. Bátar
sem róa frá Höfn í Hornafirði hafa
^ fengið góðan afla frá því lagt var á
þriðjudag. Hvanney SF landaði til
dæmis 45 tonnum af einnar nætur
fiski á fimmtudag.
Sjómenn við Breiðafjörð eru að
missa trúna á að úr vertíðinni ræt-
ist. Afli í net er afar slakur og eru
bátar þaðan farnir að halda á fjar-
lægari mið. Trillur frá Ólafsvík eru
byrjaðar á færaveiðum og hefur afli
þeirra verið nokkuð góður. -sme
Bílstjórarnir
aðstoða
SSnDlBíLBSTÖÐin
LOKI
Ég sem hélt að hvítt
minnti Boy George
á allt annað en snjó!
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Rltstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
Frjalst,ohaö dagblað
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988.
Boy George snaraði sér inn í bíl strax eftir komuna til Keflavíkurflugvallar en fékkst þó til að gefa
einum aðdáanda eiginhandaráritun áður en hann brunaði í bæinn.
DV-mynd GVA
Sparisjóður Rauðasands:
Opinber
rannsókn á
Rannsóknarlögregla hefur nú til
rannsóknar fjárreiður Sparisjóðs
Rauðasandshrepps. Bankaeftirlitið
hafði bókhald Sparisjóðsins til end-
urskoðunar og að henni lokinni var
Rannsóknarlögreglu faliö að gera
frekari rannsókn á málinu.
Haft var samband við fyrrverandi
sparisjóðsstjóra. Hann sagði aö sér
kæmi á óvart að opinber rannsókn
ætti að fara fram á málefnum Spari-
sjóösins. Þegar hann var inntur eftir
hvort hann gæti gert sér í hugarlund
hvað veriö væri að rannsaka, sagði
hann að það hafi verið ágreiningur
um launaútreikninga til sín. Hann
sagðist hafa komið með sínar skýr-
ingar og sínar kröfur. Hann vildi
ekki tjá sig um hversu háar fjár-
hæðir væri um að ræða.
Guðmundur H. Friðgeirsson, for-
maður stjórnar Sparisjóðsins, sagð-
ist ekki vilja segja neitt um þessa
rannsókn. Hann sagði að ekki hefði
verið ráðinn nýr sparisjóðsstjóri,
heldur afgreiöslan flutt í Eyrarspari-
sjóð á Patreksfirði. „Ég get ekki tjáð
mig um þetta frekar,“ sagði Guð-
mundur H. Friðgeirsson. -sme
Snjórinn
minnir mig
^ u m»
a jolin
- sagði Boy George
Kjör háskólarektors:
Sigmundur
endurkjörinn
t
t
t
fjárreiðum
„Það veröur bara góð tónlist leikin
á tónleikunum annað kvöld en ann-
ars veit ég ekki hveiju ég á að búast
við á þessum tónleikum þar sem ég
hef aldrei komið til íslands áður,“
sagði Boy George í samtali við DV á
Keflavíkurflugvelli við komuna til
landsins síðdegis í gær. Eins og
kunnugt er mun hann halda tónleika
í Laugardalshöllinni í kvöld.
Boy George leist ágætlega á landið
og sagði snjókomuna sem var í Kefla-
vík minna sig á jólin. Nokkrir
aðdáendur biðu poppgoðsins viö
komu hans til landsins. Hann hélt
svo beint á Holiday Inn-hóteliö en
þar dvelur hann í svítunni meðan á
Islandsheimsókninni stendur.
Tuttugu og fimm manna fylgdarlið
kom með poppgoðinu til landsins,
þar af eru þrettán manns sem spila
undir á tónleikunum. Bobby Harri-
son, sem er einn þeirra sem fengu
Boy George hingaö til lands, sagðist
ekki vita hversu margir miðar væru
seldir á tónleikana en 5.500 manns
komast á tónleikana í Höllinni.
-JBj
V
I
Sigmundur Guðbjarnason, rektor
Háskóla íslands, var endurkjörinn
rektor í gær til næstu þriggja ára.
Sigmundur hlaut mikinn meirihluta
atkvæða eða liðlega 303 atkvæði af
369 greiddum atkvæðum. Rúm 82
prósent. Aðrir fengu 3% atkvæða eða
minna.
Rétt á kjöri höfðu allir skipaðir
prófessorar Háskóla íslands sem eru
í starfi, 97 talsins. -JBj
Milli 400 og 500 þúsund seiði dauð hjá Fellalaxi í Kjós:
Tjomð meira
en 30 milljónir
- ástæðan súrefnisskortur vegna vatnsleysis
Laxeldisstööin Fellalax í Kjós
varð fyrir miklu tjóni fyrir nokkru,
þegar á milli fjögur hundruð og
fimm hundruð þúsund laxaseiði
drápust, eða helmingur þeirra
seiða sem stöðin var með. Orsökin
fyrir þessu óhappi er sjúkdómur
sem orsakast af súrefnisskorti
vegna vatnsleysis.
„Því miður er þetta rétt. Frosta-
kafii sem kom í vetur orsakaði þaö
að við fengum of litið vatn sem aft-
ur olli sjúkdómnum sem seiðin
drápust úr. Hér var um að ræða
18 mánaða gömul seiöi sem fara
áttu í eldiskvíar í vor,“ sagði Björn
Baldvinsson, framkvæmdastjóri
Fellalax, í samtali við DV í gær-
kvöldi.
Fellalax hefur eingöngu selt seiði
innanlands. Björn sagði að þeir hjá
Fellalax væru á móti seiðasölu til
Noregs og hefðu því einbeitt sér að
sölu seiða innanlands, mest til
Austfjarða. Hann sagði að þegar
hefðu verið seld þangaö 200 þúsund
seiði í ár.
Seiði, af þeirrLstærö sem hér um
ræðir, eru seld á um 70 krónur
stykkið hér innanlands, en á milli
80 og 90 krónur ef þau eru seld til
Noregs. Þaö er því Ijóst að tjón
Fellalax nemur meira en 30 raillj-
ónum króna og tryggingaraálin
ligga ekki á hreinu.
-S.dór