Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 7 dv_______________________________________Stjómmál Frumvarp um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds: Ekki einkamál mitt né Alþýðuflokksins - segir Jón Sigurðsson dómsmálaráðherra af færustu lögfræðingum landsins, m.a. úr Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokki. Frumvarpið er samið af nefnd manna úr öllum flokkum. Þetta er því ekki okkar flokksmál þó að við viljum auðvitað greiða framgöngu málsins. í fimmta lagi vil ég taka það fram að þó að Páll Pétursson tefli fram ályktun Sýslumannafélags íslands gegn frumvarpinu þá hafa Lög- mannafélag íslands, Réttarfarsnefnd og Dómarafélagið ályktað með því.“ Jón sagði að það gæti varla leikið neinn vafi á því að hér væri um ákaf- lega mikilvægt mál að ræða. Réttar- kerfi okkar væri undir smásjá mannréttindadómstólsins í Strass- bourg en ekki mætti leika neinn vafi á því að íslenskt réttarfar fullnægi mannréttindakröfum í Evrópu. En hversu langt er Jón tUbúinn að ganga til að ná samkomulagi um frum- varpið? „Eg legg mikla áherslu á þetta mál. Þetta er framfaramál sem dreg- ist hefur úr hömlu að Uytja. Um meginregluna verður ekki deUt, en um hitt er ég tilbúinn að ræða, þar með talinn kostnaðinn, þannig að framsóknarmenn geti sætt sig við hann. Það er þó ljóst að réttarríkið kostar sitt.“ -SMJ Dómsmálaráðherra, Jón Sigurðs- son, telur að ummæli þau sem höfð voru eftir PáU Péturssyni í DV lýsi ekki afstööu annarra framsóknar- manna til frumvarps hans um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds. Segir ráðherra að hinir stjórn- arflokkamir séu síður en svo búnir að hafna frumvarpinu og verði það lagt fram á þingi, sem stjórnarfrum- varp, svo fljótt sem kostur er. Um ummæli Páls sagði dómsmála- ráðherra: „í fyrsta lagi vil ég taka það fram að frumvarp um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði er ekki einkamál mitt né Alþýðuflokks- ins. Það vab samkomulag um þetta í stjórnarsáttmálanum, enda tel ég að hér sé um heiðursmál að ræða. í öðru lagi þá er ekki rétt að þing- flokkar framsóknarmanna og sjálf- stæðismanna hafi hafnað frumvarp- inu. - Hið rétta er að það er enn í athugun enda skiptar skoðanir um margt í frumvarpinu. í þriðja lagi þá er það fullkomlega órökstudd fullyrðing hjá Páli Péturs- syni að það fylgi gífurlegur kostnað- ur þessu frumvarpi. í raun þyrfti ekki að vera neinn kostnaðarauki fylgjandi frumvarpinu ef embættum yrði fækkað, eins og stóð til í upp- Jón Sigurðsson: Samkomulag um þetta í stjórnarsáttmálanum. hafi. Hætt var við það vegna land- fræðilegra ástæðna sem framsóknar- menn þekkja vel. í fjórða lagi vil ég mótmæla þeirri fullyrðingu Páls að ekki sé sjáanleg- ur ávinningur af frumvarpinu. í frumvarpinu er loksins gert það sem þarf að gera til að tryggja réttláta málsmeðferð alls staðar á landinu. Að frumvarpinu hafa unnið margir Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknarmanna: Píp í „Við framsóknarmenn erum alveg tilbúnir að fallast á að frumvarp dómsmálaráðherra verði lagt fram ef hann vill gera þær breytingar á því sem við viljum. Annars verð ég að segja að mín vegna má þetta mál vel bíða til haustsins. Þetta píp í Strasbourg þarf ekki að taka alvar- lega enda nota stuðningsmenn þessara hugmynda það aðeins til að Strasbourg ýta sínu máli áfram,“ sagði Páll Pét- ursson um „sýslumannafrumvarp" Jóns Sigurðssonar dómsmálaráð- herra. Páll, sem var staddur á búi sínu á Höllustöðum, sagði að varla yrði rætt um málið fyrr en eftir helgi. Páll sagði að þeir framsóknarmenn vildu heldur fara þá leið að gera lög- regluna sjálfstæöari og taka lög- regluembætti undan sýslumönnum. Með því væri unnt að gera lögregl- una að sjálfstæðum rannsóknar- aðila. „Þá er dómsmálaráðherra frjálst að koma með nýtt frumvarp og þá þarf bara að taka afstöðu til þess þegar þar að kemur,“ sagði Páll. -SMJ „Sýslumannafrumvarp“ dómsmálaráðherra: Frumvarpið lagt fram en síðan svæft í nefnd Líklegast er talið að dómsmálaráð- herra, Jón Sigurösson, fái samþykki framsóknar- og sjálfstæðismanna til að leggja fram frumvarp sitt um að- skilnað dómsvalds og umboðsvalds í næstu viku. Talið er þó öruggt að málið verði síöan svæft í nefnd og fái ekki afgreiðslu á þessu þingi. „Það eru ýmsar efasemdir um þetta mál í okkar flokki enda fer skoðun í þessu máli ekki eftir flokkum. Okkur þykir ljóst að þessu fylgir mikill kostnaður og þá eru skiptar skoðanir um ýmis efnisatriði. Afgreiðslu máls- ins hefur verið frestaö hjá okkur en það stendur til að ræða það yfir helg- ina,“ sagði Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokks- ins. Halldór sagði að ef frumvarpið yrði lagt fram þá kæmi það til meö að verða með miklum fyrirvörum og það þyrfti án efa mikla vinnu viö það í nefndum og útilokað væri að ljúka því á yfirstandandi þingi. En samþykkja framsóknarmenn að frumvarið verði lagt fram sem stjórnarfrumvarp? „Þaö er ekki ljóst ennþá en því hefur heldur ekki verið hafnað," sagði varaformaður Framsóknar- flokksins. -SMJ Eiga bjórandstæðingar mótleik í efri deild? Breytingartillaga getur tafið málið Bjórfrumvarpið ætti að vera komið til efri deildar um miðjan april en þriðja umræða er eftir í neðri deild. Almemit er talið aö frumvarpið fái greiða afgreiðslu þar, en þó hefur heyrst að bjórand- stæðingar eigi hugsanlegan mót- leik í efri deild. Sá leikur felst í því að bera upp breytingatillögu sem myndi kosta aðra umferð í neðri deild ef hún væri samþykkt. Þessi leikur var leikinn síöast þegar bjór- inn komst til efri deildar og er mál manna að það hafi stuðlað aö því að það var ekki samþykkt þá. í samtali við Guðna Ágústsson, einn flutningsmanna tillögunnar, kom fram að þeir flutningsmenn hefðu ekki miklar áhyggjur af því að málið fengi ekki afgreiðslu nú. Sagöi Guðni að í efri deild væru menn hreinskiftari í afstöðu sinni til bjórsins og þá væri allsherjar- nefnd efri deildar ekki líkleg til að teíja málið. Þá verður minna af varamömium inni það sem eftir þings, en afstaða þeirra hefur oft hleypt óvissu í atkvæðagreiðslu um bjórinn. Guöni sagði að það væri sín skoðun að bjóttnn yröi samþykktur á þessu þingi. SMJ Beint frá Ítalíu Litil rókókósófasett 3 + 1+1. Verð kr. 57.600,- Yfir 20 gerðir af speglum í römmum frá kr. 2.200,- Hornskápar 28.900,- 19.635,- 12.800,- Lítil kommóða símaborð innskotsborð kr. 5.900,- kr. 5.400,- kr. 7.900,- Rókókósófasett. Verð frá kr. 88.800,- Opið alla daga kl. 10-19 SNýja <BólsturgGrðin Garðshorni við Fossvogskirkjugarð, simi 16541
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.