Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. Fréttir DV Deilur vegna veitingu skólastjórastöðu við Ölduselsskóla: Mikil ólga er meðal foreldra og kennara - pólitík talin ráða vali Fræðsluráðs Mikil deila hefur nú risið vegna væntanlegrar veitingar skólastjóra- stöðu við Ölduselsskóla. Áslaug Frið- riksdóttir, núverandi skólastjóri, er að láta af störfum og voru tveir um- sækjendur um stöðu hennar. Það voru Daniel Gunnarsson, yfirkenn- ari við Ölduselsskóla, og Sjöfn Sigur- bjömsdóttir, kennari við Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Á fundi Fræðsluráðs Reykjavíkur á mánudaginn voru umsóknirnar „Það ætti öllum að vera ljóst að það er slæmt útht á okkar mörkuð- um. En ég vil ekkert segja um hvort þaö kunni að leiða til gengisfellingar ef verð lækkar. Það er nóg að bankar séu að braska með gjaldeyri þó við fórum ekki að tala um gengisfelling- ar einhvern tímann í framtíðinni. Það er hins vegar slæmt ástand, það ættu allir að sjá,“ sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra. Á aðalfundi Sambandsfrystihúsa í gær kom fram að verð á þorskblokk „Það virðist vera auðvelt að plata okkur. Það er þannig kerfi hjá okkur aö deildarstjórar undirrita reikninga sem síöan er framvísað og þeir greiddir. Þessi aðili falsaði nöfn deildarstjóranna á reikninga. Nöfnin vora mjög vel skrifuð, svo vel að deildarstjórarnir vora ekki vissir hvort þeir höfðu skrifað nöfn sín eöa ekki þegar þeim voru sýndar undir- skriftimar," sagði Þorsteinn Jóns- son, aöalgjaldkeri hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík. Iðnaðarmaður á Húsavík hefur ját- að að hafa í nokkur ár svikið Kaup- félagiö með þeim hætti að falsa nöfn deildarstjóra Kaupfélagsins á tilbúna reikninga. Iðnaðarmaðurinn fram- vísaði síðan reikningunum á skrif- stofu Kaupfélagsins og fékk þá Nettótekjur Sjónvarpsins af aug- lýsingum í beinum tengslum við Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva voru um 5 milljónir króna í ár. Áætlaður kostnaður við keppnina var um 5,5 milljónir en endanleg kostnaðartala er enn ekki komin í ljós. Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, sagði í samtali við DV að hann hafi ekki ástæðu til að ætla að kostnaðaráætl- unin hafi farið fram úr áætlun. „Þaö er aldrei hægt að reikna þetta teknar fyrir og var samþykkt að mæla með Sjöfn með fjóram atkvæð- um gegn einu. Ekki voru greidd at- kvæði um Daníel. Þeir sem greiddu atkvæði með Sjöfn era Ragnar Júl- íusson, formaður Fræðsluráðs, Sig- urjón Fjeldsted, Haraldur Blöndal og Kristín Arnalds. Á móti greiddi Val- gerður Eiríksdóttir. Einn viðmæl- enda DV sagði að þessi atkvæða- greiðsla lyktaði af póhtík og að mikil ólga væri nú í kennurum og foreldr- hefur á skömmum tíma lækkað um rúm 30 cent. Þá er spáð frekari verð- lækkun í sumar, eins og fram hefur komið í DV. Á fundinum var rætt um spá sem gerir ráð fyrir rúmlega 20 centa lækkun til viðbótar. „Þaö er sáralítiö rúm fyrir fisk- verðshækkun innalands eftir gengis- fehinguna. Það þarf hins vegar ein- hverja breytingu. Það er ekki hægt að reikna með að tekjur sjómanna hækki ekki eins og tekjur annarra," sagði Hahdór. -gse greidda. Upp um svikin komst er einn deildarstjórmn sá reikning um vinnu í sinni deild. Dehdarstjórinn sá strax að sú vinna, sem greidd hafði verið, hafði aldrei verið framkvæmd. Eftir það hófst rannsókn málsins og eins og fyrr segir hefur iðnaðarmað- urinn sem í hlut á játað sekt sína. Þorsteinn Jónsson aðalgjaldkeri sagði að greinilegt væri að iðnaðar- maðurinn hefði lagt sig niður við að skrifa nöfnin sem líkast því sem eig- endur þeirra gerðu. Þorsteinn bætfi við að starfsmenn Kaupfélagsins hafi verið grandalausir gagnvart þessari iðju iönaðarmannsins. Ekki hefur fengist uppgefið hversu háar fjár- hæðir manninum tókst að svikja út úr Kaupfélaginu með þessum hætti. -sme dæmi alveg tíl enda. Við getum ekki vitaö hvaö af þessum fimm mihjón- um í auglýsingatekjur hefði komið tíl Sjónvarpsins ef eitthvað annaö efni hefði verið á dagskrá. Ég vh þvi ekki segja að Sjónvarpiö komi nokk- um veginn slétt út vegna söngva- keppninnnar. En Sjónvarpið og Út- varpið fengu verulega mikið dag- skrárefni í tengslum við keppnina og auknar auglýsingatekjur að ein- hverju marki,“ sagði Pétur Guð- finnsson. -JBj um við Ölduselsskóla. Munu kennar- ar hafa nefnt fjöldauppsagnir ef gengið verði framhjá Daniel. Þá munu foreldrar í hverfinu vera komnir með undirskriftaherferð í gang til stuðnings Daníel. Sagði Sig- rún Helgadóttír, sem er í forsvari fyrir foreldra, að einróma vilji væri fyrir því meðal foreldra að Daníel fengi starfið enda hefði mikil ánægja ríkt með starf hans við skólann. Stað- festi Sigrún að undirskriftasöfnun tíl Það er nú ljóst að Polgarsysturnar ungversku munu tefla á alþjóölega mótínu í skák sem hefst á Egilsstöö- um 5. júní. Að sögn Ottós Jónssonar, sem hefur með mótíð að gera, höfðu þær samband við mótshaldara og lýstu yfir áhuga sínum. Amarflug bauðst til að flytja þær og foreldra þeirra frá Amsterdam til Reykjavik- ur og þá hefur fjölskylda ein á Egils- stöðum boðist til að lána hús sitt undir fjölskylduna ungversku. Þessar snjöllu skáksystur, Zsuzsa, Zsoffia og Judith, tefldu sem kunnugt er á Reykjavíkurmótinu og unnu hug og hjörtu áhorfenda. Fjölskyldunni líkaði stórvel þær móttökur sem hún fékk hér og vora systumar og for- stuðnings Daníel væri í gangi enda vildu foreldrar ekki raska því skóla- starfi sem þar hefði verið unnið á undanförnum áram. Málið er nú hjá menntamálaráð- herra, Birgi ísleifi Gunnarssyni, og sagði hann að ákvörðunar væri að vænta fljótlega. Sagði ráöherra að ekki væri að svo stöddu unnt að segja til um hver fengi stöðuna. eldrar þeirra mjög áfjáð í að koma aftur. Kemur fjölskyldan 2. júní og er ætlunin að stúlkumar tefli fjöl- tefli í Valaskjálf á Egilsstöðum. Þá er ljóst að stórmeistaramir Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson verða meðal þátttakenda og einnig alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjama- son. Þá er búist við því að flestir okkar efnilegu skákmanna verði með á mótinu. Ekki er enn ljóst hvaða útlendingar verða með en nokkrir munu þó hafa tilkynnt þáttöku sína. Fyrstu verðlaun í 1. flokki verða 200.000 kr. en heildarverðlaun verða 700.000 kr. Gert er ráð fyrir að tefla í þrem flokkum. -SMJ Týndur á seglbretti: Láðistaðiátavita um bjmgun Slysavamafélagið, Landhelgis- gæslan, björgunarsveitir, lög- regla og fleiri tóku þátt í leit að unglingi sem farið haföi á segl- bretti £rá Langasandi á Akranesi eftir hádegi í gær. Drengurinn haföi ætlað sér að sigla tíl Reykja- víkur. Farið var að óttast um hann og óskað aðstoðar björgun- armanna. Drengnum var bjargað um borð í bát sem hélt í Snarfara- höfnina í Reykjavík og láöist að tilkynna fundinn. Fjölmenn leit var í gangi í töluverðan tíma eftir að honum var bjargað. Slysavamafélagiö frétti af björgun drengsins frá bátí sem var vélarvana um 25 sjómílur norövestur af Akranesi. Sá bátur óskaði eftir aðstoð en var tilkynnt að á meöan leit færi fram yrði hann aö bíða. Bátsverjar á bilaöa bátnum höfðu samband viö bát hjá Snarfara. Þar var þeim sagt að búiö væri að finna og bjarga seglbrettamanninum og þannig' barst leitarmönnum frétt um björgunina. Björgunarbátur frá Akranesi fór og sótti vélarvana bátinn og kom með hann til Akraness klukkan tvö í nótt -sme Stefnir í gjaldþrot hjá mörgum Gífurleg offramleiðsla er á gönguseiöum í laxeldi hér á landi. Framleiðslan er 12 milljónir gönguseiöa og er útflutnings- verðmæti þeirra 6 til 7 hundruð milljónir króna. Af framleiðsl- unni eru aðeins nýtt liðlega 5 milljónir seiða. Vigfus Jóhannsson, deildar- stjóri fiskeldisdeildar Veiðimála- stofnunar, sagði í samtali við DV að 1,2 milljarða króna vantaði inn í atvinnugreinina til að mögulegt væri að nýta umframframleiðsl- una og ef ekki takist að útvega fjármagniö á þessu ári stefni í gjaldþrot hjá mörgum. -JBj Sjónvarpið: Bogi ráðinn fréttastjóri Bogi Agústsson, blaöafulltrúi Flugleiða, var ráðinn fréttastjóri Sjónvarpsins í gær. Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri réð Boga að undangenginni kosningu í útvarpsráði þar sem Bogi fékk flest atkvæði umsækjenda. Bogi Ágústsson er 36 ára og var fréttamaöur á Sjónvarpinu 1977- 1986 en tók þá við starfi aðstoðar- framkvæmdastjóra Ríkisút- varpsins. Á síðasta ári var hann blaöafulltrúi Flugleiða. Bogi er stúdent frá Menntaskó- lanum í Reykjavík og stnndaði nám í sagnfræöi við Háskóla ís- lands. Eiginkona hans er Jónina María Kristjánsdóttír og eiga þau þtjú böm. -jBj Félagsmálastofhun: Kannast ekki viðmálið Birgir Ottósson, húsnæðisfull- trúi hjá Félagsmálastofnun, sagði í samtali við DV í morgun aö hann kannaðist ekki við að nokk- ur, sem byggi í tjaldi í Laugar- dalnum, hefði leitað á náðir Fé- lagsmálastofnunar. Birgir sagði að Félagsmála- stofnun tæki á mörgum málum þar sem húsnæðislaust fólk leit- aði aðstoðar og reyndi stofhunin að skjóta skjólshúsi yfir þá sem væru á götunni. íslfkum tílfeUum væri viðkomandi utvegaö bráöa- birgðahúsnæði. -StB Halldór Ásgrímsson: Bankamir braska með gjaldeyri - vill ekki ræða um gengisfellingu í kjólfar verðlækkana eriendis -SMJ Polgar systurnar ungversku munu i annað sinn á árinu gleðja íslenska skákáhugamenn því að þær eru væntanlegar á opna Egilsstaðamótið í skák sem hefst 5. júní. Hér sést hin 13 ára gamla Zsuzsa Polgar eða sú í miðjunni. Yngri systir hennar, Judith, er aðeins 11 ára. Skákmótið á Egilsstoðum: Polgarsysturnar meðal þátttakenda - tveir íslensku stórmeistaranna verða með Fjársvik hjá Kaupfelagi Þingeyinga: Vel æfðar falsanir gengu ámm saman Eurovision sóngvakeppnin: Skilaði fimm milljónum kvóna í auglýsingatekjur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.